Morgunblaðið - 26.10.1974, Side 22

Morgunblaðið - 26.10.1974, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. OKTÖBER 1974 — Ingvar Framhald af bls. 16 hæfileika og mannkosti þessa vinar míns, vegna þessara löngu og nánu kynna. A þeim árum sem Ingvar ólst upp var hér á landi mjög hörð lífsbarátta. Þjóðin var sem kunnugt er bændaþjóð á þessum tíma og þurftu menn að vinna hörðum höndum til þess að hafa í sig og á. Þessari baráttu kynntist Ingvar í uppvextinum og öðlaðist hann I uppeldinu hjá sínum vel- metnu og virtu foreldrum það. veganesti sem sjálfsagt hefir mót- að hann strax í upphafi og gert hefir hann að þeim afburðamanni sem hann er. Auðvitað hafa einnig komið hér til meðfæddir hæfileikar, miklir mannkostir og framúrskarandi dugnaður. Ungur að árum fer Ingvar til sjós og er þar í 19 ár, byrjar sem háseti og endar alveg á toppinum sem togaraskipstjóri. Þá fer hann í land og þá byrjar hans stór- brotni rekstur. Hann gerist út- gerðarmaður fiskiskipa, allt frá smærri bátum til togara. Kom honum hér að góðu haldi þekking hans á sjómennskunni og vil ég þá sérstaklega minnast þess að skilningur hans á starfi sjómanna og hve mikið hann metur þau störf, er sérstaklega einkennandi fyrir hann. Jafnframt útgerðinni byrjar Ingvar á vinnslu sjávarafurða, ýmist einn eða í félagi með öðr- um. Stofnar fleiri félög í þessu skyni. Var hér aðallega um að ræða fisksöltun, herzlu, frystingu, mjöl- og lýsisvinnslu og síldarsölt- un. Það yrði of langt mál hér, að geta nánar um öll þessi fyrirtæki Ingvars. Þau voru og eru staðsett hér i Reykjavík og einnig dreifð út um landið. Er ekki ofsagt að þar sem hann var f félagi með öðrum þá var vart nokkru ráði ráðið öðruvísi en hans ráð kæmu til. Myndarskapur er einkennandi þar sem hann kemur nálægt. Ekkert lát er á framkvæmdum Ingvars þó hann sé kominn þetta til ára, enda skyldi enginn halda sem sér hann og þekkir, að hann hafi náð þessum aldri. Stendur hann nú í þvf, ásamt tveimur sonum sfnum að byggja hér við Reykjavíkurhöfn stórt og glæsilegt hraðfrystihús, þar sem stuðst er við nýjustu og beztu tækni sem þekkist í þessari grein. Verður hraðfrystihús þetta þeim feðgum til mikils sóma og á áreiðanlega eftir að gera þjóð vorri mikið gagn. Vegna þeirra hæfileika sem hér að framan hefir verið drepið á, hefir verið sótzt mjög eftir að fá Ingvar til að taka sæti í stjórnum margskonar félaga, smáum og stórum. Vil ég aðeins nefna nokk- ur hér. Hann hef ir ýmist verið í eða er í stjórnum þessara félaga: Sjóvá- tryggingarfélagi Islands, Olíu- verzlun Islands, Eimskipafélagi tslands, Fiskifélagi Islands, Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna, Vinnuveitendasambandi tslands, Samlagi skreiðarframleiðenda, Hlutatryggingarsjóði og eitt sinn varafulltrúi í borgarstjórn. I fjölda annarra félaga hefir hann átt sæti í stjórnum. Eru hér t.d. ekki talin hans eigin fyrirtæki og eru þau mörg. I sfnum stórbrotna rekstri hefir Ingvar haft í þjónustu sinni fjölda fólks sem notið hefir góðs af starfsemi hans. Enginn maður getur náð góðum árangri í stjórn- un fyrirtækja, nema honum sé eðlislægt að koma vel fram við starfsfólk sitt, skilji þarfir þess og sérstaklega sé skilningsgóður og hjálpsamur við þá sem lítils mega sfn. Þetta er Ingvari gefið framar öðrum. Ég hefi veitt þvf eftirtekt í fari Ingvars, að hann tekur ekki fljót- ar ákvarðanir þegar um meiri- háttar mál er að ræða. Er þetta greinilegt merki um góða greind og glöggskyggni. Aftur á móti sér hann oftast kjarna hvers máls á undan öðrum. Þvf er það að tillög- ur hans til úrlausnar mála eru viðurkenndar viturlegar og fá því hljómgrunn. Þegar viðkvæm vandamál ber að höndum er oft erfitt um vik. Eiga þá gjarnan hlut að máli að- ilar sem menn ekki vilja særa, en óhjákvæmilegt er þó að taka á málum. Eitt sinn sagði góðkunningi Ingvars við mig, að engan mann þekkti hann, sem væri eins vel fær um að segja það sem þyrfti að segja í slíkum tilfellum, án þess að særa nokkurn. Þetta vil ég gera að mínum orðum. Það vekur líka sérstaka athygli, þegar Ingvar tekur til máls og leggur til mála, hve vel hann vegur og íhugar það sem hann segir. Þetta er viturra manna háttur. Ég get ekki skilið við þessar línur án þess að geta þess að sam- starf okkar Ingvars hefir aðallega verið í sambandi við rekstur síldar- og fiskimjölsverksmiðja og útgerð togara. I þessu starfi hefi ég notið hollráða Ingvars vinar míns í öll þessi ár og hafa þau verið mér ómetanleg stoð í starf- inu. Það fór ekki hjá þvf að slíkur maður sem Ingvar yrði gæfu- maður í vali eiginkonu. Hann kvæntist Aslaugu Jónsdóttur frá Hjarðarholtí Borgarfirði, frá- bærri ágætiskonu, sem bjó honum indælt heimili þar sem ríkti rausn, myndarskapur og indælt viðmót. Konu sína missti Ingvar fyrir nokkrum árum og var það honum mikill missir. Að lokum þetta: Þjóðin stendur í þakkarskuld við menn eins og Ingvar Vilhjálmsson. Starf hans hefir leitt svo margt gott af sér og velmegun þjóðanna er meir undir störfum slfkra manna komin en margan grunar. Ég veit að kunningjar og vinir Ingvar eru mér sammála um að hér er ekkert ofsagt og vona ég að þeir menn sem ekki þekkja til fái nokkra lýsingu á góðum manni og mikilhæfum. Ég óska vini minum Ingvari til hamingju með daginn og vona að við eigum eftir að starfa saman lengi enn á sama hátt og hingað til. Honum og skylduliði óska ég alls góðs í nútíð og framtíð. Jónas Jónsson. — Hvað er ... Framhald af bls. 15 litum haustsins, það gæti lfka verið sortulyng með rauðum berjum og grænum vetrar- greinum. Eitt þykjumst við vita með vissu, þetta er hinsta kveðjan frá landinu sjálfu, ef til vill frá þeim stað sem Jóni var kærastur í lífinu, eða frá þeim slóðum þar sem hann átti flest sín spor. En, hvað ég vildi sagt hafa — þegar sýnikennslu í blóma- skreytingum lauk var gert kaffihlé. Síðan hófst sýni- kennsla í matreiðslu nokkurra grænmetisrétta og tók þá Pálfna R. Kjartansdóttir við stjórninni. Við kölluðum nú ekki allt ömmu okkar, eftir að hafa horft á Ringelberg hinn hollenzka handleika blómin, en er til kom virtist Pálfna honum alveg jafnvíg á sínu sviði. En nú er mál að hætta þessu rabbi, ég verð að eftirláta öðr- um að skrifa um þá skemmti- legu og lærdómsrfku stund, sem við áttum þennan dag, í kennslueldhúsi Garðyrkjuskól- ans að Reykjum. Verst að nú get ég ekki mun- að, hvað þetta ágæta námskeið var kallað. „Sköpum fegurra og betra mannlff með hollum og gómsætum réttum og fögrum blómum“, það held ég gæti ver- ið réttnefni. Og vel sé þeim sem vilja vinna að blómamenningu og betra mataræði á Islandi. Ólöf D. Arnadóttir, Straumum ölfusi. Verkamenn Verkamenn óskast í byggingavinnu að Höfðabakka 9. Upplýsingar á vinnustað og í síma 83640. ‘ Vélvirkjar eða bifvélavirkjar Verktakafyrirtæki í nágrenni Reykjavíkur vill ráða vélvirkja eða bifvélavirkja vanan rafsuðu. Framtíðarvinna. Tilboð sendist Mbl. merkt: „6531", fyrir 2. nóv. Skipstjóri Skipstjóra vantar á skuttogara, sem gerð- ur er út frá stað úti á landi. Lysthafendur leggi nafn sitt og heimilisfang, ásamt símanúmeri inn á afgr. Mbl. merkt: „5357" fyrir 5. nóv. Tækniteiknari óskar eftir atvinnu frá og með 1. nóvem- ber eða síðar. Uppl. I síma 50902. Svæfingar- hjúkrunarkonur Staða svæfingarhjúkrunarkonu við Sjúkrahús Akraness er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 10. nóv. n.k. Sjúkrahús Akraness. Lausar stöður Við læknadeild Háskóla (slands eru eftirtaldar stöður lausar ti: umsóknar: Tvær dósentsstöður í lyflæknisfræði Dósentsstaða i handlæknisfræði Dósentsstaða í geislalæknisfræði Dósentsstaða í kvensjúkdóma- og fæðingafræði Dósentsstaða í barnasjúkdómafræði Lektorsstaða í geðlæknisfræði Stöður þessar eru allar hlutastöður og fer um veiting þeirra og tilhögun samkv. ákvæðum 2. gr. laga nr. 67/1972, um breyting á lögum nr. 84/1970, um Háskóla Islands, m.a. að því er varðar tengsl við sérfræðistörf utan háskólans. Gert er ráð fyrir, að væntanlegir kennarar hafi jafnframt starfsaðstöðu á sjúkrahúsum i Reykjavík. Umsóknarfrestur er til 25. nóvember n.k. Laun samkv. gildandi reglum um launakjör dósenta/lektora í hlutastöðum í læknadeild i samræmi við kennslumagn. Umsækjendur um framangreindar stöður skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um visindastörf þau, er þeir hafa unnið, ritsmíðar og rannsóknir, svo og námsferil sinn og störf. Menntamálaráðuneytið, 22. október 1974. Skrifstofustúlka óskast til starfa á lögfræðiskrifstofu. Vél- ritunar- og bókhaldskunnátta nauðsynleg. Upplýsingar á skrifstofu okkar næstu daga, kl. 1 6.00 — 1 7.00. Ragnar Jónsson, hrl. Gústaf Þór Tryggvason, hd/. Hverfisgötu 14, Reykjavík. Ritari Ráðgjafafyrirtæki óskar að ráða ritara til starfa við vélritun á skýrslum, bókhald og töfluvinnu. Æskilegt er að umsækjendur hafi gott vald á íslenzku og ensku og geti unnið sjálfstætt. Skriflegar umsóknir skulu lagðar inn á afgreiðslu blaðsins merktar „6744" fyrir 5. nóvember n.k. Lögglærður fulltrúi Sýslumannsembættinu í Suður-Múla- sýslu á Eskifirði vantar löglærðan fulltrúa. Laun samkv. kjarasamningum ríkisstarfs- manna. Gott húsnæði til staðar. AHar upplýsingar varðandi starfið veitir undirritaður, sími 97-6231. Sýslumaðurinn í Suður-Múlasýs/u, Bæjarfógetinn á Eskifirði. Sendisveinn Á vélhjóli óskast, hálfan eða allan daginn. Uppl. í síma 81 335. Sendisveinn Sendisveinn óskast til starfa hálfan dag- inn. Umsókn merkt „Sendisveinn" sendist af- greiðslu blaðsins fyrir 30. okt. n.k. Aukavinna — Vesturbær. Óskum eftir barngóðri stúlku eða konu, til að vera á heimili okkar kl. 1 5.30 — 1 8.30 fimm daga vikunnar og taka á móti þremur börnum úr skóla. Vel kemur til greina að tvær skipti starfinu á milli sín. Laun eftir samkomulagi. Simi 16147. Skrifstofustarf Óskum að ráða röska stúlku til starfa á skrifstofu okkar. Vélritunarkunnátta nauð- synleg. Upplýsingar ekki gefnar í síma. Sigurður E/íasson h. f., Auðbrekku 52, Kópavogi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.