Morgunblaðið - 19.10.1974, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 19.10.1974, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 19.0KTÓBER 1974 23 Körfuknattleikur: íslandsmót- ið hefst í dag ÍSLANDSMÖTIÐ 1975 í körfu- knattleik hefst í dag. Metþátttaka er í mótinu að þessu sinni, 25 félög senda 80 lið til keppni í öllum aldursflokkum, en hér er ekki meðtalinn minni-boltinn. Þegar hann verður meðtalinn mun láta nærri, að keppendur í íslandsmótinu í körfuknattleik verði liðlega 1100 talsins. Leikið verður á fjölmörgum stöðum á landinu, m.a. á Austfjörðum, Norðurlandi, Vestfjörðum, Vesturlandi og á StórReykja- víkursvæðinu. Eins og áður verður leikið í 1., 2. og 3. deild karla, en kvenna- liðin f m.fl. leika í einni deild enda eru þau aðeins 6 að tölu. Leikirnir um helgina eru fjórir í 1. deild, einn í 2. deild og einn í m.fl. kvenna. Fyrsti leikur mótsins hefst kl. 14 í dag í íþróttahúsinu í Njarðvík með leik heimamanna gegn Ar- manni, og strax að þeim leik loknum hefst leikur IR gegn nýliðunum í 1. deild, Snæfelli. Þetta er fyrsti opinberi leikur UMFN á keppnistímabilinu, og því við Iítið að miða ef maður ætlar að reyna að spá um úrslitin. Maður nokkur, sem fylgist vel með körfuboltanum þar suðurfrá, sagði undirrituðum þó í vikunni, að liðið hefði æft mjög vel að undanförnu og yrði örugglega sterkara en í fyrra. Þess má geta, að í leik liðanna í Njarðvík s.I. ár sigraði Árnrutnn eftir fram- lengdan leik. — Snæfell frá Stykkishólmi er einnig óþekkt stærð f körfuboltanum í dag. Liðið hefur að sögn æft vel, en hvort það dugir gegn IR skal ósagt látið. I dag kl. 16 fara fram tveir leikir i íþróttahúsinu á Sel- tjarnarnesi. Fyrri leikurinn er í 2. deild milli UMFS og Fram, liða, sem bæði ætla sér f 1. deild að ári og ættu bæði að hafa á því tals- verða möguleika. Framarar hafa sýnt, að þeir eru í mikilli framför þessa dagana, en Borgnesingarnir njóta þess örugglega, að lið þeirra er leikreyndara. Að þessum leik loknum fer svo fram leikur í m.fl. Ólafur Einarsson — fyrsti tslend- ingurinn sem dæmdur er f leik- bann f handknattleiknum. kvenna. IR og ÍS leika, og ættu Islandsmeistarar IR að vinna þar auðveldan sigur. Á morgun heldur svo 1. deildar- keppnin áfram, og verða leiknir tveir leikir á Seltjarnarnesi kl. 18. Fýrst leika IS og Snæfell, og að þeim leik loknum Valur og HSK. gk. Ólafur í SEINNI leikur FH og sænska liðsins SAAB f Evrópubikar- keppninni f handknattleik hefst f Laugardalshöllinni kl. 16.00 f dag. Gffurlega mikill áhugi virð- ist vera á leik þessum, sem bezt má marka af þvf, að strax og forsala aðgöngumiða hófst f fyrradag mynduðust langar bið- raðir við miðasöluna. Þarf tæpast að því að spyrja að uppselt verður á leikinn. I fyr’radag barst FH bréf frá alþjóðasamtökum handknattleiks- íþróttarinnar með ’ fyrirmælum um, að einn af leikmönnum FH, Ólafur Einarsson, sé settur í leik- bann i þessum leik vegna fram- komu hans í leiknum í Svíþjóð, þar sem hann lenti í slagsmálum við einn sænskan leikmann, Leif Olsson. Sá sænski var einnig dæmdur í bann í leiknum f dag, en sennilega er það meiri skaði Tveir leikir TVEIR leikir fara fram f Reykja- vfkurmótinu f körfuknattleik n.k. mánudagskvöld. IR leikur við Fram og IS við Ármann. Leikirn- ir hefjast kl. 20.15. leikbann fyrir FH-ingana að missa Ólaf úr liði sínu en það er fyrir SAAB að missa Olsson. Fremur mun sjaldgæft að leik- menn séu dæmdir í keppnisbann, og þarf mikið til að koma. Engin aganefnd mun vera starfandi á vegum alþjóðasambandsins, og slíkar ákvarðanir sem þessar munu teknar af framkvæmda- stjórn þess, en til þess hefur hún vald. Hefur framkvæmdastjórnin tekið ákvörðun eftir að hafa feng- ið skýrslu frá dómurum leiksins, sem létu hafa eftir sér í dönsku blöðunum, að þeir hefðu sjaldan komizt í eins krappan dans, og að þeir mundu senda alþjóðasamtök- unum skýrslu um leik þennan. Þar sem SAAB sigraði í fyrri leik liðanna í Svfþjóð með eins marks mun, þurfa FH-ingar að sigra með minnst tveggja marka mun í leiknum í dag til þess að komast í aðra umferð keppninn- ar. Fljótt á litið virðist sem það ætti að takast hjá FH-ingunum, en ástæða er þó til þess að vara við of mikilli bjartsýni fyrirfram. Liðum hefur oft orðið hált á slfku. SAAB-liðið mun örugglega berj- ast af mikilli grimmd f þessum leik og freista þess að ná a.m.k. jafntefli. Fyrirframgreiðsla 2ja herb. íbúð óskast til leigu í eitt ár. Vinnum bæði úti. Tilboð sendist blaðinu sem fyrst merkt' „7281". Aðalfundur Hraðfrystihúss Grundarfjarðar h/f verður hald- inn að Hótel Felli mánudaginn 4. nóvember 1974 og hefst kl. 3 e.h. Dagskrá samkvæmt félagslögum. Stjórnin. Volvo vörubifreið Til sölu ný innflutt ótollafgreydd Volvo vörubif- reið, 2ja hásinga árgerð 1966. Upplýsingar í síma 42739 milli kl. 1 7.30 og 1 9.00 í dag. Rafstöð Til sölu ný mjög fullkomin 54 k.w.a. G.M rafstöð með Perkingsvél m.a.: gerð fyrir sjálf- stýringu. Á sama stað óskast 1 0 — 1 5 k.w. stöð. Upplýs- ingar í síma 1 7700 frá 9 — 5 eftir kl. 5 í símum 43977 og 66391. jbhm Hjónin HELGA og BENT EXNER, gull- og silfursmiðir frá Danmörku opna sýninguna „SKART n í bókasafni Norræna hússins í dag, laugardag- inn 1 9. október '74. Sýningin er opin daglega til 25. cktóber n.k. frá kl. 1 4:00 — 1 9:00. NORRíNA HUSIO POHJOLAN TAIO NORDENS HUS DON5Í; OROA BÓK Nú þarf ekki lei eftir dönsku orðabókinni 1 Gefjun hefur hafíð útgáfu á prjónaúgj^piftum.. Nokkrar skepímti legar hugmyndir að peysum, dröktum, buxum og íeikfötum-hama eru þegar komnar út á litprentuðum blöðum með mynd og glöggri lýsingu á máli sem allir skilja. Viljirðu safna og geyma til betri tíma er hægt að fá sérstakt bindi. Uppskriftir Gefíunar fást í flestum gamverslunum. Það ertil Gefjunargam í hverja flík ULLARVERKSMIÐJAN GEFJUN AKUREYRI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.