Morgunblaðið - 25.09.1974, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 25.09.1974, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 1974 29 Evelyn Anthony: LAUNMORÐINGINN Jöhanna Kristjönsdöttir þýddi 5 Svo hristi hann af sér aðrar hugsanir, sem hann fann, að ætluðu að leita á hann og sagði: — Hvernig væri að f á sér drykk fyrir matinn? — Prýðishugmynd. Sem þau gengu í áttina að barn- um varð King þess var, að karl- mennirnir horfðu á hana, byrjuðu á fótunum, og áfram upp á við. Þeir voru að hugsa sömu hugsanir og hann. Hvernig það væri að... Það var reglulega dapurlegt að hann yrði að láta sér nægja hugs- unina eina. Keller bjó í einu herbergi, skammt frá höfninni, þar sem öll- um varningi var skipað upp, sem til Líbanon kom, og öðrum vörum skipað út. Hann þurfti að ganga upp hriktandi stiga, sem lá utan á húsinu og skítadauninum sló fyrir vit hans. Hann hafði keypt mat, flösku af víni og öskju af sælgæti fyrir peningana, sem Fuad hafði látið hann fá. Sælgætið var svo sætt, að Keller lagði sér það aldrei til munns. En stúlkunni hans þótti það mesta gómsæti, hún var haldin þeirri miklu sætindaáráttu, sem honum fannst einkenna Araba. Og hann hallaði sér makindalega í fletið og horfði á hana raða i sig sykur- klístringnum. Hann hafði gengið fram á hana kvöld eitt þarna í grenndinni. Hún hafði hnigið nið- ur af hungri. Og sú löngun hafði skyndilega komið yfir hann að gera eitthvað henni til hjálpar. Kannski vegna þess, að hann vissi hvað sultur var. Hann hafði borið hana heim og gefið henni mat. Þetta var ósköp ámóta og finna flækingskött og gefa honum mjólkurlögg. Stúlkan var svo horuð og illa útlítandi að það var erfitt að geta sér til um aldur hennar og svo það, hvernig hún gæti litið út ef um hana væri hugsað. Keller gaf henni mat og fáeinar krónur til að kaupa meira og skipaði henni síð- an að fara. Morguninn eftir sat hún á þrepunum við dyrnar. Hún hét Souha og hún neitaði algerlega að yfirgefa hann. Keller reyndi með öllum ráðum. Hann kreppti hnefana framan í hana og lézt vera leiður, en hún skýldi aðe'ins andliti sínu og hopaði hvergi. Hún talaði þó nokkuð í frönsku, þótt arabiska væri móðurmál hennar. Sömuleiðis hrafl í hebresku. Hún hafði komið með flóttamönnunum frá Palestínu. Hún átti engan að og enginn átti hana. Foreldrar hennar voru dánir og faðir hennar, sem hafði verið franskur, var grafinn I Jerúsalem. Um móður sína vissi hún ekki. Hún grátbað hann um að fá að vera hjá honum og gera hús- verkin. Að vera kona hans, þjónn hans, hvað sem var — bara ef hann vildi leyfa henni að vera. Keller gerði sér ljóst, að ætlaði hann að gera sér vonir um að losna við hana, yrði hann að henda henni út á götuna með valdi. Hann hafði horft í augu hennar, barmafull af tárum. Hann hafði virt fyrir sér fararæfl- ana, sem hún var í, og fölt og tekið andlit hennar. Og hann vissi, að hann gat ekki fengið það af sér. Hann vissi hvað það var að eiga hvergi athvarf, að svelta, að leita sér að skýli fyrir hverja nótt. Hann bölsóttaðist hátt og i hljóði. Og lét undan. Þetta var upphafið að sambandi þeirra, sem var ekki sérkennilegt á annan hátt en þann, að hann barði hana aldrei og sendi hana aldrei út til að selja sig, þegar hann vantaði peninga. Og hún endurgalt honum með svo mikilli ást og tryggð að slíkt geta aðeins hundar og konur sýnt. Hún hélt herberginu tandur- hreinu, hún þvóði fötin hans og gerði við þau, hún eldaði matinn hans, og í fyrstu néitaði hún að borða með honum og hélt þeim sið Múhameðstrúarkvenna að borða það, sem hann leyfði. Hún hafði boðið honum líkama sinn, niður- lút hafði hún staðið frammi fyrir honum og sagt honum, að hann þyrfti ekki að vera hræddur um að smitast, vegna þess hún hefði aldrei verið með karlmanni. Keller tók þær upplýsingar með varúð. Og hann notfærði sér ekki boð hennar. Hún var of ung og viðkvæm fyrir hans smekk. Hann hafði búið með næturklúbba- stelpu I nokkrar vikur, hún var frá Englandi. Hún var sóði og í alla staði óáreiðanleg. Hún hafði hins vegar veriðafbragðs góð f rúminu, þó án þess að hann fengi. nokkra ást á henni og þar kom að hún yfirgaf hann vegna Líbana, sem hún hafði kynnzt í nætur- klúbbinum. Hann hafði alltaf getað fengið sér stelpur, þegar hann var á þeim buxunum, gróf- ar, ruddafengnar og útlifaðar. Það átti bezt við hann. Líkur sæk- ir líkan heim hugsaði hann stund- um kaldhæðnisléga með sér. ■ Hann hafði sagt Souha að búa um sig í horninu óg láta hann í friði. Og svo komaðþvi eitt kvöld- ið, þegar hann hafði sárlega þurft á einhverjum að halda. Þarna var hún og horfði á hann stórum fal- legum augum sfnum og hann veitti því skyndilega athygli, sem hafði farið fram hjá honum til þessa, að hún var mjög fögur. Hún hafði sítt dökkt hár, ekki svart og hörund hennar var fölt eins og á Evrópukonum. Hann hafði rétt fram höndina og hún hafði komið til hans skjálf-. andi á beinunum. Og í fyrsta skipti á ævinni hafði Keller sýnt konu Wfðu. Vegna þess, að það hafði verið satt, sem hún sagði honum. Hann var sá fyrsti. Þegar þau höfðu notizt og hann vildi fara að sofa, tók hún hönd hans og þrýsti kossi á hana. — Eg elska þig, sagði hún. — Nú er ég þín — alltaf. Um morguninn vaknaði hann við að hún var að horfa á hann full aðdáunar. Nú benti hann henni á koma til sín og kyssti hana á hálsinn. — Ef þú borðar meira af þess- um óþverra, verður þú veik, sagði hann. — Þetta er ekki óþverri, sagði hún. — Þetta er svo gott. Eg vildi bara að þú smakkaðir á því. — Nei, ekki ég. Þetta er handa þér, litla, gráðuga Souha. Það er ekki skrftið þótt þú fitnir. Hún lagði frá sér öskjuna og leit áhyggjufull á hann. — Finnst þér ég of feit! Ertu að verða óánægður með mig? — Nei, það er langt i frá, sagði Keller. Hann hafði gaman af að stríða henni, en þorði ekki að halda því til streitu. Hún tók orð hans öH svo alvarlega og fór að gráta, ef hún hélt að hann væri reiður eða sár. — Svona leggstu hérna við hliðina á mér. Ég þarf að tala við þig. Hvernig litist þér á að fara burt héðan? Nei, nei, ekki án mín! Við færum saman! Við fáum kannski peninga og getum farið héðan. Rjúpunni fjölgar ört Stofninn í hámarki 1976 „ÞÆR kenningar, sem við höfum sett fram f sambandi við sveiflur f rjúpnastofninum, virðast alveg standast og nú er stofninn að nálgast hámarkið," sagði Ævar Petersen hjá Náttúrufræðistofn- uninni, þegar við ræddum við hann f gær. Ævar sagði, að samkvæmt kenningunni ætti stofninn að ná hámarksstærð 1976, því að sfðast var hann í hámarki 1966. Ekki væri hægt að segja, hve margar rjúpur væru í landinu, þegar stofninn væri stærstur, en rann- sóknirnar í Hrísey gæfu breyting- una á stofnstærðinni vel til kynna. I sumar hefðu komið 120 karrar f eyjuna, en af þeim hefðu nokkur stykki drepist af ýmsum ástæðum. Fjöldi kvenfugla hefði verið álíka mikill, og því mætti reikna með, að fjöldi hreiðra hefði verið á bilinu 100—120. Að meðaltali hefðu komið 8 ungar úr hverju hreiðri, þannig að í haust hefðu verið um 1000 rjúpur í eyj- unni. Þá sagði Ævar, að á næstu tveimur árum ætti fjölgunin eftir að verða enn meiri, því að 1966 hefðu verið um 300 karrar i eyjunni. Þegar stofninn hefði verið í lágmarki, hefðu aðeins 30—40 ‘karrar verið þar. Eftir þessum rannsóknum að dæma virðist því fjölgunin vera tíföld frá því að stofninn er í lágmarki og þar til hann er kominn í há- mark. Rjúpu hefur víða orðið vart að undanförnu, og hefur hún t.d. sést oft á ferli í Breiðholti. I VELVAKAINJDI Velvakandi svarar í síma 10-100 kl. 1 0.30 — 11.30, frá mánudegi til föstudags. 0 Lokun Lauga- vegar fyrir bílum Ýmsir bíleigendur hafa haft samband við Velvakanda, síðan sú frétt gekk á þrykk út, að meiningin væri að loka Laugaveg- inum fyrir bflaumferð. Eru sumir hinir hvössustu og telja vafasamt, að umferðarsérfræðingar geti leyst það vandamál, sem við blas- ir, þegar engir bílar fá að stað- næmast við Laugaveg utan strætisvagnar á fleygiferð. Vel- vakandi vekur athygli á, að til- lögur umferðarnefndar voru birt- ar í blaðinu I gær og þess ber einnig að gæta, að i fyrstu lotu á aðeins að gera tilraun með þessa lokun i hálft ár. Skapist af henni meira öngþveiti en við verður ráð- ið má ætla, að málið verði tekið til endurskoðunar. 0 Víndrykkjan og reykingarnar í sjónvarpi M.M. skrifar: Menn hafa verið að gera grín að ungtemplurunum fyrir að gagn- rýna víndrykkju og sígarettureyk- ingar í sjónvarpsþáttum. Ég hafði satt að segja ekki hugsað út í þetta, fyrr en ég sá samþykktina frá þeim. En síðan stend ég sjálf- an mig að því að taka eftir þessu svo gaumgæfilega að við liggur ég missi af efnisþræðinum stundum. Eins og til dæmis síðasti þáttur- inn af „Bræðrunum“ — sem mér hefur fundizt nokkuð gott efni. Þar er sullað í víni endalaust og ég get ekki annað en tekið undir með kennslukonunni Pamelu i síðasta þætti, sem fór að hneyksl- ast á þessu og kallaði víngutlið „óróavana". Ég er ekki neitt fanatískur bindindismaður, en þetta er dálit- ið þreytandi, svo að ekki sé meira sagt og annaðhvort eru leikstjórar og höfundar í meira en litlum vandræðum með að berja saman hvern þátt eða kannski templár- arnir hafi eitthvað til síns máls og ákveðinn áróður felist í sullinu. Ég býst ekki við, að neitt sér- stakt sé hægt að gera i málinu, en vegna þess, að ungtemplararnir hafa orðið fyrir talsverðu aðkasti vildi ég leggja orð í belg og benda á, að þeir hafa nokkuð fyrir sér með ábendingum sínum. M.M.“ 0 Landbúnaðarvöru- verðið hið sama og fyrir veizluna? Húsmóðir ein hringdi til Velvakanda og sagði, að mjög væri býsnazt yfir hækkunum á landbúnaðarvörum og vist kæmi hækkunin illa við budduna á stór- um heimilum, Hún sagði þó, að sér þætti sem úlfaldi væri gerður úr, þvi að síðustu niðurgreiðslur fráfarandi ríkisstjórnar, sem voru ákveðnar mjög skyndilega í vor, hefðu aðeins verið kosningavíxill og landbúnaðarvörurnar væru því I sizt hærra verði heldur en þær voru komnar i áður en vinstri stjórnin efndi til sinnar siðustu veizlu. 0 Kötturinn Puntur á flækingi Ungur drengur I Vestur- bænum kom hnípinn að máli við Velvakanda og sagði þá rauna- sögu, að kötturinn Runtur hefði horfið frá fósturheimili sínu fyrir nokkrum dögum. Annaðhvort væri hann nú að-^villast um vesturbæinn eða einhverjar góð- hjartaðar sálir hefðu tekið hann af götu sinni. Puntúr er ungur fress, svartur að lit með hvíta bringu og hvítar hosur. Hann hefur rautt band um hálsinn, en ekki með nafni. Hafi nú einhverj- ir orðið Punts varir lafígar dreng- hnokkann til að biðja þá að láta Velvakanda vita og mun hann koma boðunum áleiðis. 0 Um lokun Kefla- víkursjónvarps Kári ritar fáeinar línur um alþekkt ágreiningsmál: „En hve líðan hjá sumu fólki hlýtur að vera bágborin um þessar mundir. Keflavikursjónvarpinu hefur ver- ið lokað og manni skilst, að ör- þreyttar húsmæður og aðrir áhugasamir menningarunnendur séu nú með öllu afþreyingarlaus- ir. Sjálfur hef ég aldrei orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að horfa á sjónvarp varnarliðsins, hins vegar hef ég lesið hina sérstæðu dagskrá þess, sem lengi birtist I nokkrum íslenzkum blöðum. Af henni varð þó ekki ráðið, að efnið væri svo stórkostlegt, að mikil eftirsjá væri að því að missa það. Ég er ekki fylgjandi neinni ein- angrunarstefnu og finnst eðlilegt að við fylgjumst með þróuninni, m.a. þegar við komumst svo langt að geta séð efni frá erlendum sjónvarpsstöðvum og gervihnetti. Það, sem mér finnst ömurlegast, er sú sálarfátækt,_sem fram kem- ur hjá æstustu áhangendum þess- arar sjónvarpsstöðvar og leyfi mér að benda þeim á, að enda þótt þeir fúlsi við islenzka sjónvarp- inu og dagskrá þess, þá er hægt að verja kvöldtíma í hitt og annað en að hörfá á sjónvarp. Félagsstarfs- semi blómstrar á veturna og hvers kyns námskeið og klúbba- starfsemi fer þá í fullan gang. Svo eru líka gefnar út bækur á ís- landi, sumar góðar. Gætu hinir sorgmæddu ékki reynt að dreifa harmi sínum með því að leita á náðir einhverra slíkra áhuga- mála? Kári.“ S3? SIGGA V/GGA í ‘fiLVEfcAN WÝÍA VZ V!MVJ'ícoWJU« RW £KKl Wv\lS)mU\í veKt/i w vmo- '-Mlfi fl'! V.KK/ uwzwmi VEATA Í.R WNWOSÍWOR TM EWl MWl\)ARWÆl\ l r\í VEÍTA VS 1//NWU I%f490R £KK/ líViViZ9ARWÆZ\» Á.Á. kvöldi frestað um viku KYNNINGARKVÖLDI því, er Ámundi Amundason hugðist halda f Veitingahúsinu Borgar- túni 32 og minnst var á f grein á Slagsfðunni sl. sunnudag, hefur verið frestað um viku. Ákveðið var að fresta kvöldinu vegna seinkunar á útkomu breið- skffu með hljómsveitinni Roof Tops, en kynning á þeirri plötu var einn liðurinn f dagskrá kynningarkvöldsins. Lesendur Slagsfðunnar eru hér með beðnir um að taka þessa leið- réttingu til athugunar. BLTRVCCinC bœtir nánast allt! Brjótir þú skídin þin í Alpafjöllum, eöa Ártúnsbrekku þá borgar ALTRYGGINGIN tjóniö' Veljíó ALTRYGCINGU fyrír hetmílió og fjÖtshytduna! ÁBYRGÐP 1 rygpingarféla': fyrir biiuiindismenn Skúla>;ötu M - Reykjavík Sfml 2f>|Z2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.