Morgunblaðið - 19.10.1974, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.10.1974, Blaðsíða 12
\ 2 MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 1974 hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Styrmir Gunnarsson Þorbjörn Guðmundsson Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10 100. Aðalstræti 6. sími 22 4 80. Áskriftargjald 600.00 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 35.00 kr. eintakið. Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjóm og afgreiðsla Auglýsingar Samkvæmt upplýs- ingum frá skrifstofu Alþýðusambands íslands mun nú láta nærri að um 75 aðildarfélög sambands- ins hafi sagt upp gildandi kjarasamningum. Upp- sagnir hafa borizt frá flest- um hinna stærri félaga og segja má, að sú afstaða, sem uppsögn samninga sýnir, sé einkennandi fyrir verkalýðshreyfinguna í heild. Uppsögn samninga nú verði að telja eðlileg við- brögð af hálfu verkalýðs- hreyfingarinnar, með hlið- sjón af þeim hræringum í efnahags- og verðlagsmál- um þjóðarinnar, sem nú eiga sér stað, og eru bein og óhjákvæmileg afleiðing af stjórnarstefnu fráfar- andi rfkisstjórnar. Það skiptir hinsvegar höfuð- máli fyrir þjóðarheildina, rekstraröryggi atvinnu- veganna og atvinnuöryggi almennings, hvert fram- haldið verður í afstöðu og aðgerðum aðila vinnu- markaðarins. Aðgerðir núverandi rík- isstjórnar, sem allar vóru afleiðingar og arfleifð vinstri stjórnarinnar, miða einvörðungu að því að tryggja rekstrargrundvöll atvinnuveganna og fyrir- byggja atvinnuleysi, sem var fyrirsjáanlegt án þess- ara stjórnaraðgerða. Öllum var ljóst, að þessum að- gerðum myndi fylgja nokk- ur kjaraskerðing í bili og í raun höfðu allir stjórn- málaflokkar á þær fallizt í aðalatriðum, meðan þeir, hver fyrir sig, töldu líkur á aðild sinni að ríkisstjórn. Sökum þessarar fyrirsjáan- legu kjaraskerðingar hefði ríkisstjórnin samráð við verkalýðshreyfinguna, bæði um framkvæmd að- gerðanna og hliðarráðstaf- anir, sem áttu að tryggja það, að hlutur hinna lægst launuðu í þjóðfélaginu yrði sem minnst skertur. Bráða- birgðalögin um sérstakar láglaunabætur, hækkanir á bótagreiðslum almanna- trygginga og áframhald- andi niðurgreiðslur á land- búnaðarafurðum, voru við- leitni í þessa átt. Einnig var rætt um skattkerfis- breytingar sem hugsanlega leið til að tryggja hlut þeirra verst settu í þjóðfé- laginu. Á sama hátt og uppsögn karasamninga við núver- andi aðstæður verður að teljast eðlileg viðbrögð af hálfu verkalýðshreyfingar- innar, leiða þessar sömu aðstæður til þess, að verka- lýðshreyfingin hlýtur að vega vel og meta aðgerðir sínar. Einmitt sá styrkur og sú áhrifaaðstaða, sem Alþýðusambandið hefur f þjóðfélaginu, leggur því á herðar mikla ábyrgð gagn- vart atvinnu og afkomuör- yggi meðlima sinna og vel- ferð þjóðarbúsins í heild. Þess verðurþvíaðvænta, að hin ábyrgari öfl í verka- lýðshreyfingunni móti af- stöðu hennar og aðgerðir á einhverjum mestu örlaga- tímum, sem yfir þjóðina hafa gengið síðan íslenzka lýðveldið var stofnað. Atvinnuvegirnir eru kjölfestan og undirstaðan að öryggi og velmegun fólksins, sem landið byggir. Traustur rekstrargrund- völlur þeirra og aðstaða til endurnýjunar og aukinna umsvifa hlýtur að verða forsendan fyrir því, að þjóðarbúið rétti úr kútn- um. Atvinnuvegirnir eru sú uppspretta, sem verð- mætasköpun þjóðarbúsins kemur úr, það, sem til skiptanna er og verður milli þjóðfélagsþegnanna. Þegar til lengri tíma er lit- ið eru raunhæfar kjara- bætur alls almennings því háðar, að þessi undirstaða verði treyst og efld. Af þessari staðreynd verða að- gerðir verkalýðshreyfing- ar, vinnuveitenda og stjórnvalda að taka mið, ef vel á að fara. í umræðum um nýja vinstri stjórn höfðu allir núverandi stjórnarand- stöðuflokkar fallizt á hlið- stæðar ráðstafanir þeim, sem nú hafa verið gerðar. Bráðabirgðalög fráfarandi vinstri stjórnar voru og í eðli sínu og tilgangi upphaf þessara aðgerða, og viður- kenning á þeim kringum- stæðum, sem gerðu þær ó- hjákvæmilegar. Þessi stað- reynd hefur ekki farið fram hjá neinum, sem fylgist með því, sem er að gerast í þjóðfélaginu. Hún sé ljósasta viðurkenningin á því, að það var samdóma álit allra fslenzkra stjórn- málaflokka, að þessar efna- hagsaðgerðir væru nauð- synlegur undanfari við- reisnar atvinnulífsins og nýrrar sóknar til velmeg- unar fyrir þegna þjóð- félagsins. Ótímabær kröfugerð á hendur atvinnuvegum, sem-eru á barmi rekstrar- stöðvunar, er ámóta ráð- stöfun og sú, að ætla að auka kjötframleiðslu með því að skera niður bústofn- inn. Eða að auka framboð á kartöflum með því að senda útsæðið í sölubúðir. Slíkt sýni falskt framboð um stundarsakir, en leiddi til óhjákvæmilegra vand- ræða áður en langt um liði. Slík fölsk velmegun voru ær og kýr fráfarandi vinstri stjórnar, en leiddi til þeirrar kjaraskerðingar, sem almenningur hefur orðið að taka á sig í dag. Vinnufriður og ábyrg af- staða til atvinnuveganna er forsenda þess, að verð- mætasköpun í þjóðarbúinu vaxi og atvinnuöryggi al- mennings verði tryggt, en hvorttveggja er nauðsyn- legur grundvöllur raun- verulegra framtíðar kjara- bóta. Vinnufriður forsenda nýs velmegunartímabils uj&c? iNeitrJJörkStmeíí ^eUrHork®tme$ c?r'r<s Þegar Gerald R. Ford varð forseti Bandaríkjanna í ágúst- mánuði, samkvæmt tilnefn- ingu í embættið, féll honum jafnframt í skaut nær örugg tilnefning sem frambjóðandi Republikanaflokksins 1976. Vinsældir hans voru slíkar að það leit út fyrir að hann næði sjálfkrafa kjöri í forseta- embættið. Að minnsta kosti virtist það þannig, sér- staklega eftir að Ford lét þess getið, að hann myndi að lík- indum fara I framboð. En við skulum athuga dæmið nánar. Fyrst skulum við athuga, að Ford sagði árið 1 973, þegar þingið fjall- aði um staðfestingu á tilnefn- ingu hans í varaforseta- embættið, að hann hefði lof- að konu sinni að gegna aðeins einu kjörtímabili til viðbótar sem öldungadeildar- þíngmaður, snúa að því loknu heim til Grand Rapids og lifa þar kyrrlátu lífi sem lögfræðingur. Við skulum einnig hafa f huga, að Betty Ford hefur undanfarin ár verið mjög óánægð sem eig- inkona önnum kafins stjórn- málamanns og að hún hefur leitað læknis til að vinna bug á þeirri andlegu áþján sem af því hefur leitt. Frú Ford er nú að jafna sig eftir skurðaðgerð gegn krabbameini. Þrátt fyrir beztu vonir um að hún nái sér að fullu er samt mjög líklegt, að Ford hafi mun meiri áhyggjur af líðan hennar nú heldur en á þeim tíma sem hann hét henni að draga sig í hlé frá opinberum störfum. Hann virðist ekki vera sú manngerð sem er fús til að fórna hverju sem er fyrir frama sinn. Það getur verið að hann ætli að efna loforðið sem hann gaf konu sinni og snúa heim til Grand Rapids 1976. Sumir þeirra, sem þekkja hann bezt, segja að þetta hafi verið ákvörðun hans, meira að segja áður en kona hans varð að gangast undir skurðaðgerðina. Þessi skoðun er að einu leyti studd af þeim ummæl- um Jerry terHorst, fyrrum blaðafulltrúa hans, að Ford verði líklega í framboði 1976. Yfirlýsing terHorst skuldbatt Ford á engan hátt. Ef hann hafði í rauninni í hyggju að draga sig í hlé 1 976 var það meira að segja nauðsynlegt fyrir hann að gefa I það minnsta í skyn að hann kynni að fara í fram- boð. Annars hefðu vinir jafnt sem fjendur litið á hann sem eins konar varaskeifu þann tíma sem hann gegnir for- setaembættinu. íkana 1976 Rockefeller. Útkoma þessa dæmis er mjög athyglisverð ef það er einnig tekið með í reikn- inginn, að hvorki Ford né nokkur annar forseti mun (fyrir 1976) geta ráðið við þann tvíþætta vanda sem stafar af efnahagsástandinu í Bandaríkjunum og olíukrepp- unni í heiminum. Það eru því meiri líkur til þess, að póli- tískar vinsældir Fords minnki fremur en aukist og þar með að hann verði alls ekki í for- setaframboði 1976. Þessi möguleiki ætti að vekja talsverðan áhuga demokratanna sem ráða þinginu, en það verður að staðfesta eða hafna tilnefn- ingu Nelsons Rockefellers, fyrrum ríkisstjóra New York, í embætti varaforseta Banda- rfkjanna. Það er varla hægt að telja Rockefeller áhugalít- inn fyrir forsetaframboði Republikana 1976, þar sem hann hefur þrívegis sótzt eftir því opinberlega og þar sem hann augljóslega sagði af sér ríkisstjóraembættinu í New York á sl. ári til að reyna I fjórða skiptið. Rockefeller hefur alla þræðina í hendi sér ef tilnefn- ing hans sem varaforseta er staðfest af þinginu, þar sem demókratar ráða lögum og lofum, og Ford tilkynnir, t.d. snemma árs 1976, að hann muni draga sig í hlé og halda heim til Grand Rapids. í stöðu varaforseta hefði Rockefeller einstæða aðstöðu til að sækjast eftir forseta- framboði Republikanaflokks- ins jafnt sem kjöri til þess embættis, sem hefur svo lengi verið utan seilingar hans. Líkur hans munu enn aukast vegna áralangrar þjónustu hans á opinberum vettvangi og vegna ringul- reiðarinnar innan Demokrata- flokksins eftir þá ákvörðun Edwards Kennedys að bjóða sig ekki fram 1976. Aðstaða Rockefellers myndi enn stór- batna ef Ford ákvæði að af- sala sér forsetaembættinu í hendur hans einhvern tíma fyrir kosningarnar. Það er þó ekki þar með sagt, að Rockefeller yrði öruggur um að ná kjöri, m.a. vegna þess að refskák sem þessi yrði auðsæ öllum. Auk þess grær seint yfir gömul sár I Republikanaflokknum og forusta hins frjálslynda Nelsons Rockefellers myndi hrinda af stað hatrömmu framboðskapphlaupi Ronalds Reagans, Barry Goldwaters, James Buckleys og næstum allra annarra íhaldsmanna, sem ekki hafa hlotið fangelsisdóma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.