Morgunblaðið - 19.11.1974, Side 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. NÖVEMBER 1974
Yakov A. Malik, sendiherra Sovétrfkjanna, fagnar Arafat að lokinni
ræðu hans.
slikra funda, en ekki veit ég
hvort einhverjar fjöldatak-
markanir voru settar á þessa
fundi, en yfirleitt voru hóparn-
ir fremur fámennir þótt
háreystin væri sem um gífur-
legan mannsöfnuð væri að
ræða. I öllum tilfellunum voru
lögreglumennirnir á verði 3—4
sinnum fleiri talsins en sjálfir
fundarmennirnir. Greinilegt
var á öllu, að lögreglumennirn-
ir höfðu fengið ströng fyrir-
mæli um að vera vel á verði, en
sýna f-yllstu aðgæzlu í störfum,
þvi að I tveimur tilfellum, er ég
varð vitni að átökum milli Gyð-
inga og fólks af arabískum upp-
runa, skárust lögreglumennirn-
ir í leikinn á svipstundu,
dreifðu mannfjöldanum, en
eftir INGVA
HRAFN JÓNSSON
mér aðgöngukort, var þar mik-
ill ys og þys og liklega hefur
starfsemi samtakanna sjaldan
vakið eins mikla athygli og ein-
mitt þennan dag. Hvert einasta
sæti í fundarsalnum, nema sæti
fulltrúa Israels, var skipað og
áhorfendapallar og frétta-
mannastúkur fullskipaðar.
Maður fann greinilega eftir-
væntingu og spennu i loftinu.
Mikil óvissa ríkti um komu
Arafats og enginn komutími
hafði verið gefinn upp af
öryggisástæðum. Voru raddir
uppi um það, að hann myndi
alls ekki koma og að fulltrúi
hans myndi flytja ræðuna.
Þetta reyndist þó aðeins orð-
rómur eins og allir vita nú, en
flugvél Arafats hafði lent á
Kennedyflugvelli eldsnemma
um morguninn, verið látinn
staðnæmast úti á flugbrautinni,
þar sem þyrla tók hann um
borð og flutti hann rakleitt til
S.Þ. Þar beið hann svo undir
sterkri öryggisvernd, unz að
því kom kl. 11.37, að Abdelaziz
Bouteflika forseti þingsins bað
siðameistara S.Þ. að vísa Arafat
leiðina inn í fundarsalinn.
Nokkrar vestrænar þjóðir mót-
mæltu þvi, að Arafat skyldi tek-
ið sem þjóðhöfðingja hjá S.Þ.
með því að rísa ekki úr sætum,
er hann gekk í salinn.
Efni ræðu hans verður ekki
rakið hér, en það vakti kannski
hvað mesta athygli, er hann
lýsti þvi yfir í ræðunni, að hann
hefði komið til S.Þ. með ólífu-
grein í hendinni og byssu
frelsisbaráttumannsins og
hann hafði í óbeinni hótun um
aukin hryðjuverk, ef ekki yrði
fallizt á tillögu sina um samein-
aða Palestínu, þar sem kristnir
menn, Múhameðstrúarmenn og
Gyðingar byggju saman. Hann
lauk ræðu sinni með þvi að
tvítaka setninguna: „Látið mig
ekki misssa ólífugreinina úr
hendi mér“.
Líklegast hefur það aldrei
áður gerzt í sögu S.Þ., að vopn-
aður maður hafi staðið þar í
ræðustóli. Hins vegar er ekki
ljóst hvort byssa Arafats var i
Framhald á bls. 31
„Látið
ÞAÐ fyrsta, sem mér datt I hug,
er ég kom niður á hótelið mitt í
New York nú í byrjun nóvem-
ber, var, að einhver stórglæpur
hefði verið framinn i nágrenn-
inu, þvf að Lexington Avenue
bókstaflega moraði af lögreglu-
mönnum hvert sem litið var. Ég
gizkaði á, að þeir, sem ég sá f
fljótu bragði, væru 2—300 tals-
ins. Ég vatt mér að varðstjóra,
sem stóð á horninu á 52. stræti
og spurði hann hvað væri um að
vera og fékk svarið „Arafat og
hans menn eru að koma“.
Heimsókn Arafats og sendi-
nefndar Frelsissamtaka
Palestfnuaraba (PLO) til Sam-
einuðu þjóðanna er óneitanlega
sögulegur viðburður og er ef til
vill gleggsta dæmið um hve
mikil áhrif þjóðir þriðja heims-
ins hafa innan samtakanna.
Fram til þessa hafa þessi sam-
tök Palestínumanna nær ein-
göngu verið í fréttunum í sam-
bandi við blóðug og miskunnar
laus hryðjuverk, sem sett hafa
hroll að þjóðum heims og er
harmleikurinn á Ólympíuleik-
unum í Mtinchen kannski nær-
tækasta dæmið.
Fyrir blaðamann, sem hefur
hvað eftir annað þurft að skrifa
fréttir af slíkum viðburðum og
fylgjast með, úr fjarlægð að
vísu, martröð og skelfingu
fórnarlamba hryðjuverkasveita
Araba, var það undarleg til-
finning að sitja í sal Allsherjar-
þings Sameinuðu þjóðanna og
fylgjast með er meirihluti þing-
heims, áhorfenda og jafnvel
fréttamanna, reis úr sætum til
að fagna með dynjandi lófataki
þeim manni, sem er leiðtogi
Paiestinuarabanna.
Bandarísk yfirvöld og yfir-
völd New Yorkborgar voru
greinilega ákveðin I að gera
allt, sem í mannlegu valdi
stæði, til að tryggja öryggi
Arafats og sendinefndar hans,
þvi að öryggisráðstafanirnar,
sem gerðar voru, voru hinar
mestu í sögu borgarinnar, og
eru yfirvöld þar í borg þó ýmsu
vön. Hver einasti lögreglumað-
ur og allt varalið borgarinnar
var kallað út og má segja, að
svæðið frá Lexington Avenue
gegnum 3. og 2. stræti niður að
aðalstöðvum S.Þ. við Austur-
fljót hafi verið lögregluriki í
rikinu.
Það var heldur ekki að
ástæðulausu að þessar öryggis-
ráðstafanir voru gerðar, því að
forystumaður einna öfgasam-
taka Gyðinga í Bandaríkjunum
hafði lýst þvi yfir i sjónvarps-
viðtali, að ef menn hans kæm-
ust i færi við Arafat myndu
þeir myrða hann. Þessi maður
var umsvifalaust handtekinn
og settur í gæzluvarðhald og
lausnartrygging ákveðin 12
milljónir ísl. króna.
mig ekki missa ólífugreinina”
Frásögn af
komu Yassirs
Arafats til
Sameinuðu
þjóðanna
Leitað I tösku fréttamanns, áð-
ur en hann fær inngöngu f aðal-
stöðvar S.þ.
Hvergi í heiminum, fyrir utan
ísrael, búa jafnmargir Gyðing-
ar á einum stað og i New York
og þessir Gyðingar hata Araf at
og hans menn. Fjölmörg sam-
tök höfðu boðað til mótmælaað-
gerða vegna komu Arabanna og
varð ég vitni að mörgum slíkum
fundum, þar sem vígorð og hót-
arnir voru hrópuð. 1 Bandaríkj-
unum geta allir fengið leyfi til
handtóku engan mann. Einkum
virtist ástandið tvfsýnt i annað
skiptið á horni 46. strætis og 2.
breiðgötu, en þá stóðu hópar
Gyðinga og Araba andspænis
hvorir öðrum handan götunnar
og skiptust á ókvæðisorðum unz
tveir Arabar komu hlaupandi
yfir götuna og vildu tala við
Gyðingana. Skipti engum tog-
um, að þeir voru umsvifalaust
barðir í götuna og ef lögreglan
hefði ekki skorizt í leikinn
hefði þarna getað orðið heiftar-
legur bardagi, því að báðum var
heitt I hamsi. I þessum hópum
var fólk á öllum aldri, þótt mest
bæri eðlilega á ungu fólki.
Þegar ég kom inn í aðalstöðv-
ar Sameinuðu þjóðanna á mið-
vikudagsmorgun, eftir að hafa
notið góðrar aðstoðar Tómasar
Karlssonar varafastafulltrúa Is-
lands hjá S.Þ. við að útvega
Arafat lyftir báðum höndum
sigrihrósandi, er hann gengur
fyrir Allsherjarþingið. Byssu-
hulstrið sézt greinilega. Wald-
heim, Bouteflika og Morse, að-
stoðarframkvæmdastjóri, f bak-
sýn en að baki Arafats stendur
siðameistari S.þ.
Stuðningsmenn Arafats og stuðningsmenn Israela á fundum f New York.
Sæti Israels f fyrstu sætaröðinni voru auð, er Arafat flutti ræðu sfna.