Morgunblaðið - 03.10.1974, Side 20

Morgunblaðið - 03.10.1974, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. OKTOBER 1974 Bæjarfulltriíar Kópavogs til viðtals BÆJARSTJÓRN Kópavogs hefur samþykkt að taka upp fasta viðtals- tfma aðalfulltrúa f bæjarstjórn og gefa bæjarbúum þannig kost á að koma erindum sínum á framfæri beint við kjörna fulltrúa. Viðtalstfm- ar þessir verða fyrst um sinn fyrsta og þriðja fimmtudag hvers mánaðar kl. 20—21 á skrifstofu bæjarins í Félagsheimilinu á 4. hæð. Tveir bæjarfulftrúar verða fyrir svörum í hvert sinn og verður fyrsti | viðtalstíminn í kvöld, en þá munu Axel Jónsson og Björn Ólafsson verða til viðtals. 8. skákin fór í bið FRANSKA vörnin gafst Kortsnoj vel f 4. skák einvfgis- ins og f þeirri áttundu valdi hann hana aftur. Fyrstu 11. leikina tefldist skákin á sama hátt sem sú 4., en þá breytti Karpov út af. Hann fékk þó betri stöðu út úr byrjuninni, en f miðtafli náði Kortsnoj að rétta við og ná sfzt lakara tafli. Klukkan reyndist Kortsnoj hins vegar erfið og skömmu fyrir bið varð hann að láta af hendi peð. Fremur ólfklegt er þó að peðið verði Karpov til framdráttar og má þvf reikna með enn einu jafnteflinu er tekið verður til við skákina að nýju ídag. 8. skákin: Hvítt: Karpov Svart: Kortsnoj Frönsk vörn 1. e4 — e6, 2. d4 — d5, 3. Rd2 — c5, 4. exd5 — exd5, 5. Rf3 — Rc6, 6. Bb5 — Bd6, 7. dxc5 — Bxc5, 8. 0—0 — Rge7, 9. Rb3 — Bd6. 10. c3 — Bg4, 11. Rbd4 — 0—0, 12. Da4 — Bh5, 13. Hel — Dc7, 14. h3 — Bg6, 15. Bg5 — a6, 16. Bfl — h6, 17. Bxe7 — Rxe7 18. Hadl — Rc6, 19. Bd3 — Bh5, 20. g4 — Bg6, 21. Dc2 — Bxd3, 22. Dxd3 — Had8, 23. He2 — Hfe8, 24. Rf5 — Hxe2, 25. Dxe2 — Bf4, 26. Hel — g6, 27. Re7 — Rxe7, 28. Dxe7 — Db6, 29. Kg2 — Kg7, 30. Hdl — Bd6, 31. De2 — Bc7, 32. Hd3 — De6, 33. Ddl - Bb6 34. Hd2 — De4, 35. b3 — Hd6, 36. c4 — h5, 37. Hxd5 — Hxd5, 38. Dxd5 — Dxd5, 39. cxd5 — hxg4, 40. hxg4 — Kf6, 41. Kfl og f þessari stöðu lék Kortsnoj biðleik. Lok skákarinnar munu birtast f blaðinu á morg- un. Kínverjar stóryrtir Sameinuðu þjóðunum 2. október — Reuter. CHIAO Kuan-hua, vara-utanríkis- ráðherra Kfna vfsaði f dag á bug svonefndri „detente“-stefnu Bandarfkjanna og Sovétrfkjanna um slökun á spennu f alþjóðlegri sambúð og kallaði hana „skottu- lyf Sovétleiðtoganna". I ræðu sinni á allsherjarþinginu sagði hann átök og valdabaráttu þess- ara tveggja stórvelda vera æ harðnandi og ekkert samkomulag gæti falið það. Chiao sagði, að enginn gæti gleymt þvf, að það hefði verið eftir vfðtækt sam- komulag f viðræðum Sovétmanna og Bandarfkjamanna, að strfðið f Miðausturlöndum hefði brotizt út. Sömuleiðis hefði Kýpurstrfðið hafizt eftir að enn frekara sam- komulag hafði verið gert. „Hvar er þá „detente“?“ spurði ráð- herrann. Hann sagði enn fremur, að á meðan heimsvaldastefna og sósíal-heimsvaldastefna (orð Kín- verja yfir utanríkisstefnu Sovét- ríkjanna) væru til, þá væri styrjaldarhætta fyrir hendi. Á meðan á ræðu Chiaos stóð, sást Jakob Malik, vara-utanrfkisráð- herra Sovétríkjanna geispa. Kínverjar og 32 önnur lönd, flest Afríku- og Arabalönd, lögðu í dag fram tillögu á allsherjar- þinginu um að S.Þ. viðurkenndi útlagastjórn Sihanouks prins rétta stjórn Kambódíu, en vfsuðu fulltrúum Lon Nols-stjórnarinnar úr samtökunum. Heimildir herma, að tillagan verði mjög sennilega samþykkt að þessu sinni. Óttast út- færsluna AKVÖRÐUN Norðmanna um út- færslu fiskveiðilögsögunnar und- an norðurströndinni f 50 mflur getur þýtt, að fiskafli Breta drag- ist saman um einn sjötta eða jafn- vel fjórðung, að því er segir f frétt í brezka blaðinu The Observer. Austen Laing, fram- kvæmdastjóri Sambands brezkra togaraeigenda segir, að útfærsla Norðmanna kunni að hafa „hroðalegar“ afleiðingar. Hins vegar telur hann litlar Ifkur á, að útfærslan verði gerð einhliða og án samkomulags, og þvf ótrúlegt að til þorskastrfðs komi. Laing bætir við, að mikil hætta sé á því, að veiðitakmarkanir á norskum miðum geti leitt til of- veiði f Norðursjónum. Þá yrðu Efnahagsbandalagslöndin að gera einhliða ráðstafanir til að útiloka norska sjómenn og norskar fisk- afurðir f rá umdæmissvæði sfnu. EKIÐÁBÍL MIÐVIKUDAGINN 2. október var ekið á hvítan Taunus fólks- bíl, G-9440, þar sem hann stóð á Eiríksgötu gegnt Domus Medica. Bíllinn er dældaður á hægra framhorni. Sá sem tjón- inu olli lét sig hverfa, og er hann beðinn að gefa sig fram við rannsóknarlögregluna, svo og vitni. Axarfjörður: Sá loks til sólar Skinnastað Axarfirði 1. okt. 1 GÆR stytti upp og sá til sólar eftir langan illviðrakafla. Hér hefur verið þrálát norðanátt í tvær---þrjár vikur með dimm- viðri og rigningu, en slyddu og snjókomu síðast. Var oft hið versta veður. Frost um nætur hef- ur iðulega verið 2—3 stig. Fjöll eru alhvít sem um vetur og lág- lendi grátt. Ekki hefur frétzt um hrakninga í göngum, en illa viðr- aði suma réttardaga. Flutningar á sláturfé standa yf- ir og eru vegir orðnir holóttir og vondir. Fjallvegir eru erfiðir yfir- ferðar eða ófærir. Slátrun í Sláturhúsi KNÞ á Kópaskeri hófst 16. sept. og stend- ur nú sem hæst. Er áætlað að slátra um 28 þús. fjár auk stór- gripa. Bændur telja dilka öllu léttari en á s.l. hausti, en þó væna. Nú um helgina fóru nokkrir vaskir menn úr Vatnsdalsfirði á vélsleðum upp til heiða að huga að fé og fundu að minnsta kosti á annað hundrað fjár. Ekki hefur frétzt um fjárskaða hér í illviðr- unum.' Vona menn, að þessi veðurfars- bati standi einhvern tíma. Sigurvin. —Ekki samið Framhald af bls. 2 þjónustu Bandaríkjanna á Is- landi segir, að Bandaríkja- stjórn muni leggja í 16 milljón dala kostnað við aðskilnað her- flugs og farþegaflugs, og það muni kosta 22,5 milljónir dala að byggja fbúðarhúsnæði yfir þá vamarliðsmenn, sem nú eru búsettir utan vallarins. —ísafjörður Framhald af bls. 2 endur 149, og er fjölgunin nú möguleg vegna þess, að f haust var tekin I notkun ný heima- vistarálma. Eru nú 80 nemendur á heimavist. Eins og áður hefur Ml samstarf við tvo skóla á staðnum, Tónlistar- skólann og Tækniskólann. Geta nemendur kosið að stunda nám í þessum greinum og fengið námið viðurkennt sem hluta af stúdents- prófi. I Tækniskólanum hafa pilt- ar tekið 1. stig vélstjóra- og stýri- mannanáms og stúlkur tækni- teiknun. I Tónlistarskólanum hafa nemendur m.a. lært á hljóð- færi og hefur verið keypt pfanó á heimavistina, svo að komumenn gætu æft sig þar á hljóðfæri. — Undirskrifta- söfnun Framhald af bls. 2 varpstækja fyrir dyrum. I dag geti sjónvarpið hafið útsendingar í lit án nokkurs kostnaðar og sé eðlilegt, að notendum sé gefinn kostur á því. Þá segja þeir, að þar sem ríkisfyrirtæki eigi hér í hlut, sé nauðsynlegt að veita þvf aðhald og skapa eðlilega samkeppni með því að hefta ekki útsendingar, Keflavfkursjónvarps. Undir ávarpsskjalið rita nöfn sfn: Arndfs Tómasdóttir, Ytri- Njarðvfk, Ölfna Ragnarsdóttir, Grindavík, Guðmundur B. Jóns- son, Vatnsleysuströnd, Sigurður Ölafsson, Akranesi, Hreggviður Jónsson, Reykjavík, Margrét Páls- dóttir, Sandgerði, Jón Borgarson, Höfnum, Kristján Pétursson, Keflavík, Birgir Viðar Halldórs- son, Vestmannaeyjum og Hrafn- kell B. Guðjónsson, Reykjavík. Þeir Hrafnkell og Birgir Viðar eru upphafsmenn þessarar undir- skriftasöfnunar og sögðust þeir í samtali við Mbl. hafa orðið varir við svo megna óánægju í sjón- varpsmálum Islendinga, að þeir hefðu talið eðlilegt að hrinda þessari söfnun af stað til að al- menningur fengi að segja hug sinn allan. Kváðust þeir þegar hafa orðið varir við mjög góðar undirtektir varðandi þessa undir- skriftasöfnun. — Wilson Framhald af bls. 1 stefnu flokksins byggjast á sam- vinnu innan NATO. Hann upp- lýsti, að haldi Verkamanna- flokkurinn stjórnartaumunum eftir kosningar, þá hygðist hann fara til Moskvu til viðræðna við sovézka ráðamenn. Edward Heath, leiðtogi thalds- flokksins, var að þvf spurður á blaðamannafundi í dag, hvort hann mundi í þágu þjóðareining- ar og samvinnu segja af sér sem leiðtogi flokksins, ef þörf krefði til að stjórnarsamstarf gæti náðst við Frjálslynda flokkinn. Jeremy Thorpe, leiðtogi frjálslyndra, mun ekki ýkja hrifinn af sam- starfi við Heath persónulega. Heath varð hvumsa við, og sagði stefnu sína hina einu, sem byði upp á þjóðareiningu. — Æfingamót Framhald af bls. 36 mótinu s.l. ár, en tapaði einvígi um brezka meistaratitilinn. Þrír voru jafnir og næstir með 3 vinn- inga hver, en það voru Bellin frá Englandi, sem nú varð einn af efstu mönnum I brezka meistara- mótinu, þar sem eftir er að keppa til úrslita, Cafferty frá Englandi og McKay frá Skotlandi". Meðal þátttakendanna f mót- inu Var heimsmeistari unglinga f skák, Miles frá Bretlandi, en hann hlaut 2 vinninga. Friðrik kvað mikið gefið út af skákbókum í Bretlandi og skákmenn vel að sér í þeim, þannig að erfitt væri að koma þeim á óvart. Aðspurður kvaðst Friðrik ætla að nota tímann fram til 20. nóv. til þess að æfa sig og búa sig undir mót 18 stórmeistara, sem hefst þá í Madrid á Spáni. Sprenging á Siglufirði: Einn keyrði út af, annar tók í nefið Siglufirði 2. október. KYNLEGUR atburður átti sér stað hér f bænum f gær. Verið var að þvo legur upp úr ben- sfni á verkstæði Rauðku, og að þvf loknu var bensfninu hellt f vask á verkstæðinu. Ekkert vatn var þó til að skola bensfn- inu niður. Maður einn hóf raf- suðu við vaskinn í gær og fann enga bensfnlykt, vegna þess að hann tekur f nefið. Þegar hann var búínn að kveikja á log- suðutækjunum varð feikna mikil sprenging f vaskinum og eldblossi gaus upp. Hávaðinn af sprengingunni var það mikill, að bflstjóri fólksbíls, sem var á ferð fyrir utan verk- stæðið, keyrði út af f fátinu, sem kom á hann. Það er af logsuðumanninum að segja, að hann hætti að sjóða og fékk sér ærlega f nefið. — Matthfas. — Skæruliðar Framhald af bls. 36 Eftir að flugvélin var lent í Tel Aviv héldu skæruliðarnir farþegunum föngnum um borð f vélinni og kváðust sprengja flugvélina í loft upp ef fsraelsk stjórnvöld létu ekki lausa 104 pólitfska fanga. Moshe Dayan, varnarmálaráðherra Israel, stjórnaði sjálfur aðgerðum á Tel Aviv flugvelli og tókst honum að koma öryggisvörðum um borð í vélina, dulbúnum sem flugvirkjum. Kom þá til átaka milli öryggisvarðanna og skæruliðanna. Ung stúlka, sem sat við hlið Korytowski í vélinni reyndist vera í hópi skæru- liðanna, og þegar hún dró Ur pússi sínu handsprengju til að varpa að öryggisvörðunum, kastaði Korytowski sér á hana og tókst að yfirbuga stúlkuna. Hins vegar tókst ekki betur til en svo, að öryggisverðirnir hófu skothríð að þeim Kory- towski og stúlkunni. Hún slapp þó ómeidd, en sjö kúlur hittu Korytowski, svo að hann er að miklu leyti lamaður á eftir. Um leið urðu allar vonir ís- lenzku kvikmyndagerðarmann- anna að engu, þvf sjálfir hafa þeir ekki fjárhagslegt bolmagn til að standa undir rekstri svo dýrrar vélar. Ekki hafa þeir þó viljað láta vélina af hendi vegna þess á hversu góðum kjörum hún fékkst og þeir lifa f voninni að fyrr en sfðar skapist grundvöllur fyrir notkun hennar hér á landi. Við þessa sögu má svo bæta, að Kory- towski á nú í miklum málaferl- um á þremur vigstöðvum til að fá örkuml sín bætt — gegn flugvallaryfirvöldum í Frank- furt og Vín og gegn ísraelskum stjórnvöldum. Flugvallaryfir- völd f Frankfurt og Vín hafa hins vegar til þessa svarið af sér alla sök á því, að skærulið- arnir hafi farið um borð í flug- vélina í annarri hvorri flug- höfninni og ísraelsk stjórnvöld vfkja sér undan allri ábyrgð á þessum atburðum. — Afnám Framhald af bls. 25 grein, bókmennta — eða skáld- skaparfræðii verið aukið við móðurmálskennsluna, án þess að kennslustundum hafi verið fjölg- að. Auðvitað er hér um að ræða sjálfstæða fræðigrein, sem ætti að vera kennd sem slík. Almenn bók- menntasaga og bókmenntafræði ættu vel heima í gagnfræðaskól- um, en heyra þó móðurmáls- kennslu ekki fremur til en t.d. Islands saga. En hitt er augljóst mál, að ekki veitir af að verja þeim kennslustundum, sem móðurmálskennslu eru ætlaðar, til hennar eir.nar, Kennslustunda- fjöldinn er nefnilega ekki meiri, ef ekki minhi,; en var fyrir 30 árum. Ég er hræddur um, að nem- endum nú veiti ekki af þeim stundafjölda, þó svo að honum sé ekki dreift á nýjar kennslugrein- ar. Lokaorð Þau rök heyrast m.a. fyrir af- námi z, að það taki allt of langan tíma að kenna hana, allt of mikið sé lagt á nemendurna með því að kenna þeim z. Þetta er auðvitað í samræmi við þann áróður, sem nú ber hæst, að allir eigi að ná þessu og hinu prófinu án nokkurrar fyrirhafnar eða vinnu. Og það er ekki nóg með það, að afnema eigi z. Nú liggur fyrir Alþingi frum- varp, þar sem gert er ráð fyrir að fækka prófum og lengja skóla- skyldu. Þá er allt við hæfi. Nem- endur og kennarar hafa ekkert aðhald lengur, geta bara lifað og leikið sér. Og sjá, þeir dagar koma, að ekki þarf að lfða kennaraskorti. Isafirði 17. marz Skúli Ben. Eins og dagsetning greinarinnar ber með sér, var hún skrifuð fyrir prentaraverkfallið. Hún varð inn- lyksa f því en heldur samt sínu gildi. — Ritstj. — Minning Framhald af bls. 27 glöðu húsfreyju. Arangurinn af starfinu lýsir sér best í þvf að börnunum var öllum komið til mennta að meira eða minna leyti og reynast öll dugandi fólk. Guðmundur var starfsmaður mikill og góður. Listaskrifari og allt sem fór frá hans hendi svo hreint og fágað að unun var á að horfa. Störf hans voru oft æði erilsöm, ekki sfst er hann starf- aði sem fulltrúi í Innflutnings- og gjaldeyrisnefnd. Þar þurfti oft að sigla milli skers og báru, því erfitt var að gera öllum til hæfis, erfitt að vera beggja vin og báðum trúr. — Þar sem annars staðar hygg ég að samviskusemi hafi ráð- ið athöfnum hans og gerðum. Guðmundur sá heimili sínu far- borða af hyggindum og hagsýni, sem gæta þurfti meðan börnin voru ung og lífskjörin erfið. Þar voru þau hjónin einkar samhent, eins og áður segir. Heimili þeirra hjóna varfallegt og aðlaðandi. Fjölskyldan sam- hent og heimilisbragur frjáls- legur. Guðmundur var bóka- maður mikill. Unni skáldskap í bundnu og óbundnu máli og fögr- um bókum, sem hann átti margar og góðar. Fór hann um þær mjúk- um höndum og naut þess að dvelja hjá þeim og með þeim, handleika þær og þó umfram allt að lesa þær. Hann var fróður vel og hafði góða og skemmtilega frá- sagnargáfu. Hann mátti teljast heilsugóður fram eftir ævinr.ii; þó hafði hann um árabil verið bakveikur og þess vegna oft orðið að leggjast I sjúkra- hús til erfiðra skurðað- gerða, sem þó báru aldrei til- ætlaðan árangur. Gekk hann þó ávallt til starfa af stakri skyldu- rækni þar til hann lét af störfum fyrir aldurssakir. Eftir að hann hætti störfum hnignaði heilsu hans stöðugt og seinasta árið var honum erfitt. I september s.I. var hann fluttur f Landakotsspftala, þar sem hann gekk undir einn uppskurðinn enn, þar andaðist hann eftir stutta legu 21. sept. s.l. Með Guðmundi er dugmikill og góður drengur genginn. Heill maður, ákveðinn í skoðunum, vin- fastur og trygglyndur. Fyrir um 20 árum endurnýjuðust bernsku- kynni okkar er sonur okkar hjóna gekk að eiga dóttur þeirra Hólm- frfði. Allt frá þeim tíma minn- umst við með þakklæti ánægju- legra stunda með honum og fjöl- skyldu hans. Þessum fátæklegu línum lfk ég með samúðarkveðjum okkar hjóna til Helgu, barna hennar og allrar f jölskyldunnar. Þorg. St. Eyjólfsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.