Morgunblaðið - 25.09.1974, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 25.09.1974, Blaðsíða 11
frvm KafiMIT'J.'nq .»•<; A Ipr fHf\f :-:'<l‘\. .- MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 1974 J \ Iðnnemasambandið 30 ára Á MÁNUDAGINN voru liðin 30 ár frá stofnun Iðnnemasambands Islands. Tildrög stofnunar INSÍ voru þau, að árið 1942 voru samþykkt á Alþingi lög þess efnis, að iðnnemum var bannað að vera I iðn- sveinafélögum en það hafði tíðkazt að nokkru leyti áður. Undirbúningur að stofnun sambandsins stóð í tvö ár, og var stofn- fundur haldinn í Góð- templarahúsinu í Reykja- vík 23. september 1944. Fyrsti formaður INSÍ var kjörinn Óskar Hallgríms- son, núverandi bankastjóri Alþýðubankans. í dag eru aðildarfélög sambandsins 17 talsins. Fyrstu árin beindist starf sam- bandsins að því að treysta stöðu þess og innra skipulag, en brátt fór kjaramálabarátta að setja meiri og meiri svip á starf sam- bandsins. Fram til ársins 1966 beindist baráttan fyrir bættum launum að Iðnfræðsluráði, sem hafði ákvörðunarvald um laun iðnnema. Frá 1966 hefur það ver- ið í höndum iðnnema sjálfra að berjast fyrir bættum launakjör- um hliðstætt við önnur launþega- samtök. Af öðrum baráttumálum INSl í gegnum árin má nefna baráttuna fyrir því að færa iðn- fræðsluna úr kvöldskólum yfir í dagskóla, lengingu bóklegs náms, baráttu fyrir eftirliti með vinnu- stöðum og síðast en ekki sfzt bar- áttu fyrir afnámi meistarakerfis- ins, en það er helzta baráttumál iðnnema í dag. Auk kjarabaráttunnar skipa félagsmál veglegan sess I starfi Iðnnemasambandsins. Árlega eru haldin þing INSI, og fara þau með æðsta vald samtakanna. Fræðslu- starf er víðtækt, útilíf og leikir, svo og útgáfa Iðnnemans, mál- gagns INSl s.l. 29 ár. Núverandi formaður INSI er Þorbjörn Guðmundsson húsa- smíðanemi. - «. > a «« w * ' ' < ' GULLALMUR - EIK HNOTA — TEAK Ath.Söluskattur hækkar 1. október n.k. .........._ ....... ...... HF. Klapparstíg 1, Skeifan 19 Simar 18430 — 85244 SJÁVARFRÉTTIR, SÉRRIT SJÁVARÚTVEGSINS Sjávarfréttir eru helmingi útbreiddari en nokkurt annað blað á sviði sjávarútvegs og fiskiðnaðar. Fyrstu blöðin vöktu athygli og áhuga og áskrifendahópur þess óx með hverjum degi. Sjávarfréttir fjalla að þessu sinni um sölu og markaðsmál og verðhrun á fiskmjöli i grein eftir Svein Benediktsson, formann Fél. tsl. fisk- mjölsframleiðenda. Fiskiðnaði í Vestmannaeyjum eru gerð ttarleg skil og rætt er við forsvarsmenn fiskvinnslustöðvanna í Eyjum. Birt er grein um spærlingsveiðar, rætt við Andrés Guðjónsson, skólastjóra Vélskólans, og sagt er frá nýjungum í starfi Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðarins. Greinar er um skipasmíðar, sjótryggingar, skipa- myndasafn og fl. efni er I blaðinu. Sjávarfréttir koma út annan hvern mánuð og eru þegar gefin út á sjöunda þúsund eintök. Eintakið kostar kr. 165 og ársáskrift 990. Sjávarfréttir bjóða yður velkomin f hóp fastra áskrifenda. Til Sjávarfrétta, Laugavegi 178. Óska eftir áskrift að Sjávarfréttum, pósthólf 1193 Rvík. Nafn Heimilisfang sími útgefandl: Frfálsl Framtak h.f. Laugavegl 178 Sfmar 82300 og 02302 Hafnarfjörður Til sölu fjórar 5 og 6 herb. ibúðir í fjölbýlishúsi í Norðurbænum í Hafnarfirði. íbúðirnar sjálfar seljast tb. undir tréverk og málningu. Öll sameign þar með talin lóð verður fullfrágengin. íbúðirnar afhendast síðari hluta næsta árs. Byggjendur Kristjánssynir h.f. Verð á 5. herb. íbúðum kr. 4,650 þús. Verð á 6 herb. íbúðum 4,950 þús. Hrafnkell Ásgeirsson hrl., Austurgötu 4, Hafnarfirði, sími 50318. H. BENEDIKTSSON HF. SUÐURLANDSBRAUT 4 — Sími 38300 S^jc 1 me^ / bjftir/ceti ailrar Jjjöls/(ylcli unnar RICE KRISPIES

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.