Morgunblaðið - 01.10.1974, Side 33

Morgunblaðið - 01.10.1974, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÚBER 1974 17 Franski tugþrautarmaðurinn Yves Le Roy — náði stðrkostlegum árangri f lands- keppni við Breta og Islendinga. Tugþrautarlandskeppnin: Frakkar sigruðu örugglega en íslendingar og Bretar börðust lengi jafnri baráttu Svo sem búizt var við fyrirfram sigruðu Frakkar f tugþrautarlandskeppninni við Breta og Is- lendinga með töluverðum yfirburðum, en keppni þessi för fram f Parfs á laugardag og sunnudag. Hlutu Frakkarnir samtals 30.712 stig, Bretar hlutu 27.692 stig og lslendingar 26.280 stig. Var lengi um nokkuð jafna keppni milli islendinga og Breta að ræða, og má búast við þvf, að mjög mjótt hefði orðið á mununum, ef tslendingar hefðu getað teflt fram sfnu bezta liði, en sem kunnugt er gat Stefán Hallgrfmsson, Islandsmethafi f þessari grein, ekki keppt með vegna meiðsla. Formanni Knattspyrnusam- bands íslands, Ellert B. Schram, tókst um helgina að ná samkomu- lagi við liðin tvö, Akureyri og Vfking, um að leika til úrslita um sætið f 1. deild, en bæði þessi lið höfðu áður lýst þvf yfir, að þau myndu ekki koma til leiksins. Hafði stjórn KSl tilkynnt, að hún liti þannig á, að ef liðin héldu fast Ellert B. Schram — tókst að fá liðintil aðleika. við þessa ákvörðun sfna, hefðu þau hætt þátttöku f 1. deildar keppninni, og lá þá fyrir, að þau hefðu bæði þurft að leika f 2. eða 3. deild á ári. Leikurinn átti að fara fram f Keflavik á laugardaginn, en var fyrst frestað til sunnudags, og eftir að samkomulagið við liðin tókst, var leiknum svo endanlega frestað til laugardagsins 5. októ- ber. Að sögn Helga Daníelssonar, formanns mótanefndar, er ekki vitað, hvar leikurinn fer þá fram, en leitað mun eftir því að fá völl- inn í Keflavík. Ellert B. Schram, formaður KSl, sagði í viðtali við Morgun- blaðið í gær, að hann hefði setið fundi með Víkingum á fimmtu- dags- og föstudagskvöldið og á laugardaginn hefði hann svo farið til Akureyrar. — Það var rætt um málið í fullri hreinskilni af beggja hálfu og niðurstaðan var svo sú, að liðin féllust á að koma til leiksins. Ég er mjög ánægður með þessi málalok. Að mfnu mati hefði það verið mikil ógæfa fyrir íþróttina, ef þannig hefði farið, að bæði þessi lið hefðu verið dæmd frá 1. deildar keppninni og klögu- málum sfðan haldið áfram. Það, að liðin ætla að mæta, er þeim báðum til sóma. Ellert var að þvf spurður, hvort KSÍ hefði heitið liðunum þvf að beita sér fyrir fjölgun í 1. deild- inni. Hann sagði, að ekki hefði verið samið um neitt slíkt, en hins vegar hefði þessi mál borið á Framhald á bls. 23. Það var Frakkinn Yves Le Roy, silfurmaðurinn frá Evrópumeist- aramótinu í Róm, sem sigraði örugglega í einstaklingskeppn- inni og náði stórglæsilegum árangri, Hlaut hann 8.229 stig, og er það nýtt franskt met og jafn- framt annar bezti tugþrautar- árangurinn, sem náðst hefur f heiminum í ár. Aðeins Banda- ríkjamaðurinn Bruce Jenner hefur náð betri árangri, 8.304 stig. Le Roy er aðeins 23 ára að aldri, og er því óhætt að spá honum glæstum frama í þessari íþróttagrein, en sjálfur segist hann keppa að því einu að sigra á olympíuleikunum í Montreal 1976. Afrek Le Roy I einstökum greinum var sem hér segir: 100 metra hlaup: 10,8 sek., langstökk 7,44 metrar, kúluvarp 14,59 metrar, hástökk 1,96 metrar, 400 metra hlaup: 48,4 sek., 110 metra grindahlaup 14,7 sek., kringlu- kast 46,50 metrar, stangastökk: 4,70 metrar, spjótkast 64,66 metr- ar og 1500 metra hlaup 4:41,9 mín. I öðru sæti í keppninni varð Philippe Bobin frá Frakklandi, sem hlaut 7.595 stig. Bobin þessi er aðeins nítján ára og hefur lftið keppt f tugþraut til þessa. I þriðja sæti varð Schoebel frá Frakk- landi með 7.451 stig og fjórði varð Lerouge frá Frakklandi með 7.396 stig. Eru það örugglega fáar þjóðir, sem geta státað af eins sterku tugþrautarliði og Frakk- arnirgeta. Fimmti í keppninni var Dray- ton frá Bretlandi, sem hlaut 7.127 stig, sjötti varð Bretinn Mitchell sem hlaut 7.088 stig, Pradet frá Frakklandi varð sjöundi með 6.972 stig og f áttunda sæti kom sá íslendingur, sem fremstur varð: Elías Sveinsson, en hann hlaut 6.884 stig og var því langt frá sínu bezta. Hlaut Elías t.d. rösklega 7.100 stig í tugþrautarkeppninni á Laugardalsvellinum á dögunum. I níunda sæti varð Millepied frá Frakklandi með 6.852 stig. Cor- den frá Bretlandi varð níundi með 6.801 stig, Young frá Bret- landi varð ellefti með 6.676 stig, Karl West Fredriksen, tslandi varð tólfti með 6.619 stig, Vil- mundur Vilhjálmsson varð f þrettánda sæti með 6.428 stig, Hafsteinn Jóhannesson varð fjórtándi með 6.349 stig. Phitts, Bretlandi varð fimmtándi með 6.319 stig og Snow frá Bretlandi varð í sextánda sæti með 5.881 stig. Hár vinningur ÞEGAR starfsfólk Gctrauna fór yfir getraunaseðlana f 7. Ieikviku fannst aðeins einn seðill með 11 réttum lausnum og fær handhafi hans, sem er Hafnfirðingur, 351.000,00 f vinning. Kom þessi vinningur sér vel fyrir viðkomandi, sem lenti f bflslysi fyrir nokkru og verður óvinnufær f a.m.k. eitt ár. 3 seðlar með 10 réttum lausnum fundust og fá hand- hafar þeirra 50.000 kr. vinning, en fremur erfátftt, að annar vinningur gefi svo mikið. Guðmundur varð 11. en Gústaf féll úr HEIMSMEISTARAMÓTINU f lyftingum lauk f Manila á sunnudaginn með þvf að Sovét- maðurinn Vasili Alexev setti nýtt heimsmet f lyftingum yfir- þungavigtar og náði frábærum árangri: 425 kg. Getur þvf þessi sovézki björn áfram gert tilkail til þess að vera kallaður sterk- asti maður heims, en Alexev hefur verið ósigrandi undan- farin ár og sett hvert heimsmet- ið af öðru. Alexev setti einnig nýtt heimsmet f jafnhöttun, er hann lyfti 241,5 kg f aukatil- raun f keppninni. Tveir Islendingar voru meðal þátttakenda f heimsmeistara- mótinu, þeir Guðmundur Sig- urðsson og Gústaf Agnarsson. Keppti Guðmundur á föstudag- inn f milliþungavigtarflokkn- um og stóð sig þar með miklum, ágætum, lyfti samtals 320 kg og varð í 11. sæti af 21 keppenda í flokknum. Hiaut Guðmundur 2 stig f keppninni og kom tslandi þar með á blað. Gústaf Agnarsson keppti svo I þungavigtarflokknum á laug- ardaginn, en mistókst við byrj- unarþyngd sfna f snörun og hætti þar með keppninni. Keppendur f þungavigtar- flokknum voru 13, þannig að Gústaf hefði átt að ná stigum f keppninni, hefði ailt gengið að óskum.'og einnig hefði hann átt möguleika á verðlaunum f snör- uninni, en þar nægðu 160 kg til bronsverðlaunanna. Sigurvegari f milliþungavigt- arflokknum varð David Rigert frá Sovétrfkjunum, sem lyfti samtals 387,5 kg og setti þar mcð nýtt heimsmet. Hann setti einnig heimsmet f jafnhöttun með þvf að lyfta 215 kg. Silfur- verðlaun hlaut Polaratsky frá Sovétrfkjunum, sem lyfti 367,5 kg, og bronsverðlaun hlaut Pet- zold frá A-Þýzkalandi, sem iyfti 355 kg. Sem fyrr greinir varð Guð- mundur 11. f keppninni. Hann snaraði 140 kg. og jafnhattaði 180 kg. Er það mjög nálægt þvf bezta, sem hann hefur gert, en Islandsmet hans f samanlögðu er 322,5 kg. Sigurvegari f þungavigtar- flokknum varð Ustyuzhin frá Sovétrfkjunum, sem snaraði 167,5 kg. og jafnhattaði 212,5 kg. Samanlagður árangur hans var þvf 380 kg. Annar varð Jurgen Ciezki frá Austur-Þýzka landi með 377,5 kg og Yuri Zaitsev, Sovétrfkjunum, varð þriðji með 367,5 kg. Fjóri varð Dieter Westphal, V-Þýzkalandi, með 360 kg, en sömu þyngd lyfti einnig Peter Kaks frá Austur-Þýzkaiandi. Yíkingur og ÍBA gáfu sig Leika á laugardaginn Plorflnntilafrlft_____________ Þriðjudagur 1. okt. 1974 — 8 sfður

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.