Morgunblaðið - 19.11.1974, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. NOVEMBER 1974
Magnús Torfi átti
ekki að vera með
í RÆÐU, sem Gylfi Þ. Gíslason,
formaöur þingflokks Alþýöu-
flokksins, hélt viö setningu
flokksþingsins sl. föstudag,
greindi hann frá þvi, að ekki
heföi verið fyrirhugað, aö Samtök
frjálslyndra og vinstri manna
ættu aðild að þeirri vinstri stjórn,
sem Ólafur Jóhannesson reyndi
að mynda sl. sumar. En Samtökin
tóku þátt i stjórnarmyndunarvið
ræðunum ásamt framsóknar-
Síldveiði
Höfn, Hornafirði, 18. nóv.
1 GÆR fengu eftirtaldir bátar
sfld: Vísir 21 tunnu, Jóhannes
Gunnar 22 tunnur, Anna 85 tunn-
ur og Sigurvon 81 tunnu. 1 dag
fengu Vfsir 104 tunnur, Jóhannes
Gunnar 60 til 70 tunnur, Anna
100 tunnur, Steinunn 70 tunnur
og Akurey 89 tunnur. — Elfas.
og
flokknum, Alþýðuflokknum
Alþýðubandalaginu.
Orðrétt sagði Gylfi Þ. Gíslason
um þetta atriði: „Rétt er að það
komi Iika fram hér, að ekki er
fyrirhugað, að Samtök frjáls-
lyndra og vinstri manna ættu
beina aðild að nýrri ríkisstjórn
undir forsæti Öiafs Jóhannesson-
ar, ef mynduð yrði. Ástæðan var
sú, að Samtökin höfðu sundrast
fyrir kosningar og hluti þeirra
tekið saman við hópa úr Fram-
sóknarflokknum, sem sagt höfðu
skilið við hann og beitt sér mjög
gegn honum i kosningunum.
Þrátt fyrir samvinnu leifanna af
Samtökunum og hreyfingarinnar,
sem kenndi sig við Möðruvelli,
galt þetta kosningabandalag mik-
ið afhroð i kosningunum. A hinn
bóginn var gert ráð fyrir, að þing-
menn samtakanna hlytu að styðja
rikisstjórn, sem Ólafur Jóhannes-
son myndaði, ef tilraun hans tæk-
ist.“
Tveir menn í gæzluvarðhaldi:
Hafa játað að hafa
stolið 7 hrossum
TVEIR menn sitja nú f gæzlu-
varðhaldi í Hafnarfirði vegna
hrossaþjófnaða. Hafa þeir játað
að hafa stolið 7 hrossum, en grun-
ur leikur á, að þeir hafi jafnvel
fleiri hrossaþjófnaði á samvizk-
unni. Rannsóknarlögreglan f
Hafnarfirði vinnur að rannsókn
þessa máls, og hefur hún fengið
vitneskju um hvarf 25—30 hrossa
á Suð-Vesturlandi sl. 2 ár. Er nú f
rannsókn hvort mennirnir eru
valdir að hvarfi fleiri eða færri
Jón Kristinsson skák-
meistari Islands 1974
Vinningar í skyndihapp-
drœtti Sjál/stœðisfíokksins
SL. laugardagskvöld var dregið
f skyndihappdrætti Sjálfstæðis-
flokksins hjá borgarfógetanum
f Reykjavík.
Upp komu eftirtalin
vinningsnúmer:
48007 Toyota Carina 1600
4368 Lynx útvarpstæki
kassettu.
10398 Lynx
kassettu,
10451 Lynx
kassettu,
12700 Lynx
kassettu
18249 Lynx
kassettu,
með
útvarpstæki með
útvarpstæki með
útvarpstæki með
útvarpstæki með
22772 Lynx
kassettu,
31307 Lynx
kassettu,
33264 Lynx
kassettu,
45458 Lynx
kassettu,
57381 Lynx
kassettu.
útvarpstæki með
útvarpstæki með
útvarpstæki með
útvarpstæki með
útvarpstæki með
Eigendur ofantaldra vinn-
ingsmiða framvfsi þeim í
skrifstofu Sjálfstæðisflokksins,
Laufásvegi 46 Reykjavík.
(Birt án ábyrgðar).
JÓN Kristinsson varð skák-
meistari Islands árið 1974 og er
þetta annað sinn, sem Jón vinnur
titilinn. Hann vann hann fyrst
1971. Jón þreytti einvígi við
Ingvar Asmundsson um titilinn
og skildu þeir jafnir, hlutu báðir
tvo vinninga og vann Jón titilinn
á hlutkesti. Á lslandsþinginu um
sfðastliðna páska urðu Jón og
Ingvar jafnir, báðir með 8,5 vinn-
inga.
Jón sagði i viðtali við Mbl. að
þetta fjögurra skáka einvígi hefði
verið nokkuð jafnt og teflt hefði
verið af hörku. Allar skákirnar
hefðu farið í bið. Hann kvað ein-
vígið hafa tafizt og þar eð langt
hafi verið um liðið frá því er það
átti að fara fram, hafi áhugi á því
dofnað. Því hafi verið ákveðið
fyrirfram, að skákirnar yrðu að-
eins fjórar og ef keppendur þá
yrðu jafnir, réði hlutkesti. Venju-
legast kvað Jón sex skákir i slíku
einvígi.
Ingvar Ásmundsson vann
fyrstu skák einvígisins, önnur
varð jafntefli, en hina þriðju
vann Jón og fjórða skákin varð
jafntefli. Þegar þannig var komið
bauð skákstjórinn Hermann
Ragnarsson keppendum að draga
milli tveggja umslaga. í öðru stóð
„Skákmeistari Islands 1974“, en
hitt var tómt. Ingvar Ásmundsson
dró tóma umslagið.
Ingvar Ásmundsson tefldi sams
konar einvígi í fyrra um islands-
meistaratitilinn í skák við Ólaf
Magnússon, sem vann það einvigi,
fékk 4 vinninga, en Ingvar 2.
Verðlaunaafhending fer fram
1. desember næstkomandi í sam-
komusal Hreyfils við Grensásveg,
en þá fer fram um leið loka-
umferð i deildakeppni Skáksam-
bands islands með öllum þátt-
takendum.
Karpov-Korchnoj-einvíglð:
Urslitaskákin tefld í gær
Eldri mjólk
um helgar?
MJÓLKURSAMSALAN hefur
sótt um það til heilbrigðisyfir-
valda í Reykjavík að fá að selja
mjólk, sem pakkað er 1 pappa-
hyrnur, einum degi síðar en
reglugerð hefur kveðið á um
hingað til. Leyfilegt hefur verið
að selja mjólk tveimur dögum
eftir pökkun rúmhelga daga og
þremur dögum eftir pökkun eftir
helgar. Sótt er um fjóra daga um
heigar.
Oddur Helgason, sölustjóri
Mjólkursamsölunnar, sagði að
vandamál hefðu orðið vegna
laugardagslokunar i sumar og
þyrfti því að fá þessari reglugerð
breytt. Inn í kjarasamninga hafi
verið sett það ákvæði að mjólkur-
búóir yrðu lokaðar á laugardög-
um og hefði þessi ákvörðun verið
tekin án samráðs við borgar-
læknisembættið. Mál þetta hefur
enn ekki verið afgreitt endanlega.
I GÆRKVÖLDI var tefld úrslita-
skákin að margra dómi f einvfg-
inu milli Karpovs og Korchnojs í
Moskvu. Þegar til þessarar skákar
kom hafði Karpov 3 vinninga, en
Korchnoj 2. Hinn sfðarnefndi átti
að hafa hvftt og var því sýnt að
hann myndi tefla mjög stfft til
vinnings, ef hann átti að eiga
nokkra möguleika f rétt til áskor-
unar á heimsmeistarann Robert
Fischer. I sfðustu skák einvfgis-
ins hefur því Karpov hvftt.
Morgunblaðið leitaði f gær álits
nokkurra íslenzkra skáksérfræð-
inga á einvíginu, en taka ber
fram, að rætt var við þá áður en
úrslit voru kunn í skákinni, sem
tefld var í gærkvöldi eins og raun-
ar kemur fram í umsögn þeirra.
Jón Kristinsson, sem nýlega er
orðinn íslandsmeistari f skák
sagði, að Karpov væri að visu með
einn vinning yfir Korchnoj og
ætti því Karpov mun meiri mögu-
leika. Hins vegar sagði Jón: „Ég
er ekki viss nema Korchnoj takist
að jafna metin, þótt það hljóti
óneitanlega að vera erfítt að
vinna upp einn vinning i aðeins
tveimur skákum, sem eftir eru.“
Jón sagðist hafa á hvorugum
þessara keppenda mikla trú, er
þeir mættu núverandi heims-
meistara, ef Fischer væri jafn-
sterkur og hann var í Reykjavík
um árið.
Friðrik Ölafsson stórmeistari
sagði að hann hefði í upphafi
búizt við því að Karpov ynni eða
þá að viðureign þeirra lyktaði
með jafntefli og síðari möguleik-
inn væri nú ef til vill orðinn lik-
legri sérstaklega eftir að Karpov
Ógæftir
Siglufirði, 18. nóvember
ÓGÆFTIR voru hjá Siglufjarðar-
bátum í síðustu viku. Aðeins tveir
bátar fengu afla, Tjaldur 7,5 tonn
og Sæunn 4 tonn.
Þá skal þess getið, að 11 giftar
konur vinna hér við beitningu, en
áður hafði verið skýrt frá því, að
einsdæmi væri, að konurynnu við
beitingu í Bolungarvík.
— Matthfas.
fór að tapa og er hann greinilega
orðinn þreyttur — sagði Friðrik.
„Mér finnst ólíklegt," sagði
Friðrik Ólafsson, „að Korchnoj
vinni báðar skákirnar, en hugsan-
lega gæti hann unnið aðra.
Áreiðanlega verður Korchnoj
harður á endasprettinum og því
getur maður kannski gefið honum
herzlumuninn í lokaátökunum." >
Friðrik sagði að hann teldi að
Karpov yrði harðari af sér en
Korchnoj gegn Fischer — ef
Karpov ynnist tími til góðs undir-
búnings. Korchnoj kvað hann
mistækari og ef til vill siður
heppilegan sem keppinaut
Fischers. Úthald Karpovs væri og
vandamál. „Mér finnst ólíklegt að
þessum mönnum tækist að sigra
Fischer, ef hann er í svipuðu
formi og hann var síðast. Menn
reikna með því að Fischer sé það,
þar eð hann virðist ekki þurfa að
tefla til þess að halda sér í
æfingu, skák er hans daglega líf.
Guðmundur Sigurjónsson sagði
f gær að hann gerði ráð fyrir því
að Karpov ynni einvígið, þótt
hagur Korchnojs hefði vissulega
vænkað að undanförnu og ætti
hann því möguleika. Hvor þeirra
Rússanna, sem ynni einvígið, þá
sagðist Guðmundur telja, að Fis»
her ynni einvígi um heimsmeist-
aratitilinn. Þó kvað hann Karpov
áreiðanlega vera óþægilegri and-
stæðing fyrir Fischer, þar sem
hann þekkti Karpov lítið en gjör-
þekkti aftur á móti Korchnoj.
þessara hrossa, eða hvort hvarf
þeirra eigi sér einhverja aðrar
orsakir. Mennirnir tveir hafa
verið úrskurðaðir f allt að 30 daga
gæzluvarðhald á meðan rannsókn
málsins stendur yfir. Annar
þeirra er úr Reykjavfk, hinn af
Kjalarnesi.
Upp komst um mennina fyrir
nokkru, þegar þeir komu til
Hvammstanga og buðu sláturhús-
inu þar 3 hesta til slátrunar.
Þóttu ferðir þeirra dularfullar, og
varð fátt um svör þegar óskað var
eftir nánari upplýsingum um
hestana. Við yfirheyrslur játuðu
mennirnir, að hafa stolið hestun-
um. Hafa þeir siðan verið í stöð-
ugum yfirheyrslum hjá rannsókn-
arlögreglunni í Hafnarfirði, og
hafa þeir játað á sig þjófnaði á
fjórum hestum til viðbótar.
Tveimur þeirra voru þeir búnir
að slátra. Gerðu þeir það sjálfir i
Hafnarfirði. Hinir hestarnir tveir
munu vera á lífi, en ekki geta þeir
félagar bent á hvar þeir eru
niðurkomnir nú. Hestarnir þrír,
sem boðnir voru til sölu á
Hvammstanga eru allir komnir i
leitirnar.
Olíuleki með
skrúfuás
ÞEGAR verið var að lesta frosinn
fisk um borð f Brúarfoss, þar sem
skipið var statt á Raufarhöfn í
gær, kom skyndilega í ljós að olía
lak um stefnisrör, þar sem
skrúfuásinn liggur um og aftur
úr skipinu. Leikur ásinn þar um
og er lokaður af með pakkningum
bæði að innan og utan. Er olíu
dælt 1 rörið.
Ytri pakkningin hefur bilað og
kom það í ljós er kafari hafði
farið niður og skoðað hvað lekan-
um olli. Hefur vír farið í pakkn-
inguna og skemmt hana. Sagði
Viggó Maack skipaverkfræðingur
Eimskips f gær, að vonandi væri
ekki um alvarlega bilun að ræða
og myndi skipið koma til Reykja-
víkur þar sem reynt verður til að
lagfæra bilunina.
Brúarfoss er eitt frystiskipa
Eimskipafélagsins og var að lesta
frystan fisk til Bandarikjanna,
svo og ost.
Höfuðkúpubrot-
inn eftir slys
GANGBRAUTARSLYS varð á
Hringbraut um klukkan 18 1 gær,
gegnt Smáragötu. 76 ára gamall
maður frá Stokkseyri var á leið
yfir Hringbrautina að Umferðar-
miðstöðinni, þar sem hann ætlaði
að taka sér far með áætlunarbif-
reið. Var hann rétt kominn út á
gangbrautina þegar hann lenti
fyrir bfl.
Maðurinn var fluttur í slysa-
deild Borgarspftalans, en sfðan 1
gjörgæzludeild. Er Mbl. spurðist
þar fyrir ui hann f gærkvöldi
leið honum ei ir aðstæðum og var
með meðvitund. Hann var höfuð-
kúpubrotinn, handlcggsbrotinn
og fótbrotinn.
Mótmælir ályktun Heimdallar
Fjögur reykvfsk ungmenni efndu til hlutaveltu nýlega til
styrktar Hjálparstofnun kirkjunnar. Söfnuðu þau samtals 7.259
krónum og var myndin tekin, þegar börnin afhentu fjárhæðina.
A myndinni eru: Jórunn Halldórsdóttir, Guðmundfna Kolbeins-
dóttir, Kristinn Hallbergsson og Guðmundur Hallbergsson.
MORGUNBLAÐINU hefur borizt
eftirfarandi athugasemd frá
Lindu Rós Michalesdóitur, sem á
sæti í stjórn Heimdallar:
„Vegna ályktunar þeirrar, er
birtist í Mbl. þann 15. þ.m. frá
stjórn Heimdallar, vil ég taka
eftirfarandi fram. Ég var ekki
viðstödd fundinn, er tillaga þessi
var borin undir atkvæði.
Ég er í einu og öllu mótfallin
þvf, að samið verði við V-Þjóð-
verja á grundvelli tillagna þeirra,
er komið hafa frá þeim. Ég lýsi
mig því undanþegna allri ábyrgð
á ályktanargerð þessari."
Virðingarfyllst,
Linda Rós Michaelsdóttir.