Morgunblaðið - 18.10.1974, Side 28

Morgunblaðið - 18.10.1974, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. OKTÖBER 1974 Sagnarandinn „Hvaða skelfing er þér annt um þessa pokaskömm!“ sagði Gvendur. „Þú heldur þó ekki, að hann hlaupi á fjöll, þótt þú farir ekki með hann alla leið inn í baðstofu?" „Ónei, ekki held ég nú það“, sagði Daði. „En það væri mér alveg óbætanlegur skaði, ef ég missti pokann““ „Ha, þú ert þó ekki með gull í pokanum?" spurði Gvendur og tók nú að gjörast forvitinn. En Daði hristi höfuðið. Gvendur renndi augunum til belgsins og skein út úr honum forvitnin. „Það hlýtur þó að vera eitthvað merkilegt, sem þú ert með í pokanum", sagði hann. „Já, satt er það“, svaraði Daði. „En ég segi það engum. Það er leyndarmál". „Ha, er leyndarmál í pokanum?“ Gvendur gapti af undrun. En svo gat hann ómögulega setið á sér lengur. „Þér er alveg óhætt að segja mér, hvað það er, ég skal engum segja það“. „Hvaða dæmalaus forvitni er þetta!“ sagði Daði og setti upp leyndardómsfullan svip. „Ég trúi þér nú reyndar manna bezt fyrir leyndarmálum, Gvendur minn, því að þú ert þagmælskur, eins og allir vitrir menn eru“, bætti hann svo við. „Já, já, það er ég“, sagði Gvendur uppveðraður yfir þessu lofi. „Og segðu mér þá, hvað er í pokan- um“. Daði leit flóttalega í kringum sig og hlustaði, eins eftir OSKAR KJARTANSSON og hann væri smeykur um, að einhver heyrði til þeirra: „Ertu viss um, að allir séu í svefni?" spurði hann. „Já, já, heyrirðu ekki hroturnar?“ svaraði Gvend- ur óþolinmoður, því að hann ætlaði alveg að rifna af forvitni. „Jæja, þá“, sagði Daði og dró niður í sér röddina, þangað til hún varð að lágu hvísli: „I pokanum er sagnarandi!“ „Sagnarandi?“ át Gvendur upp eftir honum. Það er víst óhætt að fullyrða það, að hann hefir aldrei orðið jafn yfir sig hissa á æfi sinni, og augun ætluðu beinlínis út úr honum af undrun. „Þei, þei, hafðu ekki svona hátt“, hvíslaði Daði. „Ég náði í hann á Jónsmessunótt. Ég lá úti á krossgötum með opinn munninn. Loksins kom and- inn og vildi fara ofan í mig, en ég var þá ekki seinn að smella líknarbelgi yfir munninn, og þannig náði ég andanum. En blessaður segðu það nú engum!“ „Nei, ég skal þegja eins og fiskur", svaraði Gvend- ur „ — en segu mér nú, hvað þú ætlar að gera við andann“. „Ég get selt hann fyrir mikið fé“, svaraði Daði. „Því að sá, sem á hann, getur látið hann segja sér alla mögulega og ómögulega hluti, í jörðu og á, því að þessir andar vita allt“. „Hvaða dæmalaus býsn!“ hrópaði Gvendur upp DRATTHAGI BLYANTURINN , , , , eftir ANNA FRA STORUBORG — SAGA FRA SEXTÁNDU OLD mundi þó að líkindum verða, þar til hann kæmi næst, því að nú fóru björtu næturnar í hönd. Það var komið að vori. Bömin sváfu nú inni í bænum hjá fólkinu, nema þau yngstu. Þau sváfu enn þá í loftinu hjá móður sinni. Elztu börnin, sem voru orðin stálpuð og viti borin, höfðu fengið að koma i loftið til pabba síns á daginn og vera þar hon- um til skemmtunar. Hjalti hafði leikið sér við þau, eins og hann væri sjálfur orðinn barn að nýju. Hann hafði sama sem ekkert við þau talað, verið í leiknum líkastur mállaus- um manni, sem logaði af gleði og fjöri og var síhlæjandi, en mundi sjaldnast eftir að segja neitt. En stundum hafði Anna neyðzt til að hasta á gleðina og ærslaganginn, því að þá gekk svo úr hófi, að hávaðinn hlaut að heyrast um allan bæinn. Kvöldið fyrir þessa nótt hafði Hjalti kvatt eldri börnin, faðmað þau að sér og grátið yfir skilnaðinum. Rétt eftir mið- nætti varð hann að leggja á stað, ef hann ætti að hafa myrk- ur heim í helli sinn. Hjalti var alklæddur og að mestu leyti búinn til brott- ferðar. Hann sat á rúmi önnu og hallaði sér upp að höfða- laginu, með hönd undir kinn. Rúmtjöldin voru alveg dregin frá, og féll birtan framan i hann frá kertisljósi, sem stóð á borðinu. Anna var að leggja frá sér yngsta barnið, sem hún hafði svæft við bert brjóstið. Hún lagði það í vöggu, sem stóð skammt frá rúminu, og breiddi ofan á það. Svo sveipaði hún kyrtlinum að brjósti sér, en festi hann ekki, dró kistil að rúminu og settist hjá Hjalta. Á andliti hennar sáust nokkur merki þess, að hún var farin að verða roskin, þótt ekki væri það enn til lýta. — Hrukkurnar voru grunnar, þó að víða vottaði fyrir þeim, og hvítar hærur sáust með aðgæzlu innan um dökkt hárið. And- litið var bjart á hörund, enn þá feitlagið, en allur blómi æsk- unnar horfinn af því. Hálsinn og brjóstið var hvort tveggja hvitt eins og mjöll, og sáust bláar æðamar liðast og greinast undir húðinni, þar til þær hurfu í hvítuna. Svipurinn bar vott um þreytu af langvinnum áhyggjum og kvíða og var orðinn talsvert veiklulegri en hann hafði verið. Þessi mikla tápkona var orðin talsvert beygð af raunum sinum, þótt enn vantaði mikið, mikið á, að hún væri algerðri uppgjöf nærri. Skapið og kjarkurinn var ekki nema skuggi af því, sem það hafði áður verið, og hin tryllda mótþróalöngun heyrði mestöll fortíðinni til. Það var sem allur hugur hennar stefndi að því að sættast á mál sín, sættast, jafnvel þó að hún þyrfti að vinna eitthvað talsvert til sættanna, sættast, til þess að fá frið og rósemi og mega njóta lífsins í gleði og gengi það, sem eftir var ævinnar, með Hjalta og börnum sinum, — því að án Hjalta var enga sætt að nefna. Þau þögðu bæði. Anna strauk hárið blíðlega frá enninu á Hjalta og leit í augu honum, — þessi augu, sem orðið höfðu örlagastjömur þeirra beggja, þessi augu, sem kveikt höfðu í henni óslökkvandi bál í fyrsta sinn, er hún sá þau, og ætíð síðan glæddu sama eldinn. Aldrei þreyttist hún á að horfa ffte&TOOfgunlMiffinu Kvöldstund læknanem- ans og unnustunnar. Fiðlukennarinn gafst alveg upp. Þar sem hver bjargar sér sjálfur. Varstu svona blekaður í hin skiptin öll? Hún var enn með það sama og í síðasta sauma- klúbb.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.