Morgunblaðið - 01.10.1974, Síða 13

Morgunblaðið - 01.10.1974, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 1974 13 Kvennaskólinn heimsóttur og rabbað við heimafólk Guðrún Þorsteinsdóttir Ása Halldórsdóttir Rúna Gisladóttir hennar frú Sigrfður Briem Thor- steinsson. XXX Við röbbuðum við dr. Guðrúnu P. Helgadóttur skólastjóra og spurðum hana um meginreglurn- ar í skólastarfinu. „Skólareglurnar," sagði hún, „eru ákveðnar Og byggjast á gam- alli hefð. Þær eru rifjaðar upp með stúlkunum á hverju hausti, en oft þarf að beita lipurð og sveigjanleika í framkomu við unglingana og skólareglur eru eins og hver önnur mannanna verk, ófullkomnar að vissu marki. Þær reglur, sem við höfum, stönd- um við kennararnir saman um að framfylgja og við teljum, að þær séu stúlkunum til góðs og að þeim sé hollt að fara eftir þeim. Þegar stúlkur koma inn í skól- ann á haustin er stundum svolltill skvettugangur á þeim, en eftir 2—3 vikur ber minna á slíku. Ég held, að það stuðli mikið að að- haldi innan skólans, að hver kennari hefur umsjón með sínum bekk og það starf er unnið af mikilli samvizkusemi. Kennararn- ir líta á nemendur sem skjólstæð- inga sína, er hlýtt til þeirra og láta sér annt um þá. Milli hvers bekkjar og umsjónarkennara skapast líka ávallt persónuleg tengsl. Okkur þykir bezt ef stúlk- urnar okkar eru frjálsar I fram- komu en prúðar. Ég tel, að bezt sé að trúa nem- endum mínum, rengja þá ekki að fyrra bragði og skapa með þeim ábyrgðartilfinningu. Við reynum að gera stúlkurnar færari til að standa sjálfstætt á eigin fótum og koma þeim til einhvers þroska." „Hvaða áform eru um stærra húsnæði?" „Húsnæðið, sem við erum I, er algjörlega ófullnægjandi. Við höf- um nú fengið. leyfi til að byggja einnar hæðar hús á baklóðinni til þess að losa kennslustofur undir risi og til þess að fá viðunandi kennsluaðstöðu. Kennslustofurn- ar eru allt of litlar og þröngar og miklar breytingar þarf að gera til þess að fá svipaða aðstöðu og er annars staðar. Til dæmis þarf að ganga inn í gegn um sumar kennslustofur til' þess að komast inn i aðrar. Lélegur húsakostur gerir okkur aðstöðuna alla erfið- ari, en við vonum að úr rætist.“ XXX Einn af kennurum skólans, Að- alsteinn Eirfksson hefur skrifað sögu skólans í bók um Kvenna- skólann, sem er væntanleg á markað eftir nokkrar vikur. „Þessi bók, sagði Aðalsteinn, „var unnin að frumkvæði skólanefnd- ar og skólastjóra. I bókinni er m.a. saga skólans, og skrifað er um skólastjórana, myndir eru af allflestum árgöngum skólans og má segja að furðulega vel hafi tekizt að ná saman myndum. Einnig eru svo til allir á myndun- um nafngreindir. Þá er nemenda- tal, sem Björg Einarsdóttir hefur unnið, en alls hafa um 4500 stúlk- ur stundað nám í skólanum. Allt FYRIR VIÐRAÐANLEGT Nýja Novis samstæðan er ætluð ungu fólki ó öllum aldri. Novis er skemmtilega einföld og hagkvæm lausn fyrir þó, sem leita að litríkum hillu- og sköpasamstæðum, sem byggja mö upp í einingum, eftir hendinni. Novis er nýtt kerfi með nýtízkulegum blæ. HÚSGAGNAVERZLUN KRISTIÁNS SIGGEIRSSONAR HF. Laugavegi 13 Reykjavik sími 23870 Framhald á bls. 30.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.