Morgunblaðið - 25.09.1974, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 25.09.1974, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 1974 17 á Hofsstöðum varð efstur í keppni klárhesta. Magnús Jóhannsson á Hólum, sem , situr hestinn. Ljósm. Mbl. Sv. Þorm. sem hefur reynst á margan hátt ágætlega þó að það hafi sínar tak- markanir. Við eigum að halda því hreinu eins lengi og við þorum. Hornfirzku hestarnir hafa lengi verið einangraðir og við eigum ekki að kippa upp öllum horn- firzkum hestum eitthvað út í buskann og setja nýtt þar í stað- inn. Við eigum að reyna að halda ræktuninni þar innan viss ramma. Við þurfum endilega að fá þangað hest sem á þar við til að bæta hornfirzka hestinn. Sp: Sem sagt að ræktunin er alltaf leitin að því bezta hvar sem það finnst og hvaðan sem það kemur. Þorkell: Já Sp: Eruð þið hinir sammála þessu? Gunnar: Já en ég vil þó segja I hornfirzka dæminu að þó Sokki frá Vallholti hefði kannski passað bezt að einhverju leyti við Horna- fjörð þá hefði ég ekki viljað fara með hann til Hornafjarðar. Horn- firzki stofninn þarf að vera í friði meðan hann heldur sínum ein- kennum og ekki kemur hnignun fram. Við erum núna með Árna- nes, sem er miðpunkturinn þar á hættustigi. Það eru mikil gæði í stofninum, og hann er ótrúlega skyldleikaræktaður en það er komin svolítil þvermóðska í lund og ýmislegt leiðinlegt í fari þeirra. En með góðri heppni má takast að fá inn í Hornafjörð heimaræktaðan hest. Kannski þarf að sækja hann að. Þorkell: Það má ekki skilja orð mín svo að ég vilji taka blindandi hvaða hest sem er og fara með hann hvert sem er. Það þarf auð- vitað að vera eftir einhverju hyggilegu áliti. Eins getum við ekki lagt að jöfnu stóðhest af langræktuðum stofni sem mað- ur þekkir og foreldrarnir eru tamdir lið fram af lið og annan stóðhest af algjörlega óþekktum ættum, þó að hann sýni bæði fegurð og reiðhestakosti á borð við langræktaða hestinn. T.d. þeg- ar rætt er um hornfirzka hestinn þá tel ég alls ekki að nóg sé að koma með einhvern álitlegan hest utan af landi til Hornafjarðar og setja á undan honum folöld í stór- um stíl. Fyrst er að athuga hvað við þurfum að lagfæra í horn- firzka hestinum, og síðan mynd- um við leita að hestum sem væru hér um bil heilir Hornfirðingar, en með það sem vantar. Gunnar: En hvað segir þú um Stíganda frá Hesti. Þorkell: Skjótti liturinn er nú ekki vinsæll í Hornafirði en hann er nú undan Hrafni frá Árnanesi. Ég myndi frekar velja Tvífara hans Einars á Hesti t.d. að fara með austur í Hornafjörð ég álít að skapgerðin sé svolítið varhuga- verð og myndi ég því finna hest sem væri alveg Iaus við skap- gerðargalla en væri mikill Horn- firðingur að 3/4 eins og Tvifari t.d., sem hefur allgóðan fótaburð, geysilega reisingu og eins er móð- ir hans alveg frábærlega glæsi- legt hross. Gunnar: Þá færðu þetta stór- vaxna Skugga og Blakks sköpu- lag upp hjá þér. En hvað leggur Bogi til mál- anna. Bogi: Það á að hreinrækta eins og hægt er, en hún þarf ekki alltaf að verða til bóta. Þar sem hreinræktunin hefur verið eins og í Hornafirði hefur hesturinn á margan hátt spillst. I Svaðastaða- kyninu voru mikil gæði, en það stórspilltist. Þetta voru orðnar truntur. Af 24 hestum sem komu hingað og ég þekkti undan Hofs- staða-Brún 169 voru 14 sem varð að lóga. Aðeins tveir voru gæðing- ar og sex reiðhestar. Þetta var orðið svo smátt og lélegt að það var alveg fyrir neðan allar hellur. Svo er með Hornfirðinginn, ég (§) Komast þarf í hreyfingarsamband við hestinn # Eitt hestakyn í landinu ® Hringferð á góðum stóðhestum til gagns ® Svaðastaðakynið stórspilltist ® Sveinn á Sauðárkróki sigurvegari ræktunarmanna ® Skortir skipulag á fræðslustarfsemina ® ReiðskóliáVífilstöðum þekki hann nú dálitið og á nú einn núna. Hesturinn hefur óskaplega mikla hæfileika og gæði, en er alveg meingallaður í skapi. Hann er undan Verði. Gunnar: Ég fór austur í fyrra og reið allmörgum fallegum hest- um úr Árnanesi. Fyrst gengu þeir allir afturábak og slógu taglinu lengi. Svo þegar maður var búinn að taka þessa gusu úr þeim þá var allt í lagi. Þorkell: Ef ég má koma aftur að því sem við vorum að tala um hér áðan um að dreifa hestunum um landið og annað slíkt, hvort það sé gerandi. Varla verður nú um það deilt að í dag stendur nú Sveinn á Sauðár- króki með pálmann f höndunum af einstaklingi að vera, eftir alveg þrotlaust starf sem enginn hefur hugmynd um. Hann er búinn að vinna hálft dagsverk á morgnana þegar aðrir fara til vinnu. Eins og Gunnar hefur bent á, þá er hann með þrjá þætti í sínum hrossum, og kemur fram sem al- gjör sigurvegari ræktunarmanna. Gunnar: Með skyldleikarækt. Þorkell: Já, með skyldleika- rækt. Sp: Svo vikið sé að fræðslu- og skólamálum á sviði hestamennsk- unnar. Skortir ekki skipulag á alla fræðslustarfsemina? Bogi: Jú, það er það sem alveg vantar og hefur gert I mörg ár. Þarna á Landssambandið að ganga á undan og Búnaðarfélagið. Þorkell: Þetta er að sjálfsögðu alveg sér verkefni sem ekki er hægt að búast við að sé í lagi nema með miklu meira fjármagni og miklu fleiri starfskröftum en við höfum nú ráð á. Sp: Hvað getur hinn almenni þátttakandi í hestamennskunni gert fyrir hrossaræktina? Þorkell: Tamið hrossið sitt vel og farið vel með það. Hans eign á hrossinu getur orðið til þess að það komi fram sem í hrossinu býr, bæði vegna góðrar reiðmennsku og góðrar meðferðar. Þannig get- ur hann hjálpað okkur því kannski fáum við þetta hross í samanburð, í afkvæmadóm. Gunnar: Það má segja líka að maður, sem á góðan gæðing, situr hann fallega, og fer vel með hann, að allir sem sjá slíkan mann og hest þeir dást að þeim. Sp. Hvað teljið þið að lokum að sé brýnasta verkefnið framundan í íslenzkri hrossarækt? Gunnar: Það er nú að halda eins og horfir með kynbæturnar og passa það að almenningur hverfi ekki út úr þessu, að það verði ekki neinar stofnanir hins opinbera, einhverskonar sósíalismi, sem yfirtekur starfið. Heldur að það verði hestamenn- irnir og bændurnir sem vinni saman eins og upp hefur verið byggt. Það eina sem ríkið gæti gert núna, væri að gefa okkur reiðskóla. Hann væri bezt settur á Vífilsstöðum. Bogi: Já, ég tek undir þetta. Ég vil láta ræktunarmenn halda áfram á sömu braut og þeir eru nú komnir á. Gera eins mikið af því og þeir mögulega geta að af- kvæmaprófa hrossin, bæði hryss- ur og stóðhesta. En halda áfram á svipaðri braut og verið hefur. Sem sagt, ég reikna ekki með að hægt sé að gera betur í þessum málum en nú er. Svo er annað að það þarf að efla reiðmennsku í landinu og það verður bezt gert með því að styrkja Félag tamningarmanna. Það er komið þó dálítið af stað, hefur sýnt stórvirki, og þetta er félagsskapur sem þarf að styrkja bæði með ráðum og dáð. Ég er mjög ánægður með fram- farirnar, bæði í reiðmennskunni og hrossaræktinni. Þorkell: Ég get nú undirstrikað þessi atriði, sem félagar mínir hér hafa bent á. Ég held að það sé ákafalega þýðingarmikið að halda þessum áhuga fjöldans. Við fáum ekki nógu mikið út úr þessu ef aðeins nokkrir menn eru að garfa í þessu. Það gerir þetta svo miklu skemmtilegra og breiðara við- fangsefni, að það sé ekki einhver þröngur hópur manna, sem situr um þetta, heldur að þetta verði eign allrar þjóðarinnar. Það þykir mér vænst um af öllu og vil óska að það haldist og það gerir þetta starf svo frjótt og skemmtilegt, að maður hittir alls staðar, hvar sem maður dettur niður úr skýjunum, áhugasama menn um hross. Þessi tilfinning er það gleðilegasta við þetta. Gunnar: Maður getur ekki tekið frí á íslandi. Þorkell: Einmitt, og í framhaldi af því, þá álít ég það væri mjög nauðsynlegt, bæði fyrir fólkið og sem hjálpartæki við ræktunina að koma upp reiðskóla. Þetta er nú hugmynd sem hefur legið niðri núna en ég vil minna á það að þetta var rætt hér fyrir nokkuð mörgum árum síðan og t.d. faðir minn bar fram um það tillögu á búnaðarþingi fyrir mörgum árum siðan að Búnaðarfélagið styddi við bakið á þeim tilraunum sem gerðar höfðu verið með reiðskóla, eins og t.d. á Hvanneyri, þar var vísir að reiðskóla og eins eru tamningarstöðvarnar, sem eru reknar á bændaskólunum núna vísar að reiðskólum. Þetta þarf að efla og finna form á. Að lokum vil ég benda á að nú er hlaupin af stokkunum stóð- hestastöð á Litla-Hrauni sem Búnaðarfélag íslands og landbún- aðarráðuneytið hafa komið á lagg- irnar og ég vona að henni eigi eftir að vaxa fiskur um hrygg. Persónulega hefur það lehgi verið mitt hjartansmál að koma þessu fram og nú er það orðið að veru- leika en framhaldið er allt sam- an eftir og spennandi að sjá hvernig tekst til. Að endingu, þessi sýning var mér afskaplega hjartfólgin og mér finnst ánægjulegt að heyra álit ykkar, sem ég veit að þið meinið heilshugar. Ef ég hefði getað ýtt á takka og pantað það bezta, sem ég hef séð hjá þessum eða hinum hesti eða hryssu og þeir hefðu gert allt það bezta, sem þau hafa einhvern tíma gert fyrir mig, þá hefðuð þið fyrst orðið hrifnir. Sörli Sveins Guðmundssonar á Sauðárkróki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.