Morgunblaðið - 25.09.1974, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.09.1974, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGÚR 25. SEPTEMBER 1974 Fangaskipt- in töfðust Nikósíu 24. september Reuter — AP FANGASKIPTIN á Kýpur stöðv- uðust I tæpa tvo tíma I dag. Á öðrum degi fangaskiptanna áttu að eiga sér stað skipti á meir en 500 tyrkneskum og grískum Kýp- urbúum, en flutningar á 286 Tyrkjum töfðust I dag um tvo tíma af ótilgreindum ástæðum. Með fangaskiptunum í dag er tala þeirra, sem komnir eru til síns heima, orðin 1442, en skiptin fara fram undir yfirstjórn Alþjóða Rauða krossins. Fyrir tveimur vikum var hafizt handa með þvf að skiptast á særðum og sjúkum. Gert er ráð fyrir, að fangaskiptin haldi áfram á morgun. Svo virtist I dag sem ásakanir Kýpurstjórnar um nýja fjöldagröf í þorpinu Ayos Memnon, skammt frá Famagusta, hafi verið ýktar. Lögreglan kveðst aóeins hafa fundið f jögur lík, en ekki tíu, eins og stjórnin skýrði frá í gærkvöldi. Hadjukvann 2:0 JÚGÓSLAVNESKU meistararnir f knattspyrnu, Hadjuk Split, sigr- uðu Keflvfkinga f Evrópukeppni meistaraliða f gærkvöldi 2:0. 1 hálfleik var staðan 1:0. Leikurinn fór fram f Split, og voru áhorfend- ur 10 þúsund. Mörk Júgóslavanna skoruðu Dzoni á 4. mfnútu og Mijac á 52. mfnútu. — Grikkland Framhald af bls. 1 að ganga til kosninga f nóvem- ber. Kommúnistar ásökuðu Karamanlis um að undirbúa atkvæðarán, og leiðtogi Miðsambandsins sagði, að svo skyndilegar kosningar myndu ekki vera frjálsar og leiddu til einræðis á þingi. Segja heim- ildirnar, að Karamanlis muni kunngera kosningadaginn f þessari viku, og að hann ætli að boða stofnun nýrrar stjórnmálahreyfingar, „Nýs lýðræðis“, þar sem hann sjálf- ur yrði leiðtogi. Talsmaður grfsku stjórnar- innar sagði, að kosið yrði um 300 sæti á þinginu, sem myndi hafa rétt til stjórnarskrár- breytinga, en ekki til að taka ákvörðun um það, hvort Grikk- land verði lýðveldi eða konungsrfki f framtfðinni. Sú ákvörðun yrði’ tekin sfðar af þjóðinni sjálfri f þjóðar- atkvæðagreiðslu. — Tyrkland Framhald af bls. 1 og var samþykkt að gera það þangað til Ford forseti fengi full- vissu um að „verulegur árangur“ hefði náðst í samkomulagsumleit- unum um herstyrk á Kýpur. Hins vegar var felld breytingartillaga um samskonar aðgerðir gegn Grikkjum. Þessi ákvörðun full- trúadeildarinnar fellir því niður það, sem eftir er af 350 milljón dollara aðstoð við Tyrkland, sem þingið samþykkti í fyrra. — Launajöfnun- arbætur Framhald af bls. 32 lágmarkstekjur. Staða lffeyris- sjóða yrði könnuð svo og aðstaða bótaþega, unnið yrði að jöfnun húsnæðiskostnaðar og endur- skoðun á verðlagningu búvara. Þá yrði stefnt að þvf að koma fastri skipan á samráð rfkisstjórnar og aðila vinnumarkaðarins. Forsætisráðherra greindi frá því, að laun hefðu átt að hækka um 15% samkvæmt kaupgreiðslu- vísitölu 1. október og um önnur 15% 1. desember. Með grunn- kaupshækkunum, sem ekki væri hróflað við nú, hefði launakostn- aður aukist um 36% fram til ára- móta til viðbótar 30% hækkun fyrr á þessu ári, ef ekkert hefði verið aó gert. Flestum væri ljóst, að slík þróun hefði stofnað atvinnuöryggi f hættu og leitt til atvinnuleysis. I því skyni að fá svigrúm til varanlegri aðgerða hefði verið ákveðið að rjúfa tengsl verðlags og launa um skeið en tryggja jafnframt kjör þeirra, sem lakast væru settir. — Hjálpin Framhald af bls. 1 viðskiptamiðstöðinni San Pedro Sula I suðvestri. Þar með hafa ekki aðeins a.m.k. 9000 manns farizt af völdum fellibylsins, heldur eru einnig örlög þeirra, sem komuzt undan, I óvissu. Tala heimilislausra er talin frá 100.000 og upp f 350.000. Allar tölur eru þó mjög ófullkomnar. Eduardo Andino, ofursti, sem er í forystu fyrir hjálparstarfinu, viðurkenndi f dag, að land hans skorti nægilegan aðbúnað til skjótrar dreifingar hjálpargagna, en þau berast nú frá Bandaríkj- unum, öðrum ríkjum Latnesku- Ameríku, Kúbu, Vestur-Þýzka- landi og Bretlandi. Enn benti ekkert til þess, að meiri háttar farsótt hefði brotizt út eftir hamfarirnar, en malarfa og blóðsótt fóru þó í vöxt, og bandarískir embættismenn sögðu, að hugsanlega þyrfti að hefja mikla bólusetningarherferð gegn taugaveiki fljótlega. — Litla Hraun Framhald af bls. 19 að vinna hér í frystihúsinu frá átta að morgni til sjö að kvöldi eða lengur, þá sé það búið að fá nóg, og hafi því ekki áhuga á félagsmálastarf- seminni." — Þ.Ó. — Beinarferðir Framhald af bls. 4 þremur bæjum, þá þýddi það ekki að það gæti ekki hitzt, því ekki væru nema 7 km á milli staðanna, eða álfka og á milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar. — Enn er Austurríki meðal ódýrustu ferðamannalanda f Evrópu og er það atriði, sem þarf að hafa f huga, ekki sízt nú á tímurh, þegar fólkið þarf að hugsa um að fá sem mest fyrir krónuna, sagði hann. Eins og fyrr segir, þá verður fyrsta ferðin 21. febrúar, önnur ferðin verður 7. marz og sú þriðja þann 21. marz. Farið verður frá Keflavík kl. 10 á föstudagsmorgni og tekur flug- ið til Múnchen rúmar 3 klukku- stundir. Þaðan verður svo ekið niður í Alpana á 1M klukku- stund. Heimferðin er miðuð við að komið sé til Keflavíkur kl. 18.30 á föstudegi. Flugvöllur- inn í Múnchen varð frekar fyrir valinu en völlurinn í Salsburg þar sem sá síðarnefndi er oft lokaður vegna þoku og snjó- komu á þessum árstíma. Þá má geta þess, að farþegum veróur leyfilegt að hafa með sér skíði umfram leyfilegan flugfar- angur og verður ekkert auka- gjald tekið fyrir, en rúm er fyrir 6 tonn af slíkum farangri i vélum Air Viking. Sagði Guðni að lokum, að þegar hefðu þrfr stórir hópar pantað sæti I þess- ar ferðir. — Gaman að lesa Framhald af bls. 19 t.d. réttuðum við með Borgfirð- ingum upp við Réttarvatn." Gaman aö lesa markaskrár — Er það ekki rétt, að þú sért glöggur á mörk? „Ekki eru það mín orð, og hygg ég að þar standi mér margir framar. En hinu neita ég ekki, að gaman þykir mér að lesa markaskrár. Annars er miklu auðveldara að þekkja mörkin en áður fyrr. Núna þarf maður ekki annað en þekkja . mörkin þeirra sem búa í Mið- firöinum, en þegar girðingarn- ar voru ekki komnar blandaðist féð meira eins og ég sagði áðan, og þá þurfti maður að þekkja mörk utansveitarmanna, t.d. Borgfirðinga." — Og að lokum Gísli, þú ætl- ar ótrauður að halda áfram að fara í göngur? „Ég hef alltaf haft mikla ánægju af því að fara fram til heiða á haustin og smala fé. Ég hef alltaf haft góða samferðar- menn og indælis gangnastjóra. Það væri gaman að geta farið f göngur á meðan heilsan leyfir og gangnastjórarnir taka mig með sem fullgildan gangna- mann.“ Skósel, Laugavegi 60, sími 21270. Loöfóöruö kuldastígvél og kuldaskór nýkomiö St. Jósefsspítali Landakoti óskar eftir 2ja herb. íbúð fyrir hjúkrunarkonu, helst í vesturborginni. Upplýsingar veittar hjá starfsmannahaldi í síma 1 9600 frá kl. 2—-4. 5 herb. einbýlishús með bílskúr til sölu í Bolungarvík. Uppl. gefnar í síma 94-7 191, Bolungarvík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 37., 41. og 43. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1 974 á Hlaðbrekku 5, þinglýstri eign Haralds Gíslasonar, fer fram á eigninni sjálfri mánudaginn 30. september 1 974 kl. 11. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Aðalfundur félags Snæfellinga og Hnappdæla verður hald- inn í Tjarnarbúð miðvikudaginn 2. okt. n.k kl. 20:30. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. - Bráðabirgðalög Framhald af bls. 2 fram eru. Sama gildir um hjónalíf- eyrir, eftir því sem við á. 9. gr Breytingar bóta almannatrygg- inga skv. 7. og 8. gr. skulu koma i stað breytinga skv. 1. mgr. 78. gr. laga nr. 67/1971, sbr 12. gr. laga nr. 96/ 1 971, af tilefni launajöfnun- arbóta skv. lögum þessum. 10. gr. Á tfmabilinu 1 október til 31. maí 1975 skulu niðurgreiðslur vöruverðs úr ríkissjóði ekki vera lægri en þær eru við gildistöku laga þessara. 1 1. gr. Fram til 31. maí 1 975 má ekki hækka verð vöru eða þjónustu eða endurgjald fyrir afnot af fasteign eða lausafé frá því, sem var 23. septem- ber 1974, nema að fengnu sam- þykki réttra yfirvalda og skulu þau ekki leyfa neina hækkun nema þau telji hana óhjákvæmilega. Leyfi til hækkunar tekur þó ekki gildi fyrr en það hefur hlotið staðfestingu rlkis- stjórnarinnar. Á því tímabili, er greinir I 1. mgr., má ekki hækka hundraðshluta álagningar á vöru I heildsölu, smá- sölu eða öðrum viðskiptum frá þvi, sem var 23. september 1 974, nema að fengnu samþykki réttra yfirvalda og staðfestingu ríkisstjórnarinnar sbr. 1. mgr. Gildir þetta einnig um hvers konar umboðslaun vegna sölu vöru eða þjónustu og um hvers konar álagningu, sem ákveðin er sem hundraðshluti á selda vöru eða þjónustu, þar með vinnu. Ákvæði 1. og 2. mgr. taka einnig til verðs hvers konar vöru og þjón- ustu, sem ríki, sveitarfélög, stofnan- ir þeirra aðila eða aðrir opinberir aðilar láta I té gegn gjaldi. Ríkisstjórnin getur ákveðið lækk- un á verði vöru eða þjónustu telji hún til þess gilda ástæðu eða brýna nauðsyn 1 2 gr. Brot gegn ákvæðum laga þessara varða sektum nema þyngri viðurlög séu ákveðin með öðrum lögum Mál út af brotum á lögum þessum fara að hætti opinberra mála. 1 3 gr Lög þessi öðlast |3egar gildi. Gjört að Bessastöðum, 24. september 1 974 Kristján Eldjárn. (L.S.) Geir Hallgrímsson. — Minning Þórarinn Framhald af bls. 21 enda eins og áður er sagt skarp- greindur og víðlesinn. Bókasafn átti hann gott eins og faðir hans. Nú er æskuheimili Þórarins og eignarjörð komin í eyði, eins og önnur fleiri býli í suðurbyggð Seyðisfjarðar. Nýlega var byggð- ur flugvöllur í landi Þórarins- staða og að miklu leyti í túninu þar. Þórarinn gaf land undir flug- völlinn. Sýnir það m.a. rausn hans og höfðingsskap. Seinustu æviár- in var Þórarinn skrifstofumaður hjá Rafveitu Seyðisfjarðarkaup- staðar og vann þar svo lengi sem kraftar entust. Ég kveð minn kæra frænda og fóstbróður með þakklæti fyrir samverustundirnar og öll þau góðu kynni og minningar, sem ég á um hann. Og eitt er víst, að þótt hann sé horfinn sjónum okkar vina sinna um, sinn, þá lifir minn- ingin um góðan dreng. Sigurður Magnússon frá Þórarinsstöðum. FERÐAFELAG ISLANDS Ferðafélagsferðir. Föstudagskvöld kl. 20. 1. Þórsmörk, 2. Laundamanrtalaugar — Jökulgil. Ferðafélag íslands, Öldugötu 3, simar: 1 9533 — 1 1 798.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.