Morgunblaðið - 26.10.1974, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 1974
23
FYRIR UNGU STULKURNAR
Alls konar bolir hafa verið í
tízku undanfarin ár. Enn
virðist þessi tízka halda velli,
og það nýjasta er að skreyta
bolinn með hnöppum, sem eru
saumaðir á þétt í hálsmálið,
framan á ermunum, í hliðunum
og að neðan. Þetta er ef til vill
dálftið seinlegt verk, en í
staðinn fáum við gerbreytta og
sem nýja flík.
Þessi skyrtublússa er frá
London. Með breiðum borða
getum við breytt skyrtublúss-
unni eins og sést á myndinni.
Einnig má skreyta blússuna
með því að sauma borða á krag-
ann, eða framan á ermar. Á
sama hátt má lífga upp á sfð-
buxurnar með þvf að sauma
borða neðan í þær, eins og mjög
er í tfzku um þessar mundir.
Margar hafa líka skreytt bux-
urnar með alls konar útsaumi
og er það þá venjulega haft í
öllum regnbogans litum.
Skólafötin
á börnin
Hér sjáum við fall-
eg og hlýleg skólaföt
á börnin. Til vinstri
eru köflóttar síð-
buxur með breiðu
belti, rúllukraga-
peysa með. Til
hægri eru einlitar
buxur, rúllukraga-
peysa með.
SNYRTINGIN í VETUR
Snyrtisérfræðingur nokkur franskur, Pier Augé að nafni, hefur
komið fram með nýja snyrtingu fyrir veturinn.
Litirnir eru mildir og bjartir, plómu- og aprikósulitur á púðrinu,
mandarfnuiitur og rauðleitir litir á augnskuggunum, appelsfnu-
gulur og rauður litur á kinnalitnum og varirnar eiga að vera
plómulitar.
Leikfimi.
Mjaðmirnar hafa löngum reynzt mörgum konum áhyggjuefni, og
þá einkum þeim, sem af náttúrunnar hendi eru breiðvaxnar. Þetta
áhyggjuefni hefur orðið enn meira áberandi hin sfðari ár, þegar
næstum hver einasta kona klæðist sfðbuxum, hvernig svo sem hún
er f laginu. Leikfimissérfræðingar okkar telja okkur þó trú um, að
þetta vandamál megi leysa með réttum leikfimisæfingum.
Aðalatriðið er, að vöxturinn samsvari sér, að barmur og mjaðmir
séu nokkurn veginn jafnbreið. Hér birtum við myndir af æfingum,
sem eiga að bæta vöxtinn.
Leggizt á fjóra fætur á gólfið með beina handleggi, lófana f gólfið,
bakið beint, horfið fram. Lyftið nú hægri fæti og teygið eins langt
aftur og þið getið (Mynd 1). Beygið nú hægri fótinn, setjið hann
fram fyrir án þess að hann komi við barminn. Setjizt nú á hælinn á
vinstra fæti, beint bak, horfið fram (Mynd 2).
Endurtakið þessa æfingu tfu sinnum með hægra fæti, áður en
byrjað er með vinstra fæti, sem sfðan er endurtekið tfu sinnum.
Sem sagt, góð æfing fyrir mjaðmirnar.
Tómstundmtarf að hausti
Það er ýmislegt, sem við
getum fundið úti f náttúrunni,
þó komið sé haust og gróður að
nokkru fallinn, sem gæti orðið
hin skemmtilegustu viðfangs-
efni við föndurgerð. Blómin
eru að vfsu fölnuð, en lauf
trjánna standa enn vfða eða eru
nýfallin og heilleg. Steina má
tfna eins lengi og jörð er auð og
sama er með söfnun skelja.
Auðvitað er skemmtilegra að
gera allt slfkt f góðu veðri og
þvf sjálfsagt að reyna að velja
sér slfkan dag, ef hægt er.
Skeljar og kuðungar eru
ákaflega skemmtilegt viðfangs-
efni og hægt að gera við það
fleira en að Ifma á kassa. Má
t.d. nefna óróa eða veggskreyt-
ingu eða jafnvel litla borð-
plötu, sem þyrfti þá að setja
gler yfir. Ekki er ólfklegt, að
hægt væri að gera það f handa-
vinnu f skólanum.
Hér eru nokkur sýnishorn,
rétt til að gefa hugmynd.
Þurrkuð lauf, plöntur og grös notuð til að punta smáöskjur eða
slfkt. Plönturnar lfmdar á og sfðan er gott að lakka yfir með glæru
lakki.
Ódýr glerkrús, sem f er sett
þang, steinar, sandur og smá-
skeljar til skrauts.
Matmiklar súpur
Það er alltaf gott aS fá heita
súpu I matinn, ekki slzt þegar
tekur að kólna i veðri. Hér eru
tvær súpuuppskriftir. sem ættu að
henta sérlega vel til hádegis-
verðar, t.d. þar sem börnin koma
heim á misjöfnum trma og þarf að
borða í mörgum „hollum". Það er
tiltölulega auðvelt að halda súpu
heitri í lengri tíma.
Grænmetissúpa:
1 kg kartöflur, dálitið selleri
4 gulrætur, 4 púrrur
(ef vill lárberjalauf, timian).
Grænmetið skorið smátt, og
aðeins látið í pott með smjörliki í.
Siðan er 1 litra af vatni hellt yfir
og látið sjóða þar til grænmetið er
meyrt. Síðan er grænmetið stapp-
að með stappara eða gegnum
sigti, siðan hrært upp með súp-
unni og bætt í dálitilli mjólk, salti
og pipar eftir smekk (og ef vill
persille eða graslauk). Og súpan
er tilbúin.
Veggmynd. Spónaplata 10 mm
þykk, rammalistar 10 mm á
breidd og þykkt. Málað með
hvftri plastmálningu. Skeljar
og kuðungar Ifmt á.
Stórkostlega súpan.
Smábiti af svinafleski, bacon
eða öðru skorið í smáræmur.
Tveir stórir laukar skornir í þunnar
sneiðar.
Þrjár púrrur og fjórar stórar gul-
rætur skornar í þunnar sneiðar,
dálítið selleri rifið gróft.
Smjörliki sett i pott og kjötið og
allt grænmetið brúnað i.
Bragðbætt með salti, pipar og
dálftilli papriku. Siðan er hellt
sjóðandi vatni yfir þannig að það
hylji vel. Tvær stórar kartöflur (án
hýðis) skornar i smábita og bætt
út i, látnar sjóða með. þar til allt
er meyrt, u.þ.b. 1 klst. Kryddað að
smekk. áður en borið er fram.