Morgunblaðið - 03.10.1974, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. OKTÖBER 1974
25
Afnám Z og málspjöll
Þar skauzt skýrum.
Nýlega varð mér litið á plagg,
er ber yfirskriftina: AUGLÝS-
ING um afna'm Z. Efst í hr.gr;.
horni stendur:
Stj. tíð. B, nr. 272/1973
Sérprentun nr. 174.
En í plagginu stendur m.a.:
d) Ef lýsingarháttur þátíðar í ger-
mynd endar á -st eða -sst, skal
miðmyndarendingu sleppt, t.d.
(hefur) leyst (af leysast),
(hefur) breyst (af breytast),
(hafa) kysst (af kyssast) o.s.frv.
Nú er það öllum ljóst, að sögnin
að breytast var (og er reyndar
enn) rituð breytzt (breytt + st) i
lýsingarhætti þátíðar, — hún
endaði auðvitað ekki á -stst. En
hvernig stendur á þessari villu
stafsetningarnefndarinnar?
Samkvæmt reglum nefndarinn-
ar eiga sagnirnar að leysa og
breyta að hafa sömu endingu í
lýsingarhætti þátiðar, miðmynd,
— enda á -st,leyst, breyst. Svo vill
til, að framan miðmyndarending-
ar beggja sagnanna fer ey. Þegar
miðmyndarendingar jafnólíkra
sagng eru gerðar hinar sömu, er
hætt við, að margur ruglist — og
rugli aðra. Þetta þarf ekki frekari
skýringa við. Með þessari villu
sinni hefur nefndin sjálf bent á
þá hættu, sem er samfara þeim
breytingum á stafsetningu, er
hún gerði tillögur um.
Framburðarsjónarmiðið
I reglugerðinni (sérprentun-
inni) um afnám z segir svo:
Ekki skal rita z fyrir uppruna-
legt tannhljóð (d, ð, t) + s, þar
sem tannhljóðið er fallið brott f
eðlilegum framburði. (Leturbr.
er min ).
Hér ræður framburðarsjónar-
miðið eitt svo og, þegar svo langt
er gengið að sleppa jafnvel mið-
myndarendingu sagna. En hvert
leiðir þessi stefna? Nú er vitað
mál, að y heyrist ekki lengur í
„eðlilegum framburði“. Og hvað
er að segja um g f orðinu margt; f
í orðinu hálft; fn í orðinu nefnd
o.fl.? Rökin fyrir afnámi z eru
einnig rök fyrir því að rita stofna
og endingar orða yfirleitt eftir
framburði. Sú stefna, sem staf-
setningarnefndin hefur markað,
veldur málspjöllum, ef henni
verður fylgt.
Éfe átti tal við einn nefndar-
manna nokkru fyrir jól og benti
honum á, að ískyggilega margir
nemendur víðs vegar um land
slepptu t-i í miðmyndarendingu
sagna, rituðu þannig í samræmi
við framburð sinn. Þeir rituðu:
Við hittums; þeir hittas; þið hittis
o.s.frv. Spurði ég hann, hvort
hann teldi þetta æskilega þróun
málsins, — þ.e. að láta lélegan
framburð og lélegt mál ráða mál-
þróuninni. Hann sagði aðeins, að
vel gæti svo farið, að þessi rithátt-
ur (hittums, hittas, hittis) yrði
ríkjandi eftir nokkra áratugi. Og
vissulega er það rétt. Slíkum rit-
hætti hefur stafsetningarnefndin
rutt braut.
Hvers vega Z ?
Mig varðar ekkert um það,
. hvort z hefur verið rituð á þessu
eða hinu tímabili islenzkrar mál-
sögu. Um löggiita stafsetningu
gildir að mínum dómi aðeins ein
regla: Löggilta stafsetningu á að
miða við notagildi hennar við
móðurmálskennslu í skólum, ekk-
ert annað. Hitt er svo annað mál,
að sérhverjum ætti að vera frjálst
að rita s í stað z, ef honum lfzt. Þá
á hverjum rithöfundi að vera
frjálst að hafa um hönd þess
konar stafsetningu, er hónum
sýnist. En menn verða að vera
samkvæmir sjálfum sér. Þá verð-
ur einnig að gera þá kröfu til
þeirra, sem vilja afnema z að þeir
standi við orð sín, riti ekki z sjálf-
ir, fyrst þeir telja hana þarflausa
og jafnvel skaðlega. Þetta á við
fleira hlíðstætt. Ef einhverjir
menntamenn tælja rétt mál að
segja og skrifa: mér vantar; hon-
um langar; öllum skortir o.s.frv.,
þá eiga þeir að haga máli sínu
samkvæmt því. Þeir telja þetta
eðlilega þróun málsins, sem fs-
lenzkukennarar eigi ekki að
heimska sig á að amast við.
Það tekur yfirleitt ekki mjög
langan tima að kenna nemendum
að rita z og a.m.k. miklu skemmri
tima en að lækna þá af þágufalls-
sýki, sé hún á háu stigi. En verði z
sleppt býr það til ný vandamál.
Miklu erfiðara verður fyrir nem-
endur að gera sér grein fyrir upp-
runa og skyldleika orða. Þá verð-
ur mun hættara við alls konar
misskilningi en áður. Tökum til
dæmis orðmyndir eins og þessar
ritaðar án z : ræst (af rætast);
bæst (af bætast, — gæti einnig
verið komin af so. að bæsa: koma
gripum á bás); nýst (af nýtast);
hist (af hittast). Þessar orðmynd-
ir eru orðskrípi. Það hlýtur að
valda nemendum erfiðleikum að
finna samband milli þeirra og
uppruna. É& er ekki f nokkrum
vafa um, að afnám z slævir mál-
kennd nemenda. Og hvað verður,
ef lengra er haldið á þeirri braut,
sem stafsetningarnefndin hefur
markað, framburðarsjónarmiðið
látið einrátt?
Nauðsyn . þess að gæta
uppruna.
Einn kafli í kennslubók þeirri i
stafsetningu, sem kennd er í öll-
um gagnfræðaskólum landsins,
heitir: Nauðsyn þess að gæta upp-
runa. Ekkert er nauðsynlegra við
fslenzkukennslu en að glæða mál-
kennd nemandans, láta hann
finna og skynja skyldleika orða.
Hann þarf t.a.m. að gera sérgrein
fyrir því, að orðið veizla er skyl.t
Sögninni að veita, en hvorki nafn-
orðinu veisa (gröftur eða útferð)
né sögninni að veisa (vingsa,
dingla, — þótt menn vingist oft
dálítið i og eftir veizlur). Z gegnir
nefnilega þvf hlutverki að auð-
velda nemandanum skilning og
einnig öðru: hún krefst þess að
hann hugsi um orð, sem hann
notar. En þannig eiga stafsetn-
ingarreglur að vera. Löggilt staf-
setning á að vera „tæki“ til þess
að knýja málnotandann til um-
hugsunar. Þetta gildir um alla
móðurmálskennslu.
En hvers vegna þá að afnema z?
É)g sé ekki nema einn tilgang, sem
vakað gæti fyrir þeim, er ráða þar
ferðinni. Þeim tíma, sem fer í að
kenna z, á að verja i annað. Á
siðustu árum hefur nýrri fræði-
Framhald á bls. 20
PLVMOUTH DUSTER
1974
DnnssHðu
sivninssnnnn
Nokkrir PLYMOUTH DUSTER '74 eru til afgreiðslu
strax. Bílarnir eru annaðhvort bein- eða sjálfskiptir;
með eða án vinyl-þaks.
Tryggið yður PLYMOUTH DUSTER '74 strax í dag; á
morgun kann það að vera of seint. Næstu sendingar
frá Bandaríkjunum hækka verulega í verði.
Ifökull hf.
ÁRMÚLA 36 Simar84366—84491
Karlmanna-
kuldaskór
Loðfóðraðir leður.
Póstsendu
Karlmannaskór
leður— Ýmsar
gerðir.
Skóverzlun Péturs Andréssonar,
Laugavegi 17,
Skóverzlun, Framnesvegi 2
Reykjavík
Brautarholt 4 fimmtud. 3. okt. frá kl. 4 — 1 0 eh.
og föstud. 4. okt. frá kl. 4 — 10 eh.
Árbær
fimmtudaginn 3. októberkl. 5—7.
Félagsheimili Fáks
Skírteini afhent í Brautarholti 4.
Breiðholtshverfi
Fellahellir (kjallara Fellaskólans) laugardaginn 5. okt. frá kl.
1—7 eh.
Kópavogur
Félagsheimilinu (efri sal) föstudaginn 4. okt. frá kl. 3 — 7
eh.
Hafnarfjörður
Hringjum i nemendur.
Seltjarnarnes
Félagsheimilinu laugardaginn 5. okt. frá kl. 5 — 7 e.h.
Keflavík
Tjarnarlundi laugardaginn 5. okt. frá kl. 2 — 7 e.h.
Upplýsingasímar
20345 og 25224
Kennsla hefst f rá og með 7. okt.
Afhending
skírteina