Morgunblaðið - 25.09.1974, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.09.1974, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 1974 3 'veir af hinum fötiuðu, sem fðru I boðsferðina til Danmerkur, sitja I bflnum við komuna heim, Reykvfekir öryrkjar róma viðtökur í Höfn Þegar borgarstjóri Kaup- mannahafnar, Urban Hansen, var gestur Reykjavfkurborgar á þjóðhátfð, færði hann Reyk- vfkingum I afmælisgjöf boð til 25 öryrkja I borginni til hálfs mánaðar ferðar til Danmerkur. Á mánudagskvöld kom hóp- urinn heim úr þessari boðsferð, og rómaði stórkostlegar mót- tökur og viðurgerning I Dan- mörku. Farið var 9. september og tóku á móti hópnum. á flug- veilinum f Kaupmannahöfn, Urban Hansen borgarstjóri og forseti borgarstjórnar, Egon Weideman, fslenzku sendi- herrahjónin I Kaupmannahöfn o.fl. Upp frá þvf voru fsienzku gestirnir bornir á höndum og farið með þá víðsvegar um Dan- mörku, og þeim haidnar veizi- ur. 1 hópnum voru 3 f hjólastói, og aðrir öryrkjar af ýmsu tagi, heyrnarskertir, blindir og fatiaðir á ýmsan hátt. Með þeim að heiman fóru Sigríður Stephensen yfirhjúkrunarkona f Hátúni 12 og Jes og Kristjana Jessen frá Reykjalundi. Auk þess fóru Ólafur Thors, forseti borgarstjórnar, og Oddur Óiafs- son alþingismaður ásamt kon- um sfnum. Þótti ferðin ákaf- lega vel heppnuð og rómuðu allir einstakar móttökur Kaupmannahafnarbúa. \ x i §** {J ! > f !* i rP.y i cSl v*1 r I Komið til Reykjavfkur úr ógleymanlegri ferð til Hafnar. Nokkrir öryrkjanna höfðu verið sóttir til Keflavfkurflugvallar og eru ekki með á myndinni. Forstjóri SVR: Hækkunin þyrfti að vera um 80% „ÞAÐ er fyrst og fremst vegna hinna gffurlegu kauphækkana, sem þessi hækkun er nauðsyn- leg,“ sagði Eirfkur Ásgeirsson forstjóri Strætisvagna Reykjavfk- ur f samtali við Mbl. f gær. „Við höfum farið fram á 56% hækkun, og liggur beiðni um hana enn hjá yfirvöidum. Enda þótt þetta sé há tala er hún nokkru lægri en vera þyrfti, hækkunin hefði þurft að vera 75—80%, bara tii að mæta auknum kostnaði við sjálfan reksturinn. Þá er ekki reiknað með fjármagni f nýja vagna, ný Sinfónían byrjar FYRSTU tónleikar Sinfónfu- hljómsveitar Islands á þessu starfsári verða 3. október kl. 20.30 f Háskólabfói. Stjórnandi verður Karsten Andersen og einleikari Ralph Kirshbaum cellóleikari. Á efnisskránni er Passacagiia eftir Irgens Jensen, Cellókonsert eftir Dvorak og Sinfónfa nr. 4 (ftalska) eftir Mendelssohn. Hljómsveitin heldur 16 reglu- lega tónleika á starfsárinu. Eins og undanfarin ár eru seld áskriftarkort sem gilda að öllum tónleikum vetrarins eða kort sem gilda að 8 tónleikum. Sala þeirra fer fram að Laugavegi 3, 3. hæð. Áskrifendur frá fyrra ári hafa frest til að endurnýja skfrteini sín til 24. september. biðskýii og þar fram eftir götun- um.“ Eiríkur sagði, að kauphækkanir verkuðu misjafnlega á rekstur- inn. Mest áhrif hefðu þær á fyrir- tæki með marga i vinnu, eins og SVR. Launagreiðslur næmu 50—60% af öllum reksturs- kostnaði fyrirtækisins. Kaup hefði hækkað gífurlega, og ofan á bættist olíuhækkun og hækkun á þeim hlutum, sem þarf í vagnana. Strætisvagnagjöld hækkuðu siðast í marz s.l. og hafa síðan verið 21 króna einstakt far fyrir fuliorðna og 8 krónur fyrir börn. Nú er lagt til, að einstakt far fullorðinna kosti 35 krónur og barna 15 krónur. Hækkunar- beiðnin hefur lengi legið hjá yfir- völdum án þess að hún hafi hlotið afgreiðslu. Af þeim sökum hefur mikið hamstur verið á afsláttar- miðum, og eru dæmi þess, að fólk hafi keypt miða fyrir þúsundir króna. Sagði Eiríkur, að þessi töf væri mjög bagaleg fyrir SVR* Jámiðnaðarmenn hafa sagt upp A FÉLAGSFUNDI í Félagi járniðnaðarmanna, sem haldinn var s.i. mánudagskvöld, var sam- þykkt að segja upp öllum kjara- samningum við atvinnurekendur og samtök þeirra, og er miðað við, að samningarnir renni út 31. október n.k. „Þörf á nánarí samvinnu ríkis og einkaaðila í fiskeldismálum” Segir dr. Peter Milne Heldur fyrirlestur í kvöld „Ég tel mikla möguieika á stór- aukinni fiskrækt á íslandi, bæði í sjó og fersku vatni, en mér virðist þurfa nánari samvinnu milli rannsóknarstofnana og ríkis- valdsins annars vegar og einka- aðila, sem áhuga hafa á að fara út í þessa atvinnugrein, hins vegar,“ sagði dr. Peter H. Milne, verk- fræðingur frá Skotlandi, sem hér hefur dvalizt sl. mánuð á vegum FAO, Matvæla- og landbúnaðar- stofnunar Sameinuðu þjóðanna, í samvinnu við Fiskifélag Islands, við athuganir á auknum mögu- leikum til fiskeldis hér á landi. Dr. Milne heldur f kvöld fyrir- lestur um fiskeldi og fiskrækt í Kristalssal Hótel Loftleiða á veg- um Félags áhugamanna um fisk- rækt og fiskeldi og hefst hann kl. 20.30. Dr. Milne ræddi við frétta- menn í gær og sagði þá m.a., að það hefði komið sér mjög á óvart hve langt íslendingar væru komn- ir f fiskrækt og fiskeldi og hve ör þróunin hefði vérið á sl. árum. Hann sagðist hafa ferðazt vfða um landið f upplýsingaleit og leit að hentugum stöðum til fiskeldis f sjó og á landi og hefði rekizt á nokkra staði, sem væru mjög vel til slfks reksturs fallnir. Dr. Milne talar af mikilli reynslu, því að hann hefur undanfarinTO ár ver- ið ráðgefandi víða um heim við uppbyggingu fiskeldisstöðva, m.a. í Noregi, Iran, Japan og á Filips- eyjum. Hann hefur auk þess ritað fjölmargar greinar um þessi mál og er höfundur bókarinnar „Fish and Shellfish Farming in Costal Waters. Viðtai við dr. Milne um þessi mál birtist í fiskeldisþætti Mbl. f næstu viku. Fyrrum skipstjóri en ekki skólastjóri I viðtalinu við Bjarna Þórarins- son hafnarstjóra í Grindavík í Leiðrétting I viðtali við Martein Jónasson um viðbrögð við bráðabirgðalög- um vegna sjávarútvegs í blaðinu í gær, segir, áð stór togari eyði 21.000 lítrum í 25 daga veiðiferð. Þarna var um prentvillu að ræða. Lítrarnir áttu að vera 10 sinnum fleiri eða 210.000. Leiðréttist þetta hér með. blaðinu í gær kom fram sú mein- lega villa í fyrirsögn, að talað væri við Bjarna Þórarinsson fyrr- um skólastjóra. Þeir sem hafa les- ið viðtalið sjá að hér á auðvitað að standa skipstjóri. Annars má kannski til sanns vegar færa að Bjarni hafa líka verið skólastjóri, því að þeir eru margir sjómennirnir, sem hann skólaði á skipstjóraferli sínum. Þá var myndin með greininni af Hrafni Sveinbjarnarsyni, en ekki Hrafn- inum II. Biðjum við Bjarna vel- virðingar á þessu. Dr. Peter Milne og Ingimar Jóhannsson fiskifræðingur á blaðamannafundinum f gær. Ingimar hefur annazt tilraunir Fiskifélagsins með laxeldi í sjó hér á landi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.