Morgunblaðið - 18.10.1974, Side 16

Morgunblaðið - 18.10.1974, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 1974 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjóm og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthias Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn GuSmundsson. Björn Jóhannsson. Árni GarSar Kristinsson. Aðalstræti 6. sími 10 100. Aðalstræti 6, simi 22 4 80. Áskriftargjald 600.00 kr. á mánuSi innanlands. í lausasölu 35,00 kr. eintakiS. Hafnirnar eru líf- æðar sjávarplássa og hornsteinar útgerðar or fiskvinnslu í landinu. Afla- verðmæti, sem þær tóku á móti á árinu 1972, nam rúmum 5 milijörðum króna. Verðmætaaukning þessa sama afla varð í vinnslu meir en 6 milljarð- ar. Útflutringsverðmæti hans uróu um 11.4 milljarðar. Verðmæta- auknihg varð því um 120%. Mikilvægi hafnanna fyrir þjóðarbúið má og marka af því, að árið 1972 nam verðmæti þess varn- ings, sem um hafnirnar fór, að meðtöldum afla, 43 milljörðum króna, eða 64% af vergi þjóðarframleiðsl- unnar, er það ár nam 67 milljörðum króna. Það gefur því auga leið, að öruggur rekstur hafn- anna, nauðsynlegt viðhald þeirra og nýframkvæmdir, eru forsenda og undirstaða bæði útgerðar og fisk- vinnslu, sem þjóðarbúið sækir mestan hluta gjald- eyris- og verðmætasköpun- ar sinnar til. Það er því alvarlegur hættuboði að flestar fiskihafnir landsins hafa undanfarin ár verið reknar með verulegum halla. Tekjur þeirra hafa í mörgum tilfellum hvergi nærri nægt fyrir rekstrar- og vaxtaútgjöldum, hvað þá nauðsynlegu viðhaldi og nýframkvæmdum. Þetta er þeim mun alvarlegra fyrir þá sök, að endurnýjun tog- araflotans kallar á kostnað- arsamar nýframkvæmdir margra hafna, ef þessi nýi fiskveiðifloti á að koma að tilætluðu gagni fyrir sjáv- arplássin á landsbyggð- inni. Samkvæmt heimildum frá Hafnasambandi sveit- arfélaga hefur rekstrar- halli hafna á undanförn- um árum verið verulegur og er vaxandi. Þessi hættu- boði er ekki aðeins var- hugaverður vegna hafn- anna og þeirrar þjónustu, sem þær láta útveginum og strandsiglingum í té, held- ur ekki síður fyrir sveitar- félögin, er undir hallanum þurfa að standa. Þessi hallarekstur hefur í senn veikt mjög fjárhagsstöðu fjölda sveitarfélaga og skert framkvæmdagetu þeirra. Fjárhagsstaða sveitarfélaganna var þó vissulega nógu veik fyrir. Orsök þessa hallarekstr- ar hafnanna er þvíþætt. Tekjustofnar hafnanna hafa hvergi nærri fylgt eft- ir þeirri öru verðbólgu-i skrúfu, sem hækkað hefur rekstrarkostnað þeirra svo að segja frá degi til dags. Helzti tekjustofn þeirra, vörugjöldin, hefur skropp- ið saman við þá byltingu í vöruflutningum, að þeir hafa að mestu flutzt frá skipafélögum yfir á þjóð- vegakerfið. Þessi þróun í vöruflutningum er viðsjár- verð á þrennan hátt: Hafn irnar missa sinn helzta tekjuhð, vegið er að rekstr- argrundvelli strandsigl- inga, sem eiga að þjóna landsbyggðinni og þunga- flutningar á þjóðvegakerf- inu kalla á ört vaxandi við- haldskostnað þess. Rekstur hafna er nú með þeim hætti og þeim afleið- ingum fyrir fjárhagsstöðu sveitarfélaganna, að að- stæðurnar gera endurskoð- un hans óhjákvæmilegan. Tryggja verður höfnunum með einhverjum hætti þá tekjustofna, sem nægja til að mæta eðlilegum rekstr- arkostnaði þeirra og þeim fjórðungi í stofnkostnaði hafnarmannvirkja, sem sveitarfélögum er ætlað að bera lögum samkvæmt. Nauðsynlegt er, að nú þeg- ar verði gerð könnun á rekstri hafnanna, á vegum Hafnasambands sveitarfé- laga og viðkomandi ráðu- neyta, samgönguráðuneyt- is og félagsmálaráðuneytis, með það meginmarkmið í huga, að tryggja öruggan og eðlilegan rekstur þeirra. Úrbætur í þessum efnum þola enga bið. Endurskoðun á gjald- skrám hafna hlýtur að leiða hugann að því, hvort ekki sé rétt að miða vöru- gjöld við verðmæti flutn- ings, en ekki ákveðið HÆTTUBOÐI í REKSTRI HAFNA 0G SVEITARFÉLAGA ■ Baldur Johnsen yfirlæknir: Stutt yfirlit yfir loftmeng- un á Islandi Inngangsorð. ÞAÐ eru ekki mörg ár síðan menn fóru að gera sér grein fyrir hugsanlegri hættu af loftmengun á íslandi. Lengi vel höfðu menn haldið, að hinar tíðu lægðir í kringum Island með stormsveip- um sínum væru fljótar að hreinsa andrúmsloftið og vafalaust mun þetta lengi hafa verið reyndin, en með vaxandi iðnaði hér á Islandi verður ekki fyllilega komizt fram hjá því að taka þetta vandamál sérstökum tökum og gera sér grein fyrir þeirri hættu, sem kunni að stafa af loftmengun. Sem byrjunarframkvæmd í þessum málum má segja, að fyrir 5 árum var farið að setja ný lög og reglugerðir til þess að koma í veg fyrir hugsanlega loftmengun og aðra mengun með vaxandi iðnaði. Helztu lögin, sem sett voru í þessu sambandi, voru lögin um eiturefni og hættuleg efni, nr. 85/1968 og reglugerð samkvæmt þeim, svo og lögin um fiollustu- hætti og heilbrigðiseftirlit, nr. 12/1969, og reglugerðir sam- kvæmt þeim, m.a. heilbrigðis- reglugerð fyrir Island og reglu- gerð um varnir af völdum eitur- efna og hættulegra efna, sem er raunar sett samkvæmt fyrst nefndu lögunum, en Heilbrigðis- eftirliti ríkisins var falin fram- kvæmd á. Hitun fbúða. Það er langt síðan farið var að hita upp íbúðarhús í stærstu borg- um og bæjum þessa lands með heitu vatni úr iðrum jarðar, og hefur þess vegna loftmengun af völdum húsahitunar ekki verið til vandræða á þeim stöðum hin síð- ari ár. Tilfellum andfærasjúk- dóma fækkaði í Reykjavík þegar eftir að hitaveitan tók til starfa. Aftur á móti hefur bifreiðum fjölgað geysilega á stuttum tíma og valda þær að sjálfsögðu tals- verðri loftmengun i borgum og bæjum. Þó hefur ekki komið til þess enn þá, að slík mengun hafi verið talin beinllnis hættuleg fyr- ir heilsu manna. Ég mun nú hér á eftir í stuttu máli gera grein fyrir loftmengun frá nokkrum iðjuverum svo sem lýsis- og síldarverksmiðjum, áburðarverksmiðju, álverk- smiðju, kfsilgúrverksmiðju og sementsverksmiðju, en hvert þessara mála gæti verið sérstakt umræðuefni út af fyrir sig. Bein-, sfldarmjöls- og lýsisverksmiðjur. Síldar- og fiskimjölsverksmiðjur eru í kringum 50 í landinu. Þótt heilsufarslegt tjón af þeim kunni að vera óbeint, er mengunin og óþægindin, sem stafa af þessum verksmiðjum 1 fiskibæjum okkar, gífurlega mikil. 1 fiskibæjum og þorpum var Iengi vel litið svo á, að mengun frá þessum verksmiðj- um bæri vitni mikils afla og þess vegna var henni ekkert illa tekið framan af og meðal almennings kölluð „peningalykt“. £n nú eru menn ekki lengur ánægðir með þetta sjónarmið, þess vegna er lögð áherzla á að koma I veg fyrir mengun og óþægindi frá þessum verksmiðjum og eins og sakir standa er ekki annarra kosta völ heldur en að dreifa lykt og reyk með háum reykháfum eftir því sem mögulegt er, m.a. vegna þeirra þurrkunar- og bræðsluað- ferða, sem hér eru yfirleitt notað- ar, en það er eldþurrkun. Aðeins ein lítil verksmiðja af 50 hefur notað gufuþurrkun og ein slik er I byggingu, en þar er vandinn auð- leystur með einföldu þvottatæki. Sementsverksmiðjan. Sementsverksmiðja, sem hér hefur starfað um árabil, hefur nú fengið hreinsitæki og er því ekki lengur um að ræða mengun eða skemmmdir af hennar völdum, en nokkuð bar á því á tímabili. Áburðarverksmiðjan í Gufunesi. Frá loftáburðarverksmiðjunni stafar mengun, sumpart vegna rauðlitaðs reyks úr reykháfum, en köfnunarefnissambönd þau, sem eru uppistaðan I þessum reyk, kunná að geta haft skað- vænleg áhrif, ef magn þeirra er mikið. Álverið f Straumsvfk. Alverksmiðjan I Straumsvík, sem nú framleiðir I kringum 74 þúsund tonn af áli á ári, var byggð á stað, sem þótti hentugur m.a. vegna hafnarstæðis, hrjóstr- ugs umhverfis, og veðurfræðing- ar litu svo á, að aðalvindátt mundi sjá fyrir því, að mengunarefni verksmiðjunnar (flúorsambönd) rykju út I hafsauga. Þess vegna voru I upphafi ekki sett hreinsi- tæki við þá verksmiðju en nú hin síðari ár hafa verið I hönnun á vegum Jóns Þórðarsonar, upp- finningamanns, sérstök hreinsi- tæki, sem verksmiðjan ætlaði að setja upp. A næstunni mun það mál allt saman verða gert upp og krónugjald á tonn. Enn- fremur kemur til álita, að stofnkostnaður fiskihafna verði að öllu greiddur af ríkinu svo sem dæmi eru um erlendis, enda eru þær sá vettvangur, sem skilar af sér drýgstum hluta verðmætasköp- unar í þjóðarbúinu. Þá virðist æskilegt, að létt verði af sveitarfélög- unum greiðslubyrði vegna gengistryggðra lána til hafnarframkvæmda. Að auki þarf að kanna orsakir þess, að vöruflutningar hafa í svo ríkum mæli flutzt frá skipafélögum, er annast strandsiglingar, yf- ir á þjóðvegakerfið. Það er þjóðhagslega hagkvæmt að laða þessa flutninga á ný til skipafélaganna, ef þess væri nokkur kostur. Þýðing hafnanna í þjóð- arbúskap íslendinga er óumdeilanleg. Rekstrar- staða þeirra í dag er það veik, að hún er alvarlegur hættuboði, ekki aðeins fyr- ir þá nauðsynlegu þjón- ustu, er þær láta útgerð og fiskvinnslu í té, heldur jafnframt og ekki síður fyrir þau sveitarfélög, er ábyrgð bera á rekstri þeirra. Þessi mál verður því að skoða ofan í kjölinn af ábyrgð og framsýni og haga málum á þann hátt að tryggður verði traustur rekstrargrundvöllur. Á J)ví veltur framhald þess þjón- ustuhlutverks sem þær gegna í þágu sjósam- gangna, útgerðar og fisk- vinnslu ílandinu. tekin ákvörðun um, hvort þessi tæki Jóns teljist nothæf eða hvort kaupa verði tæki frá útlendum aðilum. Talsverð mengun af flúorsam- böndum er I umhverfi verksmiðj- unnar, sem hefur haft áhrif á gróður að meira eða minna leyti, þess vegna er fullur áhugi hjá þeim aðilum, sem um þessi mál fjalla, fyrir því að koma upp hreinsitækjum. Kfsiliðjan við Mývatn. Fyrir nokkrum árum (1968) var byggð kísilgúrverksmiðja við Mývatn, en þar voru teknar upp alveg nýjar aðferðir við vinnslu á kísilgúr, þ.e.a.s. með því að dæla kísilleðju úr botni vatnsins og þurrka með jarðgufum, sem eru brennisteinsríkar og nóg er af I jarðlögum þarna I kring. Það má segja, að þessum aðferð- um fylgi tvennskonar hætta, annars vegar I sambandi við kísil- rykið, SiOz, og hins vegar I sam- bandi við brennisteinsgufurnar, sérstaklega brennisteinsvetni (H2S), en það virðist ekki mega fara yfir 10 parta I milljón, ef verkamenn eiga að vera alveg öruggir fyrir óþægindum, sem einkum hafa komið fram 1 augun- um og jafnvel vaidið stundar- blindu, en um varanlegt heilsu- tjón af slíku hefur ekki verið að ræða. Kísilrykið hefur verið rannsak- að og er kornastærðin frá 2—20 míkrón, og er það ekki eins hættu- legt Iungunum eins og sllkt kísil- gúr, sem unnið er þurrt úr nám- um, en þar virðist kornastærðin I heild sinni vera minni og því enn þá hættulegri lungunum, en samt þarf hér allrar aðgæzlu við. Allt frá því að verksmiðjan tók til starfa, árið 1968, hafa læknar I Breiðumýrarhéraði og á Húsavík, svo og öryggismálastjóri og nú hin síðari ár Heilbrigðiseftirlit ríkisins unnið að því I samráði við verksmiðjustjórn og verkfræð- inga verksmiðjunnar að gera ýms- Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.