Morgunblaðið - 19.10.1974, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.10.1974, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 19. OKTOBER 1974 11 Skólaathvörf sett á stofn í borgar- hverfum A VEGUM fræðsluskrifstofu Reykjavfkurborgar hefur verið komið upp tveimur svonefndum skólaathvörfum og nú er f rðði að koma upp þvf þriðja f vesturborg- inni. Að sögn Kristjáns J. Gunnars- sonar fræðslustjóra, eru þegar starfrækt skólaathvörf í Fella- skóla og í Austurbæjarskóla en nú er gert ráð fyrir hinu þriðja í vesturbænum er verði í sambandi við Haga- og Melaskóla. Sagði Kristján, að borginni hefði verið skipt niður f þrjú sálfræðium- dæmi og innan hvers umdæmis ætti að vera eitt slfkt skólaat- hvarf. Kvaðst hann hafa góða von um að takast mætti að koma upp þessu þriðja skólaathvarfi nú f vetur. Skólaathvörfin eru ætluð fyrir börn, sem þurfa á sérstakri aðstoð að halda utan skólans, og má líta á þau sem eins konar dagvistunar- stofnanir fyrir börn á skólaaldrin- um. Börnin koma þangað úr skól- anum, fá þar hádegisverð en geta síðan lært þar undir skólann næsta dag og fengið aðstoð til þess ef með þarf. Caterpillar D7E til leigu i bæði stór og smá verk. Athugið leigukjör. Ingvi H. Ingvason, sími 52421. FelMslíf □ Gimli 597410217 = 2 Skrifstofa Félags ein- stæðra foreldra er opin mánudaga og fimmtudaga kl. 3—7. Aðra daga kl. 1—5. Simi 1 1 822. Félag Nýalssinna Munið fræðslu- og miðilsfundinn i dag kl. 3. Félag Nýalssinna. Heimatrúboðið Almenn samkoma að Óðinsgötu 6 A á morgun kl. 20,30. Sunnu- dagaskóli kl. 14 á morgun. Verið velkomin. K.F.U.M. og K. Hafnar- firði Æskulýðssamkoma, sunnudags- kvöld kl. 8.30 i húsi félaganna að Hverfisgötu 15. Ræðumaður verð- ur séra Jón Dalbú Hróbjartsson. Æskulýðskór K.F.U.M. og K. syngur. Allir velkomnir. FERÐAFELAG ÍSLANDS Sunnudagsferðir 20/10 kl. 9.30 Selatangar, Verð: 800 kr. kl. 13.00 Kringum Helgafell, Verð: 400 kr. Ferðafélag fslands. 1.0. G.T. Barnastúkan Svafa nr. 23 Fundur i Templarahöllinni kl. 14 sunnudag. 100 börn úr Barna- stúkunni Siðsemd koma í heim- sókn. Kvenfélag Hallgrimskirkju Fundur mánudaginn 21. okt. kl. 8.30 e.h. Rætt um vetrarstarfið. Einsöngur Kristinn Hallsson. Er- indi: Kraftur passiusálmanna. Vetrarhugleiðing. Þú verður ekki úti meðan við búum bílinn þinn undir hríðarveðrin! Við bjóðum þér að koma inn úr kuldanum með bílinn þinn til að fá snjóbarðana setta undir— líklega eina verkstæðið í borginni, sem býður slík þægindi. Hröð og góð þjónusta. Við höfum Atlas og Yokohama snjóbarða í flestum stærðum, sem gera þér alla vegi færa í snjó og slyddu, hríð og hálku. Véladeild Sambandsins $ HJÓLBARÐAR HÖFÐATÚNI 8 SÍMAR 16740 OG 38900 ERUM í HÖFÐATUNI 8 STEINSNAR FRÁ BIFREIÐAEFTIRLITINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.