Morgunblaðið - 18.10.1974, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. OKT0BER 1974
18
— Nixon
Framhald af bls. 1
fram sex aðrar kröfur sama efnis.
Lögfræðingarnir segjast hafa
ástæðu til að ætla, að Hvíta húsið
hyggist verða við þessum kröfum,
en slíkt myndi virða rétt Nixons
að vettugi.
6. september s.l. undirrituðu
Nixon og annar ofannefndra
embættismanna ríkisstjórnar-
innar samning þar sem kveðið er
á um, að öll gögn frá stjórnartíð
hans skuli geymd í Kaliforníu, og
fái Nixon einn lykil að geymsl-
unni en ríkisstjórnin annan.
— Viðeyjarstofa
Framhald af bls. 32
var. Þar var upphaflega timbur-
gólf og verður það nú fært í sama
horf, og kvað Þór Þjóðminjasafn-
ið þegar eiga timbur í þá gólflögn.
Einnig verður þak kirkjunnar
klætt með sama hætti og þak Við-
eyjarstofu, en Þór kvað hana ekki
eins illa farna heldur þyrfti aðal-
lega að snyrta hana að innan.
— Náðunin
Framhald af bls. 1
náðun?“ svaraði Ford án þess að
hika: „Þaðgeri ég.“
Ford fór fyrir nefndina af fús-
um vilja og formaður hennar,
demókratinn William Hungate
frá Missouri, kvað vitnisburð
hans staðfestingu á því loforði
hans að vera hreinskilinn og opin-
skár við þjóðina.
Hann sagði, að þetta væri í
fyrsta skipti, sem starfandi for-
seti kæmi fyrir eina af nefndum
þingsins svo vitað væri með
öruggri vissu en óstaðfestar heim-
ildir hermdu, að Abraham
Lincoln hefði komið fyrir eina af
— Stutt yfirlit
Framhald af bls. 16
ar ráðstafanir, þar á meðal
læknisskoðanir, bættan öryggisút-
búnað og loftræstiútbúnað til
þess að draga úr þeim hættum,
sem kynnu að vera samfara fyrr-
nefndri mengun. Öll þessi við-
leitni hefur borið þann árangur,
að augnsjúkdóma hefur ekki orð-
ið vart í 3 ár, og þvi síður kísil-
veiki.
Mengun
frá meginlandinu.
Áður var minnzt á það, að
mengun í götum í borgum og bæj-
um á islandi væri ekki mjög mik-
il, alla jafna, en þó getur reyk- og
rykmengunin komizt talsvert hátt
(í 62,1 míg/ms), samkvæmt rann-
sóknum undirritaðs, þegar suð-
austlægir vindar blása frá megin-
landi Evrópu en það sést þá hér
yfir suðvestanverðu landinu og
víðar sams konar mistur og þekkt
er í stórum iðnaðarhéruðum
Englands og Þýzkalands.
Þegar vindurinn blæs úr vestri
eða suðvestri, er reyk- eða ryk-
mengunin í götum t.d. Reykjavík-
ur ekki nema brot af því, sem
getur orðið, þegar sérstaklega
stendur á í suðaustan vindum.
Það er einmitt suðvestlæga áttin,
sem á mestan þátt 1 að hreinsa
nefndum fulltrúadeildarinnar í
þrælastríðinu.
George Washington kom fyrir
fyrsta þjóðþing Bandaríkjanna
1789, heimsótti skrifstofur
öldungadeildarmanna og ræddi
fyrirkomulag samninga við Indí-
ána.
Að sögn Fords ræddi hann
náðunina við Alexander Haig
hershöfðingja 1. ágúst og James
St. Clair, lögfræðing Nixons, 2.
ágúst.
Ford kvaðst hafa rætt náðunina
við Haig einungis vegna þess, að
hann hefði sagt sér frá ýmsum
valkostum, sem um væri rætt í
Hvíta húsinu og beðið sig um til-
lögnr. „Ég hafði engar," sagði
Ford.
Hann kvað ótímabært að ræða
Watergate-réttarhöldin þegar
hann var spurður hvort sakborn-
ingarnir í þeim yrðu náðaðir.
— Air Viking
Framhald af bls. 2
áætlunarflug SAS til Bandaríkj-
anna eins og nærri má geta.
Samkvæmt upplýsingum lög-
fræðilegs ráðunauts Air Viking í
Washington, en hann var um 20
ára skeið aðallögfræðingur félags
bandarísku flugfélaganna, er
þessi umrædda skrásetning til
leiguflugs algjörlega sérstætt mál
og einstaklingsbundið og getur á
engan hátt haft nein áhrif á önn-
ur atriði varðandi flug og flug-
samninga milli landanna.
Hins vegar getur þetta mál og
hin umbeðna skrásetning haft
talsverða þýðingu fyrir íslenzka
flugstarfsemi Air Viking og t.d.
varð félagið nýlega að afþakka
beiðni um 6 leiguflug milli Sviss
og Los Angeles á vesturströnd
Bandarfkjanna, sem gefið hefðu
60 millj. kr. í gjaldeyri ef umbeð-
in skrásetning hefði verið fyrir
hendi.“
bæi og borgir við Faxaflóa og
víðar hér á landi.
Athuganir veður-
stofu á mengun
úrkomu (súrnun).
í samvinnu við evrópska og þá
sérstaklega skandinavíska rann-
sóknaraðila hafa verið gerðar
rannsóknir á ýmiss konar meng-
un, hér í nágrenni Reykjavíkur
á veðurathugunarstöðinni á
Rjúpnahæð og öðrum stað inni í
landinu, Vegatungu. Þar mældist
brennisteinssýra í regni og snjó í
kringum 6,7 míg miðað við SÖ4 í
rúmmetra (m3). Sýrugráðan
mældist pH 5,6. I sýnum úr
andrúmslofti, sem tekin voru á
sömu stöðum, reyndist brenni-
steinssýrlingur (SÖ2) ekki meira
en 8,96 míg að meðaltali í rúm-
metra 1973.
Aska og eimyrja
frá eldgosum.
Eldgosin á íslandi hafa þó vald-
ið langmestri mengun og eyðilagt
beitilönd og tún vegna mjög flúor-
rfkrar ösku og gastegunda, þann-
ig að sauðfé og annar búpeningur
hefur ekki þrifizt og soltið f hel og
í gamla daga fylgdu mennirnir
síðan með í hungurdauðann. 1 sfð-
asta eldgosinu, á Heimaey í Vest-
— Fiskur í soðið
Framhald af bls. 32
miðað við verð það, sem auglýst
var í janúar.
Tvenns konar verð á innlendum
neyzlufiski er f gildi, annað fyrir
Reykjavík og nágrenni en hitt
fyrir aðra staði landsins. Á
Reykjavfkursvæðinu hækkar
hausuð ýsa úr 68 krónum í 85
krónur, ný ýsuflök úr 118 krónum
f 150 krónur og nætursöltuð flök
úr 123 krónum f 156 krónur.
Annarsstaðar á landinu kostar
hausuð ýsa 80 krónur, ný flök 140
krónur og nætursöltuð flök 146
krónur. Sama verð er á þorski og
ýsunni, eins og áður getur.
Einnig hefur verið heimiluð
hækkun á niðursoðnum fiski,
fiskibollum og búðingi. Sam-
kvæmt því hækkar heildós af
fiskibollum úr 131 í 141 eða um
7,6% og hálfdósin úr 89 krónum f
94 krónur eða um 5,6 %. Fisk-
búðingurinn hækkar úr 180 í 195
krónur heildósin eða uin 8,3% og
hálfdósin úr 109 krónum í 118
krónur, sem einnig þýðir 8,3%
hækkun.
Loks er að geta þess, að verð-
lagsnefnd hefur heimilað
hækkun á gjaldskrá vinnuvéla og
nemur hækkunin 15%.
— Hagstætt
Framhald af bls. 32
fyrir þessi viðskipti f sama mæli
og áður.“
Morgunblaðið spurði Indriða
hvort hann teldi unnt að fá allt
það magn, sem íslendingar
þörfnuðust, frá Norðmönnum og
taldi hann engan vafa á þvf. Hins
vegar hefði enn ekki reynt á það,
þar sem þetta væri frumvir.na,
sem hann hefði verið að gera með
fyrrgreindri gagnaöflun. Enn
væri ekki farið að ræða við Norð-
menn um þetta mál en hins vegar
skipti það hér höfuðmáli hvort
hægt væri að fá hverja tunnu af
olíu einum dollara dýrari eða
ódýrari.
— Kjarvalsstaðir
Framhald af bls. 32
hann hefði upphaflega sótt um
sýningaraðstöðu á Kjarvalsstöðum
er hann var úti í Danmörku í
hitteðfyrra, en sfðan dregið þá
umsókn til baka, þar eð hann taldi
sig ekki fyllilega undir sýningu
þá búinn. Hins vegar hefði hann í
vor endurnýjað umsóknina í Kjar-
valsstaðanefnd, þar sem honum
hefði verið hafnað.
„Mér finnst þessi ákvörðun
hálfskrýtin," sagði Jón, „ogvil því
láta reyna frekar á þetta með því
að áfrýja til borgarráðs. Mér
finnst, að þessi salur á Kjarvals-
mannaeyjum, var flúormagnið f
grasi f 50 km fjarlægð frá gos-
stöðvunum í kringum 132 mg í kg
af þurru heyi, en svo er litið á, að
sauðfé þoli a.m.k. ekki til lengdar,
meira en 30 mg af flúor í kg af
fóðri.
í eldgosum koma einnig upp
aðrar gastegundir, sérstaklega
eftir að askan og hraunið hafa
hreinsazt í regni, en það er kol-
sýra (CO2), sem hefur komizt upp
í 93% og kolsýrlingur (CO), sem
hefur mælzt 0,8%.
Þessar gastegundir eru það
þungar að þær leggjast fyrir í
kjöllurum og dældum úti á ber-
svæði og þess vegna hafa stund-
um drepizt kindur og annar bú-
peningur, sem legið hefur í slík-
um dældum, og í Vestmannaeyja-
gosinu dó einn maður á þennan
hátt í kjallaraíbúð vegna gaseitr-
unar, þrátt fyrir mjög mikið og
náið eftirlit og pössun, sem þar
var þó viðhöfð.
Atvinnusjúkdómur
bænda er heymæði.
Ekki má gleyma þeirri ryk-
mengun, sem ef til vill veldur
mestu tjóni hér á landi, þegar til
lengdar lætur, en það er hey-
ryk, þ.e.a.s. heyagnir, bland-
aðar myglusveppum, sem
bændur hafa orðið að þola
í starfi sfnu, einkum eftir
stöðum eigi að vera handa öllum
en ekki eigi að fara eftir því hvort
málarinn er frægur eða ekki;
nefndin veit aldrei hvenær ein-
hver málari verður frægur. Ég
fullyrði líka, að ég er ekki verri
málari en ýmsir þeirra, sem þarna
hafa sýnt fram til þessa. Ég er
búinn að fást við málaralistina
meira eða minna undanfarin 20
árin og eiginlega alveg helgað mig
henni síðustu þrjú árin. Eg hef
haldið sjálfstæða sýningu f Dan-
mörku, tvær sýningar hér heima
og á núna myndir á stórri samsýn-
ingu, sem fer um gervalla Dan-
mörku."
Jón sagði ennfremur, að hann
hefði talið, að Kjárvalsstaðir ættu
að leysa listamannaskálann gamla
af hólmi og verða vettvangur
myndlistar á sem breiðustum
grundvelli. Benti hann á, að ís-
lenzkir myndlistarmenn hefðu
ekki ýkja marga valkosti hvað
sýningarhúsnæði áhrærði. Helzt
væri það kjallari Norræna
hússins, sem væri þó mjög ásetinn
og þar með mætti það heita upp-
talið. Að vísu væru til fáeinir
litlir sýningarsalir en það væru
hálfgerðar „kompur" þar sem
myndirnar nytu sín yfirleitt
endan veginn.
— Minning
Sigríður
Framhald af bls. 23
börn hennar, systkinin f Litlu-
Brekku, þau Sigríði, Addbjörgu,
Guðnýju, Guðrúnu, Jón, Maris og
Eðvarð Sigurðsson alþingismann.
Þótti Sigríði mjög vænt um hve
þau voru henni góð frændsystk-
ini.
Það hafa margir dvalið í Lind-
arbæ og bæjunum í Vetleifsholts-
hverfi þau rúm 70 ár, sem Sigrfð-
ur dvaldist þar. Nú að leiðarlok-
um minnast þeir, sem eru enn á
lífi hennar með virðingu vinsemd
og söknuði. En enginn þó meir en
heimilisfólkið í Lindarbæ, bræð-
urnir Ólafur og Þórður og Svana.
Ekki síður munu sakna hennar
Ólafía Sumarliðadóttir og heimili
hennar, sem sýndi Sigríði sér-
staka umhyggju og vinsemd á efri
árum hennar.
Þegar Sigriður kom að Lindar-
bæ vaf ég ekki fæddur. Ég man
því ekki eftir heimili foreldra
minna án hennar. Þegar ég man
fyrst eftir mér var hún þegar orð-
inn skapandi þáttur í heimilinu.
Hún hefir þvf vafalaust skilið eft-
ir sína drætti í uppeldi mínu. Hún
vissi að öll verk eru góð, sé þeim
vel skilað. Það er gott að læra af
slíku fólki.
Að síðustu þakka ég Sigríði allt,
sem hún gerði fyrir foreldra
mína, allt sem hún gerði fyrir
okkur systkinin og börn okkar,
allt sem hún gerði fyrir Lindar-
bæjarheimilið. Blessuð sé minn-
inghennar.
Ragnar Ólafsson.
slæm þurrkasumur, en hey-
skaparaðferðir nútímans koma nú
að nokkru leyti í veg fyrir slík
vandræði, einkum eftir að farið
var að vélbinda hey, þó að þau séu
að sjálfsögðu ekki úr sögunni, en
fyrir nokkrum árum gerði Ólafur
Björnsson heitinn, þá héraðs-
læknir á Hellu, nokkrar rann-
sóknir á þessu í samvinnu við
útlenda vísindamenn og var þá
litið svo á, að 1' kringum 20 af
hundraði bænda á íslandi væru
að meira eða minna leyti sjúkir af
völdum þessa heyryks, en sjúk-
dómurinn er kallaður heymæði.
Og þótt oftast sé sjúkdómurinn á
fremur lágu stigi, þá munu ekki
svo fáir bændur verða öryrkjar
löngu fyrir aldur fram af hans
völdum.
Nú munu standa yfir sérstakar
rannsóknir á þessum sjúkdómi á
vegum lungnasérfræðinga hér á
landi.
Heilsutjón
af tóbaksreykingum.
Þrátt fyrir allt, sem hér á undan
hefur verið talið, þá er þó sá skað-
valdurinn, sem mest kveður að
hér á landi eins og annarsstaðar
tóbaksreykingar. Það verður ekki
hér talið í tölum, hversu margir
sýkjast af langvinnum lungna-
kvillum af völdum tókbaks, eink-
um sígarettureykinga, en þar er
Fulltrúastaða
Stórt fyrirtæki á Austfjörðum vill ráða
fulltrúa á skrifstofu. Þarf að geta unnið
sjálfstætt.
Upplýsingar gefur Gunnar Felixsson í
símum 26466 og 86614.
Móðir mfn,
ANNA ÁRNADÓTTIR,
Sólvangi. Hafnarfirði,
lézt mánudaginn 7. okt sl.
Útför bennar fer fram frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði, föstudaginn 18
okt kl. 2 e.h Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á líknarstofnan-
ir.
Helga M. Wilson.
— Minning
Helgi
Framhald af bls. 23
sem hann bar hvað mest fyrir
brjósti í yfir 50 ár, Oddfellowregl-
unni. Tel ég mig hafa auðgast þá
með því að hafa eignast hann sem
félaga. Hann kann að hafa haft
aðra skoðun og er eigi lengur til
frásagnar þar um, en ávallt fór
vel á milli okkar, allt frá fyrstu
kynnum. I Oddfellowreglunni
hafði hann þá átt mikilvægum
hlutverkum að gegna og enn síðar
varð hann einn af sterkustu
starfskröftum og ein af aðal stoð-
um þessarar reglu hér á landi.
Helgi Hermann var greindur
vel og athugull í öllu þvi, er snerti
félagsstarfsemina, enda þaul-
kunnugur flestum málefnum
Oddfellowreglunnar og var tíðum
uppbyggilegt að fræðast af hon-
um, enda oft hægt að „slá upp í
honum" eins og i bók. En brygð-
ust svör, var hann fljótur að
kanna mál, þau er f yrir hann voru
lögð, gefa síðan góðar ábendingar
og holl ráð.
Þrátt fyrir háan aldur og förl-
andi heilsu, rækti hann skyldur
sínar gagnvart félagsstarfsemi
vorri, svo lengi sem hann stóð upp
og hann með nokkru móti gat.
Hann var gjörvulegur að vallar-
sýn og honum veitt athygli, hvar
sem hann fór. Ræðumaður var
hann góður og brá oft fyrir fyndni
í erindum hans og svörum, en
alvörumaður var hann á alvöru-
stund og mikilsvirtur af félögum
sínum.
Nú þegar kvöld er komið í lífi
vinar vors og félaga, verður
huganum reikað til baka og
margra samverustunda minnst.
Líf vort er eigi ávallt blómum
stráð, heldur skiptast oft á skin og
skúrir. Þannig er mér næst að
halda, að þótt vegir Helga
Hermanns hafi oft verið blómum
stráðir, þá hafi honum svo sem
öðrum verið skuggasund óum-
flýjanleg.
Fyrir störf hans innan
Oddfellowreglunnar, þar sem
honum var sýnd margskonar virð-
ing, auk þess að hann var kjörinn
heiðursfélagi, og sakir mannkosta
og athafnasemi hans flyt ég hon-
um á kveðjustund þakkir mínar
og allra félaga reglunnar, þess
fullkomlega meðvitandi, að það,
sem hann hefir starfað henni,
gjörði hann af einhug, áhuga og
velvilja, ekki aðeins reglunni
heldur og þjóðfélaginu til heilla
Vandamönnum hans og ástvin-
um öllum flyt ég kveðjur og hlut-
tekningu við fráfall hans. Nafn
Helga Hermanns Eiríkssonar er
djúpt rist I sögu Oddfellowregl-
unnar á Islandi og verður þar eigi
afmáð.
Megi friður vera með sálu hans
og friðhelg vera minning hans.
Sveinn Björnsson.
bæði um að ræða svo hættulegan
sjúkdóm sem krabbamein I lung-
um, langvinna berkjubólgu
(bronchitis) og ýmsa aðra kvilla,
bæði í lungum og öðrum hlutum
líkamans, sem af tóbaksreyking-
um stafa.
Eftirmáli.
Af öllu þessu, sem hér að fram-
an hefur verið sagt, má vera ljóst,
að íslendingar hafa að ýmsu leyti
sín eigin ryk- og loftmengunar-
vandamál við að stríða og I sam-
bandi við iðju og iðnað eins og
dæmin sanna um kísiliðjuna, þar
sem lítið er hægt að styðjast við
erlendar rannsóknarniðurstöður
og menn verða smám saman með
fullri varfærni að prófa sig áfram,
og er ekki hægt annað að segja en
að tekizt hafi með miklum ágæt-
um að forðast slys og varanlegt
heilsutjón með þeim varúðarráð-
stöfunum, sem smám saman hafa
verið teknar upp og þróaðar
meira og minna hér á landi.
Heymæðin er að vísu ekki sér-
fyrirbrigði á Islandi, ekki ósvip-
aður bændasjúkdómur þekkist á
Bretlandseyjum og Irlandi, eink-
um á vesturströnd Skotlands og
Englands, þar sem menn búa við
mjög misjafna og votviðrasama
veðráttu og þess vegna hey, sem
vilja mygla og valda miklu ryki
eins og hér.