Morgunblaðið - 25.09.1974, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 25.09.1974, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 1974 7 Július sýnir Laxamýrarbændum, Birni og Vigfúsi Jónssonum, falleg sumaralin seiði. „Ætlunin að tvöfalda seiðaframleiðsluna” Rætt við Júlíus Pétursson stöðvarstjóra á Laxamýri Júllus Pétursson „VIÐ erum nú með um 180 þús- und sumaralin seiði af stórlaxa- stofni og vonumst til, að sú tala eigi ekki eftir að lækka mikið áður en við getum farið að afgreiða þau sem 1 árs gönguseiði næsta vor," sagði Júlíus Pétursson stöðvar- stjóri í Fiskeldisstöðinni á Laxa- mýri í Aðaldal, er við komum við hjá honum fyrir skömmu. Júlíus tók við starfi stöðvarstjóra 1 febrúar sl. en hann lauk 4 ára námi i fiskeldisfræðum í Svíþjóð vorið 1973 og starfaði eftir það i Laxeldisstöðinni í Kollafirði áður en hann fór norður. Miklar framkvæmdir hafa verið við Laxamýrarstöðina sl. tvö ár undir forystu Kristjáns Óskarssonar fram- kvæmdastjóra stöðvarinnar. Búið er að gera grunn fyrir annað 400 fermetra eldishús og auk þess steypa stórt útieldisker að sænskri fyrirmynd Er ætlunin að tvöfalda seiðaframleiðsluna a næsta ári Nú er búið að safna saman fjölda stórlaxa úr Laxá I Aðaldal til að nota f klakið í haust og hafa bændur veitt mest allan laxinn, en auk þess skildu erlendir veiðimenn i Árnesi eftir tals- vert af líflaxi handa eldisstöðinni. Verður væntanlega byrjað að kreista laxinn síðari hluta októbermánaðar. Við spyrjum Júlíus hvenær hrognin klekjist út. — Hrognin þurfa um 320 sólar- hringsgráður áður en þau klekjast út, en til að flýta fyrir þroska þeirra er vatnið hitað örlítið siðustu 2—3 mánuðina. Ófrjó hrogn verður að fjarlægja strax og alls ekki síðar en 48 stundum frá frjógvun Síðan má ekki snerta hrognín fyrr en þau eru orðin augnuð seinnipart vetrar Þau eru höfð i myrkri allan veturinn Seiðan koma síðan almennt úr hýð- inu með sporðinn fyrst en ef höfuðið kemur fyrst má búast veið lélegum seiðum. Laxaseiði er við fæðingu um 2 cm á lengd og vegur 0.1 gramm Fóðrun seiðanna hefst eftir 3—4 vikur frá fæðingu, allt eftir hitastigi, en það er vandasamasta timabilið i fiskeldinu — Verða ekki mikil afföll í upp- hafi? — Jú, stór hluti seiðanna lærir aldrei að taka fóðrið og þvl verða stór afföll í startinu Talið er gott að ná 50—60% af seiðunum gegnum fyrsta sumarið, en eftir það eru afföll Iftil, þó að alltaf geti einhverjir kvill- ar eða sjúkdómar komið upp. Seiðin eru sérstaklega viðkvæm fyrir alls- konar kvillum fyrstu mánuðina, svo sem bakterium og snikjudýrum Þarf að hafa mjög nákvæmt eftirlit með þeim og flokka þau og vigta með jöfnu millibili — Hvað er til bragðs að taka ef veiki kemur upp I seiðunum? — Þá eru seiðin þegar i stað böðuð upp úr saltvatns- og forma- linsblöndu. Við spyrjum Júlíus að lokum hvort hann sé með einhverjar til- raunir i gangi, en hann segir, að enn sé ekki komið að þvi. Fyrst verði að einbeita sér að þvi að byggja stöðina upp og koma rekstrinum i fastar skorður en tilraunir eigi síðar von- andi eftir að verða fastur þáttur enda aðstæður fyrir norðan mjög ákjósan- legar til sliks, þar sem Laxá rennur örskammt frá stöðinni Séð yfir sal Laxamýrarstöðvarinnar. Steypta eldiskerið á Laxamýri er nýjung í laxeldi hér á landi. ftskRaekt og fekeLöí Eftir Ingva Hrafn Jónsson Keflavík Bilskúr óskast til leigu. Uppl. i síma 2721 eftir kl. 6. Óska eftir að kaupa Cortinu árg. '7 1 —'12. Uppl. i sima 52395 eftir kl. 7 á kvöldin. Keflavik — Njarðvík 2ja til 3ja herb. íbúð óskast til leigu strax. Uppl. í sima 2721 eftir kl. 6. Keflavík Til sölu góðar 3ja og 4ra herb. sérhæðir. Lausar strax. Eigna- og verðbréfasalan, Hringbraut 90. Simi 3222. 4ra tonna trilla til sölu. Uppl. í síma 53137. Atvirma óskast Kona, sem er liðlega fimmtug, óskar eftir hálfs dags starfi. Er vön afgreiðslu. Tilboð sendist Mbl. fyrir föstu- dagskvöld merkt: 9756. Kona óskar eftir atvinnu t.d. við símavörzlu. Hefir starfað við verzlunarstörf og skrif- stofustörf. Vélritunarkunnátta. Tilboð merkt: 9574 sendist Mbl. sem fyrst. Herb. óskast Piltur óskar eftir að taka herb. á leigu. Fyrirframgreiðsla ef óskað er. Vinsamlegast hringið í síma 92- 2440. Til ieigu 4ra herb. íbúð á góðum stað. Tilboð sendist til Mbl. merkt „9573". Geymsluhúsnæði Til letgu 1 60 fm. geymsluhúsnæði á jarðhæð. Upplýsingar i sima 1 2362. SÆNSK-ÍSL. FRYSTIHÚSIÐ. Háskóla íslands vantar litla ibúð handa rússneskum sendi- kennara. Upplýsingar í sima 25088. Bakari óskar eftir vinnu Gott ef íbúð gæti fylgt. Allt kemur til greina. Hef bíl. Kvöldvinna kemur til greina. Tilboð sendist Mbl. merkt: ..9757'. Atvinna Laghentan mann eða bólstrara vantar strax. Uppl. í síma 1 2691. Einstaklingsíbúð eða góð stofa með aðgangi að eldhúsi óskast á leigu strax. Skilvísi og góðri umgengni heitið. Upplýsingar í síma 21083. Djúpfrystir Notaður djúpfrystir fyrir kjörbúð óskast til kaups. Upplýsingar i sima 85445 eftir kl. 7 á kvöldin. ^ttÞEIR nUKR UIÐSKIPTin SEH1 rt nuGLúsni | ] \ jRloruuubtaíiiuu Milli fjöru og fjalls í Simca 1100 Simca 1100 GLS. SIMCA 1100 er einn vinsælasti litli fimm manna bfllinn á Norður- löndum, enda er hann annálaður fyrir gæði, styrkleika. lipurð. hagkvæmni, aksturshæfni, spameyzlu, að ógleymdu ótrúlega lágu verði. — SIMCA 1100 GLS er 4. dyra, en með fimmtu hurðina að aftan og á fáeinum sekúndum má breyta honum ( einskonar station- bfl. —SIMCA 1100 GLS er sérstaklega styrktur fyrir fslenzka vegi og veðurfar. Geymið ekki þangað til á morgun það sem hægt er að gera í dag: pantið nýjan SIMCA 1100 — hringið eða komið strax í dag. Ifökutl hf. ÁRMÚLA 36 REYKJAVÍK Sími 84366.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.