Morgunblaðið - 14.09.1974, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.09.1974, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 1974 — Hvað veldur ? Framhaid af bls. 12 tvær barnadeildir, önnur við Landakotsspítala, hin við Landspítala. I fyrra var aug- lýst staða háskólakennara í barnasjúkdómum, þá stöðu hlaut læknir við Landakots- spítala, Þröstur Laxdal. Um prófessorsembættið sóttu tveir læknar frá Landakots- spítala, Björn Guðbrandsson og Sævar Halldórsson, og einn frá Landspítala, Víking- ur Arnórsson. Með bessari nýju auglýsingu og breyttum viðhorfum ráðuneytanna — hvað svo sem þeirri hugar- farsbreytingu hefir valdið — þá eru þeim tveimur læknum frá Landakotsspítala, sem sóttu um prófessorsembætt- ið, gerðir tveir kostir og hvor- ugur góður, annar sá að yfir- gefa þann vettvang, sem þeir hafa kosið sér til starfs, hinn að hafna prófessorsembætti ef þeim yrði veitt það og að báðir eru hæfir til embættis- ins, á því leikur enginn vafi. Hvað veldur? Reykjavík, 8. sept. 1 974. Bjarni Jónsson — Lénharður Framhald af bls.24 kostnaður Lista- og skemmti- deildar (LSD) 0,3 milljónir króna, útlagður kostnaður 0,8 milljónir eða samtals 1,1 milljón króna. Greiðsla til leikara telst útlagður kostnaður og er samtals 3,5 milljónir króna. Fastur kostn- aður leikmyndadeildar er 1,7 milljónir króna, útlagður kostn- aður 4,1 milljón og er því kostn- aður leikmyndadeildar samtals 5,8 milljónir króna. Tæknikostn- aður við kvikmyndatöku er fastur 0,6 milljónir, en útlagður 2,7 mill- jónir eða samtals 3,3 milljónir króna. Við klippingu og hljóðsetn- ingu er fastur kostnaður 1,4 mill- jónir króna og útlagður kostnaður enginn. Ýmis kostnaður er síðan 2,2 milljónir króna. Samanlagður fastur kostnaður er því 4,0 mill- jónir króna, samanlagður út- lagður kostnaður 13,3 milljónir eða samtals kostnaður við mynda- tökuna 17,3 milljónir króna. Andrés Björnsson sagði á fund- inum, að Magnús Bjarnfreðsson hefði tekið saman kostnaðarliði kvikmyndatökunnar og hefði það verið flókið og vandasamt verk- efni. Hann kvað það vera eina af mörgum veikum atriðum við rekstur útvarpsins, hvað mikill skortur væri á því að unnt væri að gera nákvæmar kostnaðaráætl- anir um þaö, sem framkvæma ætti. Hann kvaðst þó vera reiðu- búinn að taka á sig fulla ábyrgð á málinu, en áætlanadeild við stofn- unina myndi að sjálfsögðu einnig kosta peninga og þeir peningar, sem til hennar hefðu farið, hefðu verið notaðir til dagskrárgerðar. Hefði Magnús Bjarnfreðsson nú verið ráðinn til þess að sinna þess- um málum og kvað útvarpsstjóri hann hafa unnið þarft verk á stuttum tíma, en hann tók fram að Magnús hefði á engan hátt verið viðriðinn upphaflega áætlanagerð yfir kostnað við töku Lénharðs f ógeta. Magnús Bjarnf reðsson sagði að f samantekt kostnaðartalnanna væri eðlilega nokkur matsatriði, svo sem tækjaleiga og afskriftir af eigin tækjum sjónvarpsins, sem jafnframt eru notuð til ann- arra hluta. En tækjaleigan væri lftið atriði f heildarkostnaðinum og breytti ekki niðurstöðutölum dæmisins að neinu ráði. Leikmyndagerð kvað hann vera dýra, einkum smíðar, en það sem gert hefði verið þar myndi f sjálfu sér auka eignir sjónvarpsins og mikill hluti þess, sem smfðað hefði verið, væri nothæft í önnur verkefni, svo sem t.d. fatnaður, sem þegar hefur verið notaðar aftur. Hann kvað yfirvinnu fasts starfsfólks f LSD hafa verið 763 þúsund krónur og laun konu, sem ráðin var sem aðstoðarstjórnandi um 280 þúsund krónur. Yfirvinna í Ieikmyndadeild nam 4,1 milljón króna. Yfirvinna starfsfólksins í heild kvað Magnús vera tæplega 4,5 milljónir króna. I leikmynda- deild er yfirvinnan greidd frá ára-. mótum, en öðru starfsfólki en starfsfólki leikmyndadeildar var greidd yfirvinna á tfmabilinu frá 27. maítil 11. ágúst. Spurt var á fundinum, hvort eðlilegt mætti teljast að yfirvinna næmi 30% af útlögðum kostnaði. Þeir félagar töldu það ekki eðli- legt, en sögðu að þegar ráðizt var í verkið hafi verið gert ráð fyrir því að leikarar, sem Sjónvarpið hefur þurft að fá að láni frá leik- húsunum yrði í fríi yfir sumar- mánuðina. Vegna þjóðhátfðar hafi þetta breytzt og hafi því oft og einatt þurft að bíða eftir því að leikararnir losnuðu frá leikhús- unum, en starfsmenn þeirra eru þeir fyrst og fremst. Þessi stað- reynd hleypti og upp kostnaðin- um. Gunnar Vagnsson tók fram •að það hefði verið hagur Utvarps- ins að kvikmyndatakan tæki sem stytztan tíma, því að veður hefði getað hamlað framkvæmd verk- efnisins. Því var það sérstakt kappsmál, að starfsmenn ynnu langan dag. Var starfsfólk beðið um að fresta sumarleyfi sfnu í nokkrum tilfellum vegna þessa. Gunnar Vagnsson sagði að kostnaðaráætlunin hefði upphaf- lega verið gerð fyrir Lénharð í júnf 1973, en síðar var ákveðið að fresta tökunni. 1 desember síðast- liðnum var síðan ákveðið að ráð- ast í verkið, en endurskoðuð kostnaðaráætlun lá þá ekki fyrir. A þessu timabili urðu gífurlegar hækkanir á öllum sviðum til- kostnaðar í vinnu og efni. Hann kvað launakostnað miðað við vinnustund hafa aukizt á tímabil- inu um u.þ.b. 65% og timbur- kostnað t.d. um u.þ.b. 130%. Hann taldi ekki fjarri lagi að áætla að upphafleg kostnaðar- áætlun hefði þannig farið upp i 8 til 9 milljónir króna vegna verð- bólgu og aukins tilkostnaðar. Þá hafi í upphaflegri áætlun verið gert ráð fyrir 90 mínútna mynd, en kvikmyndin verður, þegar lok- ið hefur verið við að klippa hana og fínpússa tæplega tveggja klukkustunda mynd. Að öðru leyti kvað Gunnar f jár- hag útvarpsins í heild vara slæm- an og tfminn til þessarar fram- kvæmdar því í sjálfu sér verið óhagstæður, enda hefði útvarps- stjóri látið þau boð út ganga til starf smanna að þeir gættu ítrustu varkárni í meðferð fjár. Þá kom f ram I máli Andrésar Björnssonar að ákveðið hefði verið að engar f ramkvæmdir yrðu í bráð við leik- ritagerð. Gunnar Vagnsson kvað fjármálaerfiðleika útvarpsins og mun stærri í sniðum en er varðar kvikmyndatökuna um Lénharð og þá einkum vegna þess að afnota- gjöld eru miðuð við kostnað við rekstur stofnunarinnar I desem- ber sfðastliðnum, en sfðan hefðu orðið miklar hækkanir tilkostnað- ar. Það kom fram á fundinum, að kostnaður við hverja vinnustund í stúdíói í sjónvarpinu er um 33 þúsund krónur. Sé unnið f 10 stundir er kostnaðurinn þann daginn 330 þúsund krónur. Sé unnið þannig f eina viku eða 6 daga er kostnaðurinn nálægt 2 milljónum króna. Af þessu sést að rekstur stúdiós er mjög kostnað- arsamur. Andrés Björnsson útvarpsstjóri gat þess að samningar sjónvarps- stöðva á Norðurlöndum væru mjðg hagstæðir Islendingum. Þegar sjónvarpið kaupir leikrit frá Norðurlöndum, þarf það að- eins að greiða 5% af kostnaði við laun leikara í viðkomandi mynd. Þessum samningum heldur þó Rfkisútvarpið aðeins ef það legg- ur fslenzkt leikrit á móti í þessari samvinnu. Frá þlóðhátfð Sunnu á Mallorka þar sem 700 tslendingar mættu til sumarhátfðarinnar. Myndin er tekin þegar borðhaldið stðð yfir. Fjærsl f salnum á sviðinu er Guðni Þórðarson að f lytja ávarp sitt. 700 Islendingar í sama húsi erlendis — Framboð Framhald af bls. 2 Hann sagði að fasteignamarkað- urinn hefði dregizt saman f júnf—júlí þar syðra, sérstaklega væra þetta áberandi um fbúðir, sem hefðu verið í byggingu. Arni sagði, að núna f haust hefði fast- eignasalan glæðzt nokkuð aftur, sérstaklega á tilbúnum fbúðum. Á ANNAÐ þúsund Islendinga sótti sumarhátfðir Ferðaskrif stof- unnar Sunnu á Mallorka og Costa del Sol um sfðustu mánaðamðt. Tókust hátfðirnar mjög vel og fðru fram með mestu prýði, en þær voru haldnar f tilefni þjóð- hátfðarársins. 700 Islendingar á Mollorka sóttu hátíðina þar, en hún var haldin á stórum herragarði 20 km fyrir utan höfuðborgina Palma. Þar hófst hátíðin með ávarpi Guðna Þórðarsonar, forstjóra Sunnu, þá var fjöldasöngur og síðan hófst borðhald. Skemmti- dagskrá var undir borðum. Krist- inn Hallsson óperusöngvari söng, Árni Johnsen vísna- og þjóðlaga- söngvari skemmti, Alli Rúts sagði brandara og Los Valdemosa söng- flokkurinn söng áður en hljóm- sveit Ingimars Eydals tók til óspilltra málanna. Þá fluttu gestir ávörp ogættjarðarstemmningarog hátfðinni lauk með: Hvað er svo glatt...______________________ — Ekki víttur Framhald af bts. 2 ið og getir snúið þér algerlega að þvf að tryggja sannleiksgildi frétta Morgunblaðsins. Með kveðju, Ólafur Ragnar Grfmsson. X Ólafur minn Ragnar! Ekki þarf þjóðhátíðarár til að Morgunblaðið vilji heldur hafa það er sannara reynist, en hér mun vera um mismunandi túlkun að ræða. Blaðamaðurinn, sem fréttina skrifaði, taldi að þetta væru vítur á formanninn sam- kvæmt heimildum sínum, en þú ert á annarri skoðun og er okkur ljúft að birta þinn skilning á málinu, enda þótt ástæðulaust hafi verið að blanda mér persónu- lega í mál þetta. Ég vona svo að andi þjóðhátíð- arinnar svífi yfir hinum grunnu vötnum útvarpsráðs — héðan í f rá sem hingað til. Kær kveðja. Matthfas. — Mannrán Framhald af bls. 1 ins. Fór hollenzk kona, sem er læknir, þangað tafarlaust og kom- ust þá sögusagnir á kreik um að einhverjir gislanna hefðu verið særðir. Lögreglan segist hafa heyrt skothvelli úr þeim vistaver- um, sem ræningjarnir halda glsl- unum f. Ekki er fullljðst, hvort Japan- irnir þrir eru úr hópi átta ungra Japana, sem voru reknir úr Frakklandi fyrir nokkru, en nokkrar lfkur eru taldar á þvf. Japanirnir höfðu ógild vega- bréf og auk þess höfðu þeir óleyfi- lega upphæð gjaldeyris í fórum sfnum. Á Costa del Sol var hátíðin haldin á búgarði f fjöllunum skammt frá Torremolinos. Þar mættu á fjórða hundrað Islendingar á þjóðhátfðina, sem fór fram með svipuðu sniði og á Mallorka, nema hvað spænsk hljómsveit lék í stað Ingimars Eydals, sem var ráðinn til að spila f Jack El Negró, næturklúbb Los Valdemosa á Mallorka. Fjöldi barna tók þátt í báðum hátíðunum og tóku þau sérstakan þátt í skemmtununum með söng. Guðni Þórðarson lýsti þvi yfir f ávarpi sínu að slíkar hátíðir yrðu framvegis árvissar á þessum stöð- um. Aldrei munu fleiri Islendingar hafa komið saman á einum stað erlendis, en á samkomunni á Mallorka. — Hlaut D doktorsgráðu Framhald af bls. 2 frumufræðilegum rannsóknum og það samræmi, sem er á milli mismunandi tegunda var sett í samband við mikinn hreyfanleik dýranna í einhæfu umhverfi og tiltölulega litla viðkomu þeirra." Hér er um að ræða grundvallarrannsóknir, sem jafn- framt auka almenna þekkingu á þessum dýrategundum og stuðla þannig að skynsamlegri nýtingu þeirra. „Litningar hvalanna eru sér- stæðir og einstakir meðal spen- dýra, þar sem megnið af svoköll- uðu heterokrómatíni er mjög mik- ið, en auk þess er dreifing þess með öðrum hætti en meðal ann- arra spendýra. Þetta atriði ásamt samræmi f f jölda og útliti litninga hjá hvölum bendir ótvfrætt til •þess að tannhvalir og skíðishvalir séu af sama uppruna, en um þetta hafa verið skiptar skoðanir." Að lokum sagði Ulfur Árnason, að næsta verkefni hans f rann- sóknum á sjávarspendýrum yrði að rannsaka nánar kjarnasýrur f hvölum, en heterokrómatínið er hluti þeirra. 3ttorg.im!>IðMt> margfaldar markod udor Eftir að ræningjarnir Iögðu undir sig sendiráðið reyndu marg- ir, m.a. fréttamenn að hringja þangað. Var þeim þá svarað tor- kennilegri röddu að þeir skyldu hringja í hollenzka upplýsinga- ráðuneytið, ef þeir vildu fá að vita eitthvað. straufría sængurfataefnið er nú fyrirliggjandi í mörg- um mynztrum og litum. Einnig í saumuðum settum. Kærkomin gjöf, hverj- um sem hlýtur. Sparið húsmóðurinni erfitt verk, sofið þægilega og lífgið upp á litina í svefnherberginu. Reynið Night and Day og sannfærizt. Samband íslenzkra samvinnufélaga Innflutningsdeild Sambandshúsið Rvík sími28200

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.