Morgunblaðið - 25.09.1974, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.09.1974, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 1974 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavik. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. simi 10 100. Aðalstræti 6, simi 22 4 80. Áskriftargjald 600,00 kr. á mánuði innanlands. j lausasölu 35.00 kr eintakið Iþrjú ár hefur smám saman verið aö síga á ógæfuhliðina í efnahags- málum þjóðarinnar. Á sið- asta ári keyrði þó um þver- bak þannig að í raun réttri hefur verið um hreina ringulreið að ræða í þess- um efnum. Eigi að síður er langt síðan menn gerðu sér grein fyrir, að í óefni stefndi og ekki væri unnt að halda áfram á þeirri braut að eyða umfram það sem aflaðist. Flestum hefur verið ljóst, að það efnahagsástand, sem við höfum búið við gæti að óbreyttum ástæðum aðeins leitt til samdráttar og at- vinnuleysis. Meðan efna- hagsringulreiðin þróaðist þannig stjórnlaust, jókst í sífellu hættan á lífskjara- skerðingu fjölda fólks í ýmsum hagsmunahópum. Athyglisvert er, að for- vígismenn hagsmunasam- taka í þjóðfélaginu sáu ekki ástæðu til þess að spyrna við fæti gegn þeirri þróun, sem stefndi hags- munum umbjóðenda þeirra í hættu, meðan enn var tími til. Nú gerist það hins vegar, þegar verið er að fram- kvæma markvissar aðgerð- ir í því skyni að tryggja atvinnustarfsemina og hagsmuni þeirra, sem lak- ast eru settir, að forystu- menn hagsmunahópanna rísa upp og mótmæla af- leiðingum þeirrar efna- hagsringulreiðar, sem dafnað hefur að undan- förnu. Athyglisvert er, að mótmælin skuli koma fram þá fyrst, er endurreisnar- starfið er hafið, þótt hvorki hafi heyrst hósti né stuna meðan lífskjaraskerðingin raunverulega átti sér stað. Vitaskuld er ekki unnt að koma við svo umfangsmikl- um efnahagsaðgerðum eins og nú eru á döfinni án þess að það hafi í för með sér auknar álögur. Þær vilja menn ógjarnan á sig taka og af þeim sökum eru aðgerðir af þessu tagi e.t.v ekki vinsælar. Þær aðgerð- ir, sem ríkisstjórnin hefur nú mótað í þágu sjávarút- vegsins með bráðabirgða- lögum mælast misjafnlega fyrir hjá einstökum hags- munasamtökum. Bæði tals- menn atvinnurekenda í sjávarútvegi og sjómanna hafa lýst óánægju með ein- staka þætti þessara að- gerða. Einmitt það sýnir, að þessar endurreisnarráð- stafanir eru ekki gerðar á kostnað einnar atvinnu- stéttar fremur en annarrar eða til þess að hygla ákveðnum aðilum eins og stjórnarandstaðan hefur látið í veðri vaka. Ljóst var, að erfiðustu vandamálin, er biðu þess- arar ríkisstjórnar, voru erfiðleikar hinna ýmsu greina sjávarútvegsins. Þær eiga við margháttaðan og mismunandi vanda að etja. Aðgerðarnar miða að því að tryggja rekstrar- grundvöll fyrirtækja í sjávarútvegi, bæði útgerð og fiskvinnslu. Þessu marki er ekki unnt að ná nema því aðeins að fjár- magn verði fært á milli ein- stakra greina. Þannig eru aukin framlög í stofnfjár- sjóð fiskiskipa. Stofnaður er sérstakur olíusjóður, er standa á straum af niður- greiðslum á olíu, en verð- hækkanir á olíu hafa eðli- lega valdið útgerðinni miklum rekstrarörðugleik- um. Með hækkun á út- flutningsgjaldi af sjávar- afurðum er staða vátryggingasjóðs fiski- skipa tryggð. Verðjöfn- unarsjóður fiskiðnaðarins er efldur og bætur úr hon- um hækka. Segja má, að hann sé ein af forsendum þess, að unnt er að leysa þann mikla vanda, er nú er við að glíma í sjávarútvegi. Af gengishagnaði verður síðan varið fé til þess að létta á greiðslum afborg- ana og vaxta af skuttogur- um og til þess að greiða hluta gengistaps vegna erlendra skulda fiskiskipa. Viðbrögðin við endurreisnarstarfinu Jafnframt verður þessu fé varið til þess að greiða fram úr greiðsluvandræð- um fiskvinnslufyrirtækja, sem átt hafa í söluerfiðleik- um á þessu ári. Hér er um fjölþættar ráðstafanir að ræða og gert er ráð fyrir að þær leysi að verulegu leyti rekstrar- erfiðleika bátaflotans og rekstur togaranna að nokkru leyti. En jafnhliða þessum ráðstöfunum ríkis- stjórnarinnar hefur verið ákveðið, að viðskipta- bankarnir hækki rekstrar- lán til útgerðarinnar um 50%. Þá heimila lögin allt að 11% fiskverðshækkun og tryggja sjómönnum á þann hátt nokkra kjarabót, en fiskverð hefur ekki hækkað frá áramótum. En almennt er ekki gert ráð fyrir almennum launa- hækkunum eins og sakir standa, nema til þeirra, sem við erfiðust kjör búa. Með þessum aðgerðum hefur án nokkurs vafa ver- ið lagður grundvöllur að áframhaldandi rekstri atvinnufyrirtækjanna. Mestu skiptir að fram- leiðslan geti haldið áfram og full atvinna haldist í landinu. En þess er varla að vænta, að endurreisnar- aðgerðir af þessu tagi, sem bera eiga árangur, falli öll- um í geð. Flestum ætti að vera ljóst, að þær aðstæður eru ekki fyrir hendi í dag, og ennfremur það, að þjóð- in öll verður að takast á við þann efnahagsvanda, er við búum við. Nýjum kjarnorkuknúnum kafbáti var hleypt af viku. Franski flotinn mun taka við honum og hefur stokkunum í Cherböurg í Frakklandi í síðastliðinni þar með f jóra kjarnorkubáta í þjónustu sinni. fara sínu fram togararnir hafa lagt á að bæta samskipti við önnur ríki; m.a. vestræn, hafi orðið til að hin um- fangsmiklu og flóknu innanríkis- mál hafi setið á hakanum og því kunni þetta að enda í allsherjar ringulreið, ef ekki verða gerðar þær ráðstafanir, sem betur duga en þær, sem hefur verið gripið til upp á síðkastið. Dev Murarka segir þvf, að ljóst sé, að flokksstjórnin í Kreml standi andspænis alvarlegum vanda. Hún vill hugmyndafræði, Kremlarbændur í klípu: en það á að vera hugmyndafræði, sem ekki víkur frá viðteknum venjum og hentar þeim vel. Þró- unin á síðasta áratug hafi verið sú, að allsæmilega hafi tekizt að halda í skefjum þeim, sem uppi höfðu mótmæli og gagnrýni í Moskvu og þar í grennd. Hins vegar sé vandinn ótvírætt sá að fá fólk til að fallast á hugmynda- fræðina án þess að vekja umræð- ur og rökræður. Hversu vel sem áróður er skipulagður þá vekur hann jafnan spurningar og verð- ur til að fólk fer að hugsa. Og þá þarf að viðhafa fyllstu aðgát. Lýðveldin vilja Fréttaritari brezka blaðsins OBSERVER í Moskvu, Dev Murarka, hefur ritað grein nýver- ið þar sem hann segir það vera skoðun sfna, að valdamenn í Kreml eigi við flókinn vanda að glima. Sá vandi hefur ekki komizt í hámæli utan Sovétrfkjanna, en magnast innanlands. Rússnesku lýðveldin fara í auknum mæli sín- ar eigin leiðir og svo virðist sem fátt sé til ráða, enda þótt reynt hafi verið með ýmsu móti að herða tökin. Spillingin í stjórn Kákásfska lýðveldisins er á allra vitorði þar og reynzt hefur ógerningur að uppræta hana. I Grúsíu hefur þró- unin verið á svipaða lund. Stjörnendurnir i Moskvu reyna að auka á aga og efla hugmynda- fræðilega menntun í lýðveldun- um. Hefur þessi fræðsluherferð veríð rekin af misjafnlega mikilli hörku, þar sem stjórnvöld í lýð- veldunum hafa tekið verkefnið ýmsum tökum. í Grúsíu hefur traust manna á nýja flokksleið- toganum þar, E.A. Shevarnadze, vaxið upp á síðkastið. Er mjög hampað fábrotnum Iifnaðarhátt- um hans og mjög seiglulegri við- leitni hans til að uppræta ýmiss konar spillingu í lýðveldinu. Sfðasta rikið, sem hefur valdið höfuðverkjum hjá Kremlarmönn- um, er Belorússneska lýðveldið, sem er það fimmta stærsta í land- inu hvað viðkemur íbúafjölda og er mjög gott landbúnaðarland. Hefur ástand mála þar verið gagnrýnt af miðstjórn flokksins. Murarka vekur athygli á, að gagn- rýnin sé mun mildilegar fram sett en venja sé í slíkum yfirlýsingum. Þó er tekið fram, að miðnefndin á staðnum sinni ekki hugmynda- fræðilegu uppbyggingarstarfi eins og henni ber og brýni ékki nauðsyn -vinnunnar fyrir borgur- unum. Hafa embættismenn verið hvattir til að bæta úr þessu. Ýms- ir sérfræðingar um sovézk mál- efni eru þeirrar trúar, að það mikla kapp, sem sovézku leið-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.