Morgunblaðið - 25.09.1974, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.09.1974, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 1974 Afkvæmi Hyls f rá Kirkjubæ. Þorkell Bjarnason, Bogi Eggertsson og Gunnar Bjarnason ræðast við Ekki nóg að rœkta góðan og fallegan hest, þaðþarfað temja hann líka SIÐARIHLUTI Gammur frá Ho var eigandi, situ FYRIR skömmu var birtur hér f blaðinu fyrrihluti viðtals við þá Boga Eggertsson, Gunnar Bjárnason og Þorkel Bjarnason um stöðu íslenskrar hrossaræktar í Ijðsi Landsmóts hestamanna, sem haldið var á Vind- heimamelum f sumar. Nú verður haldið áfram þar sem frá var horfið. Spyrjendur voru Ragnar Tðmasson og Tryggvi Gunnarsson. Sp: Hefur þýzki reiðskólinn, sem stundum er kallaður svo, haft mikil eða góð áhrif á tamningar á Islandi, Bogi? Bogi: Að mínu áliti voru ótrú- legar framfarir hjá okkur sem fórum á þetta námskeið hjá Feld- mann. Undirstaða allrar hesta- mennsku er að komast í hreyf- ingarsamband við hestinn. Hesturinn verður aldrei taminn komist maðurinn ekki í algjört hreyfingarsamband við hann. Þetta gekk vel hjá góðum reið- mönnum og góðum hestefnum, en oft og einatt gekk þetta ekki nógu vel. Að mínum dómi er þessi skóli undirstöðuskóli við að temja trippi og gera þau þæg. Það er bezt að vera I lftilli rétt, vera ekki með keðju á hestinum eða eitt- hvert fantabeizli. Bara hnakkinn á og stökkva á bak og lofa hestin- um að eiga sig, f ara svo út í stærra gerði og láta hann eiga sig þar og síðan að fara með hann í eitthvað líka þjálf un og þeir kenna, Þ.e. að kenna ásetu, að hesturinn hlýði algjörlega ásetunni, hann hlýði j fætinum. Eigi að ganga sniðgang j þennan veginn, þá er þrýst á þeim megin, eigi hann að ganga hinn veginn er þrýst á hinum megin eða hlaupa eða ganga í hring. Þetta á hann allt að gera af ljúfu geði. Þetta er feiknalega góð undirstöðu tamning, sé rétt að farið. Svo nær þessi skóli ekki lengra, þarna ætti að taka við okkar reiðskóli sem þarf að full- komna mikið f rá þvi sem nú er. Eitt af þvi, sem fyrir minn smekk setti mikinn svip á Lands- mótið var góð framkoma, klæða- burður og reiðmennska ungs fólks, bæði úr Félagi tamningar- manna og fólk utan þess, sem hefur lært af því. Ég varð stór- hrifinn af þeim svip, sem þetta fólk setti á mótið fyrir norðan og þarna er félagsskapur sem verður að styrkja. En eins og Þorkell sagði áðan þá er ekki nóg að rækta góðan og fallegan hest, það þarf að temja hann líka. Gunnar: Ég vil undirstrika þetta alveg sérstaklega sem Bogi segir, að þetta fólk, sem hefur myndað Fél. tamningarmanna hefur gert stórmerkilegan hlut. Það á allan stuðning skilið. Sp: Ef litið er á dóma kynbóta- hrossa þá virðist erfitt að lesa úr einkunnum fyrir t.d. „stökk" og „fætur" að um nokkurn teljandi mismun sé að ræða á íslenzkum hrossum á þessum sviðum, and- stætt því sem á við um skeið t.d. Væri ekki gagn að því fyrir ræktunina að lýsa nákvæmar ýmsum eiginleikum hestsins í dómum? Þorkell: Það má vel vera og nú erum við búnir að búa við þetta kerfi, sem Bogi og Gunnar, byggðu upp, þ.e. einkunnagjafir fyrir vissa þætti í byggingu og fyrir hæfileikana. Það er nú m.a. vegna fjölhæfninnar í gang- tegundum, sem hæfileikar eru meira sundurgreindir heldur en byggingin. Við höfum oft rætt um þetta á undanförnum árum og kannski frá fyrstu tíð. Eitthvað þurfti að setja fram og þetta var fyrsta hugmyndin sem menn komu sér saman um að vinna eftir. Nú er- um við að athuga það hvort að við eigum ekki að endurskoða þenn- an skala, sem við höfum notað fyrir dómana. Sp: Nú er það ærið misjafnt hvaða kostum hver og einn vill að hesturinn sé búinn. Sumir leita Hylur frá Kirkjuhæ, eign Sigurðar Haraldssonar. að úthaldsgóðum og duglegum ferðahestum, aðrir að glæsilegum f jörháum gæðingum og enn aðrir að traustum lundgóðum tölthest- um sem allir geta ráðið við. Tekur hrossaræktin nægilegt tillit til þessarar mismunandi eftirspurn- ar? Þorkell: Já, hrossaræktin tekur alveg tillit til þessara sjónarmiða allra saman, með þeirri stefnu, sem við fylgjum eftir. Það er að iTiínum dómi alveg útilokað eins og málin standa núna, að fara út f það að deila þessu mikið niður. Með það í huga að rækta skapljúf- an, viljagóðan, fjölhæfan reið- hest, þá á að koma nóg af hestum við allra hæfi. Ef við færum að rækta meira sundurskilið værum við ábyggilega komnir út á hálan ís eins og Gunnar Bjarnason minntist á hér áðan með gangteg- undirnar. Ef við hefðum einhver ósköp af fjármagni og ráðunauta- þjónustu ótakmarkaða þá gæti t.d. einn ráðunautur fengið það verkefni að rækta flotta töltara. Það væri engin goðgá, ef við hefð- um fé og aðstöðu til þess. En sá sem færi með yfirstjórn ræktunar íslenska hestsins, yrði að halda sínu striki engu að síður. Öðru atriði vildi ég gjarnan víkja að. Það hefur á undanförn- um árum verið gagnrýnt stórlega, þegar verið er að blanda saman til dæmis hornfirskum og skagfirsk- um hesti. Menn hafa litið á þetta sem eitthvað voðalegt og kallað kynblöndun og ég veit ekki hvað. Þessir gagnrýnendur álíta að ein- hver óskaparhætta sé á ferð. En þeir vara sig ekki á því að við erum bara með eitt hestakyn í landinu, íslenzka hestakynið, sem hefur að vísu mótast örlítið til beggja átta eftir þvf hvaða að- stæður þeir hafa lifað við og í hvaða landshlutum þeir hafa ver- ið. En þetta er allt saman sama fjölskyldan, upphaflega fáir hest- ar, sem koma frá Noregi. Og hvað gerist svo fyrir 200 árum síðan í móðuharðindunum þegar hross- in verða bara nokkur þúsund í öllu landinu. Hvað haldið þið að þetta sé skylt. Þetta er alveg nauðaskylt allt saman. Enda sjáið þið það ef þið farið að skyldleika- rækta hross, þá þola þau skyld- leikann ákaflega vel. Það kemur f rekar f ram þróttur og meiri vöxt- ur, sem sýnir að þetta er allt saman náskylt, og það koma ekki fram neinir úrkynjunargallar að teljandi sé við mikla skyldleika- rækt og það er bara vegna þess að hún hefur átt sér stað fyrir löngu síðan, hún er búin. Við erum kom- in á annað stig með þetta. Þetta er algjör villa að lýsa þessu svona, sem gert hef ur verið. Bogi: Alveg sammála, þeir hafa ekkert vit á hvað þeir eru að segja. Þorkell: En hitt er annað mál að séum við komnir á einum staðnum eitthvað lengra með ein- hvern eiginleika, sem er orðinn sterkur á vissu héraði eða eitt- hvað slfkt, þá er vel til að það sé hægara að halda honum föstum og styrkja hann og gera kyn- fastari með þvi að halda þeim hóp saman og vinna þannig fastan grundvöll fyrir þessum eiginleika og nota hann svo út. Þess vegna held ég að þessi hringferð á góð- um hestum, sé til gagns. Við verð- um bara að finna beztu hestana, með beztu móti. Bogi: Með afkvæmasýningum. Þorkell: Já, með afkvæmasýn- ingum, auðvitað. Það er það eina sem gildir og nota hestana svo alveg miskunnarlaust. Til þess að mynda einhverja sterka punkta með vissum eiginleikum, þá eig- um við að hafa eins og fjórar stöðvar í landinu þar sem við höldum eiginleikum sem við telj- um hafa ræktast sér. Við eigum að eiga á Hólum Svaðastaðakynið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.