Morgunblaðið - 19.11.1974, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. NÖVEMBER 1974
7
Á hálum ís
UM STUND leit helst út fyrir
að þýski rithöfundurinn Max
von der Grún ætlaði að verða
ókvæða við er hann var
spurður „hverjir læsu bækur
hans" og svarið kom loks
með nokkrum þjósti, aðeins
eitt orð: „lesendur". Max von
der Grún er kunnur ! heima-
landi sínu, VestupÞýska-
landi, sem „verklýðs (arbeit-
er) skáld" og fyrir spvrjand-
anum, íslenskri konu, vakti
augsýnilega að fá svar við
því, hvort lesendur hans
væru eingöngu verkamenn.
Skáldið var einnig spurt,
hversvegna það hefði farið
að setja saman bækur, hvort
sögur þess væru byggðar á
eigin minningum, hvort það
legði höfuðáherslu á ein-
hvern sérstakan boðskap eða
hvort pennanum réðu fyrst
og fremst listrænar hvatir.
Svörin við svo margvíslegum
spurningum voru auðvitað
fjölþætt, skáldið kvaðst hafa
lagt fyrir sig að skrifa bækur,
eftir að hafa fengið óþvegna
uppsögn sem námaverka-
maður. Uppsögnina kvaðst
það hafa fengið vegna
óánægju námaeigenda með
bók, sem það hafði skrifað
og komið út skömmu áður.
Skáldið kvað það ekkert
leyndarmál, að nýjasta bók
þess, „Stellenweise Glatteis"
væri byggð á minningum, I
raun og veru væri allt sem
skáld skrifuðu á einhvern
hátt tengt „minningum".
Skáldið sagði að enginn væri
hlutlaus, bækur sínar skrifaði
það fyrir alla, sem þær vildu
lesa og það kvaðst leitast við
það eitt að skrifa góðan texta
(eins og það hefir verið orðað
hér á íslandi). Inn í þessa
orðræðu blandaðist að vísu
eitthvert háfleygt tal um að
listin stæði aldrei í stað, list-
smekkur breyttist, það sem
þótti gott í gær, léti ekki
öllum vel í eyrum í dag.
Spurður á ný, hverjir það
væru sem læsu bækur hans,
svaraði Max von der Grún að
bækur sínar væru gefnar út í
200 þús. eintökum í heima-
landi sínu cg austan tjalds
hefði ein bók sín verið gefin
út „í milljónum".
Max von der Grún dvaldi
hér á landi í tvo sólarhringa !
byrjun þessa mánaðar á veg-
um þýsk-íslenska félagsins
Germaníu, þýska lektoratsins
hér á landi og þýska sendi-
ráðsins. Hann kom hingað
frá Noregi. en þar hafði
hann verið á upplestraferð.
Hér í Reykjavík las hann upp
úr „Stellenweise Glatteis" í
fundarsalnum á Hótel Esju,
þéttskipuðum áheyrendum.
Að loknum upplestrinum var
áheyrendum gefinn kostur á
að leggja spurningar fyrir
skáldið og var það spurt í
þaula. Þeim þætti kvöldsins
stjórnaði þýski sendikennar-
inn dr. Egon Hitzler, en áður
hafði formaður Germaníu
Davíð Ólafsson, seðlabanka-
stjóri, boðið rithöfundinn og
aðra gesti velkomna.
Max von der Grún er 48
ára að aldri. Hann hóf ritferil
sinn með bókinni „Manner in
Zweifacher Nacht" árið
1962. Árið 1973 kom út
þriðja útgáfa bókarinnar
„Stellenweise Glatteis," en
einmitt um þessar mundir er
verið að undirbúa til sýningar
í þýska sjónvarpinu þætti úr
þeirri bók. í stuttu samtali
skýrði höfundur blaðamanni
Mbl. frá því að ritlaunin fyrir
skáldsögur væri næst mikil-
vægasta tekjulind þýskra
skálda, mestu máli skiptu
tekjurnar sem þeir hlytu (ef
svo ber undir) fyrir sjónvarps-
flutning og kvikmyndagerð.
Óspurður skýrði hann frá því,
að hann fengi t.d. fyrir sjón-
varpsflutning á „Stellenweise
Glatteis" meir en tvær millj.
ísl. króna. Þriðju tekjumögu-
leikar þýskra skálda væru frá
blöðum og tímaritum, sem
flyttu sögur þeirra neðan-
máls, en ekki vildi skáldið
gera mikið úr þeirri tekjulind
(„8—35 þús. krónur"). Sér-
staklega aðspurður kvað
hann sennilegast að tekju-
hæsta skáld Þjóðverja um
þessar mundir væri Heinrich
Böll, „en mikið af tekjum
hans fer beint í skatta". Þeg-
ar hér var komið þótti liggja
nokkuð beint við að spyrja
hvort þýskir rithöfundar
fengju miklar tekjur af útlán-
um bóka úr þýskum bóka-
söfnum og hvort horfur væru
á því að tekjur þessar færu
að aukast á næstunni, eins
og vænst væri í Englandi. (í
síðustu hásætisræðu Breta-
drottningar var þvi lofað fyrir
hönd stjórnar Harolds Wil-
sons að úrlausn yrði veitt
fljótlega í þessu efni til handa
breskum rithöfundum, og ef
af þv! verður er það fyrst
og fremst fyrir atbeina
félagsskaparins Writers
Action Group, en í
þeim félagsskap eru meðal
annarra Graham Green,
Iris Murdoch' og John
Braine. Forustumaður þessa
rithöfundahóps er Brigid
Brophy, hörkuduglegur
kvenrithöfundur. Hún gerir
sér vonir um að innan tíðar
verði breskum rithöfundum
greiddar allt að fimmtán
krónum fyrir hvert útlán úr
breskum bókasöfnum. Einn-
ig að erlendir rithöfundar fái
að njóta þessara hlunninda
ef í móti kemur hið sama !
heimalandi þeirra til handa
breskum rithöfundum).
Max von der Grún sagði að
svipuð úrlausn væri á ferð-
inni I Vestur-Þýzkalandi, rétt
yfirvöld væru búin að sam-
þykkja hana í meginatriðum,
en útfærslan væri þó eftir —
og ekki vildi hann spá neinu
um það hvenær hennar væri
að vænta.
Max von der Grún hefir á
undanförnum árum verið á
upplestrarferð víða um heim,
um Norðurlönd, England og
Suðurlönd, einnig austan
tjalds. Hér var hann heppinn
með veður, sá Grýtu gjósa og
kvaðst vera handviss um að
hann ætti eftir að koma hing-
að aftur.
Bíll til sölu
Rambler American til sölu árg.
'68, skráður '69 í toppstandi.
Nýtt bremsur, bremsuskálar,
kúpling og kófer. Sími 27265 eftir
kl. 4 um helgar.
Ford 17 M '71
til sölu. Góður sparneytinn bill.
Upplýsingar i sima 5081 9.
Brotámálmar
Kaupi allan brotamálm langhæsta
verði. Staðgreiðsla.
NÓATÚN27
Sími 25891.
Teborð
úr reyr með áfastri blaðagrind.
KÖRFUGERÐIN,
INGÓLFSSTRÆTI 16.
íbúð óskast
Sænskt par (barnlaust óskar eftir
2ja til 3ja herb. ibúð er læknanemi
i Háskóla ísl. Algjör reglusemi.
Tilboð sendist Mb. sem fyrst
merkt: Reglusöm 8780.
Ytri-Njarðvik
Til sölu sem ný 4ra herb. ibúð.
Sérinngangur. Lausstrax.
Eigna- og verðbréfasalan,
Hringbraut 90, Keflavík.
Simi 3222.
Milliveggjaplötur
vorar eru nú aftur fyrirliggjandi.
Athugið að nákvæmni i stærð og
þykkt sparar pússningu.
Steypustöðin h.f.,
simi 33603.
Er vaskurinn stíflaður?
Tek stíflur úr handlaugum, baðkör-
um, eldhúsvöskum og niðurföll-
um.
Baldur Kristiansen
Pípulagningameistari.
Sími 19131.
Hálsólar á ketti
fást í Gullfiskabúðinni, Skóla-
vörðustig 7, sími 1 1 757.
Sófasett til sölu
4ra sæta sófi, 2 stólar annar með
háu baki. Stálfætur.
Upplýsingar i sima 73896.
Electróniskur
brauð- og
áleggshnífur
Litur: Hvítt, orange.
Heildsölubirgðir:
Rowenfa
Fokheld raðhús —
Seljahverfi
Höfum til sölu 2 samhliða raðhús á 2 hæðum í
Breiðholti, verð kr. 4,0 millj., fast verð.
HÍBÝLI & SKIP
GARÐASTRÆTI 38 SÍMI 26277
HEIMASÍMI: GÍSLI ÓLAFSSON 201 78
Fiskiskip
Til sölu nýr 30 lesta
eikarbátur
270 lesta loðnuskip, byggt '68, 207 lesta '63,
170 lesta með nýrri vél, 128 lesta algjörlega
endurbyggður með nýjum vélum og tækjum,
1 05, 88, 75 lesta stálskip.
Eikarbátar 104, 82, 76, 61,45, 20, 1 6 og 1 1
lesta bátalónsbátur.
Fiskiskip, Austurstræti 14 3. hæö,
sími 22475, heimasími 13742.
BOSCH
VARAHLUTAVERSLUN
BOSCH
RAFKERFI í BÍLINN, í BÁTINN....
Kerti, platínur, kveikjulok, kveikjuhámrar, þéttar, háspennukefli, flautur, allskonar Ijós,
þokuluktir, Ijósaperur, Ijósabotnar, og fl. og fl. Ýmiskonar varahlutir I Bosch startara
og rafala og aðrar Bosch vörur.
Spyrjið um Bosch!
BRÆÐURNIR ORMSSON H/
LÁGMÚLA 9 SÍMI 38820