Morgunblaðið - 26.10.1974, Page 7

Morgunblaðið - 26.10.1974, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. OKTÖBER 1974 7 Varla er til það vandamál í Noregi í dag, sem ekki er ætlazt til að olían leysi, og varla neinir þeir erfiðleikar, sem ekki er unnt að rekja til auðlindanna nýju út af Norðursjávarströnd landsins. Jafnvel áður en opnað hefur verið fyrir leiðsluna frá fyrstu borholunni svo olían geti flætt til móttökustöðvarinnar við Reesside I Englandi er olían orðinn stór liður í dag- legu lífi svo til hvers einasta Norðmanns. Sannleikurinn er þó sá, að fæstir þeirra hafa mikla þekkingu á málinu. Þeim hefur verið tjáð, að fundizt hafi mikið olíumagn, og að olían eigi eftir að færa þeim meiri auðæfi en þá geti órað fyrir. Og þeim hefur einnig verið sagt, að fleiri lindir eigi eftir að finnast. Það er þvi eðlilegt, að ein- staklingar spyrji hvers vegna þeir, samtök þeirra, stéttar- félög eða heimasveitir geti ekki vænzt hluta þessa mikla auðs til að ráða fram úr ríkj- andi vandamálum. Alvarlega hugsandi stjórnmálamenn hafa þó varað við þvi, að þessi nýi auður geti skapað ný vandamál. forum world features Eftir Gunnar J. Borrevik Auðlegð Noregs Mikil oliustöð er nú í smíðum í Mongstad og verður hún tilbúin á næsta ári. Ef milljörðum norskra króna af þessum nýju rikis- tekjum verður veitt inn í efnahagslifið, leiðir það til þess, að verðlag, sem nú þegar er mjög hátt, hækkar verulega. Þessi peninga- flaumur leiddi til aukinna framkvæmda, sem vinnu- markaðurinn réði ekki við, enda ríkir þar oftast mann- ekla. Þegar er farið að bera á þessu vandamáli. Boranirn- ar á landgrunni Noregs og tengdar aðgerðir í landi — aðallega á suðvesturströnd- inni — hafa dregið til sín vinnuafl frá iðjuverum í öðr- um héruðum landsins. Menn yfirgefa verksmiðjurnar og búgarðana til að leita betri launa við smíði á bor- og vinnslupöllum, eða við sjálfa borunina. Og engir fást til að hlaupa í skörðin. Á sumum sviðum er aðeins verið að flýta þróun, sem hvort eð er var óumflýjanleg. Það háa kaupgjald og verð- lag, sem komið er á í Noregi jafnvel án áhrifa olíunnar, eru að gera vefnaðariðnaðinn ósamkeppnishæfan, sérstak- lega ef þjóðin ætlar að standa við fyrirheit sín um frjáls viðskipti við þróunar- löndin. Ljóst er, að hið opin- bera verður að hafa strangt eftirlit með þróun mála, ef hún á ekki að leggja í eyði víðáttumikil landsvæði, þar sem veðrátta og landslag gera lífið erfiðara og lífskjörin harðari. Það verður að finna leiðir til að veita framkvæmd- um, er byggjast á olíuauðin- um, til þeirra svæða, sem eru mest þurfandi. Þetta verður auðveldara í framkvæmd þegar olían er farin að renna úr lindunum og ríkiskassinn að fyllast. Enn sem komið er gerir olían ekkert annað en gleypa í sig alla sjóði. Að undanförnu hefur verið halli á greiðslu- jöfnuði Noregs við útlönd. Sá halli hefur að mestu stafað af erlendum lánum til skipa- kaupa, en þessi skip hafa á hinn bóginn verið helzta gjaldeyristekjulind landsins. Hallinn hefur því ekki valdið neinum áhyggjum. Á fyrra helming ársins 1974 varð greiðsluhallinn þrír milljarðar norskra króna — eða tvöfalt meiri en talið hefu verið „hættulaust" fyrir heilt ár til þessa. Við nánari athugun kemur í Ijós, að af þessari upphæð stafa aðeins um 400 milljónir af venjuleg- um fjárfestingum en 2.600 milljónir hafa farið í Norður- sjávarolíuna. Þar sem nú er reiknað með því, að ollan verði farin að streyma frá lindunum í Norðursjó í lok þessa árs eða byrjun þess næsta, hefur þessi mikli halli ekki heldur valdið neinum áhyggjum að ráði. Það er eðlilegt, að al- menningur geti ekki gert sér grein fyrir því hvað er að gerast. Upphæðirnar eru svo miklu hærri en menn eiga að venjast. Undir lok þessa ára- tugar er reiknað með, að tekjur hins opinbera af olí- unni nemi um helming upp- hæðar núverandi fjárlaga. Eftir að þessi áætlun var gerð hafa nýjar olíulindir fundizt, sem talið er að séu jafn mikl- ar að vöxtum öllum þeim lindum, sem fyrir voru. Statoil — ríkisrekna olíu- félagið — á meirihluta I allri olíuvinnslunni, og hirðir því hagnað af vinnslunni, auk þess sem ríkið fær skatta og vinnslugjöld frá öðrum aðil- um. Og fyrir norðan 62. breiddarbaug, þar sem bor- anir hafa enn ekki hafizt, bendir allt til, að sé enn meiri olía en I Norðursjónum. Það er þvi ekki að furða þótt fram hafi komið í stefnu- skrá ríkisstjórnarinnar nýlega loforð um „verulegar skatta- lækkanir" I sambandi við fjár- lög næsta árs. Húsbyggjendur Mosfellssveit ATHUGIÐ Tökum að okkur vatns- og hita- lagnir. Fast verð ef óskað er. Hringið i síma 71866 og 32259 á kvöldin. Vanir fagmenn. Húsnæði óskast Þerna á mitlilandaskipi óskar eftir 1 herbergi og eldhúsi strax. Upplýsingar i sima 32841. Frimerkjaskipti Sendu mér 100 stk. mismunandi íslenzk frímerki, og þá sendi ég þér 1 00 mismunandi sænsk. S. Bengtsson, Box 91, 27059 Vitaby, SVERIGE. Til sölu Ford Cortina 1600 XL 1972. Góður bill. Upplýsingar i sima 71 666. Til sölu Simca Ariane 1963, sundurtekinn bíll, sem byrjað var á að gera við. Nýir varahlutir fylgja, svo sem bæði frambretti, demparar fram- an, silsar, o.fl. Uppl. i sima 91-52049. Til sölu Ford Galaxi Sérlega vel með farin og falleg einkabifreið. Ekin 100 þús. km. Til sölu og sýnis að Túngötu 51, sími 19157. Til sölu vörubifreið Ford D — 800 árg. '66 með 18 feta góðum palli og sturtum. Góð dekk. Uppl. í síma 33551. Keflavík Til sölu notað timbur, 1 X6 ", 1 X4", 2x4 ", Hagstætt verð. Sími 92-21 62. Prjónakonur takið eftir Kaupum lopapeysur, hækkað verð. Einnig vettlinga og sjónvarpssokka. Móttaka kl. 1—3. Unex, Aðalstræti 9. Óska að ráða stúlku frá 1. nóvember. Veitingastofa Nonna, Stykkishólmi. Sími 93-8355. Silkispælflauel 20 litir silkispælflauel. Hannyrðabúðin, Linnetsstíg 6, Hafnarfirði, simi 51314. Hálfir grísaskrokkar Nýslátraðir grísaskrokkar, skorið, hakkað og merkt eftir óskum kaup- anda. 488 kr. kg. Kjötmiðstöðin Laugalæk, sími 35020. BRNO riffill til sölu — cal. 22 Long Rifle með Meo Opta 3xkiki, 3 magasinum strigapoka, burðaról, allt á kr. 20.000. Sími 35673. Hálfir nautaskrokkar úrvals nautakjöt í hálfum skrokk- um tilbúið í frystikistuna. 397 kr. kg. Kjötmiðstöðin, sími 35020. Skinnasaum Stúlka óskast við skinnasaum. Vinnutimi eftir samkomulagi. L.H. Múller, fategerð. Ármúla 5. JWorgunliIntiifc ^« mnRGFRLDHR IHÖGULEIKR VÐRR Aðalfund heldur Sjálfstæðiskvennafélagið Sókn í Keflavík í Sjálfstæðishúsinu, þriðjudaginn 29. október kl. 9 e.h. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Kaffiveitingar. Spilað bingó. Félagskonur fjölmennið. St/órnin. Bazar Félag Austfiskra kvenna heldur sinn árlega bazar að Hallveigarstöðum sunnudaginn 27. október kl. 2. Margt eigulegt ágætra muna og kökur. Bazarnefndin. Opið laugardag Herrahúsið Aðalstræti 4 er opið laugardag frá kl. 10—12.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.