Morgunblaðið - 01.10.1974, Síða 40
24
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 1974
Hart barizt I leik Norðmanna og Dana f Norðurlandamótinu, en Ðanir unnu sigur f þeim leik, og
þar með opnuðust möguleikar fslendinga á Norðurlandameistaiatitlinum að nýju.
ISLAND sigraði f karlafiokki á
Norðurlandamðti stúdenta f
körfuknattlcik, sem fram fór um
helgina. ÖIl löndin hlutu tvö stig f
mótinu, en fslenzka Iiðið var með
hagstæðustu stigatöluna og sigr-
aði þvf.
Noregur varð f öðru sæti, en
Danir ráku lestina. — Dönsku
stúlkurnar sigruðu hinsvegar
með miklum yfirburðum f
kvennaflokki, þar urðu fslenzku
stúlkurnar f neðsta sæti eftir
mikla keppni við þær norsku. —
Allir leikirnir f karlaflokknum
voru mjög jafnir og spennandi.
Danir byrjuðu á þvf að sigra
Norðmenn með einu stigi, 60:59.
Noregur sigraði sfðan fsland með
68:66, og þvf þurfti fsland að
sigra Danmörk með fjórum stig-
um til þess að vinna mótið á stiga-
tölu. Þann leik léku fslenzku pilt-
arnir mjög vel, liðið var óþekkj-
anlegt frá leiknum við Noreg, og
lokatölur urðu 79:64. Mjög góður
og sannfærandi sigur, sem jafn-
framt tryggði 1. sætið, en sendi
um leið danska liðið niður f það
neðsta.
DANMÖRK: NOREGUR 60:59
(27:27)
Eins og tölurnar gefa til kynna
var leíkurinn mjög jafn. Norð-
menn höfðu þó yfirleitt forust-
una, en hún varð aldrei stór eða
mest sjö stig í fyrri hálfleik,
17:10. — í síðari hálfleik leit út
fyrir, að Norðmenn ætluðu sér að
gera út um leikinn, þeir náðu
sfnum bezta leikkafla og komust
yfir, 42:32. En Danir gáfu ekki
frekari höggstað á sér og komust
yfir rétt fyrir leikslok, 55:51.
Norðmenn náðu þó að komast
einu stigi yfir rétt fyrir lok leiks-
ins, en Danir skoruðu úrslitakörf-
una, þegar ein sek. var eftir. Það
var Knudsen, sem skoraði með
langskoti. Þessi úrslit komu nokk-
uð á óvart, því að Noregur er hér
með næstum því algjört landslið,
eóa 8 af 10 leikmönnum en Danir
hafa fjóra landsliðsmenn.
ÍSLAND:NOREGUR 66:68
(37:42)
Bæði liðin mættu til leiks með 8
landsliðsmenn, svo gera mátti ráð
fyrir hörkuviðureign, enda hafa
landsleikir þjóðanna á undan-
förnum árum verið afar jafnir,
þótt ávallt hafi Island sigrað. —
Fyrri hálfleikurinn var líka allan
tímann jafn, e* undan er skilinn
kaflinn frá 12. u. 16. min., en þá
skoruðu Norðmenn 10 stig í röð.
Noregur var yfir f hálfleik með
42:37. Norðmenn byrjuðu síðari
hálfleikinn vel, og maður hafði
það á tilfinningunni, að íslenzku
liðsmennirnir héldu, að þeir gætu
ekki tapað þessum leik. Þeir virt-
ust aldrei berjast af fullum krafti
og það voru Norðmenn fljótir að
notfæra sér. Þeir komust í 54:43
og höfðu sfðan yfir 67:54, þegar
fjórar mín. voru til leiksloka. Þá
fyrst örlaði á baráttuvilja hjá
landanum, en það kom bara of
seint. Island fór nú að „salla“ inn
stigum, og þegar 42 sek. voru eftir
til leiksloka og staðan var orðin
68:66 fyrir Noreg áttu þeir inn-
kast við eigin körfu. Og nú komu
hin stóru mistök dómaranna að
mínu mati. Aðeins má halda bolt-
anum I 30 sek. án þess að reyna
körfuskot. En Norðmenn, sem
reyndu nú aðeins það eitt að
halda boltanum, voru með hann f
36 sek. án þess að gera tilraun til
að skora, þvf þegar flautað var
næst, sýndi klukkan aðeins 6 sek.
íslendingar fengu ekki boltann og
Norðmenn kræktu sér því f bæði
stigin. — Eftir leikinn sögðu dóm-
arar leiksins, að þeir eigi ekki að
dæma leiktöf, það eigi að vera
sérstakur tímavörður, sem það
geri. En þeirri reglu var ekki
framfylgt að hafa tímavörð, og þá
kemur f hugann þessi spurning:
— Ef tímavörður er ekki fyrir
hendi og þessi staða í leiknum
kemur upp, þ.e. að annað liðið
reynir aðeins að halda boltanum
og hefur hann f 36 sek., eiga þá
dómarar leiksins ekki að grípa í
taumana? Þama var greinilega
verið að brjóta reglur og eru dóm-
arar ekki til þess að sjá til þess, að
slfkt sé ekki látið viðgangast?
Um íslenzka liðið er það að
segja, að í þessum leik voru þeir
beztir Jón Sigurðsson og Bjarni
Gunnar. Aðrir virtust eitthvað
miður sín og baráttu vantaði al-
gjörlega, ef undan er skilinn loka-
kaflinn. Jón var stighæstur með
16 stig, Bjami 14.
ISLAND.DANMÖRK 79:64
(37:36)
Þegar þessi leikur hófst, var
staðan í mótinu þannig, að Island
þurfti að sigra f þessum leik með
4 stigum eða meira til að hljóta 1.
sætið. 3 stiga sigur þýddi, að öll
liðin væru jöfn, danskur sigur eða
fslenzkur sigur með einu eða
tveim stigum þýddi hinsvegar, að
Danir væru sigurvegarar mótsins.
Óvenjumargir áhorfend'ur
komu á leikinn, og þeir urðu ekkr
fyrir vonbrigðum með leik ís-
lenzka liðsins. Allt annar bragur
var á leiknum en daginn áður, nú
var barizt um hvern bolta og
aldrei gefið neitt eftir. Og það
sem reið baggamuninn, Birgir
Jakobsson var nú f sínu gamla
toppformi. Birgir var sem klettur
í vörninni og var á löngum köfl-
um nær einráður í fráköstunum,
auk þess sem hann var drjúgur í
sókninni og hitti vel. Hefði Birgir
leikið svona leik gegn Norðmönn-
unum, hefði ekki þurft að spyrja
að úrslitum í þeim leik. Danska
liðið lék nú einnig betri leik en
gegn Noregi, en það kom þeim
ekki að gagni. Eftir jafnan fyrri
hálfleik, sem endaði 37:36 fyrir
Island, tóku þeir Birgir, Bjarni
Gunnar. og Kolbeinn Kristinsson
„lotu“ í byrjun sfðari hálfleiksins
og komu forskoti íslands upp í 14
stig á fyrstu 8 mín. hálfleiksins
59:45. Þessu forskoti hélt liðið
síðan það sem eftir var leiksins og
sigurinn 79:64 var kærkominn,
því að Islendingar hafa ekki meir
ánægju af að sigra nokkra í körf u-
knattleik eins og Dani, enda verið
iðnir við það f ram til þessa.
Leikaðferð íslenzka lMsins var
hin sama og landsliðið notaði í
keppnisferðinni til Bretlands á
dögunum, hún gekk oft mjög
skemmtilega upp, en var e.t.v.
ekki reynd nægjanlega mikið.
Birgir Jakobsson var maður
dagsins og harka hans og hæfni
dreif aðra leikmenn áfram. Jón
Sigurðsson og Torfi Magnússon
Einbeittir á svip sækja fslenzku körfuknattleiksmennirnir f leikn-
um við Dani sem þeir unnu örugglega.
áttu báðir mjög góðan leik, en
lentu báðir f vandræðum vegna |
villufjölda og sátu á varamanna-
bekknum talsverðan hluta leiks-
ins. Bjarni Gunnar kom einnig
nokkuð sterkur út úr þessum leik,
svo og Kolbeinnn Kristinsson.
Birgir var stighæstur með 29
stig, Símon Ólafsson 10, og þeir
Kolbeinn og Torfi með 9 hvor.
LOKASTAÐAN:
Island 2 11
Noregur 2 11
Danmörk 2 11
145:132 = +13.
127:126 = +1.
124:138 = + 14.
KVENNAKEPPNIN:
Lið sömu þjóða háðu einnig
keppni í kvennaflokki, en þar var
keppnin ekki eins skemmtileg
vegna mikilla yfirburða danska
liðsins. Um annað sætið varö hins-
vegar hörkukeppni milli Islands
og Noregs.
DANMÖRK:NOREGUR
Það tók norska liðið einar 8
mín. að komast á blað f leiknum,
og þegar þær skoruðu sitt fyrsta
stig úr víti, var staðan 18:1. Þrjár
dönsku stúlknanna, þær Larsen
no. 5, Nörby no. 9 og Velling no.
10, sem er vel yfir 1,90 á hæð,
voru afgerandi beztar og eru án
efa beztu körfuknattleikskonur,
sem leikið hafa f Laugardalshöll.
Lokatölur þessa leiks kattarins að
músinni urðu 73:22.
NOREGUR:ISLAND 48:46.
Eins og í karlaflokknum tókst
norsku stúlkunum að „stela“ sigr-
inum á sfðustu stundu. Islenzka
liðið kom talsvert á óvart, því að
vart var við því búizt, að þær
mundu veita norsku stúlkunum
mikla keppni. En stelpurnar
komu einbeittar til Ieiksins og
tóku strax forystuna. Þær komust
í 10:5 eftir 8 mín. og 17:9 stuttu
síðar. I hálfleik var staðan 29:23
fyrir Island.
Um miðjan sfðari hálfleikinn
var íslenzka liðið með 13 stiga
forskot 42:29, og allt virtist benda
til sigurs íslendinga. En skyndi-
lega hrundi leikur liðsins, norsku
stúlkurnar byrjuðu að vinna upp
forskotið, en íslenzka liðið virtist
gjörsamlega sprungið. Og á síð-
ustu sek. leiksins náði nroska lið-
ið fprustunni f fyrsta skiptið í
leiknum og sigruðu með 48:46.
Asta Garðarsdóttir var bezt ísl.
stúlknanna og skoraði alls 10 stig,
Emilía Sigurðardóttir 9. Þær Olga
Bjarnadóttir og Katrfn Axelsdótt-
ir voru einnig góðar.
ISLANÐ:DANMÖRK 35:99
Isl. liðið náði forustunni í byrj-
un og var yfir 8:5 eftir 3 mín.
Eftir 8 mín. voru dönsku stúlk-
urnar búnar að jafna, staðan var
12:12. Aftur komst ísl. liðið yfir,
en Danmörk jafnaði 16:16 á 11.
mín. Og nú gerðist nákvæmlega
það sama og f leik ísl. Iiðsins dag-
inn áður, úthaldið var búið. Liðið
gjörsamlega hrundi niður og eft-
irleikurinn var hinum sterku
dönsku stúlkum auðveldur. Þær
voru búnar að ná 25 stiga forustu
íhálfleik, 51:26.
Yfirburðirnir voru mun meiri í
sfðari hálfleiknum, sem endaði
48:9, og lokatölur urðu 99:35. —
ísl. stúlkurnar sýndu góðan leik
meðan úthald þeirra entist, það
þarf greinilega að bæta þar tals-
vert um. Ása Garðarsdóttir var
aftur stighæst, nú með 7 stig,
Katrín Axelsdóttir og Guðrún
Óiafsdóttir 6 stig hvor, Emilía Sig-
urðardóttir 5 stig.
ísl. liðið hafnaði því í neðsta
sæti. örlftið meira úthald í leikn-
um gegn Noregi hefði sennilega
fleytt liðinu í 2. sætið.
LOKASTAÐAN:
Danmörk 2 0 2 172:57
Noregur 2 11 70:119
Island 2 2 0 81:147
Fjölmargir áhorfendur horfðu
á leiki mótsins, sem fór vel fram,
og höfðu af þvf mikla skemmtun.
Er greinilegt, að með betri leik
ísl. körfuknattleiksmanna koma
fleiri til að fylgjast með leikjum,
og er það vel.
gk-
Austurríki
sigraði
Austurrfki sigraði Ungverja-
land með einu marki gegn
engu f vináttulandsleik f
knattspyrnu, sem fram fór f
Vfn á laugardaginn. Er þetta
fyrsti sigur Austurrfkis f
knattspyrnulandsleik við Ung-
verjaland f tfu ár. 36.000 áhorf-
endur voru að leiknum, og var
mikill fögnuður f þeirra her-
búðum er Hans Krenkl skoraði
mark Austurrfkis þegar á 15.
mfnútu. Það sem eftir var
leiksins sóttu Austurrfkis-
menn nær afláts, en tókst ekki
að bæta fleiri mörkum við.
ÍSLENDINGAR URÐU
NORÐURLANDAMECTARAR