Morgunblaðið - 26.10.1974, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 26.10.1974, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 1974 21 umsjón: TRYGGVI GUNNARSSON Ársþing L.H. haldið um næstu helgi Helgina 2. og 3. nóvember n.k. verður haldið á Akureyri ársþing Landssambands hesta- mannafélaga. Þingið sækja rúmlega eitt hundrað fuiltrúar frá hinum ýmsu hestamanna- félögum f landinu. Að vanda verða mörg mál tekin til um- ræðu og nefndir þingsins munu starfa að einstökum málaflokk- um. Á þinginu flytur Þorkell Bjarnason, hrossaræktarráðu- nautur, erindi um Stóðhesta- stöðina, sem nýlega var sett á stofn á Litla-Hrauni. Þingið fer fram á Hótel KEA. Eins og áður sagði koma mörg mál til umræðu á þinginu og erfitt er að segja fyrir um hvaða mál þar ber hæst. Hér á eftir verður lauslega vikið að nokkrum málum, sem ofarlega eru á baugí meðal hestamanna. Fyrir nokkrum árum var tek- ið upp ný aðferð við að dæma gæðinga, svo nefndir spjalda- dómar. Aðferð þessi hefur þann kost, að áhorfendum gefst tækifæri til að fylgjast með þvf, hvað hestur hlýtur f einkumn fyrir hvert atriði. En þvf míður hefur skort mikið á, að störf dómara væru samræmd. Fyrir þarf að liggja nákvæm skil- greining á þvf, hvað hestur þarf að gera til að fá tiltekna ein- kunn. Þetta er þó ekki nóg, heldur verða dómarar að til- einka sér þennan samræmda dómstiga. Það er þvf nauðsyn- legt að auka fræðslu og þjálfun dómara. Um hvort rétt sé að halda áfram með að nota spjaldadómana skal ekki rætt hér aðsinni. Stöðugt fækkar starfandi söðlasmiðum f landinu en það leiðir af sér skort á reiðtygjum smfðuðum hér og sem verra er, að erfitt verður að fá gert við reiðtygi. Þetta mál hefur marg- sinnis verið rætt á vettvangi hestamanna og samþykktar um aþað ályktanir. En nú er nauð- synlegt að gera átak f þessum málum og mættu hestamenn hafa þar forystu um að þessi gamla iðngrein okkar legðist ekki niður. A sfðustu árum hefur áhugi hestamanna á aðild að íþrótta- hreyfingunni farið vaxandi og var hafinn töluverður undir- búningur að því á síðast liðnum vetri en þvf miður virðast for- ystumenn hestamanna hafa sofnað á verðinum og á Iþrótta- þingi nú í haust var samþykkt að vfsa inntöku hestamanna til milliþinganefndar. Þessi sam- þykkt getur haft það í för með sér, að málið verði ekki afgreitt fyrr en að tveimur árum liðn- um. Forystumenn íþróttahreyf- ingarinnar verða að gera sér grein fyrir, að ekki er hægt að taka mið af erlendum hestum og þeirra keppnisgreinum nema að litlu leyti. tslensk hestamennska byggir á öðrum — rúmlega 100 fulltrúar sækja þingið forsendum. Erlendis hefur reiðlistin og notkun hestsins mótast af notkun hans í hernaði mestmegnis en hér hefur hann verið þátttakandi í daglegu lífi fólksins og íslendingar hafa nýtt kosti hestsins sér til dægrastyttingar. I viðtali, sem Mbl. átti nýlega við þrjá forystumenní íslenskri hrossarækt, bentu þeir meðal annars á, að allt skipulag skorti á fræðslustarfsemi hesta- manna. Nokkrir reiðskólar hafa starfað bæði á vegum hesta- mannafélaga og einstaklinga en í flestum tilfellum hefur þar verið um að ræða að gefa börn- um og unglingum kost á að komast í tengsl við hesta. Það hefur viljað gleymast, að hesta- menn sjálfir þurfa fræðslu. Fá þarf hæfa menn úr röðum hestamanna og annarra til að skrifa leiðbeiningar um ýmis- legt, er lýtur að hestum og hestamennsku. Vaxandi fjöldi sækir nú í hestamennskuna og eru þar bæði ungir og aldnir. Þetta fólk þarf að eiga aðgang að hand- hægum upplýsingum við sitt hæfi. Ekki ósjaldan hafa hesta- menn rætt um hvort halda skuli áfram uppbyggingu á lands- mótsaðstöðu að Skógarhólum I Þingvallasveit. A sfðari árum hafa komið upp góð mótssvæði víðsvegar um landið sem vel gætu hýst landsmót. Og er landsmótið f sumar gott dæmi um slíkt. Við núverandi aðstæður, þ.e., að landsmótin eru haldin á f jög- urra ára fresti, geta hæglega liðið átta ár milli þess, að haldið sé landsmót í Skógarhólum. Því þarf í hvert skipti að leggja í mikinn kostnað við undirbún- ing. Blaðið hefur fengið staðfest, að á ársþingi L. H. um næstu helgi komi fram tillaga um að leggja Skógarhóla niður sem landsmótsstað en framvegis verði landsmótin haldin til skiptis á hinum ýmsu móts- svæðum hestamannafélaganna og þannig unnið að vexti og viðgangi mótssvæða, sem nýst gætu fyrir landsmót, fjórðungs- mót, héraðssýningar og kapp- reiðar. Hugmynd tillöguflytj- enda er ekki sú, að Landssam- band hestamannafélaga afsali sér Skólgarhólum, heldur verði þar í framtíðinni áningarstaður fyrir hestamenn á ferð. Mætti þá breyta núverandi aðstöðu með því að minnka girðingarn- ar og spara þannig viðhalds- kostnað. Fyrir nokkrum árum var samþykkt á ársþingi L.H., að menn skyldu aðeins starfa innan eins hestamannafélags sem virkir þátttakendur. Á liðnu sumri og áður hefur þótt bera á, að hestamenn skrái hesta sfna til þátttöku i gæð- ingakeppnum í fleiru en einu hestamannafélagi. Ekki verður því annað séð en setja verði ný og skýrari ákvæði um þetta. Mætti þar hafa í huga, að menn teldust virkir í því hestamanna- félagi, sem þeir kepptu fyrir eða innan, en óheimilt væri að keppa í nafni nema eins hesta- mannafélags. Ýmislegt er á döfinni í hrossakynbótum. I september sJ. var haldinn í Kiel í V-Þýzka- landi fundur á vegum Evrópu- sambands eigenda íslenska hestsins, þar sem rætt var um samræmt dómskerfi á ís- lenskum kynbótahrossum innan Evrópu. Af Islands hálfu sótti fundinn Þorkell Bjarna- son, hrossaræktarráðunautur. Verður nánar skýrt frá fund- inum að viku liðinni. I áðurnefndu viðtali, sem Mbl. átti við þrjá forsvarsmenn í íslenskri hrossarækt, var það skoðun þeirra, að ræktunin ætti áfram að vera í höndum fjöld- ans. Einnig bentu þeir á, að timi væri kominn til að endur- skoða dómskerfi kynbóta- hrossa. Það er þvi þörf á, að hinum fjölmörgu hestamönn- um, sem innan L.H. eru, gefist kostur á að koma fram með sínar hugmyndir og ábend- ingar. Það bendir því margt til þess, að kynbótamál verði ofar- lega á baugi á þessu ársþingi. Frá upphafi byggðar í land- inu hafa menn ferðast um landið á hestum og gera enn, þó í breyttri mynd sé. Víðsvegar um landið liggja gamlar hesta- slóðir en því miður eru þær sifellt að lokast vegna skurða og girðanga. Þegar vegaöldin hóf innreið sína færðust hesta- menn nær vegunum og með- fram flestum þjóðvegum mynduðust reiðgötur. En síðari ár hafa vegirnir verið breikk- aðir og vegarstæðið i sumum tilfellum flutt til. Oft hefur þá gleymst að hugsa fyrir umferð ríðandi manna. Samtök hesta- manna verða því í samvinnu við sveitarfélög og Vegagerð ríkis- ins að finna lausn á þessu vandamáli. Á s.l. sumri fóru stórir hópar hestamanna riðandi milli Suð- ur- og Norðurlands. Sem áning- arstaðir á f jöllum eru oft notað- ar girðingar við gangnamanna- kofana. Þetta hefur eðlilega vakið spurningar hjá bændum um afnot hestamanna af þess- um girðingum. Hestamenn verða að gera sér grein fyrir, að eins erfitt og er fyrir þá að vera á fjöllum I hagleysi, þá er enn verra fyrir gangnamenn að koma með hesta sína, oft í vondum veðrum, í girðingar þar sem ekki er stingandi strá. Ýmsir möguleikar virðast vera fyrir hendi til að leysa þennan vanda en til þess þarf samvinnu bænda og hestamanna. Vel væri hægt að hugsa sér, að hestamenn kæmu upp litlum girðingupi við áningarstaðina eða þeir bæru á áburð innan girðinga, sem fyrir hendi eru. Hér hefur eins og tekið var fram í upphafi aðeins litillega verið drepið á nokkur þeirra mála, sem til umræðu eru meðal hestamanna, en hafa skal í huga, að þetta er engan veginn tæmandi. t-g. Stóðið f Skagafirði kemur til byggða, Ljósm. Ragnar Tómasson. Sameiginlegur framhaldsfundur útvegsmannafélaga Suðurnesja, Hafnarfjarðar og Reykjavíkur, verður haldinn að Skiphóli Hafnarfirði í dag kl. 2 síðdegis. Stjórnir félaganna. Félag einstæðra foreldra auglýsir flóamarkað í dag að Hallveigarstöðum Opnað kl. 2. Ótrúlegt úrval af nýjum og notuð- um vörum: fatnaður, húsgögn, gjafavörur, búsáhöld, leikföng, jólakort og ótal margt fleira. Lukkupakkar á kl. 1 50. Allt á gjafverði. Stjórnin. _ _ _ SKIPAUTGCRB RIKISINS m/s Baldur fer frá Reykjavík þriðjudagirm 29. þ.m. til Breiðafjarðahafna. Vörumóttaka: mánudag og til hádegis á þriðjudag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.