Morgunblaðið - 18.10.1974, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. OKTÖBER 1974
J
s
Evelyn
Anthony:
LAUNMORÐINGINN
Jöhanna v
Kristjönsdöttir
þýddi ,
25
heim og bauð konu sinni og börn-
um þeirra þremur í ökuferð. Kon-
an hans var Ijómandi falleg og
synir þeirra tveir og dóttir voru
pattaraleg og vel útlítandi, en
yngsti drengurinn var síorgandi,
vegna þess að foreldrar hans voru
á góðri leiö með að spilla honum
með eftirlæti. Þau létu fara vel
um sig í nýja bílnum og kveiktu á
útvarpstækinu. Hljómurinn var
ágætur, veðrið var gott og fallegt
og Fuad ók rólega með fjölskyldu
sinni upp í hæðirnar handan
borgarinnar, þar sem útsýnið yfir
sjóinn var stórfenglegt. Sólin
skein í heiði og það var heitt inni f
bílnum. Fuad raulaði fyrir munni
sér og bíllinn flaug áfram eins og
fugl. Hann ákvað að fara
fáfarnari vegi til að reyna hversu
hratt mætti komast. Hraðamælir-
inn sýndi áttatíu, þegar sprengjan
sem var tengd við vélina fór í
gang...
Tiu mílur frá flugvellinum
sprungu Fuad Hamilton og fjöl-
skylda hans í loft upp. Leifarnar
af bílnum og líkunum dreifðust
um stórt svæði.
Druet hafði staðið við orð sfn.
Nú var aðeins Souha eftir sem
þurfti að þagga niður í.
Gaman að sjá þig aftur, Liz, —
þú lítur vel út. Peter Mathews
brosti til hennar yfir borðið.
Hann hafði haft samband við
hana, eins og Leary hafði óskað
eftir. Það hafði verið hægara sagt
en gert að tala hana til, hún hafði
verið mjög kuldaleg og fjarræn.
En Mathews lét það ekki á sig fá.
Honum hafði verið falið málið og
hann ætlaði sér ekki að gefast
upp við svo búið. Nei, hún vildi
ekki borða hádegisverð með hon-
um. Og ekki fara með honum út
að kvöldi. Né heldur bjóða honum
heim upp á drykk. Það hafði
hvarflað sterklega að Peter, að
hún væri ekki ein í fbúðinni, með-
an þau voru að tala saman. Nýr
vinur? Það gat ekki verið Eddi
King, hann var í Frankfurt. Þeir
höfðu gengið úr skugga um það.
Af endingu féllst hún á að hitta
hann og fá sér drykk með honum.
Hann hafði ekki sagt ósatt um að
hún liti vel'út. Þau horfðust í
augu og hann tók eftir því að hún
var í senn ákaflega fjarlæg gagn-
vart honum, en I augum hennar
var blik, sem hann gat ekki ráðið
að svo stöddu.
— Þú virðist ágætlega á þig
kominn, sagði hún. t
Keller hafði haldið að símhring-
ingin væri til hans. Aðeins fegin-
leikinn yfir því að svo hafði ekki
verið, hafði fengið hana til að
taka boði Peter Mathews. Og
einnig óttinn við að hann kæmi ef
til vill arkandi til íbúðar hennar,
ef hún færðist undan. Hann hafði
ekkert breytzt. Þau höfðu ekki
hitzt oft, síðan samband þeirra
slitnaði. Nú gat hún horft á hann
eins og ókunnugan mann og hún
skildi ekki hvernig á því gat stað-
ið að hann hafði verið elskhugi
hennar f Iangan tíma fyrir nokkr-
um árum.
— Hvers vegna þessa endur-
fundi? spurði hún.
— Því ekki það? Ég hélt
kannski að þetta yrði síðasta tæki
færið. Mig hefur oft langað að
hringja í þig, Liz, en einhvern
veginn hef ég ekki haft uppburði
í mér. Ertu ennþá dálítið reið út í
mig?
— Eg var það lengi, viður-
kenndi hún. — En ekki lengur.
Var það þetta, sem þig langaði að
heyra mig segja?
— Að sumu leyti. Að sumu
leyti að þú værir ekki reið og
einnig að þú myndir ekki segja
nei, ef ég hringdi til þin öðru
hverju og byði þér út. En það var
hægara ort en gert að fá þig til að
koma og hitta mig í kvöld.
— Þú hlýtur að vera i ein-
hverju kvennahraki, þessa stund-
ina, sagði hún ögn stríðnislega. —
En hér er ég nú. Var engin af
vinkonum þínum laus og liðug í
kvöld?
— Ég reyndi ekkert við þær,
sagði Mathews. — Það varst bara
þú, vina mín, sem ég þráði. Hann
lagði hönd á hjarta sér og þau
hljógu bæði.
— Æ, þú ert enn sami galgop-
inn, sagði hún. — Og ekki giftur?
— Nei. Nei, nei. nei. Fyrst ég
vildi ekki giftast þér, Liz, hvaða
stúlka önnur gæti þá unnið hug
minn og hjarta? En hvað um þig?
Og hvað um þetta sem ég heyri
um þig. Og þennan Eddi King?
— Hvað segirðu. Leikaraskap-
ur var ekki hennar sterka hlið.
Svipurinn á andliti hennar gaf
honum í rauninni svör við öllu,
sem hann þurfti að vita. — Eddi
King, hélt hún reiðilega áfram. —
Hann er vinur frænda míns.
Aldrei hef ég heyrt aðra eins
dellu. Hún lagði glasið svo harka-
lega frá sér, að lögg skvettist upp
úr því.
— Þú ert sæt, þegar þú reiðist,
sagði Mathews. — En hvað er
svona hlægilegt við það? Hann er
maður á bezta aldri og þú ert nú
ekki táningur lengur. Og hann er
múraður og þekkir marga sem
akkur er i að þekkja. Og mundu
hvernig hann Onassis fór að. Auk
þess geturðu varla búizt við öðru
en menn stingi saman nefjum,
þegar fréttist að þú ferð til út-
landa með honum.
— Hvað meinarðu? sagði hún
og velti ákaft fyrir sér hvernig
honum hafði borizt til eyrna
fréttir um ferðina til Beirut.
— Það var í dálki Suzy
Knickenbocker, sagði Peter sann-
leikanum samkvæmt. — Sáust á
gangi i rómantískum hliðargötum
Líbanons — þú veizt, þannig
kjaftæði.
— Þar hitturðu naglann á
höfuðið, sagði Elisabeth. — Hann
fór þangað íerindumfrændamíns.
Ég hafði aldrei komið til Líbanon,
svo að hann stakk upp á að ég
slægist í för með honum.
— Nú, ef það er ekki King, þá
hættu að æsa þig og segðu mér
hver hefur tendrað þessar stjörn-
ur í augunum á þér? Þú varst
aldrei svona ljómandi með mér.
— Nei, sagði Elisabeth sein-
lega. — Sennilega ekki.
Hún sá Keller fyrir sér, þegar
hún Ieit á Peter Mathews og þetta
tal um King og hana, þegar hún
hafði engan annan í huganum en
Keller, varð til að vekja með
henni ónota kennd. Skrítið að
þetta skyldi sjást. Stjörnur í
augunum á henni, hafði hann sagt
og hún lét sér á sama standa þótt
hann skynjaði þetta. Hún var
hamingjusöm, fullnægð og ást-
fangin. Hún var ástfangin af
VEL\/AKAI\iDI
Velvakandi svarar i sima 10-100
kl. 1 0.30 — 1 1.30, frá mánudegi
til föstudags
% Enn um sauðfé
á þjóðvegum
Nokkrar umræður hafa
orðið um sauðfjárhópa á förnum
vegi. Hér er bréf um það efni frá
Jóni tsberg, sýslumanni Húnvetn-
inga, skrifað 30. september s.l.
Eitthvað virðist póstþjónustan
hafa verið svifasein, þvi að bréfið
fengum við ekki í hendur fyrr en
s.l. mánudag.
„Velvakandi.
Sl. sunnudag, 29. sept., vekur
sr. Stefán Eggertsson, Þingeyri,
athygli á þeirri „ósvinnu“, er
sumir sýslumenn sýna með því að
auglýsa lokun vega vegna fjár-
rekstra. Þar sem ég er einn þeirra
sýslumanna vil ég leggja orð í
belg.
Hann vitnar f umferðarlögin, sá
ágæti klerkur, en las bara ekki
nógu langt. í 65. gr. umferðarlaga
nr. 40/1968, næstu grein á eftir
þeirri, er hann vitnar í, segir svo í
4. mgr.: „Lögreglustjóri getur sett
bráðabirgðaákvæði um akstur á
vegi f öryggisskyni eða til þess að
halda uppi greiðari umferð."
Þarna er heimildin skýlaus.
Auk þess hefi ég ávallt haft sam-
ráð við vegamálastjóra um lokun
þjóðvega.
Vegarkafli sá, sem lokaður var í
haust frá kl. 8—11, var frá Grims-
tungu í Vatnsdal út að Undirfells-
rétt. Hann var lokaður meðan
safnið af Grímstunguheiði var
rekið til réttar. Þarna er girt
beggja vegna vegarins og því ill-
mögulegt að mæta fjárhópi, hvað
,þá að komast fram úr. Hinsvegar
ét. hringvegur um Vatnsdal, svo
þe'ssi lokun hindraði engan veg-
faránda í að komast á leiðarenda,
ef hdnn vissi um fjárreksturinn
og umferðartruflun hans vegna.
Tvær áðrar auglýsingar setti ég
í útvarpið og vakti athygli á, að
umferðartrufianir gætu orðið á
tilteknum vegum á ákveðnum
tíma og bað vegfarendur að sýna
tillitssemi og þoliriniæði.
Bifreiðastjórum má segja til
hróss, að þeir sýna yfirleitt fulla
tillitssemi og þjösnar, sém aka inn
í fjárhópa, þekkjast vart núorðið.
Ég held, að presturinn misskilji
alveg líkingu kirkjunnar um góða
hirðinn. Mér hefir skilizt, að góði
hirðirinn gæti hjarðar sinnar, en
óski ekki, að „blikkbeljur" sundri
henni.
Ég læt lönd og leið skrif prests-
ins um uppbætur á útflutningsaf-
urðir landbúnaðarins. Það mál
kemur fjárrekstrum og lokun
þjóðvega ekkert við.
Hins vegar leiða vangaveltur
prestsins og blaðamannsins hug-
ann að baráttumáli Morgunblaðs-
ins um aukna fræðslu fullorðinna
og háskólagöngu blaðamanna,
enda finna forsvarsmenn blaðsins
vafalaust hvar skórinn kreppir.
Með vinsemd og virðingu,
Jón Isberg."
Við þökkum Jóni ísberg til-
skrifið. Um síðustu málsgreinina í
bréfinu er það að segja, að sá
blaðamaður, sem sá um Velvak-
anda þegar bréf séra Stefáns birt-
ist, stundaði háskólanám árum
saman, þótt ekki komi það fjár-
rekstri úti á landsbyggðinni við.
# „Yfirgangur
sýslumanna“
Sigurvin Elíasson á Skinna-
stað skrifar:
„Kæri Velvakandi.
Þegar sr. Stefán á Þingeyri
vakti athygli þína um daginn á 64.
gr. umferðarlaganna um fjár-
rekstur á þjóðvegum, rifjaðist
upp fyrir mér, að fyrir nokkrum
misserum hripaði ég þér línur um
þetta, en þær lentu í bréfakörf-
unni.
Eigi að síður er hárrétt að
minnast á þessi umferðarlagabrot
opinberlega. Þeir, sem ferðast um
þjóðvegina, verða fyrir miklum
óþægindum af þessum yfirgangi
nokkurra sýslumanna. Sérstak-
lega virðast sýslumennirnir i
Húnavatnssýslu, Borgarfjarðar-
sýslu og Þingeyjarsýslu vera
valdamiklir yfir þjóðvegum. Þeir
loka þeim hvenær sem þeim
þóknast vegna fjárrekstra og
virðast með þessu vera að vingast
við tiltekna hópa manna á kostn-
að almennings. Er það t.d. ekki
hart, að sýslumaðurinn í Húna-
vatnssýslu lokar norðurleiðinni
heilu dagana um mesta umferðar-
timann vegna fjárrekstra nokk-
urra bænda? Þetta er einhver
f jölfarnasta leið landsins.
í skjóli þessa forgangsréttar á
þjóðvegunum eru svo bændur I
þessum sýslum með fjárrekstra á
vegunum hvenær sem er á haust-
in, þótt ekki séu lokunardagar
sýslumanna. Langflestir bændur
landsins annars staðar láta aka fé
sínu til og frá.
Hvað segir vegamálastjóri og
hans menn um þessar tiltektir?
Hafa þeir ekkert um þetta að
segja?
% Réttað á brúnni
Ég skal annars, kæri Vel-
vakandi, segja þér frá smádæmi.
Fyrir nokkrum árum var ég að
aka um þjóðbraut í einni af
þessum áðurnefndu sýslum og
kom þá að brú yfir vatnsfall, sem
ég ætlaði yfir, og fleiri bilar voru
á eftir mér. Við brúna var krökkt
af sauðfé og margt fólk á þönum,
auk hunda. Það var verið að reka
inn á brúna, en hún gegndi nýju
hlutverki. Hún var fjárrétt og þar
var verið að draga í sundur.
Snjöll hugmynd. Til athugunar
fyrir ýmsa sparsemdarmenn og
þeirra fylgjara.
Sigurvin Elfasson
Skinnastað."
Nokkur atriði, sem Sigurvin
gerir hér að umræðuefni, skýrast
i bréfi Jóns Isbergs, og er ekki
miklu þar við að bæta.
Hins vegar viljum við bæta því
við, að hjá þvi verður ekki komizt,
að menn og hagsmunahópar sýni
hver öðrum umburðarlyndi og til-
litssemi i allri umferð, eða er það
ekki einmitt þess vegna, sem við
höfum sett okkur lög og reglur, að
við viljum forðast árekstra og
stuðla að friðsamlegri sambúð.
&ZP SIGGA V/C5GA É uLVtftAN
29
— Hákon Guð-
mundsson
Framhald af bls. 19
ein 8 ár. Þá var hann og I starfs-
ráði íslensku flugfélaganna um
skeið. Formaður Landverndar
hefur hann verið allt frá því að
þau samtök voru stofnuð. Enn-
fremur hefur hann haft afskipti
af kirkjumálum og kirkju-
byggingu áður fyrr. Fleira mætti
telja, en hér skal staðar numið.
Meðan Hákon Guðmundsson
var ritari Hæstaréttar vann hann
það afrek að koma dómsstólnum
niður á jörðina, ef svo mætti að
orði komast, með því að kynna
almenningi störf þessarar merku
stofnunar, sem hann áður hafði
lítil kynni af. Með frásögnum af
ýmsum dómsmálum í útvarpi
gerði hann flókin dómsmál ofur
aðgengileg og skýr og oft mjög
spennandi. Kunnu áheyrendur
þessum erindum mæta vel og
töldu með hinu besta útvarpsefni.
Sá ágæti útvarpsmaður, Helgi
Hjörvar, sagði eitt sinn, að Hákon
Guðmundsson væri ásamt öðrum,
er hann tilgreindi, besti og
áheyrilegasti ræðumaður útvarps-
ins.
Eins og áður er sagt tók Hákon
Guðmundsson sæti í stjórn Skóg-
ræktarfélags íslands árið 1957 og
tók þá bráðlega við formanns-
störfum. Þá hófust kynni okkar
fyrst að marki, enda urðum við
oft að vinna saman svo dögum
skipti. Áttum við saman margar
ánægjulegar stundir, bæði á
félagsfundum og utan þeirra. Ég
gerði mér það til gamans um
daginn að líta yfir fundargerðar-
bækur Skógræktarfélagsins, en
þær eru í stóru broti (folio) og
300 blaðsíður hver. Fundargerðir
frá stjórnartíð Hákonar Guð-
mundssonar eru hart nær 900
talsins, og talar þetta sínu máli
um athafnir félagsins á þeim
tíma. Af því má ráða, að þar var
ekki setið auðum höndum. Hákon
Guðmundsson átti drjúgan þátt í
framgangi margra mála á þessu
tímabili, sem leystust fyrir at-
beina hans og gerhygli, sam-
vinnulipurð og einurð. Fyrir
þetta stendur skógrækt á íslandi í
mikilli þakkarskuld við hann, er
aldrei verður að fullu goldin.
Hákon Guðmundsson er kvænt-
ur Ölöfu Árnadóttur prests á
Skútustöðum, sem hefur búið
honum gott og hlýtt heimili. Fyrir
nokkru hafa þau dregið sig út úr
skarkala höfuðstaðarins og sest að
á bökkum Olvesár við Selfoss.
Þar hafa þau reist sér notalegt
hús með góðu landrými. Er það
ósk mín að þáu megi njóta þar
langra og ánægjulegra lífdaga í
lundi þeirra trjáa, sem þar hefur
verið og verður plantað.
Hákon Bjarnason.
— Listasprang
Framhald af bls.7
upphafi byrjaði ég með þvi að leika
öll hlutverkin sjálfur auk þess að
stjórna, en síðar þegar þetta varð
svolitið umfangsmeira og sýndi sig
að geta gengið þá réð ég þjóðkunna
leikara til að leika inn á segulband.
sem síðan var leikið á sýningum. Ég
held, að það sé ekki hægt að drepa
áhugann hjá manni á þessu sviði
þegar maður á annað borð er kom-
inn í gang, þvi þetta er svo afskap-
lega skemmtilegt og maður getur
lagt nótt við dag til að vinna að
þessu."
Sfloritunlilaíiiíi
margfaldor
markad vöar