Morgunblaðið - 26.10.1974, Side 11

Morgunblaðið - 26.10.1974, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 1974 11 Detroit. Mesta bílaframleiðslu- borg Bandaríkjanna. Forstjórar hafa áhyggjur . . . Hvað kemur almenningi það við? Jú. þeir eru raunar vinnuveitendur þúsunda i þvi landi og bifreiðaframleiðslan hefur hreint ekki svo lítil áhrif efnahagslega. Það voru hvorki meira né minna en 9,9 milljónir bila, sem framleiddar voru 1973. Enginn bjóst við þviliku aftur 1974 enda hafði salan i mars i ár hrapað um 32%. Þetta ástand stafaði auðvitað fyrst og fremst af hækkun oliunnar. Ford-verksmiðj- urnar breyttu þremur samsetn- ingarverksmiðjum i Bandarikj- unum frá þvi að framleiða stóra bfla og til að framleiða smærri bila. General Motors breyttu fimm af verksmiðjum sinum og Chrysler tveimur. Bensinhækkunin var hins vegar ekki eina ástæðan fyrir minni sölu stærstu bilanna heldur einnig verðbólgan, sem er mikil víðar en hérlendis. Samt hefur nokkuð gengið á birgðirnar af stóru drek- unum og Lincoln, Cadillac og Imperial seldust furðu vel og þó er það e.t.v. ekki svo merkilegt þegar það er haft í huga, að ein- ungis efnaðasta fólkið kaupir þá og það munar kannski ekki svo mikið um peningana hvort sem er. Þess má geta, að hér er nú til sölu Lincoln Continental á yfir 2 millj. Chevrolet Vega hefur lítið breyst I útliti en undir boddýinu eru geymdar 268 breytingar. Nýjustu amerísku tryllitækin. kr. Þessum stutta texta fylgja svo nokkrar myndir af nýjum banda- rískum bflum, árgerð 1975. br.h. Það sést betur aftur úr Chevrolet Camaro nú eftir að afturglugginn hefur verið stækkaður. Z-28 gerðin er semsagt enn á lifi þó að það sé kannski ekki nema nafnið. Dodge Dart er nú framleiddur i sjö gerðum eftir að hafa staðið undir helmingnum af sölu allra Dodge-bíla '74. eða a.m.k. nokkur þeirra Pontiac ætlar að selja sína útgáfu af Vegunni með hallandi afturljósum og örlitið öðruvísi grilli, og nafnið er Astre Þú verður víst að strika 455 V-8 vélina út af vélalistanum hjá Pontiac Firebird. Chevrolet Chevy Nova hefur á sér evrópskt yfir- bragð, árgerð 1975. Skák eftir JÓN Þ. ÞÓR Nú er hafið einvlgi þeirra Ingvars Asmundssonar og Jóns Kristinssonar um titilinn Skák- meistari tslands 1974, en þeir urðu sem kunnugt er efstir og jafnir flandsliðskeppninniá síð- astliðnu vori. Einvígið hefur dregizt nokkuð úr hömlu og veldur því fyrst og fremst, að þeir Jón og Ingvar hafa verið önnum kafnir við skákkeppnir I sumar, tefldu t.d. báðir á Ólympíuskákmótinu og Ingvar í sex landa keppninni í Þýzka- landi I september. Þegar þetta er ritað er aðeins lokið einni af fjórum einvígisskákum og lauk henni með sigri Ingvars. Hér kemur skákin. Hvftt: Jón Kristinsson Svart: Ingvar Asmundsson Hollenzk vörn 1. d4 — f5, 2. Rf3 — Rf6, 3. g3 — e6,4. Bg2— Bb4 + (Ingvar hefur mikið dálæti á þessum leik, sem kann að virð- ast leiktap við fyrstu sýn, en er það þó ekki, þar sem hvftur hlýtur fyrr eða síðar að leika peðinu frá c3 til c4) 5. c3 — Be7, 6. 0—0 — 0—0, 7. c4 — c6, (Annar góður möguleiki var hér 7. — d6 ásamt Rc6). 8. b3 — a5, 9. Bb2 — d5, 10. Rbd2 — Bd 7, 11. Re5 — Be8, 12. Rdf3 — Re4, 13. Rd3 — Rd7, 14. e3?! Hér kom ekki síður til greina að leika 14. Rfe5 og sfðan f 3). 14. Bh5!, 15. Dc2 — Bxf 3! (Góður leikur; hvíti riddar- inn gat orðið mun öflugri mað- uren svarti biskupinn). 16. Bxf3 — a4, 17. Bg2— a3, 18. Bcl — Bf6, 19. b4(?) (Hér var betra að leika 19. c5 og síðan b4). 19. — Rb6, 20. c5 — Rc4, 21. Hbl — De8, 22. f3 — Rg5, 23. f4 (Taflmennska hvíts er hálf- vandræðaleg. Hér koma sterk- lega til greina að leika 23. Db3 og sfðan b5). 23. — Re4, 24. Rf2 — b5, 25. cxb6 (frhj.hl.)? (Þessi kaup eru svörtum í hag og nú nær hann smám saman yfirhöndinni. Hvíta peð- ið á b4 er meiri veikleiki en svarta peðið á a3 og auk þess hefur hvítur litla möguleika: til þess að sækja að peðinu á c6). 25. — Rxb6, 26. Hb3 — Ha4, 27. Bxe4 — f xe4, 28. Bd2 (Hér var vafalítið betra að drepa með hrók á a3). 28. — Da8, 29. Hcl — Hc8, 30. Dc5 — Db7, 31. Dc3 — Be7, 32. Hcbl (Nú hefur svartur náð frum- kvæðinu örugglega í sfnar hendur og hvftur verður að ein- beita sér að vörn peðsins á b4). 32. — Da6, 33. Bcl — De2, 34. Dd2 (Ekki 33. Hxa3 — Hxa3, 34. Dxa3 — Ha8, 35. Db3 — Hxa2 og svartur vinnur peð). 34. — Dxd2, 35. Bxd2 — Rc4, 36. Bel — Hb8, 37. Rdl — Kf7, 38. Kf2 — Ke8, 39. Ke2 — Kd7, 40. h3 — Ha7, 41. Rc3 — Rb2, (Nú verður peðið á b4 ekki varið lengur og þar með eru úrslitin ráðin). 42. Bd2 — Rd3, 43. g4 — Hxb4, 44. Hxb4 — Bxb4, 45. Hb3 — Bd6, 46. Rdl — Kc7, 47. Rc3 — Hb7, 48. Hxb7 — Kxb7, 49. h4 — Ka6, 50. h5 — g6, 51. hxg6 — hxg6, 52. g5 — Bb4, 53. Rbl — Kb5, 54. Bxb4 — Kxb4, 55. Kd2 — Rb2, 56. Ke2 — Rc4, 57. Kf2 — c5, 58. dcx5 — Kxc5, 59. Rc3 — Rxe3, og hvítur gafst upp. Dnidqe Landsliðið f bridge fer til Tel Aviv í Israel 30. október nk. á Evrópumót landsliða. Þátttöku- þjóðirnar verða alls um 20, en það er eitthvað færra en undan- farin ár, þ.e. að austantjalds- þjóðirnar verða ekki með að þessu sinni. Þeir sem fara í þessa ferð eru: Hjalti Elfasson og Ásmundur Pálsson, Guðlaugur R. Jóhannsson og örn Arnþórsson, Karl Sigur- hjartarson og Guðmundur Pétursson. Val landsliðsins og undirbún- ingúr undir keppnina er búinn að standa mjög lengi yfir en hann hófst með 16 para undan- keppni. Sigurvegarar f þeirri keppni urðu þeir félagar Ás- mundur og, Hjalti sem höfðu svo forgang um að velja sér par í lokaeinvígið. Þeir völdu með sér sveitarfélaga sína þá Guðlaug og örn. A hinn vænginn höfðu Karl og Guð- mundur valið, en þeir völdu með sér Stefán Guðjohnsen og Sfmon Símonarson. Síðan var háð 4ra lotu keppni sem lauk með naumum sigri þeirra fyrr- nefndu. Þannig fór val fjögurra meðlima sveitarinnar fram. Um val á þriðja parinu gilda þær reglur að fyrirliði landsliðsins velur það í samráði við fjór- menningana. Síðan hafa verið strangar æfingar og t.d. um sfðustu helgi voru spilaðar einar fjórar lotur. í liði þvf sem ísland sendir nú til keppninnar eru bæði ungir og gamlir spilarar og hafa þrfr þeirra ekki áður tekið þátt í Evrópumótum. Það eru þeir Guðlaugur R. Jóhannsson, örn Arnþórsson og Guðmundur Pétursson. Karl Sigurhjartar- son hefur tvisvar áður tekið þátt f Evrópumótum og síðast en ekki sízt Hjalti og Ás- mundur, en undirritaður hefur grun um að Hjalti sé að fara í sína 10. Evrópukeppni. Guð- laugur og örn spila „Blue Club“ kerfið eða Bláa laufið. Ásmundur og Hjalti spila Neo- politankerfið en þeir félagar Karl og Guðmundur eru með nýjasta kerfið á markaðinum Precision. Fararstjóri verður Alfreð G. Alfreðsson — en hann hefur verið frarstjóri og fyrirliði íslenzka bridgelands- liðsins undanfarin ár og hafa íslenzku keppendurnir jafnan gefið honum beztu meðmæli og talið hann ómissandi á Evrópu- mótin. Einnig verður með í ferðinni ungur piltur Vigfús Karlsson. Bridgeþátturinn óskar lands- liðinu góðrar ferðar á Evrópu- mótið, en Mbl. mun reyna eftír beztu getu að fylgjast með þeim og færa landanum fréttir af ár- angri þeirra ytra. XXX Brdgeblaðið 3. tölublað 4. ár- gangs er komið út, en það er marzhefti blaðsins og því nokkuð seint á feróinni. Af efli blaðsins má nefna: Uppgjör sfðasta keppnistíma- bils, vörn gegn veikri grand- opnun, dagbók frá síðasta Evrópumóti sem haldið var í Ostende f Belgíu og er þetta fjórði hluti, brotasilfur úr bredgeheiminum eftir Guð- mund Pétursson, sagntækni, kennsluspil, sagnkeppnin sem að þessu sinni er milli Stein- þórs Magnússonar og Sigurjóns Jónassonar frá Egilsstöðum og ungra pilta, sem unnu sér rétt í unglingalandsliðið, Einars Guð- johnsens og ísaks Ölafssonar. ------Þátturinn hafði samband við ritstjóra blaðsins Jón Ásbjörnsson og spurði um ástæður fyrir þvi hve blaðið er seint á ferðinni. Hann sagði að þar væri fyrst og fremst prentaraverkfallið í vor sem hefði seinkað útgáfunni ásamt ýmsum örðugleikum. Jón sagði að kostnaðurinn við útgáfu balðsins væri orðinn gífurlegur og að líkindum yrði hann að hætta við útgáfu blaðsins um áramótin. Næsta blað mun væntanlega koma út fyrir jólin og verða nokkru stærra en undanfarin blöð og verða það síðasta eins og áður sagði. Jón sagði ennfremur að til álita kæmiaðgefabridgeblað út einu sinni á ári, að haustinu, og hafa það þá stórt og veglegt, en ekkert væri þó ákveðið í því efni- A.G.R.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.