Morgunblaðið - 25.09.1974, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.09.1974, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 1974 /f I ® 22*0*22* RAUÐARÁRSTÍG 31 LOFTLEIÐIR BÍLALEIGA f CAR RENTAL V 21190 21188 LOFTLEIÐIR ÁLfNAÐ ER VERK ÞÁ HAFIÐ ER & SAMVINNUBANKINN Ferðabílar hf. Bilaleiga S 81260 5 manna Citroen G.S. fólks- og stationbílar 11 manna Chevrolet 8—22 manna Mercedes-Benz hópferðarbllar (með bílstjórn). f ■■■■■ ■Tilboð AKIÐ NÝJA HRINGVEGINN Á SÉRSTÖKU ■ AFSLÁTTARVERÐI SHODfí IB6AH CAR RENTAL AUÐBREKKU 44, KÓPAV. DRTSUI1 IDORUUJBROnCO ÚTVBRP OG STEREO í ÖtXUM BÍLUM Bílaleigan ÆÐI Simi 13009 Kvöldsími 83389 ABC- skiltastafir upphleypt plast, lakkaður málm- ur, kopar, messing og brons. Sjálflímandi ABC-stafir. Allir litir, stærðir og gerðir. Ál-skilti ígreipt skilti og myndskreytt. Aller gerðir af skiltum. ABC Bogstavefabrik, Vesterbrogade 148, DK-162 — Köbenhavn V. Danmark. Ég þakka ykkur öllum, sem á einn og annan hátt minntust min á sérstökum tímamótum æfi minnar, 16. september síðast- liðinn. Sú staðfesting hlýhugs og vináttu gladdi mig einlæglega. Guðs blessunar bið ég ykkur. Karl Helgason, Holtsgötu 13, Reykjavik. | STAKSTEINAR Olía og olíunotkun Indriði Pálsson, forstjóri Olfufélagsins Skeljungur hf., ritar gagnmerka yfirlitsgrein I fréttablað fyrirtækisins, sem ástæða er til að vekja athygli á. Hér verður stiklað á stakstein- um I grein forstjórans, en þeim, sem hafa sérstakan áhuga á að kynna sér fyrir- komulag á innflutningi og dreifingu olfuvara, skal bent- á að verða sér úti um frétta- blaðið. I grein forstjórans kemur m.a. fram, að heildarorku- notkun f heiminum árið 1972 hafi samsvarað u.þ.b. 5600 milljónum tonna af olfu. Skipt- ing á milli aðalorkugjafa hafi verið þessi: olfa 46%, kol 32%, gas 18%, vetnis og vatnsorka o.fl.4%. Vöxtur f olíunotkun hérlendis hafi þróast sem hér segir, þrátt fyrir miklar og nauðsyniegar hitaveitufram- kvæmdir: heildarnotkun 1935 17.700 tonn, 1945 41.700 tonn, 1955 265.200 tonn og 1965 465.700 tonn. Innflutningur á olíuvörum t grein Indriða Pálssonar segir m.m.: „A árinu 1974 er áætlað, að við kaupum af Sovét- rfkjunum um 490 þúsund tonn, en frá vestrænum rfkjum 160 þúsund tonn. Að magni til er þannig um 75% keypt frá Sovétrfkjunum en 25% frá vestrænum rfkjum. Eins og fyrr segir, er aðeins 3 tegundir keyptar frá Sovétrfkjunum, en tegundafjöldinn, sem keyptur er frá vestrænum rfkjum skipt- ir mörgum tugum. Auk þess verður að nefna, að þegar afgreiðslur hafa brugðist frá Sovétrfkjunum, hafa stjórn- völd ávallt ætlazt til þess, að olfufélögin geti útvegað nánast fyrirvaralaust frá vestrænum viðskiptasamböndum sfnum þá olfu, sem vantað hefur upp á eðlilegax afgreiðslur frá Rússum. Á þetta reyndi t.d. verulega á sl. vetri. Helztu sölu- vörur olfufélaganna, auk þess sem áður er nefnt, eru: flug- vélaeldsneyti, smurningsolfur, ýmsar tegundir af asfaltvörum, gas, olfu- og hitaveitutæki ýmis konar,' f jölbreyttar vörur til efnaiðnaðar, svo sem plast- iðnaðar, þar með talið til veiðarfæragerðar, málningar- iðnaðar, sjúkrahúsa og svo mætti lengi telja.“ Heildarvelta olíufélaganna „Heildarvelta olfufélaganna árið 1973 nam tæpum 5 milljörðum króna, þar af nam söluskattur 450 milljónum króna. Árið 1974 er áætlað, að heildarvelta félaganna nemi um 12 milljörðum króna, og þar af mun söluskattur. tollar og önnur gjöld f rfkissjóð að óbreyttu nema um 3 milljörð- um króna.“ Þá segir f greininni: „Utsöluverð á bensfni, gasolfu og svartolfu er ákveðið af verðlagsyfirvöldum hið sama á öllu landinu. Um verðsam- keppni á milli félaganna, að þvf er varðar þessar vörutegundir, getur því ekki verið að ræða að nokkru ráði.Um verðoggæði á öllum öðrum söluvörum félag- anna á sér hinsvegar stað eðli- Ieg samkeppni, svo sem f öðr- um verzlunarrekstri." Hagkvæmni í rekstri „Áð lokum vil ég geta þess, að sala og afgreiðsla á olfu fer f stórum dráttum fram á svipað- an hátt hjá öllum olfufélögun- um, enda er sölukerfið sniðið eftir þvf, sem almennt gerist á Vesturlöndum, sérstaklega á Norðurlöndum, en þó eðlilega aðhæft fsienzkum aðstæðum. Mér er fullljóst, að alltaf má betur gera og ég er sannfærður um, að enn má auka hag- kvæmni 1 þessum rekstri sem öllum öðrum. Hitt er annað mál, að ég leyfi mér að stað- hæfa, að hvert hinna þriggja olfufélaga er það stór viðskipta- leg heild, að það getur hvert um sig náð fyllstu hagkvæmni f þessum rekstri.Ekkisfzt ef eðlf- legt samstarf er um ýmsa þætti rekstrarins, svo sem gerist hjá öllum þeim, sem f frjálsu þjóð- félagi búa.“ r Beinar ferðir frá Islandi til skíðaparadísarinnar Austurríki Tveggja vikna ferð kostar það sama og tvær vikur á Spáni Undanfarin ár hefur ferða- mannastraumur frá Islandi leg- ið að mestu til Spánar og ann- ara sólarlanda en nú undan- farið hefur hins vegar orðið nokkur breyting á, og fólk hefur farið að sækja til annarra landa. Þá er margt fólk enn- fremur farið að verða þreytt á að liggja á sólarströndunum. Þvf hefur það tekið upp á þvf, að ferðast til þeirra landa, þar sem gert er ráð fyrir, að mann- skepnan hreyfi sig mikið, og á þetta sérstaklega við um vetrar- ferðir, en s.l. vetur fóru t.d. margir á skíði til Austurríkis, og þeir sem einu sinni hafa farið sækja alltaf þangað aftur. Áhugi fyrir skíðaíþróttinni hefur aukist gífurlega á íslandi á allra síðustu árum og á þetta ef til vill fyrst og fremst við um höfuðborgarsvæðið. Þeir Is- lendingar, sem farið hafa í þessar skíðaferðir, hafa flestir farið til Austurríkis í gegnum Kaupmannahöfn og hafa þessar ferðir því orðið nokkuð dýrar. Nú á komandi vetri verður hins vegar sú breyting á að hægt verður að fara í hópferðir frá Islandi til Austurríkis. Ferða- skrifstofan Sunna hefur ákveð- ið að efna til þriggja hópferða til Austurríkis í vetur og verður fyrsta ferðin farin 19. desem- ber n.k., en sú síðasta verður farin um páskana. Hver ferð mun taka tvær vikur, en flogið verður með Boeing-þotum Sunnu fram og til baka og verð ferðanna verður frá kr. 38 þús. fyrir einstaklinginn, en einnig verða veittir afslættir fyrir stærri hópa. Guðni Þóróarson, forstjóri Sunnu, sagði í samtali við Mbl., aó flogið yrði til Mtinchen í Þýzkalandi í öllum ferðunum, farið á föstudagsmorgni og komið heim á föstudagskvöldi 14 dögum síðar. Frá Míinchen verður ekið með langferðabif- reiðum til þeirra skíðastaða f austurrísku Ölpunum, sem hafa orðið fyrir valinu. Staðirnir eru Zell am See, Kitzbfihel og St. Johan, sem allir eru 1 Týrof. Gert er ráð fyrir að flestir ferðalanganna verði í Zell am See, enda eru þar brekkur fyrir byrjendur jafnt sem snilling- ana. Aftur á móti eru brekk- urnar í Kitzbtihel og St. Johan meira fyrir þá, sem eru 1 góðri æfingu sem skíðamenn. Um verðið, sagði Guðni, að það væri frá 38 þúsund kr. í Zell am See og upp í 45 þús. kr. Það ætti ekki að væsa um fólk í herbergi sem þessu. í Kitzbtihel og St. Johan. 1 veró- inu er innifalið flugferðir til og frá Keflavík, ferðir með bílum til og frá Míinchen, gisting á hótelum, morgunverður og kvöldverður. Til samanburðar má geta þess, að nú kostar farseðill til Kaupmannahafnar, frá Kefla- vík og til baka, um 38 þús. kr. Þaðan kostar svo tveggja vikna ferð til Austurríkis ekki undir 18 þús. kr. Þá þarf fólk að borga 4000 kr. í olíuskatt í Dan- mörku og þegar ferðast er á þennan máta þarf að sjálfsögðu að búa á hótelum í Kaupmanna- höfn eina eða tvær nætur, sem kostar ekki undir 4000—5000 kr. A þessu má sjá, að með þvf, að fara í gegnum Kaupmanna- höfn verður ferðin að minnsta kosti 30 þús. kr. dýrari. Hótelin, sem Sunna hefur gert samninga við 1 Austurríki, eru öll 3 — 4 og 5 stjörnu hótel og eru þau með sundlaugar, bari, diskótek og allt það sem nútímaferðamaðurinn óskar. Hótelin eru öll skammt frá skíðabrekkunum, en f þeim eru allar tegundir af lyftum, svo sem togbrautir, stólalyftur og svifbrautir. Samið hefur verið um sérstök afsláttarkort í skfða- lyfturnar, sem gilda í héila viku. Þá sagði Guðni, að ef fólk vildi, þá gæti það framlengt dvölina og verið í 4 vikur. Leið- beiningastarfsemi færi fram í skíðabrekkunum og væri hún bæði fyrir byrjendur og þá sem lengra væru komnir. Þó svo að ferðafólki yrði komið fyrir í Framhald á bls. 20 Þannig Iftur skfðalandið út f Austurrfsku Ölpunum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.