Morgunblaðið - 03.10.1974, Síða 1
36 SIÐUR
190. tbl. 61. árg.
FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 1974
Prentsmiðja Morgunhlaðsins.
Atvinnuástand
á Islandi bezt
Stokkhólmi 2. október — NTB.
TÖLULEGA séð er ástandið á
vinnumarkaðinum á tslandi
betra en annars staðar á Norður-
löndum, að þvf er fram kom á
fundi atvinnumálaráðherra
Norðurlanda f Stokkhólmi f dag.
Er atvinnuástandið mjög gott f
Noregi og á tslandi, einnig allgott
f Svfþjóð og f Finnlandi, en
alvarlegt f Danmörku. Fulltrúi Is-
lands skýrði frá því, að mikil eft-
irspurn væri eftir vinnuafii þar f
landi, og hefði atvinnuleysið f
ágúst aðeins verið 0,2%. Væri
reiknað með því, að þessi þróun
héldi áfram með aukinni eftir-
spurn.
í Noregi var atvinnuleysið 0,7%
á fyrra helmingi ársins. í Svíþjóð
var atvinnuleysið 1,7% í júlímán-
uði, sem er lægsta prósentutala
sfðan 1970.
í Danmörku er ástandið hins
vegar allt annað. Fyrstu átta mán-
uði-ársins var atvinnuleysið 3,6%
samanborið við 2,5% árið áður.
Er búizt við, að ástandið versni
enn. Orsökina kvað danski at-
vinnumálaráðherrann vera hækk-
un verðs á olíuvörum og öðrum
innfluttum vörum.
200 mílurnar svæfðar
Washington 2. október.
Frá fréttaritara Mbl.
Geir H. Haarde:
HORFUR eru nú á, að 200 mflna
frumvarp Warren Magnussons
hafi verið svæft þar sem eftir er
þingtfmans fyrir tilverknað
stjórnvalda, sem telja, að frum-
varpið muni hafa neikvæð áhrif á
hafréttarráðstefnuna, nái það
fram að ganga.
Fyrirhugað var, að frumvarpið
kæmi til atkvæða í öldungadeild-
inni í vikunni, en í þess stað var
því vísað til enn einnar nefndar, i
þetta sinn hermálanefndar deild-
arinnar og henni falið að skila
áliti um málið fyrir 14. nóvember.
1 reynd er þetta talið þýða, að
málið sé endanlega svæft, þar til
Klerídes ætlaði
að segja af sér
Nikósíu, New York
2. október Reuter — NTB.
MAKARlOS erkibiskup, hinn út-
lægi forseti Kýpur, lýsti í dag
fullum stuðningi við Glafkos
Klerídes, sem nú gegnir embætti
forseta Kýpur.
Fyrr í dag bárust fregnir um
það frá Nikósíu, að Klerides hefði
skýrt stjórn sinni frá því, að hann
hygðist segja af sér, ef hann fengi
ekki stuðningsyfirlýsingu frá
Makaríosi á næstu dögum. Mun
Klerídes hafa talið ógerlegt að
leysa þau vandamál, sem við er að
glíma á Kýpur, án stuðnings erki-
biskupsins.
þing kemur saman að nýju eftir
nóvemberkosningarnar. Mögulegt
er talið, að þingið komi saman
stuttu eftir kosningar og sitji f
nóvember og desember, en venju-
lega hefjast fundir þess að lokn-
um kosningum ekki fyrr en í
janúar. Fari svo, verður að endur-
flytja frumvarpið og mun fram-
gangur þess þá enntefjast. Þessar
tafir á afgreiðslu málsins hafa
valdið stuðningsmönnum þess
nokkrum vonbrigðum, en frum-
varpið var talið hafa góða mögu-
leika á, að hljóta samþykki f deild-
inni, hefði það komið til atkvæða
nú, eins og fyrirhugað var.
Wilson — sætir þungum ásökun-
um.
Portúgal:
Fransisco da Costa Gomes, hinn nýi forseti Portúgal t.h. með Vasco
Goncalves, forsætisráðherra, eftir að hafa svarið embættiseið sinn f
fyrrakvöld í Belemhöllinni f Lissabon. (AP-sfmamynd).
Handtökum og hreins-
unum er haldið áfram
Lissabon 2. október.
Reuter — AP.
□ VALDHAFARNIR nýju f
Portúgal styrktu stöðu sfna enn f
dag og héldu fyrsta rfkisstjórnar-
fundinn eftir afsögn Spinola for-
seta. Hinn nýi forseti, Fransisco
da Costa Gomes, var ekki við-
staddur fundinn, sem haldinn var
heima hjá Vasco dos Santos
Goncalves, forsætisráðherra. Er
talið, að stjórnin hafi m.a. rætt
um, hverjir taki við embættum
upplýsingamálaráðherra og
varnarmálaráðherra, en þeir, sem
Harka færist í kosning abaráttuna í Bretlandi:
Wilson sakaður um falsanir
London 2. október. Reuter
—NTB
0 HAROLD Wilson, forsætis-
ráðherra stjórnar Verkamanna-
flokksins f Bretlandi, vfsaði ein-
dregið á bug ásökunum thalds-
flokksins um, að hún hefði gefið
Efnahagsbandalagi Evrópu
falsaðar tölur um verðbólguna f
Bretlandi, og er nú harka að
færast f kosningabaráttuna
fyrir þingkosningarnar 10.
október. William Whitelaw, for-
maður Ihaldsflokksins hafði m.a.
sagt, að Verkamannaflokkurinn
væri að fela staðreyndir um
slæmt efnahagsástand landsins.
0 Tölurnar, sem Efnahags-
bandalagið birti f gær, sýna, að
Bretland er með minnstu verð-
bólgu ailra aðildarlanda EBE f
júnf, júlf og ágúst og að stöðugt
dregur úr henni. Ihaldsmenn
halda þvf fram, að verðbólgan
nemi 20% á ári og væru töiurnar
svo lágar vegna tollalækkana.
Frjálslyndi flokkurinn réðst
einnig á stjórn Wilsons og hélt
því fram, að hún hefði reynt að
láta í veðri vaka, að EBE-tölurnar
kæmu frá hlutlausum aðilum, en
væru ekki byggðar á upplýsingum
ríki sst j órna rinna r sj álf ra r.
Annað atriði, sem er orðið að
kosningamáli, eru tillögur Verka-
mannaflokksins um 500 milljóna
punda niðurskurð á framlögum
til varnarmála. Talsmaður ihalds-
flokksins i vamarmálum, Peter
Walker, sagði í dag, að þessi
niðurskurður mundi veikja
varnarbandalag vestrænna þjóða
og stöðu þeirra í afvopnunarvið-
ræðum við Sovétmenn. Wilson
hafnaði þessu einnig og kvað
Framhald á bls. 20
Biðskák
Moskvu 2. október — AP
ATTUNDA skák Anatoly Karpovs
og Viktors Korchnois fór f bið f
kvöld eftir 41 leik. Staðan er talin
fremur jöfn, en skákinni verður
fram haldið á morgun. Karpov
hefur þvf enn tvo vinninga, en
Korchnoi engan.
Framhald á bls. 20
héldu þessum embættum, voru
sviptir þeim eftir afsögn Spinola.
Talið er, að vinstrisinninn
Ernesto Melo Antunes majór
komi þar helzt til greina.
□ Handtökum og hreinsunum er
haldið áfram, og hafa nú 140
manns verið handteknir fyrir
samsæri og and-byitingaráform.
Sérlegar hersveitir stjórnarinnar
réðust f dag inn f skrifstofur
hægrifiokks eins, Framfara-
flokksins, og kváðust hafa fundið
þar miklar birgðir af vopnum
Molotov-kokkteilum, hjálmum
bareflum og áróðursplöggum
Talsmaður stjórnarinnar sagði
að þessi fundur sýndi, að flokkur
inn hefði haft andbyltingar-
áform á prjónunum, en vildi ekki
skýra frá handtökum. Á undan-
förnum fimm dögum hafa verið
gerðar margar sifkar innrásir f
skrifstofur fámennra hægri
flokka. Þá gerðu hermenn upp-
tæk fréttaskeyti hjá frönsku
fréttastofnuninni AFP, og brezk-
ur sjónvarpsfréttamaður varð
fyrir ágangi pórtúgalskra sjón-
varpsmanna, erhann sendi frétta-
skeyti, sem Portúgalarnir töldu
„and-portúgölsk“.
Ástandið f Lissabon virtist þó
vera friðsamlegt. Um 7000
fagnandi verkamenn fóru í göngu
til leikvangs eins f borginni til að
lýsa stuðningi sfnum við hina vin-
strisinnuðu leiðtoga.
Háttsettur embættismaður
stjórnarinnar, sem ekki vildi láta
nafns síns getið, skýrði frétta-
mönnum frá þvf í gærkvöldi, að
öfgasinnaðir hægrimenn hefðu
ætlað að reyna að myrða Spinola
forseta um helgina. Átti morðið
að vera tilefni til byltingar gegn
stjórninni. Spinola dvelst nú á
heimili sínu í Lissabon og ergætt
af hervörðum.
Herforingi einn, sem settur var
af eftir afsögn Spinola, sagði í
dag, að hann byggist við, að ungu
vinstrisinnuðu liðsforingjarnir,
sem upphaflega stóðu að bylting-
unni gegn stjórn Caetanos, muni
innan fárra daga hafa allt landið
á valdi sínu, og verði þá ríkis-
stjórnin og herforingjahreyfingin
eitt og hið sama.
Kviðdómendur
undir smásjá
Washington 2. okt. Reuter —
NTB.
JÖHN Sirica, dómari í Watergate
málinu, skýrði þeim 175 manna
hópi, sem 12 manna kviðdómur
verður valinn úr, frá þvf f dag, að
þeir eigi á hættu fangelsisrefs-
ingu, ef þeir segi ósatt f þeim
yfirheyrslum, sem nú eru að hef j-
ast og úrvalið byggist á. Mun
Sirica dómari ætla að velja kvið-
dómendurna mjög gaumgæfilega,
og er þess ekki vænzt að þvf verði
lokið fyrr en eftir a.m.k. viku.
Fimm af fyrrum æðstu embættis-
mönnum bandarfsku stjórnarinn-
ar munu mæta sem sakborningar
fyrir réttinum, og meðal þeirra
um 140 vitna, sem Leon Jaworski,
saksóknari, mun kveða til, kunna
að verða Henry Kissinger, utan-
rfkisráðherra og James Schles-
inger, varnarmálaráðherra.