Morgunblaðið - 25.09.1974, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 25.09.1974, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 1974 15 Austurkotsbændur. Frá vinstri Þorvarður Arnason, forstjóri, Arni Björnsson, iæknir, Lúðvfk Jónsson, framkvæmdastjóri og Eyvindur Hreggviðsson, bifvélavirki. Mark- miðið er að rækta góða, fallega og jafna hesta „Okkar markmið er að rækta upp góða, fallega og jafna hesta, en við gerum þetta mest fyrir ánægjuna. Þó að svona bú þurfi að geta staðið undir sér, þá höfum vió fyrir löngu gert okkur það ljóst að af þessu verður aldrei hagnaður. Aðalatriðið er að hafa verkefni sem öll fjölskyldan getur tekið þátt í.“ Þannig mæltist þeim bændum í Austurkoti I Sandvíkurhreppi, þegar blm. Morgunblaðsins heim- sótti þá fyrir skömmu. Reyndar eru þessir fjórir bændur þeir Árni Björnsson læknir, Eyvindur Hreggviðsson bifvélavirki, Lúð- vík Jónsson framkvæmdastj. og Þorvarður Árnason forstjóri og allir búsettir í Reykjavík. Þeir félagar sögðust hafa keypt Austurkot fyrir tveim árum síðan með það fyrir augum að stunda þar hrossarækt. „Við fengum jörðina, sem er 250 hektarar á ágætum kjörum ásamt einhverju af vélum. Síðan keyptum við merfolöld frá bæj- unum Hofstöðum, Þverá og Kolkuósi í Skagafirði til að ala upp hér, eins vel og hægt er til að ná fram þvi bezta, sem í þeim býr. Þessi hross voru tveggja til þriggja vetra og sum upp í fimm vetra þegar við keyptum þau. Það er þess vegna ekki margt komið á tamningaaldur, en meiningin er þó að temja hryssurnar i vetur, en við erurn örlítið byrjaðir á því. Næsta vetur verður meira að Bændurnir í Austurkoti sóttir heim gera, því þá kemst heil kynslóð á tamningaaldur. Vió lítum þess vegna ekki þannig á að við séum byrjaðir að rækta. Á merarnar frá Hofstöðum og Þverá höfum við notað Blossa undan Sörla frá Sauðárkróki und- anfarin tvö sumur. Við notum Blossa vegna þess að hann er af skagfirsku kyni og þess vegna hlutlausastur og breytir stofn- inum minnst. Þá höfum við núna fola undan Glaði frá Flatartungu, sem við væntum okkur mikils af. Á Kolkuós-merarnar, sem við höf- um haldið sér, höfum við notað foia frá Páli Sigurðssyni á Krögg- ólfsstöðum. Foli þessi er út af Herði frá Kolkuósi. Meiningin er að hreinsa út alla óæskilega ein- staklinga áður en vísindaleg rækt- un hefst." — Er það ekki bundið erfið- leikum að fara út í hrossarækt? „Jú, það eru ýmsir erfiðleikar," svöruðu þeir félagar, „fyrir utan kostnað, þá þyrfti að vera hægt að fá betri ráðgjafarþjónustu. Það þyrfti að vera til miðstöð fyrir stóðhesta þar sem hægt væri að fá ráð um val á stóðhesti með tilliti til eiginleika hryssanna. Það er þekkt erlendis að sumir eigin- leikar erfast i gegnum hryssur og aðrir í gegnum fola. Við viljum fá að vita hvaða eiginleikar það eru, sem erfast frá hryssunni, hvað frá folanum. Happa- og glappaaðferð- in er allt of mikið notuð I íslenzkri hrossarækt. Við teljum það vera ranga stefnu að nota stóðhest á allar hryssur i heilu héraði. Það er engin ræktun í að setja af- burðafola á hundrað hryssur hingað og þangað. Með þessu móti verða það aðeins fáir góðir einstaklingar, sem fást. Eitt dæmi um erfiðleikana í hrossarækt er það að það er ekki til skrá yfir afkvæmi stóðhesta, svo að það er ekki hægt að sjá hvaða eiginleikum þeir skila." Þegar Mbl. heimsótti þá í Austurkoti voru þeir með hryssur með folöldum heima. Allt hitt höfðu þeir rekið í haustbeit í Holti helgina áður, en samtals munu þeir nú eiga um 80 hausa. Þetta voru svipfríðar hryssur en fremur smáar. Það er meðai ann- ars ástæðan fyrir I.vi að þeir nota Blossa, enda virtis' á minna en veturgömlum tryppum, sem þarna voru heimafyrir að stækk- un væri að koma fram í hrossun- um. Þeir félagar sögðust hafa gert mikið fyrir staðinn. „Það er ekki hægt að fást við svona, nema góð aðstaða sé fyrir hendi. Hús þurfa að vera góð og við erum búnir að smíða stórt gerði. Þá erum við að byggja við íbúðarhúsið, sameiginlega bað- stofu fyrir allar fjórar fjölskyld- urnar og skipta jörðinni f hólf til að nýta vetrarbeitina. Það lit gur auðvitað mikill kostnaður f þ ssu, en fyrst og fremst vinna, b; 'i við heyskap og annað. Túniv t 30 hektarar og af því fáum tð þá 1000 hesta af heyi sem \ i þurf- um. Það bjargar okkur ,ð með nútíma tækni er hægí ð heyja allt á tveim vikum. K( - Tinn við svona starfsemi er sá aé lir geta verið þátttakendur, bæoi konurn- ar og börnin."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.