Morgunblaðið - 01.10.1974, Síða 15

Morgunblaðið - 01.10.1974, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. OKT0BER 1974 15 Sjoppurnar viður- styggð — Jú, breytingin hefur orðið mikil, og á flestum sviðum til batnaðar. Annars er einn stórgalli á þessari velmegun, sem nú er, og það eru þessar „helvítis" sjoppur. Krakkarnir hanga við þær öll kvöld i stað þess að gera eitthvað þarflegra. Þá hefur félagslíf allt dottið niður, því enginn gefur sér tíma til að sinna því. Ef maður lítur hinsvegar á betri hliðina á málinu, þá hafa allir ærinn starfa nú, og unga fólkið er farið að setjast hér að. Vonandi verður svo áfram og allir hafa gott af vinnu meðan heilsan endist. Höndin farin að stirðna — Hvað vinnið þið margir hér í veiðarfærahúsinu? — Við erum hér þrír, sem vinn- um allt árið, en yfir hávertlðina erum við mun fleiri. Veiðarfæra- notkun bátanna hefur aukizt gff- urlega siðustu árin og hér I hús- inu eru nú veiðarfæri upp á tugi milljóna. Ég vinn að jafnaði 8—9 klukkustundir á dag við veiðar- færin og stundum vinn ég 10—12 klukkustundir. Þegar ég er búinn að standa við vinnuna svo lengi er ég farinn að lýjast. Er þá orðinn kaldur á höndum, það mikið að ég finn vart fyrir hægri hendinni. En maður verður að standa eins og maður getur, þvi ef ég hætti myndi ég stirðna allur og því má það ekki gerast, að ég hætti vinn- unni snögglega. Hefði orðið bóndi — Ef þú værir orðinn ungur á ný, hvaða lífsstarf mundir þú þá velja þér og hefðir þú þá setzt að á Stokkseyri? — Ég held, að ég hefði ekki setzt að á Stokkseyri, þó svo að hér líði mér mjög vel. Etf ég væri ungur á ný myndi ég setjast að I sveit. Ég er gefinn fyrir' skepnur og þvl hygg ég, að bóndastarfið hæfði mér bezt. — Hafa aldrei hent þig einhver óhöpp I lifinu? — Ekki svo ég muni. Ég var gæfusamur ungur, þegar ég gift- ist Guðrúnu Þórðardóttur. Við höfum eignazt 3 börn, tvær dætur og einn son. Stúlkurnar búa báðar i Reykjavík, en drengurinn býr hér I Heiðarbæ á Stokkseyri. Hinsvegar gleymi ég aldrei at- burði, sem gerðist hér fyrir nokkrum árum, þegar þrír ungir og efnilegir skipstjórnarmenn hurfu I hafið fyrir allra augum. Hvað sjálfan mig snertir, þá hef- ur þetta allt bjargazt, eins og mað- ur segir, en stundum hefur það verið erfitt, sagði Jón að lokum. ■ SJÓ- OG LENSI- DÆLUR STURLAUGUR JÓNSSOIM & CO. Vesturgötu 16, Sími 13280. New Statesman sakar strandríki um „græðgi” HAFRÉTTARRAÐSTEFNAN f Caracas f sumar og nýlendukapp- hlaup Evrópuþjóða f Afrfku á sfð- ustu öld eru lögð að jöfnu f grein eftir Ritchie Cakder f vikuriti brezkra vinstrimanna, New Stat- esman. Græðgi í auðlindir hafsins ein- kenndu ráðstefnuna að dómi greinarhöfundar. Hann segir, að fulltrúar allra landa á ráðstefn- unni hafi gert sér vonir um, að finna „Norðursjávarolíu“. Hann heldur þvf fram innan sviga, að það sem hafi raunveru- lega búið á bak við innrás Tyrkja í Kýpur og byltinguna gegn Makariosi erkibiskupi hafi verið græógi í olíu, sem megi finna á botni hafsins milli Norður-Kýpur og tyrklands. Höfundur telur, að á hafsbotn- inum leynist milljarðir lesta af málmgrýti, sem úr megi vinna mangan, járn, kisilgúr, I magnesium, nikke^kobalt og zink. Þetta sé svo mikið, að þegar hag- nýting þessara auðlinda hefjist, lendi námur heimsins f harðri samkeppni, ekki sízt námur f van- þróuðum löndum. Hann segir, að margir vinstri- sinnar hafi beitt sér fyrir alþjóða- stjórn hafsins, sem bæði skuli hafa yfirumsjón með hagnýtingu auðlinda á hafsbotninum og tryggja nauðsynlega umhverfis- vernd. Vanþróuðu löndin séu yf- irleitt fylgjandi þessari hugmynd, en græðgi þeirra í auðlindir sé svo mikil, að þau geri sér ekki grein fyrir, að með stækkun auð- lindalögsögu fórni þau mikil- vægri tryggingu sem alþjóðleg stjórn mundi veita þeim gegn arð- ráni fjölþjóðafyrirtækja, sem bíði þess óþreyjufull að hefjast handa. Einnig telur hann vanþróuðu löndin sýna skammsýni með til- raunum til þess að takmarka haf- fræðilegar og líffræðilegar rann- sóknir, sem séu lffsnauðsynlegar, ef komast eigi hjá óbætanlegum glappaskotum . í „iðnvæðingu hafsins". Greinarhöfundur kveðst hafa "komizt að þeirri niðurstöðu, eftir að hafa fylgzt með störfum ráð- stefnunnar, að bezt væri, að henni yrði hætt. Allar niðurstöður, sem komizt verði að i þvi andrúms- lofti, sem þar hafi rikt, muni stofna óbornum kynslóðum í hættu. En hann bætir því við, að allar tafir á réttum niðurstöðum geri það einnig og enn sé tóm til að finna þau. Hvöt hefur vetrarstarfið sjAlfstæðiskvennafé- LAGIÐ Hvöt er aó hefja vetrar- starfið. Hefst það með Bingó- kvöldi á Hótel Borg á miðviku- dagskvöld kl. 20.30 og er I vinning utanlandsferð o.f I. Um miðjan október, eða þriðju- dagskvöðdið 15. verður almennur fundur félagsins i Átthagasal Sögu, og verður Ragnhildur Helgadóttir, alþingismaður, ræðu- maður kvöldsins. Um miðjan nóvember verður aðalfundur fé- lagsins, og jólafundur er fyrir- hugaður að venju skömmu fyrir jól. En í byrjun nóvember efna Hvöt og Samband sjálfstæðis- kvenna til tveggja daga ráðstefnu um nýjungar í skólamálum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.