Morgunblaðið - 19.10.1974, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.10.1974, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 1974 Fulltrúar Kaupmannasamtakanna hjá viðskiptaráðherra f gær. Taldir frá vinstri eru: Sigurður Matthfasson, Gunnar Snorrason formaður Kaupmannasamtakanna, Ólafur Jóhannesson viðskiptaráð- herra, Hreinn Sumarliðason, Magnús E. Finnsson framkvæmdast jóri og Leifur tsleifsson. Verðlagslöggjöf- in endurskoðuð? FULLTRÚAR Kaupmannasam- taka tslands gengu f gær á fund viðskiptaráðherra, Ólafs Jóhannessonar, og ræddu við hann um verðlagsmál. t frétta- tilkynningu, sem Mbl. barst f gær frá Kaupmannasamtökun- um segir að samtökin fari þess á leit við ráðherrann, að verð- lagsákvæðin verði þegar leið- rétt til móts við þann aukna kostnað, sem lagður hefur ver- ið á smásöluverzlunina á sfð- ustu mánuðum. Aukinn kostnaður smásölu- verzlunarinnar er m.a. vegna meira vaxtaálags heildsala og styttingar greiðslufrests, lækk- unar álagningar og niðurfærslu á vörubirgðum verzlana vegna gengisfellingar og gengissigs. Ennfremur er í fréttatilkynn- ingunni talað um hækkun á rekstrarliðum, svo sem raf- magni, hita, bensíni, umbúðum, hækkun launakostnaðar og aukinnar vinnu fyrir hið opin- bera við innheimtu söluskatts o.fl. I viðtali sagði Gunnar Snorra- son formaður Kaupmannasam- takanna, að hann væri frekar vongóður eftir fundinn með ráðherra um að allt verðlags- kerfið verði endurskoðað og breytt í nútímahorf í samræmi við það sem gerist hjá nágrannalöndum okkar. Nefndi hann ýmsar hækkanir á kostn- aðarliðum í rekstri verzlana að undanförnu, t.d. hafa umbúðir hækkað um 70 til 80%. I fréttatilkynningu Kaup- mannasamtakanna segir um endurskoðun verðlagslöggjaf- arinnar: „Auk þess leggja Kaup- mannasamtök tslands áherzlu á að hraðað verði undirbúningi að endurkoðun á verðlagslög- gjöfinni í heild eins og gert er ráð fyrir í starfssamningi nú- verandi ríkisstjórnar og að verðlag verði gefið frjálst þann- ig að neytendum hér á landi eins og alls staðar á Vesturlönd- um verði treyst til þess að velja og hafna á hvaða verði varan er keypt." EGILSSTAÐAMENN MEÐ TVÖFALT MET Egilsstöðum, 18. október — DAGANA 13. til 17. þessa mánað- ar var „fimm daga námskeiðið" haldið á Egilsstöðum fyrir þá sem vildu hætta að reykja. Námskeið- inu stjórnaði Jón Hj. Jónsson ritari tslenzka bindindisfélags- ins. Leiðbeinandi var Guðmund- ur Sigurðsson héraðslæknir Egilsstöðum. Enda þótt Guðmundur væri sjálfur reykingamaður brást hann læknislega við beiðni Jóns um að uppfræða fólkið um áhrif og skaðsemi reykinganna ámanns Ifkamann. Ekki lét hann við það eitt sitja, heldur gerðist og virkur þátttakandi I námskeiðinu með þvf að hann snerti ekki vindling frá þvf er námskeiðið hófst. Sýndi, hann þannig verðugt for- dæmi. Guðmundur Sigurðsson er þriðji íslenzki læknirinn, sem leiðbeinir við þessi námskeið og sýnir það vel, að Islenzkir læknar sitja ekki um kyrrt, þegar um heilsufar þjóðfélagsþegnanna er að tefla. Námskeiðið hófst með 25 þátttakendum. Flestir urðu þeir 32 en 30 luku brottfararprófi. Samanlagður reykingatlmi þessara 25 byrjenda var 313,5 ár. Daglega reyktu þeir fyrir 3.210 krónur miðað við gengi eins og Leikurinn við A-Þjóð- verja í sjónvarpi í dag „fiG HEF aldrei orðið var við eins mikinn áhuga á fþrðttaefni og landsleiknum við Austur-Þjóðverja. Nú höfum við loksins fengið hann f hús, og hann verður sýndur f fþróttaþættinum f dag klukkan 18, f heilu lagi,“ sagði ómar Ragnarsson hjá sjónvarp- inu þegar Mbl. hafði samband við hann f gær. Það verður þvf mestmegnis knattspyrna á dagskránni f dag, fyrst enska knattspyrnan klukkan 17 og landsleikurinn klukkutfma sfðar. Viðtalsþáttur við Torfa Bryngeirsson bfður f eina viku. Á mánudaginn verður væntanlega sýndur hluti af leik FH og Saab f Evrópukeppninni, en hann fer fram f Laugardalshöllinni f dag. það var I morgun. En kvöldið, sem námskeiðinu lauk, voru allir hættir að reykja, 30 talsins. Þann- ig settu þeir, sem á námskeiðinu voru, met með 100% árangri. Annað met var einnig sett með þvi að þetta er I fyrsta sinn, að þeir sem Ijúka námskeiði eru fleiri en þeir sem byrja. Endur- fundur þeirra, sem tóku þátt i námskeiðinu nú verður 24. þessa mánaðar og verður þá gengið eftir þvi, hvernig menn hafa staðizt raunina. — ha. Trommueinvígi í Austurbæjarbíói á þriðjudaginn BANDARISKI trommuleikarinn Robert Grauso, sem dvelur hér á landi um þessar mundir I boði félags ísl. hljómlistarmanna, hef- ur skorað á tvo íslenzka trommu- leikara, þá Guðmund S eingríms- son og Alfreð Alfreðst.in, til nokkurs konar einvígis í trommu- leik á hljómleikum, sem F.I.H. efnir til I Austurbæjarbíói n.k. þriðjudagskvöld kl. 11.15. Grauso er með þekktustu trommuleikurum heims og að undanförnu hefur hann leiðbeint íslenzkum kollegum slnum á sér- stöku námskeiði. Yngsti nemand- inn á námskeiðinu, sem var afar vel sótt, ér 12 ára, en sá elzti kominn vel á sextugsaldurinn. „Illa undirbúin og fljótfæmisleg aðgerð, gerð til þess að bjarga röngu leiðakerfi SVR” SlÐASTLIÐINN miðvikudag voru lögð niður 57 bflastæði við Laugaveg og þess I stað settir upp 33 nýir stöðumælar við Grettisgötu. Er þetta gert til reynslu I hálft ár til að auð- velda umferð strætisvagna um Laugaveginn. Þrátt fyrir stranga gæzlu hefur fólk ekki virt þetta bann að öllu leyti enn sem komið er, en þó voru ekki eins mikil brögð af þvl I gær, að fólk legði bflum sfnum á bann- svæðinu, að sögn lögreglunnar. götu, þegar búið er að setja þar upp stöðumæla, en þeir eru alls 33. Þar hafa þeir lagt bílum sínum sem vinna I fyrirtækjum við Laugaveg, og bílarnir hafa staðið þar allan daginn. Nú verða þeir að flytja sig annað. Ég get vel skilið að þessar að- gerðir valdi röskun hjá kaup- mönnum við Laugaveg og íbú- um Grettisgötu, en samkvæmt þeim samtölum sem ég hef átt við íbúana, virðast þeir vera jákvæðir. Hafa nokkrir þeirra t.d. haft samband við okkur um hugsanlega aðstoð við að opna lóðir þeirra, svo hægt væri að koma þar fyrir bílum. Þá skal þess getið, að umferðarnefnd taldi, að nota ætti þennan reynslutíma til að leysa bíla- stæðisvandann á þessu svæði til frambúðar, því að þetta er í sjálfu sér engin endanleg lausn.“ „Þetta er að mínum dómi mjög fljótfærnisleg og illa undirbúin aðgerð, gerð til að Bílum enn lagt við Laugaveg þrátt fyrir bannið Öánægja er rfkjandi meðal kaupmanna við Laugaveg og fbúa við Grettisgötu vegna þessa máls. Mbl. hafði f gær samband við þrjá kaupmenn við Laugaveg og yfirverkfræð- ing hjá Reykjavfkurborg, en sjónarmið fbúa við Grettisgötu komu fram í grein í Mbl. f gær. Guttormur Þormar yfirverk- fræðingur hjá borginni tjáði Mbl., að beiðni hefði komið frá stjórn SVR til borgarráðs þess efnis, að bílastæði yrðu lögð niður á Laugaveginum til að auðvelda umferð strætisvagn- anna. Á mestu annatímunum hefur þeim gengið mjög erfið- lega að halda áætlun. Borgar- ráð hefði vísað erindinu til um- ferðarnefndar og hún lagt til að reyna þetta fyrirkomulag í hálft ár, þ.e. að banna bílastæði á Laugavegi og setja í þess stað upp mæla á Grettisgötunni. „Með þessu móti fækkar bíla- stæðunum við Laugaveg um 57 án þess nokkur komi I staðinn. Hins vegar fæst mun betri nýt- ing á stæðunum við Grettis- Eins og sjá má var bílum lagt f stæði við Laugaveg f gær, þrátt fyrir bannið. Ljósm. Mbl. Öl.K.Mag. bjarga röngu leiðakerfi Strætisvagna Reykjavíkur," sagði Jón Hjartarson kaup- maður i Húsgagnahöllinni. „Þegar kerfið var útbúið á sínum tíma, voru þrengslin bara færð til, flutt var af Lækjartorgi upp á Hlemm. Það þarf enginn að segja mér, að tugir vagna þurfi að ganga niður Laugaveginn til þess t.d. að flytja fólk ofan úr Breiðholti og vesturí bæ.“ Jón sagði, að hann væri að sjálfsögðu aigerlega mótfallinn þeirri ákvörðun að banna bíla- stæði við Laugaveginn. Að slnu mati hefði verið byrjað á öfug- um enda. Ef meiningin væri sú, að Laugavegur ætti áfram að vera aðal verzlunargata borg- arinnar, ætti borgin fyrst að kaupa lóðir í nágrenni við Laugaveginn, setja þar upp bílastæði og gera bílageymslur. Þegar það væri búið, væri kannski hægt að banna stöður bíla við Laugaveginn, enda væri þá tryggt að næg bílastæði vaéru fyrir hendi. Þessi aðgerð nú, að fækka stæðum við Laugaveginn, á meðan bíla- fjöldinn I Reykjavík ykist stöð- ugt væri að fara öfugt að hlutunum, algert fálm. Við Laugaveginn væri ekki aðeins verzlunarstarfsemi, heldur margs konar annar rekstur. Þar ynnu þúsundir manna og þús- undir ættu þangað leið. „Ég tel að þessi aðgerð muni skaða verzlunina víð Laugaveg og gera hana einhæfari. Allir þeir sem ég hef talað við eru þessu mótfallnir, bæði kaup- menn og viðskiptavinir þeirra." Þorsteinn Þorvaldsson hjá viðtækjaverzluninni Vilberg og r Við Grettisgötuna var hvert stæði notað. Þorsteinn sagði, að bannið hefði ekki svo ýkja mikil áhrif á verzlun sína, því hún stæði einnig við Barónstíg, og þar væri hægt að fá bllastæði, auk þess sem gott væri að koma vörum til og frá verzluninni. „Hins vegar hef ég þá trú, að bannið komi til með að hafa töluverð áhrif hjá kaupmönn- um neðar við Laugaveginn, og hann mun ekki hafa sama yfir- bragð og áður. Allur rekstur við götuna er orðinn það umfangs- mikill, að hann krefst margra bílastæða, og því tel ég mjög varhugavert að skerða þau eins og gert er, þvert á móti hefði verið ástæða til að fjölga þeim.“ Loks hafði Mbl. samband við Ragnar Guðmundsson verzl- unarstjóra hjá Andersen og Framhald á bls. 22

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.