Morgunblaðið - 03.10.1974, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 03.10.1974, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. OKTOBER 1974 15 Utlitið hroðalegt hjá f átækustu ríkjunum Óvíst hvort ísland fær lengur lán hjá Alþ jóðabankanum HÆKKANDI verðlag, sérstaklega á hráefnum, olfu, tilbúnum áburði kornvöru og iðnvarningi ásamt fljótandi gjaldeyrisverði og minnkandi hagvexti I iðnrfkj- um mun standa efnahagslegum og félagslegum framförum I þró- unarlöndunum mjög fyrir þrif- um. Utilokað er, að I ár verði hægt að ná þeim 6% hagsvexti, sem fyrir ári síðan var stefnt að í vanþróuðum rfkjum og ekki er útlit fyrir annað en að mjög fá þróunarrfki ná þessu marki það Odd Myhrer sem eftir er þessa áratugar, nema til komi mikil hjálp frá efnaðri rfkjum. 1 fátækustu löndunum, sem jafnframt eru þau fjöimenn- ustu, munu tekjur á hvern ein- stakling standa f stað eða hækka mjög Iftið fram til 1980. Þetta kom fram i viðtali, sem Mbl. átti við blaðafulltrúa Alþjóðabankans, Odd Myhrer, í tilefni af útkomu ársskýrslu bankans í siðustu viku. Myhrer, sem er Norðmaður, sagði, að hjá fátækustu þróunar- ríkjunum, þar sem tekjur á hvern einstakling eru minni en 200 doll- Land búið undir appelsfnurækt- un f Afghanistan. IDA veitti bændum fjármagn fyrir stofn- kostnaði. arar á ári, væri útlitið hroðalegt. Fram tii 1980 þurfa aðeins þessi lönd 11 milijörðum dollara meira en reiknað hafði verið með og ekkert þeirra hefur ráð á að þiggja lán nema á mjög hagstæð- um kjörum. Samtals munu þróun- arrfkin þurfa á 28 milljörðum doliara I langtfmalán að halda tii loka þessa áratugar, umfram það sem áætlanir gera ráð fyrir. Sagði Myhrer, að þetta væri langt um- fram það, sem bankinn gæti veitt. Myhrer benti á, að ekki bætti út skák, að flest iðnrfki eiga nú við örðugleika að etja f efna- hagsmálum. „Við höfum orðið varir við tilhneigingu þessara landa til að hugsa aðeins um að leysa sín eigin vandamál og það hefur meðal annars kom- ið fram í því, að erfitt hefur verið að ná inn fé í hjálpar- sjóð þróunarlanda, sem Samein- uðu þjóðirnar samþykktu að stofna vegna olfukreppunnar. Fram til þessa hefur aðeins þriðj- ungur þess fjármagns, sem sjóðn- um var ætlað, náðst inn“, sagði Myhrer. Reikningsárið 1973/4 jukust lán Alþjóðabankans um 962 milljónir dollara og urðu því sam- tals 4.517 milljónir. Af þessari upphæð voru 1.095 milljónir doli- ara lánaðir f gegnum Alþjóða þró- unarsamtökin (IDA) sem er stofnun tengd bankanum, og veit- ir vaxtalaus lán. Myhrer sagði, að eins og f fyrra hefði mest verið lánað til vöru- flutninga og samgöngumála eða 957 dollarar, en lán til landbúnað- ar hefðu aukizt mikið og hefðu nú orðið 955 dollarar. „Það er erfiðara að fást við landbúnaðarþróun en til dæmis einstaka framkvæmdir eins og raforkuver. Hún þarfnast mikill- ar undirbúningsvinnu og mjög erfitt er að meta árangur“, sagði Myhrer. Stærsta einstaka lán, sem bank- inn veitti á sfðasta ári, var til byggingar raforkuvers í Tyrk- landi, og var það 144 milljónir dollara. Islendingar fengu tvenn lán á árinu. Annað til hafnarbóta Framhald á bls. 33 SKiPAUTGCRB RIKiSINS Frosthætta Vörur sem liggja í vörugeymsluhúsum vorum, eru ekki tryggðar gegn frosti og liggja þar á ábyrgð vörueigenda. Byggingarfélag verkamanna, Reykjavík. Til sölu: 3ja herbergja íbúð í 4. byggingarflokki við Stórholt. 2ja herbergja íbúð í 15. byggingarflokki við Kelduland. Umsóknir félagsmanna sendist skrifstofu félagsins að Stórholti 16 fyrir kl. 12 á hádegi miðvikudaginn 9. október n.k. Félagsstjórnin. EIGENDUR l PFAFF saumavélaí Kennari okkar, frú Erna Helgadóttir, mun svara fyrirspurnum og kenna á Pfaff saumavélar í verslun okkarað Skólavörðustíg 1 milli kl. 1 —5 í DAG. Notið tækifærið og fræðist um vélarnar. húsmæðra Kryddhúsið í verzl. okkar I Aðalstræti 9. Dröfn Farestveit leiðbeinir um notkun hinna ýmsu kryddtegunda kl. 2 — 6 í dag. Verið velkomin. Matarc/ei/c/in Aða/stræti 9. Bátar til sölu 3 —4 — 6 — 8 — 10 — 11 — 12 — 15 — 18 — 20 — 25 — 26 — 28 — 30 — 37 — 39 — 42 — 45 — 47 — 50 — 52 — 54 — 56 — 60 — 63 — 65 — 66 — 67 — 71 — 73 — 75 — 76 — 82 — 85 — 86 — 90 — 92 — 94 — 100 — 101 — 104 — 127 — 129 — 142 — 147 — 150 — 197 — 227 247. /rasteignamiðStöðin Hafnarstræti 11 sími 14 120. Verð á sementi Iðnaðarráðuneytið hefir ákveðið nýtt verð á sementi frá 27 sept 1974. Frá og með 1. okt. 1 974 er útsöluverð á sementi svo sem hér segir: Portlandsement Portlandsement Hraðsement Hraðsement Án söluskatts kr. 7.340. — pr. tonn kr. 367. — pr. sk. kr. 8.240. — pr. tonn kr. 412. — pr. sk. Með söluskatti kr. 8.740. — pr. tonn kr 437. •— pr. sk. kr. 9.800. — pr. tonn kr 490. — ’pr sk. Sementsverksmiðja ríkisins. Sölumannadeild V.R. Kvöldverðarfundur Nýtízku tréklossar Póst- sendum Mýkomnir aftur Nýtízku litir, orange / svartir Stærðir 36— 41 Leður Verð kr. 2090.— Skóverzlun Péturs Andréssonar, Laugavegi 1 7, Framnesvegi 2. Fyrsti kvöldverðarfundur vetrarins verður haldinn fimmtudaginn 3. okt. n.k. kl. 19.15 í Kristalsal Loft- leiða. Gestur fundarins verður Hr. Gylfi Þ. Gíslason forseti Alþingis og mun hann ræða um stöðu verzlunarinnar i dag. Sölumenn og annað verzlunarfólk mætið vel og stundvíslega. Stjórn Sölumannadeildar V.R.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.