Morgunblaðið - 26.10.1974, Page 27

Morgunblaðið - 26.10.1974, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 1974 27 Laxness á fjölm asta blaðamani fundi einstakl- ings í Þrándhei 0 „Glataður er sá rithöfundur, sem fær Nóbelsverðlaunin. Enginn nennir að lesa bækur hans eftir það. Sjáifur seldi ég þúsundvfs af bókum til þess dags, sem ég fékk þessi áhrifa- lausu verðlaun. Eftir það dró heldur úr siilunni. Maður hefur ekkert annað en óþægindi af þessum verðlaunum, — burtséð frá peningunum, sem ég man ekki einu sinni lengur til hvers ég notaði. Nei f Nóbelsverð- launin langar engan f dag.“ 0 Þessi orð hefur Þrándheims- blaðið Addressavisen eftir Halldóri Laxness, en fyrir frumsýninguna á Kristnihaldi undir jökli hjá Tröndelag Teater föstudaginn 18. október var haldinn blaðamannafundur með rithöfundinum, sem blaðið segir, að hafi verið sá fjölsótt- asti, sem nokkur „velþekkt per- sóna hefur verið heiðruð með f Þrándheimi". Mættu þar bæði blaðamenn staðarblaðanna og Óslóarblaðanna, svo og frétta- menn útvarps og sjónvarps, er þar voru flutt viðtöl við Lax ness. Á blaðamannafundinum „þar sem Laxness keðjureykt vindla af áberandi stærðar flokki", segir blaðið að skáldic hafi orðið meir og meir undr andi á túlkunum manna ; skáldsögunni og leikritini Kristnihald undir jökli. „Ég fei að halda, að þeir, sem lesa séi miklu gáfaðri en höfundurinn sjálfur, því að ég verð stöðugt forviða vegna allra þessara há- fleygu túlkana, sem margir leggja f bækur mfnar.“ Aðspurður um ástæðuna fyrir því, að aðalkvenpersóna leik- ritsins endurfæðist í fisklíki, svaraði Laxness: „Sennilega vegna þess, að það er svo mikið af laxi í þeim héruðum sem eru sögusviðið.“ Um trúmál segir Laxness m.a.:„Kaþólikki— jú, víst er ég það. En á 72. aldursári vil ég ákveðið færast undan að segja Laxness á blaðamannafundinum f Þrándheimi: „Eg á mér ekkert lffsviðhorf, bara minn litla skilning svo lengi sem hann varir.“ Myndin birtist f Addressavisen. nokkuð um lífsviðhorf. Sjálfur hef ég ekkert. Ég hef aðeins minn litla skilning, svo lengi sem hann varir.“ Halldór Laxness kom einnig fram á svonefndu „Menningar- kvöldi“ Kennaraháskólans f Þrándheimi, að því er frá er sagt í staðarblöðum, en þessi kvöld eru að verða föst menn- ingarhefð í borginni. Var þetta menningarkvöld tileinkað ís- landi, og kom þar einnig fram Rut Magnúsdóttir og söng lög íslenzkra höfunda. Flutt voru sýnishorn íslenzks skáldskapar í norskri þýðingu, m.a. las leik- konan Inger Worren kafla úr skáldsögum Laxness. Þá flutti Ivar Eskeland erindi um ísland sem nefndist „I upphafi var Island og orðið“. Norræn kvöldvaka NORRÆNA félagið f Kópavogi efnir til kvöldvöku sunnudaginn 27. þ.m. kl. 20.30 f Þinghól á Alfhólsvegi 11. Maj Britt Imnander, forstjóri Norræna hússins, kynnir þar tvo landa sína sem nýlega hafa hlotið Nóbelsverðlaun i bókmenntum, þá Eyvind Johnson og Harry Martinson. Kór Menntaskólans við Hamrahlíð syngur undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur og loks verður sýnd undurfögur ný kvikmynd Ósvalds Knudsens um Surtseyjargosið og kviknun nýs lífs á eyjunni. I sumar kaus félagið fyrsta heiðursfélaga sinn — frú Þor- björgu Halldórs frá Höfnum, sem átt hafði sæti í stjórninni frá upp- hafi, oftast sem gjaldkeri. Frú Þorbjörg varð sjötug á liðnu sumri. Þá hefur félagið í undir- búningi ritgerðasamkeppni meðal skólabarna um kynningu á vina- bæjum Kópavogs, sem eru nú alls sex talsins frá öllum Norðurlönd- um að Færeyjum og Álandseyjum meðtöldum. Stjórn félagsins skipa nú: Hjálmar Ólafsson formaður, Gunnar Guðmundsson varafor- maður, Ragnheiður Tryggvadóttir gjaldkeri, Þórður Magnússon rit- ari, Solveig Runólfsdóttir með- stjórnandi. Guðmundur Sigurjónsson teflir fjöltefli í Kópavogi GUÐMUNDUR Sigurjónsson skákmeistari teflir fjöltefli n.k. þriðjudagskvöld kl. 20 f Félags- heimili Kópavogs, efri sal. Tóm- stundaráð Kópavogs stendur fvrir fjöltefli þessu. Er ekki að efa að marga fýsi að etja kapp við skák- meistarann eftir hina frábæru frammistöðu hans á skákmótinu á Costa Brava nú eigi alls fyrir löngu. Skákáhugi hefur verið mikill í Kópavogi undanfarin ár. Tóm- stundaráð hefur haldið námskeið Skagfirðingar minnast séra Hallgríms Mælifelli — 23. október. NÆSTKOMANDI sunnudag verð- ur 3ja alda ártfðar sr. Hallgrfms Péturssonar minnst við guðsþjón- ustugerðir f Glaumbæ og á Mæli- felli, Rfp f Hegranesi og Hofi á Höfðaströnd. Hefjast messurnar klukkan tvö nema á Mælifelli kl. 4. Séra Hallgrímur var sem þjóð veit Skagfirðingur að ætt óg upp- runa, fæddur I Gröf á Höfða- strönd 1614, alin upp þar og á Hólum, en þangað fluttust for- eldrar hans, er hann var f bernsku. Að sjálfsögðu má gera ráð fyrir mikilli kirkjusókn f minningu hans í héraðinu. —Sr. Ágúst. 440 lestir fyrir 14,2 millj. kr. SJÖ sfldveiðiskip seldu samtals 440 lestir af sfld f Danmörku í gær fyrir 14.2 millj. kr. Meðal- verð gærdagsins var kr. 33. Skipin, sem seldu, voru þessi: Skírnir AK fyrir 1.9 millj. kr., Jón Garðar GK fyrir 2.7 millj. kr., Jón Finnsson GK fyrir 1.5 millj. kr., Grímseyingur GK fyrir 1.8 millj. kr., Arsæll GK fyrir 1.1 millj. kr., Keflvíkingur KE fyrir 2.3 millj. kr. og Þorsteinn RE fyrir 2.9 millj. kr. bæði i barna- og gagnfræðaskól- um bæjarins á hverjum vetri. Ennfremur hefur farið fram skákkeppni milli barnaskólanna og önnur milli gagnfræðaskól- anna þar sem keppt er um farand- bikara. Nú er í þann veginn að hefjast 6 vikna skáknámskeið í barnaskól- unum. Leiðbeinendur á því nám- skeiði verða skákmennirnir Bragi Kristjánsson, Gunnar Gunnarsson og Jón Pálsson. Taflfélag Kópavogs tekur þátt í deildarkeppni skáksambandsins og hefur þar forustu eftir 1. um- ferð eftir sigur yfir Hreyfli 17V4 — 2'A. I sveit taflfélagsins er harðsnúið lið kunnra skákmanna og má þar nefna Jónas Þorvalds- son, Jón Pálsson, Júlíus Friðjóns- son, Björn Halldórsson, Áskel örn Kárason og Guðlaugu Þor- steinsdóttur. Teflt er heima og heiman og fer keppnin í Kópavogi fram i hús- næði félagsmálastofnunarinnar, Álfhólsvegi 32, Þar fara æfingar félagsins einnig fram á fimmtu- dagskvöldum. Lausn skipstjórans Hentugasti ayptarmælirinn fyrir 10—40 tonna báta, 8 skalar niður á 720 m dýpi, skiptanleg botnlina, er greinir fisk frá botni. Dýpislína og venjuleg botnlína, kasetta með 6" þurrpappír, sem má tvínota. SIMRAD Bræðraborgarstíg 1, s. 14135 — 14340. kominn tími til að ,,hinn þögli meirihluti" láti ekki fámenna klíku traðka á sér lengur. Nú höfum við tækifæri til að mótmæla lélegu sjónvarpsefni og lokun Keflavíkursjónvarpsins með undirskrift okkar Hvað verður okkur bannað nœst? Við skorum á alla frjálsthugsandi íslendinga, að skrifa undir lista frjálsrar menningar strax í dag. Vanti yður lista “ eða viljið þér styrkja söfnunina, þá hafið samband við Frjálsa menningu, Skipholti 37, sími 85670 OPIÐALLADAGA Frjáls' menning

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.