Morgunblaðið - 18.10.1974, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 1974
7
Jón E. Guðmundsson með nokkrar af styttum sínum á heimili sínu. Myndirnar á veggjum hefur hann einnig
málað. Ljósmyndir Mbl. Ól. K. M.
Leikbrúður, tréstytt
ur og málverk
Sérstæð yfirlits-
sýning í Norræna
húsinu
„Mér finnst eðlilegast, að mynd-
listarmenn séu frjálsir eins og fuglar
loftsins og að þeir vinni eins og þá
langar til. Allar þessar stefnur, sem
menn eru að nota sem snaga til þess
að hengja sig á, eru kynleg fyrir-
bæri. Ég tef, að menn eigi ekki að
binda sig neinum ákveðnum stefn-
um, ganga heldur til leiks við frels-
ið " Við erum í heimsókn hjá Jón E.
Guðmundssyni listamanni, Kapla-
skjólsvegi 61, og það er hann, sem
lét þessi orð falla í upphafi spjalls
okkar. Jón opnar á morgun yfirlits-
sýningu á verkum sfnum f sýningar-
sal Norræna hússins. Þar sýnir hann
tréskurðarstyttur úr fslenzku birki,
75 leikbrúður, olíumálverk, vatns-
litamyndir.tréristurog brúðuleikurinn
Norður kaldan Kjöl eftir Ragnar Jó-
hannesson verður tvisvar á dag, kl
5 og 9 alla sýningardagana, frá
19.—27. okt. að báðum dögum
meðtöldum. Yfirlitssýningin er hald-
in ! tilefni 60 ára afmælis Jóns 5.
Jón með eina strengbrúðuna, sem
leikur f Norður kaldan Kjöl, en
það ævintýri er eftir Ragnar
Jóhannesson cand. mag. fyrrum
kennara og skólastjóra fjallar um
biskup i Skálholti, sem þarf að
koma bréfi heim að Hólum f
Hjaltadal. Sendir hann mann, sem
lendir t ýmsum ævintýrum á leið-
inni, en leikritið, sem var samið
fyrir 7 árum, er sniðið fyrir
unglinga og fullorðna.
Leikbrúður úr ýmsum leikritum og hlutverkum á verkstæðinu hjá Jóni
jan. n.k. f áratugi hefur Jón fengizt
við leikbrúðugerð og er hann braut-
ryðjandi á því sviði leikmenningar á
íslandi. Hann hefur 1 1 sinnum ferð-
azt í kringum landið og alls hefur
hann sýnt yfir 1000 sinnum ýmis-
konar dagskrá með leikbrúðum.
M.a. hefur hann sýnt Eldfærin 140
sinnum, Kardimommubæinn 100
sinnum o.fl. o.fl Brúðuleikhús er
rótgróinn þáttur i menningu flestra
Evrópulanda og á vaxandi fylgi að
fagna á íslandi, en þess mis-
skilnings hefur gætt hér á landi, að
brúðuleikhús sé eingöngu fyrir
börn. Vegna starfs Jóns hefur ís-
lands nú verið getið í bók um brúðu-
leikhús Norðurlanda.
„Ég kynntist fyrst brúðuleikhúsi í
Kaupmannahöfn," sagði Jón, „og
það vildi skemmtilega til. Ég nam í
teikniskóla og við vorum að teikna
lifandi módel Félagi minn segir þá
allt í einu: „Mikið væri nú gaman ef
maður gæti fengið líf í þetta á papp-
írnum." Já, svaraði ég, það væri
gaman. Þessi félagi minn bauð mér
þá að koma heim til sfn næsta
sunnudag og þá komst ég að því, að
hann átti handbrúðuleikhús, sem ég
hreinlega féll fyrir, og síðan hef ég
verið f þessu f nærri 30 ár. Ég hef
farið 1 1 ferðir f kringum landið og
sýnt svo til hvar sem mögulegt var
að sýna Þetta hefur verið afar
skemmtilegt og nú er ég farinn að
sjá árangur. S I. vetur hafði ég 3ja
mán. námskeið og 14 manns sóttu
námskeiðið. Þær Hallveig, Helga,
Bryndís og Erna, sem eru með Leik-
brúðuland, stjórna sýningunni hjá
mér f Norræna húsinu og þær gera
þetta mjög vel Þær munu síðan
halda áfram sýningum á Frikirkju-
vegi 1 1 þegar sýningunni er lokið í
Norræna húsinu. Þær hafa æft verk-
ið í tvo mánuði og eru feiknalega
listasprang
Eftír
Árna Johnsen
duglegar í öllu er að þessu lýtur.
M a. eru þær orðnar mjög klókar við
að skera út úr tré, en það er snar
þáttur í leikbrúðugerðinni.
í Norræna húsinu verða sæti fyrir
200 manns á sýningum Norður
kaldan Kjöl, 1 4 styttur verð ég með
úr islenzku birki, en þar sker ég út
eitt og annað úr tilþrifum fólks í
mannlífinu. Á leið í verið, Von og
ótti, Hjálp, Hvað er svo glatt o.s.frv.
heita stytturnar mfnar. Annars eru
strengjabrúðurnar, éða marionett-
urnar eins og þær heita á alþjóða-
máli, gerðar úr tré En það þarf
margra ára þjálfun til að búa þær til
og fá þær til að tjá sig I skólanum
hef ég kennt brúðugerð, en afar
einfalda og fyrir Iftil hlutverk, reynd-
ar aðeins frumatriðin, en næsta
sumar vonast ég til að geta haldið
námskeið i brúðuleikhúsgerð fyrir
fólk úti á landsbyggðinni Fyrsta
brúðusýningin hér á landi var reynd-
ar á Eyrarbakka árið 1914, en þá
sýndi danskur maður þar leikritið
Jeppa á Fjalli. Ekki hef ég þó komizt
að því hvað hann hét."
„Hvernig hefur fólk tekið brúðu-
leikhúsi þínu?"
„Ég hef ekki þurft að kvarta yfir
aðsókn og ég hef rekið þetta án þess
að fá nokkra styrki. Ég tel mikils
virði að fólk reyni að spjara sig án
styrkja, en þetta hefur kostað mikla
vinnu, því maður verður að gera öll
leiktjöld og leiksvið einnig sjálfur í
Framhald á bls. 29.
Stulka vön afgreiðslustörfum óskast i matvöruverzlun. Tilboð sendist Mbl. fyrir 21. þ.m. merkt: „Áreiðanleg 9600" Til sölu Volvo Grand Luxe '72. Góður bill. Lán kemur til greina. Upplýsingar i síma 16992 frá kl. 13.00 — 19.00.
Tökum að okkur smiði á eldhúsinnréttingum, klæðaskápum o.fl. Frésmíðaverkstæði Þorvaldar Björnssonar, Súðarvogi 7, simi 86940, kvöldslmi 71118. Hafnarfjörður Stór 3ja herb. ibúð tií leigu i Hafnarfirði. Upplýsingar i sima 51164.
Óskum eftir landi fyrir sumarhús. Til greina kæmi með húsi. Uppl. i sima 40421. Hálfir nautaskrokkar úrvals nautakjöt í hálfum skrokk- um tilbúið í frystikistuna. 397 kr. kg Kjötmiðstöðin, sími 35020.
Snjóbill Til sölu er snjóbill af Weasel gerð. Uppl. i sima 95-5522 og 95- 5523. Hestar. Til sölu folöld og 2ja vetra foli af góðu kyni. Sími 99-3219.
Miðstöðvarketill 3 ferm, til sölu, ásamt brennara, rafklukku o.fl. Uppplýsingar í síma 1 5503. Smyrnateppin vinsælu komin aftur. Ekta Ryagarh, ready cut. ílöng og rúnn, ótrúlegt úrval. Hof, Þingholtsstræti 1.
Sandgerði Til sölu góð 3ja herb. ibúð, neðri hæð, í steinhúsi við Suðurgötu. Fasteignasala Vilhjálms og Guð- finns Vatnsnesvegi 20, Keflavík, simar 1 263 og 2890. Óska eftir trillubát með dieselvél stærð 2—5 tonn. Upplýsingar i sima 92- 7097.
Nagladekk 4 litið notuð nagladekk til sölu. Stærð F-78-14". Seljast ódýrt. Simi 42934. Gerum tilboð í jarðvegsvinnu svo sem grunna, skurðgröft, lóðir, bílastæði og akstur með efni. Reynið viðskiptin. Upplýsingar i sima 41526 á kvöldin.
Loftblásari til sölu. Ódýrt. Simi 42934. Hálfir grisaskrokkar Nýslátraðir grísaskrokkar, skorið, hakkað og merkt eftir óskum kaup- anda. 488 kr. kg. Kjötmiðstöðin Laugalæk, simi 35020.
Sparifjáreigendur
Tek að mér að ávaxta sparifé á góðan og
öruggan hátt.
Lysthafendur leggi tilboð inn á afgr. Mbl.
merkt: „Hagkvæmt — 7427".
Frúarleikfimi Ný námskeið eru hafin
Morguntímar, dagtímar og kvöldtímar.
Innritun stendur yfir. Upplýsingar í síma 83295, frá kl. 1 3 alla daga,
nema sunnudaga. Júdódeild
Armanns,
Ármúla 32.