Morgunblaðið - 26.10.1974, Síða 1

Morgunblaðið - 26.10.1974, Síða 1
36 SIÐUR 210. tbl. 61. árg. LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 1974 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Staðfestu rétt Palestínu- skæruliðanna Kann að leiða til úrsagnar Jórdaníu Rabat, 25. október — Reuter. UTANRÍKISRÁÐHERR- AR Arabalandanna, sem undanfarna daga hafa unn- ið að undirbúningi leið- togafundar Araba í Rabat á morgun, samþykktu í dag eftir deilur og harða mót- spyrnu fulltrúa Jórdaníu að styðja kröfu Frelsis- hreyfingar Palestínu um að hún yrði málsvari Palestínu í friðarumleitun- um í Miðausturlöndum í framtíðinni sem eini rétti fulltrúi palestínsku þjóðar- USA réttir úr kútnum Washington 25. okt. Reuter-AP BANDARtKJASTJÖRN skýrði frá þvf f dag að halli á viðskiptajofnuði landsins hefði verið 233,3 milljónir dollara f september, — minnsti halli sem verið hefur á jöfnuðinum f fimm mánuði. Sagði viðskiptaráðuneytið helztu ástæðuna vera minni olfuinnflutning, vegna þess að allar olfubirgðageymslur f Bandarfkjunum eins og vfðast hvar annars staðar væru orðn- ar fullar. innar. Mæla utanríkisráð- herrarnir með því við leið- togafundinn á morgun að 'staðfesta þessa kröfu Frelsishreyfingarinnar, — svo og styðja þeir kröfu hreyfingarinnar um yfir- Framhald á bls. 20 Skjölum Wilsons stolið? London 25. okt. — Reuter EINKASKJÖL sem tilheyra Har- old Wilson, forsætisráðherra Bretlands, þ. á m. gömul skatta- framtöl, hafa horfið frá heimili hans I miðborg Lundúna, að þvf er talsmaður forsætisráðherrans skýrði frá I dag. Lögreglan vinnur nú að rannsókn hvarfsins, sem mun hafa átt sér stað fyrir all- mörgum mánuðum, þegar Wilson var enn leiðtogi stjórnarandstöðu Verkamannaflokksins, og fékk lögreglan málið fljótlega til með- ferðar. Meðan á kosningabaráttunni stóð í þessum mánuði komu fram nokkrar ásakanir af hálfu Verka- mannaflokksins um njósnastarf- semi og bellibrögð andstæðing- anna gegn Wilson, en ekkert kom fram sem réttlætti þessar ásakan- ir fyrr en nú. Nýja frystihús ísbjarnarins h.f. í smíðum samtal við Ingvar Vilhjálmsson 75 ára í dag. í örfirisey. Sjá greinar í blaðinu og Toppfundur hugs- anlega ákveðinn — fyrir brottför Kissingers á sunnudaginn Moskvu, 25. október AP—-Reuter. HENRY Kissinger, utanrfkisráð- herra Bandarfkjanna, lagði f dag fram nákvæmar tillögur um tak- mörkun kjarnorkuvopna á tveim- ur viðræðufundum við Leonid Brezhnev, aðalritara sovézka kommúnistaflokksins. Báðir aðilar sögðu að afloknum sfðari fundinum f kvöld, að sú „gaum- gæfilega athugun" sem fram fór á tillögunum hafi verið „nytsam- leg“. Ekkert hefur verið látið uppi um efni þessara tillagna. Eftir fundinn sögðu aðilarnir að viðræður þessar gætu leitt til frekari takmörkunar á vfgbúnaði og nýs afvopnunarsamkomulags (SALT), sem hugsanlega yrði gengið endanlega frá á toppfundi Brezhnevs og Fords Bandarfkja- forseta sfðar f haust. Er talið að dagsetning og stað- setning þess fundar kunni að verða tilkynnt áður en Kissinger heldur frá Moskvu til Indlands á sunnudag, en líklega yrði hann haldinn einhvers staðar i Asíu i sfðustu viku nóvembermánaðar. Kissinger er sagður leggja allt kapp á að leggja drög að slíku samkomulagi, sem kæmi í stað hins 10 ára gamla SALT-sam- komulags. Ef samkomulag tækist yrði SALT-ráðstefnunni í Genf falið að draga upp samning um takmörkun eldflauga, sprengju- varpna, fjöloddaflauga og sprengjuflugvéla. Núverandi samkomulag rennur út árið 1977. Nýjar kosningar eft- ir uppgjöf Fanfanis ? Róm, 25. október. AP—Reuter. STJÓRNMALASKYRENDUR á ttalíu töldu f kvöld að Giovanni Leone, forseti landsins ætti ekki annan raunhæfari kost en leysa upp þingið og boða til kosninga fljótlega, og afhenda minnihlutastjórn stjórnartaum- ana til bráðabirgða, eftir að Amintore Fanfani, leiðtogi Kristilegra demókrata hafði gef- izt upp við myndun rfkisstjórnar með sósfalistum, sósfaldemókröt- um og lýðveldissinnum. Leone sagði eftir að Fanfani hafði tjáð honum að honum hefði mistekizt stjórnarmyndun, að hann myndi hefja nýjar viðræður við stjórn- málaleiðtoga á mánudag. A Ellefu daga stjórnar- myndunartilraun Fanfanis lauk þannig með þvf að stjórnarkrepp- an á Italfu kemst aftur f hámark, þremur vikum eftir fall rfkis- stjórnar Mariano Rumors. (Jtlitið er talið verra en nokkru sinni. Flokkarnir eru komnir f hár sam- an, öngþveitið f atvinnu- og efna- hagsmálum fer dagvaxandi. Verð- bólgan er sú næstmesta f Evrópu, eða meir en 20%, og stjórnvöld hafa skýrt frá því, að framfærslu- kostnaðurinn hafi snarhækkað í september um 3,3%, sem jafn- gildir 47,6% á ári og er mesta mánaðarhækkun frá árinu 1947. Þá hefur tala atvinnulausra næstum tvöfaldast á þessu ári, — úr 450.000 manns f vor upp f 800.000 nú. Skuldir Italiu við út- Framhald á bls. 20 Tillaga d’Estaings fær dræmar undirtektir éaris, 25. okt. Reuter. TILtAGA Valerys Giscards d’Estaings, forseta Frakklands, um ráðstefnu fulltrúa oliufram- lciðsiuþjóða, olfuneyzluþjóða og vanþróuðu rfkjanna til að reyna Liður í útfærslu Norðmanna í 50 mílur: TOGURUM BANNAÐAR VEIÐ- AR Á 4 STÓRUM SVÆÐUM Osló 25. október. Frá fréttaritara Morgunblaðsins Agústi I. Jónssyni. NORSKA rfkisstjórnin lagði á fimmtudaginn fram frumvarp f Stórþinginu þess efnis að á fjór- um svæðum undan ströndum Finnmerkur verði togurum óheimilar veiðar mikinn hluta vetrarins. Tilgangur með friðun þessara svæða er fyrst og fremst sá að koma f veg fyrir árckstra milli togskipa og þeirra sem stunda Ifnu- og netaveiðar. Friðunin hefur ekki stórvægilega þýðingu fyrir verndun fiski- stofna. Þetta er um 20% af svæðinu milli núverandi 12 mflna land- helgi og fyrirhugaðrar 50 mflna fiskveiðilögsögu á milli Skomvær f Lofoten og Grense Jakobsens víð landamæri Noregs og Sovét- rfkjanna. Talið er fullvíst að þetta frum- varp ríkisstjórnarinnar verði Isamþykkt án breytinga i Stór- þinginu. Jens Evensen hafréttarráð- herra og Eivind Bolle sjávarút- vegsráðherra kynntu frumvarpið á blaðamannafundi í gær. Lét Bolle þá svo ummælt að friðunin væri skref í rétta átt, en hann persónulega hefði verið fylgjandi meiri hömlum á togveiðum. Evensen var að því spurður hvernig ríkisstjórnin hefði hugs- að sér að verja svæðin ágengni togara. Sagði Evensen að varð- skipin yrðu vonandi einfær um það. Ef ekki, þá mætti kalla á herskip til hjálpar. — Eftir þeim skilningi að dæma Framhald á bls. 20 að leysa ollukreppuna f heimin- um, hefur fengið heldur dræmar undirtektir, bæði heima og er- lendis. Fyrstu fregnir frá London, Washington og fleiri vestrænum borgum, benda til þess, að opin- berir aðilar þar Ifti tillöguna grunsemdaraugum og telji hana til þess ætlaða að grafa undan 12 rfkja ráðstefnu helztu olluneyzlu- rfkjanna, sem komið var á fyrir tilstuðlan Bandaríkjastjórnar, en Frakkar hafa ekki sótt. Meðal ljóna, sem blöó sjá á vegi tillögu franska forsetans, er að það gæti orðið að deiluefni, hvaða þjóðir eigi að taka þátt í ráðstefn- unni, sem hann hugsar sér, að hefjist snemma á árinu 1975 og hvaða þjóðir yrðu reiðubúnar til þess að láta aðra semja fyrir sig á slíkri ráðstefnu. Talsmaður Elysee-hallar sagði í dag, að engar ráðstafanir hefðu verið gerðar til þess að hrinda hugmynd forsetans í framkvæmd, en benti á, að hann hefði í ræðu sinni lagt til, að einn fulltrúi kæmi fram fyrir öll EBE-ríkin níu. Tals- maðurinn viðurkenndi að hug- Framhald á bls. 20

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.