Morgunblaðið - 26.10.1974, Síða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 1974
I minningu Vignis Guð-
mundssonar blaðamanns
VIGNIR Guðmundsson var sér-
stæður maður og vakti athygli,
hvar sem hann fór. Hann var um-
hugsunarverður maður. Því olli
andi hans og frásögn, persónu-
leiki hans, framkoma og atferli.
Ég kynntist honum .fyrst, er hann
hóf blaðamennsku hjá Morgun-
blaðinu, og var hann þá um þrí-
tugt. I upphafi blaðamennsku-
ferils síns lagði hann sérstaka
alúð við landbúnaðarmál, og
margar greinar hans um búskap
og samtöl hans við bændur og
búalið vöktu hvarvetna athygli. Á
fáum árum eignaðst hann mjög
stóran lesendahóp, því að stíll
hans var látlaus og lifandi,
hugsun hans og framsetning frjó.
Ég held það hafi aldrei komið frá
honum „dauður dálkur". Það var
frétt, skoðun eða markmið í öllu
er hann skrifaði.
Blaðamennskan er heillandi
starf, en verður að þjökun I lengd,
ekki ólíkt skólakennslu; viðstöðu-
laus andleg krafa; örðugt aðslaka
á. Vignir hélt út í nærfellt tvo
áratugi, en að lokum varð hann að
láta undan, þótt hann hefði í
vöggugjöf hlotið óvenjulega
mikinn gjövileik og gáfur.
Samstarfsmenn hans og hús-
bændur á skrifstofum Morgun-
blaðsins sakna drengilegs vinar
og skemmtilegs félaga. Hann
hvarf nauðugur frá blaðamennsk-
unni, bugaður af sjúkleika og
óviðráðanlegri ógæfu. Hann gekk
ekki heill til skógar í eigin skap-
höfn. Þess vegna tapaði hann í
glímunni við Bakkus, eins og
margir Islendingar, honum líkir,
f jölhæfir og glæsilegir gáf umenn.
Foreldrar Vignis voru hjónin
Arnbjörg Sveinsdóttir og Guð-
mundur Jónsson, bóndi á Mýrar-
lóni við Akureyri. Móðir hans dó
frá honum tvævetrum, og kom þá
faðir hans honum í fóstur til
Sigurjóns Sumarliðasonar, pósts á
Akureyri, og konu hans, Guð-
rúnar Jóhannsdóttur. I heimili
þeirra var maður að nafni Stefán
Sigurðsson. Reyndist Stefán
sveininum unga sem bróðir og
vinur. Minntist Vignir oft síðar
vinar sfns, „Stebba".
Bræður á Vignir tvo, Víking,
bónda á Grænhóli við Akureyri og
Svein, afgreiðslumann Éimskipa-
félagsins á Seyðisfirði.
Gjövileikur Vignis þroskaðist
strax í bernsku. Honum gekk vel í
skóla og var athafnasamur á
öllum sviðum. Hann var ágætur
íþróttamaður, m.a. var hann af-
reksmaður f skfðamannaliði
Menntaskólans á Akureyri, en
auk þess var hann sundmaður
góður, hestamaður og sportveiði-
maður.
Hann tók þátt í margvíslegum
félagsmálum, var lengi formaður
Varðar, félags ungra sjálfstæðis-
manna á Akureyri, og gaf út af-
mælisrit félagsins á 25 ára afmæli
þess árið 1954. Einnig var hann
formaður Leikfélags Akureyrar
um tíma. Hann var virkur félagi í
ýmsum félagasamtökum eftir að
hann fluttist suður.
I æsku var Vignir strax starf-
samur og duglegur og vann marg-
vísleg störf á stuttu æviskeiði.
Hann hætti námi f 5. bekk
Menntaskólans og kvæntist þá
fyrri konu sinni, Önnu Pálu
Sveinsdóttur Bjarman frá Akur-
eyri. Þau eignuðust 6 börn, sem
hér verða talin: 1. Sigrún, gift
Philip Jenkins pianóleikara, sem
kenndi um tíma pfanóleik á Akur-
eyri. Þau eru nú búsett í London.
2. Guðbjörg, gift Kristjáni Ár-
mannssyni Dalmannssonar, kaup-
félagsstjóra á Kópaskeri. 3. Arn-
björg. 4. Guðrún Sigríður, gift
Snorra Baldurssyni á Akureyri. 5.
Anna og 6. Vignir.
Anna og Vignir skildu. Síðar
kvæntist Vignir Berthu Snorra-
dóttur frá Norðfirði. Þau bjuggu í
Reykjavík. Sonur þeirra er Snorri
Vignir. Ég eignaðist vináttu
þeirra og naut hennar og sam-
verustunda með þeim á heimili
þeirra. Þau skildu fyrir fáum
árum.
Vignir var til hamingju borinn
og til hamingju vel gefinn, en
hann kunni ekki tök á gæfu sinni.
Vignir gegndi marvfslegum rit-
störfum auk blaðamennskunnar,
því að hún vakti á honum athygli
og atorka hans og glæsimennska
öfluðu honum trausts. Hann var
fyrsti ritstjóri tfmaritsins FLUG
(1956—57), og við, sem í upphafi
stóðum að tímariti hestamanna,
„HESTINUM OKKAR,“ töldum
hann færastan blaðamann f
landinu til, að koma því úr hlaði.
Hann annaðist ritstjórn þess
fyrstu 3 árin (1960—62) og gaf
því þann svip, smekkvísi og fjöl-
breytni, sem það hefur enn f dag.
Einnig annaðist Vignir útgáfu af-
mælisrits Sláturfélags Suður-
lands, er það félag var fimmtugt.
Og á s.l. ári kom út eftir hann
bókin „Hesturinn þinn“.
Af þessu, sem hér er sagt, má
sjá, að Vignir var óvenjulega at-
hafnasamur og lifði margslungnu
lífi, og áður en hann hóf blaða-
mennsku hafði hann fyrir norðan
stundað jöfnum höndum jarð-
yrkjustörf og verzlunarstörf, m.a.
var hann verzlunarstjóri f útibúi
KEA á Akureyri og sfðar var
hann þar tollþjónn um fimm ára
skeið, en jafnframt var hann þá
fréttaritari Morgunblaðsins og
skrifaði greinaflokkinn „Akur-
eyrarbréf", sem vakti á honum
athygli, sem síðar dró hann inn á
skrifstofur Morgunblaósins.
Þegar „Geysis-slysið“ var á
Vatnajökli forðum, var Vignir, þá
ungur og vaskur Akureyringur,
fenginn með í björgunarleið-
angurinn vegna vaskleika síns og
skfðaíþróttar. Flugþernan f
hópnum, Ingigerður Karlsdóttir,
sem þá var flutt slösuð til byggða,
minnist Vignis sérstaklega með
hlýhug og aðdáun fyrir nærgætni
hans og fræknleika í þeim mann-
raunum.
Að sfðustu vil ég hér minnast
þeirra mannkosta vinar míns,
Vignis, sem ég fékk á sfnum tíma
rfkulega á njóta, en það var
drengskapur hans. Margir menn
eru góðir drengir í orði og
hugsun. Það krefst meira að vera
drengskaparmaður f verki,
hvernig sem á stendur. Vignir var
drengskaparmaður f orði, hugsun
og verki. Þetta kom m.a. fram í
því, að hann lét engum líðast að
segja ósannindi eða órökstuddan
óhróður um nokkurn mann. Eitt
sinn átti ég í miklum erfiðleikum
og stóð höllum fæti í lífsstríðinu.
Þá kom þessi góði drengur alger-
lega ótilkvaddur • á vettvang,
kynnti sér mál mín, tók afstöðu
án tillits til nokkurs annars en
málavaxta og gekk inn f baráttu
mína. Hann tók ekkert tillit til
aðvörunarorða manna. Hann hafði
eðli Illuga Grettisbróður í rfkum
mæli. Því segi ég hér í greinarlok:
„Berr er hverr á bakinu nema
bróðureigi.“
Ég bið öllum börnum, ætt-
ingjum og vinum Vignis Drottins
blessunar.
Gunnar Bjarnason.
ÉG kom fyrir fáum dögum
heim frá útlöndum, eftir hálfs-
mánaðardvöl. Þegar ég leit í eitt-
dagblaðið, var það fyrsta, sem ég
sá, að Vignir Guðmundsson blaða-
maður var látinn. Mér brá, því ég
hafði séð hann svo glaðan og
hressan norður á Vindheima-
melum í sumar. Hann var þar með
föður sínum og höfðu þeir keyrt
frá Akureyri til að vera á Lands-
mótinu.
Ég kynntist Vigni á dálítið sér-
stakan hátt. Hann var einn f hópi
þeirra Akureyringa, sem
björguðu mér úr slysi, sem ég
lenti í fyrir 24 árum sfðan.
Mér er minnisstætt hvað hann
bar af þegar hann kom þarna upp
á Bárðarbungu eftir 35 km og 10
klst. göngu, frískur og stæltur
skíðamaður.
Skömmu eftir komu Akureyr-
inganna upp á jökulinn, var búist
til heimferðar. Það féll í hlut
Vignis, Ölafs Jónssonar, Jóns
Sigurgeirssonar og Þorsteins
Svanlaugssonar að hjálpa mér á
margvíslegan hátt niður af jökl-
inum.
Nærgætni Vignis, dugnaður,
ósérhlífni og vilji til að aðstoða
mig eru mér ógleymanleg. Það
gekk á ýmsu á leiðinni niður
jökulinn og eftir að byggt hafði
verið snjóhús, sem síðan var hætt
við að gista í, tók það Vigni og
Þorstein eina 5 tfma að drasla
mér upp á Kistufell og niður bratt
fjallið hinumegin. Látlaust töldu
þeir í mig kjarkinn að duga og
gefast ekki upp, og að lokum
náðum við að bækistöð leiðangus-
mannanna.
Löng var sú ganga og þeim
vinum mínum, sem mig studdu,
erfið og seinfarin.
Sfðan þessi kynni áttu sér stað,
hefur Vignir verið vinur okkar
hjóna. Til okkar kom hann oft og
áttum við með honum margar
ánægjulegar stundir. Oft ræddu
þeir Hjalti og hann um hesta og
ferðalög á hestum, en það var
þeirra sameiginlega áhugamál.
Vignir hafði ágætan frásagnar-
hæfileika og var laginn að koma
orðum að því, sem vakti kátfnu,
án þess þó að særa nokkurn.
Vignir var vinur vina sinna,
traustur og einlægur. En ekki var
hann gallalaus, frekar en við hin,
og voru erfiðleikar hans honum
þungir síðustu árin, enda bættu
þar ekki úr veikindi og dvöl á
sjúkrahúsum.
Mér finnst Vignir alltaf hafa
verið sérstakur persónuleiki, sem
eftir var tekið hvar sem hann fór.
Ef til vill var Vignir ekki alltaf
rétt skilinn, en er það ekki svo
með okkur öll — að okkur
dreymir drauma, sem aldrei geta
ræst?
Þegar við vorum norður á Vind-
heimamelum í sumar, kom Vignir
f tjaldið til okkar og spjallaði við
okkur góða stund. Við sögðum
honum frá fyrirhugaðri ferð
okkar á hestum suður Kjöl. Það
lifnaði yfir honum og hann fór að
segja okkur frá ferð, sem hann
hafði farið fyrir nokkrum árum
með vinum sínum frá Akureyri,
svipaða leið og við hugðumst fara.
Hann sagði okkur frá Galtará,
ströngukvísl og Hvítanesi og
kryddaði frásögn sfna með kvæði
Jónasar, lýsingu á mislyndi og
sandbleytu Ströngukvíslar og svo
hinum góða vætd, sem hefðist við
í Hvftanesi.
Frásögn hans var lifandi og
hann jók á tilhlökkun okkar, við
að fara -enn einu sinni þessa
fallegu leið. Auðheyrt var af frá-
sögn Vignis, að hann naut þess að
lifa aftur í endurminningum þess-
arar dásamlegu ferðar suður Kjöl.
Og er ekki lífið eitt ferðalag, við
höfum mismunandi langa áfanga,
og sumir leggja upp fyrr en aðrir.
Ég trúi því, að síðasta ferð Vignis
verði greiðfærari og léttari en
þegar hann og Þorsteinn voru að
hjálpa mér upp og niður Kistu-
fellið forðum. Eg þakka honum
fyrir sína aðstoð og kveð hann
með góðum óskum.
Megi ástvinir, sem nú kveðja
hann,öðlast styrk í sorg sinni.
Ingigerður Karlsdóttir.
Vignir Guðmundsson blaðamað-
ur verður jarðsettur frá Akureyr-
arkirkju f dag.
Hann var fæddur á Seyðisfirði
6. okt. 1926, sonur hjónanna Arn-
bjargar Sveinsdóttur lengi bónda
í Húsavík í Borgarfirði eystra
Bjarnasonar, alsystur Jóns
Sveinssonar bæjarstjóra á Akur-
eyri, og Guðmundar Jónssonar
lengi bónda S Mýrarlóni við Akur-
eyri. Faðir Guðmundar, Jón
Hnefill, síðast bóndi á Fossvöllum
í Jökuldal, var þriðji maður frá
Magnúsi Ölafssyni presti á
Bjarnarnesi, en kona Jóns
Hnefils og móðir Guðmundar var
Guðrún Björnsdóttir bónda á
Ekkjufelli í Fellum.
Vignir Guðmundsson missti
móður sfna ársgamall og ólst síð-
an upp hjá hjónunum Guðrúnu
Jóhannsdóttur frá Asláksstöðum
og Sigurjóni Sumarliðasyni bónda
þar og síðar pósti á Akureyri.
Hann stundaði nám við Mennta-
skólann á Akureyri, en vann síð-
an við skrifstofu- og verzlunar-
störf, unz hann gerðist tollvörður,
en því starfi gegndi hann um
fimm ára skeið. A þeim árum
hófst blaðamannsferill Vignis
Guðmundssonar með því að hann
gerðist fréttaritari Morgunblaðs-
ins 1951 og skrifaði auk þess
mikið í Islending. Árið 1955 var
hann sfðan ráðinn blaðamaður við
Morgunblaðið og gegndi því starfi
f hartnær tvo áratugi, á meðan
heilsa hansleyfði.
Vignir Guðmundsson hafði
marga kosti, er góðan blaðamann
mega prýða. Hann var gagnkunn-
ugur högum Iands og þjóðar, ljós-
myndari ágætur og fljótur að átta
sig á mönnum og málefnum.
Hann hafði sinn stfl; viðtöl hans
voru einlæg og lifandi og bezt,
þegar yrkisefnið var moldin og
hesturinn. Það hefur sagt mér
einn af ritstjórum Morgunblaðs-
ins, að hann hafði oft saknað
Vignis, eftir að hann hætti þar
störfum; það var eitthvað í hans
blaðamennsku umfram það
venjulega.
Vigni Guðmundssyni voru land-
búnaðarmál einkar hugleikin og
fjallaði hann um þau tæpitungu-
laust, ef honum bauð svo við að
horfa. Einkum átti hestamennsk-
an hug hans allan, enda runnin
honum í merg og bein. Á bernsku-
heimili hans var annað umræðu-
efni ekki Ijúfara en hestar og
hestamennska; um eða fyrir
fermingaraldur fékkst Vignir við
tamningu hesta, og átti síðan
hesta lengst af, eftir að hann
komst til manns, eins og hann
hefur sjálfur orðað það. Það kom
því ekki á óvart, að hann skyldi
verða fyrsti ritstjóri „Hestsins
okkar", blaðs Landssambands
hestamannafélaga. Og bók hans,
Hesturinn þinn, er kom út á sl.
ári, hefur að geyma marga snjalla
frásöguþætti af ferðalögum Vign-
is og kynnum hans af hestum og
hestamönnum.
Vignir Guðmundsson var karl-
menni á velli og í lund, meðan
hann hélt heilsu, enda vaskur
íþróttamaður á unga aldri; var
m.a. Islandsmeistari í svigi og
stökkmaður ágætur.
Vignir Guðmundsson var um
skeið ritstjóri tímaritsins Flug og
og sá oft um útgáfu ýmissa sér-
rita. Hann lét félagsmál til sín
taka, var m.a. formaður Varðar,
FUS á Akureyri, og Leikfélags
Akureyrar, eftirminnileg er t.d.
ágæt túlkun hans á hlutverki
Lenna í Mýs og menn. Auk þess
kom hann oft fram í umræðuþátt-
um og hélt erindi í útvarpið og sá
einu sinni um fastan þátt þar um
þjóðleg efni.
Vignir Guðmundsson var tvf-
kvæntur, en sleit samvistir við
konur sínar báðar. Með fyrri konu
sinni, önnu Pálu Sveinsdóttur
Bjarman, átti hann sex börn.
Sigrún, gift Philip Jenkins
píanóleikara; Guðbjörg, gift
Kristjáni Ármannssyni kaup-
félagsstjóra á Kópaskeri; Arn-
björg Guðrún, heitbundin Snorra
Baldurssyni frá Ytri Tjörnum;
Anna Pála, alin upp hjá móður-
bróður sfnum séra Jóni Bjarman;
Vignir.
Síðari kona Vignis var Berta
Snorradóttir, nú kaupkona í
Reykjavfk, og áttu þau einn
dreng, Snorra Vigni.
I einkalífi Vignis Guðmunds-
sonar skiptust á skin og skúrir.
Síðustu misserin átti hann við
mikla vanheilsu að stríða og erfið-
leika sem- hann bar ekki gæfu til
að sigrast á og kenndi ekki öðrum
um. Hann naut þá sem oftar Vfk-
ings bróður síns, en með þeim
voru óvenju miklir bróðurkær-
leikar og trúnaðartraust. Enginn
vafi er á því, að sfðasta æviskeiðið
varð Vigni léttbærara’ en ella
vegna nábýlis þeirra bræðra.
Eg kynntist Vigni Guðmunds-
syni, er ég réðst blaðamaður að
Morgunblaðinu 1961. Síðan höfð-
um við margt saman að sælda og
reyndi ég Vigni aldrei að öðru
en drenglyndi og óvenjulegri
hjálpsemi. Við, sem með honum
unnum við Morgunblaðið og Is-
lending, kveðjum nú góðan vin,
sem gott var að starfa með.
Ég votta nánustu ættingjum
samúð mina og minna við fráfall
Vignis Guðmundssonar. Megi
hann hvfla í friði.
Halldór Blöndal.
Kveðja frá blaðamönnum
Morgunblaðsins.
ÞAÐ snart okkur djúpt gamla
samstarfsmenn Vignis Guð-
mundssonar á Morgunblaðinu, er
við heyrðum Iát hans. Við sökn-
uðum hans, er hann hvarf frá
blaðinu fyrir rúmum tveimur
árum eftir tveggja áratuga sam-
starf sem fréttaritari og blaða-
maður — og vonuðum að sá tími
kæmi að hann slægist í hópinn að
nýju. En nú er hann allur, ungur
að árum, en hafði þó lifað við-
burðaríka ævi.
Vignir var hörkublaðamaður,
þegar bezt lét. Hann var fljótur að
átta sig á hlutunum og gekk að
starfi með dugnaði, hvort heldur
um var að ræða fréttaöflun eða
samtöl við fólk. Þekking hans á
landinu og helztu atvinnugrein-
unum kom honum þá í góðar
þarfir. Og ekki síður hitt, hve
auðvelt hann átti með að kynnast
fólki. I mörgum samtölum dró
hann fram svo skýra mynd af
viðmælanda sfnum, að lesandinn
sá hann ljóslifandi fyrir sér.
1 kringum Vigni var aldrei nein
lognmolla. Hann var alltaf hressi-
legur og óragur við að láta skoð-
anir sínar í ljós. Tók hann sér
gjarnan stöðu í fremstu víglínu,
þegar í hlut áttu málefni, sem
hann hafði sérstakan áhuga á. En
glaðastur var hann, þegar hann
komst útúr skarkala borgarinnar
og fékk notið töfra óbeizlaðrar
náttúru, þar sem hann réð sér
sjálfur, óbundinn og frjáls.
Það var gaman að vinna með
Vigni, þegar hann fékk notið sín.
Hæfileikar hans duldust engum.
Hann var hjálpsamur og hlýr og
góður samstarfsmaður. Þannig
viljum við, sem unnum með
honum, minnast hans — þannig
mun hann lifa í hugskoti okkar.
Nú að leiðarlokum sendum við
börnum hans og öðrum, sem sjá á
bak gömlum vini, hugheilar
samúðarkveðjur.