Morgunblaðið - 25.09.1974, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.09.1974, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 1974 UtlHORF Umsjón: Jón Magnússon og Sigurður Sigurjónsson Undirbúningur í fullum gangi Viðtal við Jón Orm Halldórsson framkvæmdastjóra SUS Dagskrá aukaþings SUS Laugardagur 28. september: Kl. 10:00 Formannaráðstefna. Kl. 14:00 Þingsetning. Ávarp Friðriks Sophussonar, for- manns S.U.S. Kl. 14:30 Framsögumenn starfshópa: Stjórnskipun og stjórnarskrá: Jón Magnússon, lögfræðingur. Efnahags- og atvinnumál. Nýsköpun einkaframtaksins: Jón St. Gunnlaugsson, lögfræðingur. Byggðamál: Markús Örn Antonsson, borgarfulltrúi. Kl. 16:00 Umræðuhópar starfa. Kl. 19:00 Kvöldverður. Kl. 20:30 Kvöldvaka. Sunnudagur 29. september: Kl. 10:00 Umræðuhópar. Kl. 12:00 Hádegisverður. Geir Hallgrímsson, forsætisráðherra, ávarpar þing- fulltrúa. Kl. 14:00 Almennar umræður. Afgreiðsla ályktunartillagna. Kl. 18:00 Þingslit. Stjórnmálaskóli S j álfstæðisflokksins EINS og áður hefur komið fram á Umhorfssíðunni, hefur stjórn SUS ákveðið að halda aukaþing sambandsins í haust. Að því til- efni sneru Umhorfsmenn sér til Jóns Orms Halldórssonar fram- kvæmdastjóra SUS og inntu hann eftir aðdraganda og undirbúningi þingsins. Hver er ástæðan fyrir því, að SUS boðar nú til auka- þings? Aukaþing hefur aðeins einu sinni verið haldið áður, árið 1968, og þá vegna þeirra miklu svipt- inga í þjóðlífinu, sem einkenndu það ár og vegna mikillar vinstri sveiflu meðal ungs fólks á Vestur- löndum. Viðlíka sviptingar hafa nú orðið í íslenzkum stjórnmálum á ný og þess sjást víða merki, að áðurnefnd vinstri sveifla meðal ungs fólks sé á enda. I ljósi þess- ara staðreynda ákvað stjórn SUS að boða til aukaþings, sem gæti endurmetið stöðu sambandsins og mótað þá stefnu, sem það mun fylgja við hinar breyttu aðstæður í fslenzkum stjórnmálum. Um hvaða málaflokka mun þingið f jalla? Auk umræðna um stjórnmála- viðhorfið verður þremur mála- flokkum gerð sérstök skil á þing- inu, en þeir eru efnahags- og at- vinnumál, með sérstöku tilliti til framtíðar einkaframtaksins I heimi sívaxandi rfkisafskipta, stjórnskipunarmál og byggðamál. Starfshópar eru nú starfandi í þessum málum til þess að búa í haginn fyrir þingið og gera þing- störfin auðveldari og markvissari. Brezk skip tíðir gestir á Seyðisfirði Seyðisfirði 23. september Brezka eftirlitsskipið Miranda hefur komið hingað þrisvar sinn- um á þremur dögum. Fyrst kom skipið til að sækja varahluti, þá kom það að sækja póst og f dag kom það enn einu sínni, að þessu Það má geta þess, að starfshópur um byggðamál starfar með nokk- uð nýstárlegum hætti, því að hann heldur fundi á sex stöðum úti á landi og mun að fengnu áliti heimamanna á viðkomandi stöð- um semja álitsgerð, sem lögð verður fyrir þingið. Hvernig gengur undirbúningur þingsins? Hann er kominn á rekspöl. Ákveðið hefur verið að halda þingið í Valhöll á Þingvöllum dag- ana 28. og 29. september. I tengsl- um við þingið verður haldin ráð- stefna með formönnum félaga og kjördæmasamtaka ungra sjálf- stæðismanna. Sú ráðstefna verð- ur haldin að morgni 28. septem- sinni til að skipta um lækni. Læknirinn, sem hefur verið á skipinu, fór f land og flaug suður, en læknirinn á Othello var settur um borð, en Othello hefur legið hér í nokkra daga vegna vélarbilunar. Othello kom hingað á föstudag og sfðan hefur verið unnið að bráða- birgðaviðgerð á vél skipsins. Sveifarásinn mun vera nokkuð skemmdur og verður að taka einn strokk vélarinnar úr sambandi, svo það geti siglt til Bretlands fyrir eigin vélarafli. Þá hafa nokkrir brezkir togarar ber. Fyrir þá ráðstefnu verða lögð drög að starfsáætlun SUS fyrir veturinn 1974—1975. Ætlunin er, að formennirnir ræði vetrarstarf- ið og gangi frá starfsáætlun. Eftir hádegi þennan sama dag verður svo sjálft þingið sett. Dagskrá þingsins að öðru leyti verður væntanlega birt annars staðar hér á síðunni. Ætlunin er, að allir þingfulltrúar gisti á Þingvöllum og hefur SUS náð samningum við hótelið þar. Einnig mun SUS skipuleggja ferðir þingfulltrúa milli Reykjavíkur og Þingvalla og aðstoða landsbyggðarmenn við skipulagningu sinna ferða til Reykjavíkur. í því sambandi vil ég sérstaklega benda væntanleg- um þingfulltrúum á að hafa sam- band við skrifstofu SUS sem allra fyrst. Skráning þingfulltrúa er þegar hafin og virðist áhugi fyrir þátttöku f þinginu mikill. Vonazt er til, að hægt verði að senda væntanlegum þingfulltrúum ýmis gögn svo sem ályktanir síðasta þings, álit starfshópa og ef til vill fleira, sem gæti komið mönnum að gagni og tryggt markviss þing- störf. Þetta þing er haldið á tímamót- um f íslenzkum stjórnmálum. Það kemur því í þess hlut að endur- meta afstöðu SUS til gamalla bar- áttumála og að marka stefnu sam- bandsins í þeim málum, sem efst eru á baugi í íslenzkum stjórnmál- um um þessar mundir. Það er því mikilvægt, að sem flestir ungir sjálfstæðismenn taki þátt í störf- um þess og komi sem bezt undir- búnir til þingsins. komið hingað með biluð tæki cða vélar. 1 gær voru hér togararnir Crystal Palace og Kingston Pearl. Sveinn. Mikil ásókn í frumsýn- ingarmiða Mikil ásókn er jafnan f frum- sýningarmiða Þjóðleikhússins og hefur hún ekkert minnkað, þrátt Akveðið er, að stjórnmálaskóli verði starfræktur á þessu ári eins og tvö undanfarin ár. 1 ráði er, að skólinn verði hald- inn dagana 14.—20. október n.k. Þátttaka undanfarin tvö ár hefur verið góð, enda samdóma álit þeirra, sem til þekkja, að skóla- haldið hafi tekizt vel og orðið þátttakendum til gagns og ánægju. Eins og áður er tilgangur skólans að veita þátttakendum undirstöðuþekkingu á ýmsum þáttum þjóðlffsins. Enn fremur er markmið skólastarfsins að auka hæfni þátttakenda til þess að tjá sig á sem heyranlegastan hátt. Nauðsynlegt reynist að tak- marka þátttökuf jölda við 30 manns og eru þvf félagar hvattir til þess að tilkynna þátttöku sína hið fyrsta. Á námsskránni þessu sinni verða eftirfarandi þættir: 1. Þjálfun f ræðumennsku, fundarsköp o.fl. 2. Almenn félagsstörf og notkun hjálpartækja. 3. Framkoma f sjónvarpi (upp- taka o.fl.). 4. Söfnun, flokkun og varðveizla heimilda. fyrir að f þetta skiptið þurfti fólk að borga þá fyrirfram og vissi þó um tíma ekki, hvaða verkefni yrðu frumsýnd í leik- húsinu f vetur, sagði Halldór Ormsson, miðasölustjóri Þjóð- leikhússins f samtali við Mbl. í fyrradag. Hann sagði, að fastir frumsýn- ingarmiðar væru um 360, en hús- ið tæki 661. Á hverri frumsýn- ingu væru alltaf töluverður fjöldi boðsgeta og enn fremur væri nokkur fjöldi miða hafður til sölu á venjulegan hátt. 1 vetur verða sex frumsýningar 5. Helztu atriði fslenzkrar stjórn- skipunar. 6. tslenzk stjórnmálasaga. 7. Skipulag og starfshættir Sjálf- stæðisflokksins. 8. Stjórnmálabaráttan og stefnu- mörkun. 9. Utanrfkismál. 10. Markmið og rekstur sveitar- félaga. 11. Verkalýðsmál. — 12. Efnahagsmál. 13. Kynnisferðir o.þ.h. Til formanna kjördæmasamtaka og félags ungra SjáJfstæðismanna EINS og fram hefur komið, mun SUS halda aukaþing dagana 28. og 29. september n.k. Mikilvægt er, að skrifstofu SUS berist tfmanlega nöfn væntanlegra þingfulltrúa. Vinsamlegast hafið samband við skrifstofuna sem fyrst f sfma 17100. f Þjóðleikhúsinu og miðaverðið á þær er 2700 kr. fyrir sæti f sal eða á neðri svölum. Á 1. bekk á neðri svölum kostar frum- sýningarmiðinn hinsvegar 2970 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.