Morgunblaðið - 19.11.1974, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 1974
— Rætt
við
Jón
Zoéga
Opnar
umrœður
oglýð-
rœðisleg vinnubrögð
blómlegu flokksstarfi eins og
skipulagi flokksins var áður
háttað. Margir bæjarhlutar i
Reykjavík eru nú talsvert
stærri en stærstu sveitarfélög
landsins utan Reykjavíkur og
má i því sambandi sérstaklega
nefna Breiðholtshverfið.
Það var óhjákvæmilegt að
efla starfsemi flokksins í ein-
stökum hverfum borgarinnar.
Flestum var orðið Ijóst að erfitt
var að halda uppi almennri
félagsstarfsemi á svo stóru
svæði sem Reykjavíkurborg
spannar nú yfir. Ég hygg, að
flestir séu einnig sammála um
það, að þessi breyting hafi náð
tilgangi sínum og orðið til þess
að efla til muna starfsemi Sjáif-
stáfeðisflokksins.
— En er þetta ekki alltof
flókið kerfi?
Jón Zoéga, lögfræðingur
Fyrir skömmu urðu starfs-
mannaskipti hjá fulltrúaráði
sjálfstæðisfélaganna I Reykja-
vfk. Jón Zoéga, lögfræðingur,
sem verið hefur framkvæmda-
stjóri fulltrúaráðsins nokkur
undanfarin ár lét af því starfi
en við tók Vilhjálmur Þ. Vil-
hjálmsson. Jón Zoéga tók við
framkvæmdastjórnastarfi full-
trúaráðsins vorið 1971. Hann
hafði þá um áraraðir starfað 1
þeirri stóru sveit, sem vinnur
að kosningaundirbúningi fyrir
Sjálfstæðisflokkinn ( Reykja-
vfk. A sl. vori vann Sjálfstæðis-
flokkurinn glæsilega sigra
bæði 1 borgarstjórnakosningun-
um og slðar í alþingiskosning-
unum. En undirbúningsstarfið
mæddi eins og einatt áður á
fulltrúaráðinu og starfsfólki
þess. Mbl. hefur átt viðtal við
Jón Zoéga og fer það hér á
eftir.
— Hvaða verkefni hefur full-
trúaráð sjálfstæðisfélaganna
hér I Reykjavík helzt haft með
höndum meðan þú gegndir þar
framkvæmdastjórastarfi?
— Megináherzlan, segir Jón,
hefur á þessu tímabili verið
lögð á skipulagsbreytingar á
sjálfstæðisfélögunum og starfi
þeirra hér í Reykjavík. Öhætt
er að segja, að flokksstarfið hér
í Reykjavík hafi tekið miklum
breytingum í samræmi við vöxt
borgarinnar. Þegar ég tók við
störfum hjá fulltrúaráðinu
hafði ég um nokkurt skeið átt
sæti I stjórn hverfasamtaka og
mér var Ijóst, að reynslan af
starfi þeirra hafði gefið góða
raun. Ég ásetti mér þvi þegar
ég tók við þessu starfi, ef ég
fengi þar einhverju áorkað, að
vinna að þvi að hverfafélögun-
um yrði sniðinn ákveðinn
stakkur I fiokksskipulaginu,
þannig að þau gætu orðið lif-
andi einingar í starfi sjálf-
stæðismanna hér í borginni.
Ég lagði mikla áherzlu á að
vinna að framgangi þessara
skipulagsbreytinga, enda tel ég,
að þær hafí haft mikla þýðingu
fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Allar
slíkar breytingar kosta mikla
undirbúningsvinnu og hún var
vel af hendi leyst og þar lögðu
margir góðir sjálfstæðismenn
hönd á plóginn.
— En í hverju er þessi breyt-
ing helzt fólgin?
— Þessi breyting er I því
fólgin, að samtökum sjálf-
stæðismanna í einstökum
hverfum borgarinnar var
breytt í flokksfélög. Þessi félög
hafa full réttindi eins og hver
önnur sjálfstæð félög innan
flokksins. Með þessu var einnig
gerð veruleg breyting á skipu-
lagi og hlutverki Landsmála-
félagsins Varðar. Vörður er nú
samnefnari allra þessara
hverfafélaga, eins konar sam-
tök hverfafélaganna og hvert
þeirra tilnefnir fulltrúa í stjórn
Varðar, auk þeirra manna, sem
kjörnir eru á aðalfundi félags-
ins. Hin almennu flokksfélög í
Reykjavík eru þvi orðin 12.
— Var nauðsynlegt að gera
þessar breytingar og fjölga svo
verulega flokksfélögunum i
borginni?
— Já, ég held að þetta hafi
verið nauðsynleg breyting og
raunar öhjákvæmileg. Reykja-
víkurborg hefur vaxið svo ört á
undanförnum árum og nær nú
yfir svo stórt svæði, að erfið-
leikum var háð að halda uppi
— Kerfið er í sjálfu sér ekk-
ert flóknara heldur en áður
var. En vitaskuld er það miklu
umfangsmeira eftir að ellefu
ný félög hafa bætzt við innan
Reykjavíkursvæðisins. Flokks-
starfið verður umfangsmeira
en ekki flóknara og það er einn-
ig rétt að leggja á það áherzlu,
að með tilkomu hverfafélag-
anna hafa komió nýir menn til
forystustarfa og með þessu
móti hefur þvi verulega verið
unnið að valddreifingu innan
flokksins.
Þá er einnig rétt að leggja á
það áherzlu, að starfsvettvang-
ur Varðar og fulltrúaráðs sjálf-
stæðisfélaganna er glöggt að-
greindur, þannig að engin
hætta er á, að árekstrar verði
þar á milli. Starfsemi Varðar
miðast að mestu leyti við al-
menna félagsmálastarfsemi.
Fulltrúaráð sjálfstæðisfélag-
anna sér á hinn bóginn um
kosningaundirbúning og gegnir
því sama hlutverki og kjör-
dæmasamtök eða kjördæmaráð
í öðrum kjördæmum landsins.
— Hvernig hefur svo gengið
að sameina krafta þessara
mörgu eininga i kosningar-
starfi?
— Það er víst óhætt að segja,
segir Jón, að reynslan í tveimur
siðustu kosningum gaf mjög
góða raun. Á sl. sumri unnum
við stærstu sigra, sem Sjálf-
stæðisflokkurinn hefur unnið í
Reykjavík. Og ég verð að fá að
skjóta því hér inn í, að sjálfur
er ég ákaflega þakklátur fyrir
að hafa fengið tækifæri til að
taka þátt í þessum sigrum
flokksins með þeim stóra hópi
fólks, sem þar lagðí hönd á
plóginn. Bæði í borgarstjórnar-
kosningunum og alþingis-
kosningunum sl. sumar kom í
ljós, að hverfafélögin hafa orð-
ið aflvaki í Sjálfstæðisflokkn-
um. Þau stóðust sína eldraun i
kosningabaráttu með mikilli
prýði. Hverfafélögin eru hin
nýja framvarðarsveit Sjálf-
stæðisflokksins i Reykjavik.
Ég hygg að velgengni flokks-
ins megi einnig þakka þeim lýð-
ræðislegu og opnu starfsaðferð-
um og vinnubrögðum, sem við-
höfð eru i starfi flokksins. Þar
má nefna prófkjör og óbundnar
kosningar helztu forystumanna
og opnar umræður um þau mál,
sem eru í deiglunni hverju
sinni.
Það hafa orðið miklar breyt-
ingar á því tímabili, sem ég
starfaði hjá flokknum á starfs-
aðstöðu hans hér i Reykjavik.
Við fluttum úr Valhöll, þar sem
sjálfstæðisfélögin i Reykjavik
höfðu áóur haft skrifstofur sín-
ar I kjallarann i Galtafelli.
Það þrengdi því óneitanlega að
húsrýminu, en sjálfstæðismenn
hafa þrátt fyrir það náð góðum
árangri í starfi sínu. En nú
stendur þetta allt til bóta með
tilkomu hins nýja sjálfstæðis-
húss. Það var ákveðinn söknuð-
ur að því að missa Valhöll.
Þangað höfðu þúsundir manna
lagt leið sína í starfi fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn. En nú bindum
við miklar vonir við nýja húsið
og vonum, að það verði upphaf
nýrra átaka. Ég er ekki viss um,
að sjálfstæðismenn geri sér al-
mennt grein fyrir hversu um-
fangsmikið hið daglega starf er
á skrifstofum flokksins. En
flokkurinn hefur átt góðu
starfsfólki á að skipa og flestir
hafa unnið þar við erfið skil-
yrði miklu meira en unnt er að
ætlast til í venjulegu starfi.
Hörður Pálsson, Akranesi:
Hugleiðing um áfengis- og
unglingavandamál á Akranesi
FYRIR röskum fjórum árum var
sent bréf til bæjarstjórnar Akra-
ness, þar sem beðið var um leyfi
til að opna vínbar á hótelinu á
staðnum.
Leitað var álits áfengisvarna-
nefndarinnar um umrædda
beiðni, og var hún algerlega and-
víg því, að barinn væri opnaður
og færði rök fyrir afstöðu sinni. Á
þau rök var ekki hlustað og bar-
inn opnaður með pomp og prakt.
Fyrst í stað bar ekki svo ýkja
mikið á að drykkjuskapur ykist,
en þegar frum i sótti, jókst
drykkjuskapur stöóugt á barnum,
og tiðari og tíðari voru gistingar í
fangageymslunni.
Ástandið versnaði stöðugt og
endaði með því, að barnum var
lokað, eftir að hann hafði verið
opinn í tæp 3 ár.
Kannski er það kaldhæðni ör-
laganna, að fyrsta samþykkt ný-
kjörinnar bæjarstjórnar nú i sum-
ar var að leyfa opnun barsins að
nýju.
Ekki leið á löngu, þar til aftur
fór að siga á ógæfuhliðina eins í
fyrra sinnið. Ogþarkom, að voða-
verk var framið skamml undan
dyrum þessa húss, sem bæjar-
stjón hefur í tvigang látið óátalið,
að gert yrði að musteri Bakkusar
og gróðaþræla hans. Þykir nú
venjulegu fólki mælirinn fullur,
enda löngu ljóst, að rök áfengis-
varnanefndar gegn vínveitinga-
húsi eru óræk.
Þá má geta þess, að unglingar
yngri er, 18 ára eiga nú ekki í
neitt hús að venda til að
skemmta sér, því að þeim á lögum
samkvæmt að meina aðgang að
vínveitingahúsum. Væri þarfara,
að starfað yrði að því að breyta
hótelinu í áfengislausan skemmti-
stað, þar sem fólk á öllum aldri
gæti komið saman til að gera sér
dagamun.
En kannski er þar til of mikils
mælst. Það virðist svo, að fólki
líðist að hundsa allar reglur, sem
lögleg yfirvöld setja um meðferð
áfengis. Mér kemur í því sam-
bandi í hug atvik, sem nýlega
gerðist hér I Borgarfirði: Sem
kunnugt er tók nýr skólastjóri við
stjórn Samvinnuskólans að Bif-
röst nú í haust. Er þaé Haukur
Ingibergsson, ungur maður og
einarður, sem virðist sjá og skilja,
hve hætta ungu fólki er búin af
neyslu áfengis. Hann hefur bann-
að alla áfengisneyslu í skóla sín
um og varðar brottrekstri, ef út af
er brugðið. — Um daginn komu
nemendur úr Verslunarskólanum
í Reykjavik i heimsókn í Bifröst.
Samvinnuskólanemendur voru
búnir að undirbúa móttökurnar.
Settust gestirnir inn og drógu
áfengi upp úr pússi sínum. Stóðu
þá heimamenn á fætur og gengu á
dyr. — Um kvöldið var fyrirhug-
uð skemmtun með dansi. Þegar
gestunum varð ljóst, að bannaó
var að fara með áfengi inn á dans-
leikinn, héldu þeir á fund skóla-
stjóra og báðu hann leyfis að
mega hafa þar vín um hönd.
Skólastjori neitaði að brjóta þær
reglur, sem hann hafði sjálfur
sett. Héldu þá gestirnir, nemend-
ar og kennari eða kennarar til
bíla sinn og óku á brott hið
bráðasta. Sýndu kennarar Versl
unarskólans með þvi áþreifan-
lega, hverjir það eru sem stjórna
og eru fyrirmyndir i ýmsum skól-
um nú á dögum. — En því hærra
ber afstöðu Hauks Ingibergssonar
og nemenda hans, og þykir Borg
firðingum gott að vita af slíkum
skólamanni i héraði sínu.
Mættu allir þeir, sem einhver
mannaforráð hafa, bæði hér á
Akranesi og annars staðar, draga
nokkra lærdóma af afstöðu hins
unga skólastjóra. Yrðu þá fljót-
lega færri vinveitingahús á land-
inuennúeru. Hörður Pálsson.