Morgunblaðið - 19.11.1974, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 19.11.1974, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 1974 LANDSMÓTIÐ Á AKRANESIAÐAL- UMRÆÐUEFNIÁ UMFÍ-FUNDI FIMMTANDA landsmót Ung- mennaféiags Islands, sem haldið verður á Akranesi næsta sumar, var aðalumræðuefnið á 19. sam- bandsráðsfundi UMFt, sem hald- inn var f Grindavík fyrir skömmu. Kom fram á fundi þess- um, að allt útlit er á því, að lands- mótið á Akranesi verði mun um- fangsmeira en landsmót hafa ver- ið til þessa, og mun íþróttakeppn- in standa f þrjá daga f stað tveggja áður. Þá er einnig búizt við, að mikið fjölmenni heimsæki Akranes á meðan á mótinu stend- ur, jafnvel hátt upp f það, sem var á landsmótinu á Laugarvatni, sem sló öll met. A sambandsráðsfundi UMFl eiga sæti formenn ungmennasam- banda, stjórn UMFI, laga- og landsmótsnefnd sambandsins, og auk þess sátu fundinn í Grindavík nokkrir gestir. Að sögn Sigurðar Geirdals, framkvæmdastjóra UMFl, var mjög vel mætt til fund- arins að þessu sinni, og mikill áhugi ríkjandi meðal forystu- manna ungmennafélagsins, en eins og öllum er kunnugt hefur starf UMFl verið óvenjulega blómlegt undanfarin ár. Sigurður sagði, að undirbúningi landsmótsins á Akranesi miðaði nokkurn veginn eftir áætlun, en þörf væri gífurlega mikillar að- stöðu bæði fyrir keppendur og áhorfendur. — Eitt stærsta verk- efnið, sem snýr að okkur hjá UMFl, er að koma upp keppnis- sundlaug á Akranesi, en sem kunnugt er, er laugin þar of lítil fyrir UMFl-keppnina, sagði Sigurður. Þá sagði Sigurður, að á lands- mótinu á Akranesi yrði lögð meiri áherzla á hverskonar íþróttasýn- ingar en verið hefði til þessa og kæmi t.d. til mótsins danskur fim- leikaflokkur og þjóðdansaflokkur frá Noregi. — Það er rétt, sagði Sigurður Geirdal, að það hafa komið fram raddir, sem telja, að landsmótin séu að verða of umfangsmikil, og það beri ekki að ganga miklu lengra í að fjölga keppnisgreinum á því en gert hefur verið. Við erum hins vegar hinir bjartsýn- ustu, og teljum, að við höfum ekki vaxið með verkefnunum, ef við ráðum ekki við að halda slíkt landsmót sem nú er fyrirhugað. Á fundinum í Grindavlk komu einnig lagabreytingar til umræðu, en milliþinganefnd hafði starfað að könnun þessa máls, og skilaði nú áliti sínu. Formaður þeirrar nefndar var Hreinn Erlendsson I Dalsmynni. Lagabreytingar þess- ar fjalla fyrst og fremst um skipu- lagsmál og voru þær ekki af- greiddar á þinginu, heldur visað aftur til nefndarinnar, þannig að hún getur nú fjallað um þær með tilliti til þeirra undirtekta, sem þær fengu á þinginu, og mun síð- an skila áliti sinu á næsta fundi. Þá var nokkuð rætt á þinginu um þjónustumiðstöð UMFl i Reykjavik, og luku allir fundar- menn lofsorði á starfsemi hennar. Sigurður Geirdal sagði, að starf- semi skrifstofu UMFl færi stöð- ugt vaxandi og verkefni hennar væru margvisleg. Mætti þar nefna hverskonar aðstoð við ungmenna- félögin, fyrirgreiðslu i ferðum þeirra innanlands, sameiginleg innkaup og fl. — Það, sem háir okkur þó verulega, er húsnæðið, sagði Sigurður, — en segja má, að það sé hreinlega að springa utan af okkur, og þarf nauðsynlega að bæta þar úr, ef slíkt áframhald verður á umfangi skrifstofunnar sem verið hefur að undanförnu. A fundinum í Grindavík flutti Gunnar Sveinsson framsögu um mál, sem nefnt var „Tengsl við eldri ungmennafélaga". Er þar um að ræða þá hugmynd, að stofn- uð verði félög eða klúbbar, sér- staklega á þéttbýlisstöðunum, fyr- ir það fólk, sem þangað er flutt og hefur lengi tekið virkan þátt í störfum ungmennafélaganna. Með aðseturskiptum sínum losnar það mjög oft úr tengslum við hreyfinguna, en það var álit þeirra, sem tjáðu sig um mál þetta á fundinum í Grindavík, að leggja bæri áherzlu á að fá þetta fólk til áframhaldandi starfa. Á fundinum í Grindavík voru f jórir menn heiðraðir af UMFI og eitt svonefnt starfsmerki félags- ins. Þeir voru: Guðmundur Snorrason úr Ungmennafélagi Njarðvikur, Þórhallur Guðjóns- son úr Ungmennafélagi Keflavík- ur, Jóhannes Haraldsson úr Ung- mennafélagi Grindavikur og Símon Rafnsson úr Ungmenna- félaginu Þrótti á Vatnsleysu- strönd. Að lokum kvaðst Sigurður Geir- dal vilja nota tækifærið til þess að þakka Grindvíkingum fyrir höfö- inglegar móttökur. — Undirbún- ingur fundarins var með miklum myndarbrag af þeirra hendi, og viðtökur bæði bæjarstjórnar og fyrirtækja í bænum með miklum ágætum. Var tveimur fyrirtækj- um veittur fáni UMFl í þakk- lætisskyni, Þorbirni h.f. og Fiska- nesi h.f. Frá 19. sambandsráðsfundi UMFl I Grindavlk. Hatsteinn Þorvaldsson, formaður UMFl f ræðustól. Aðrir á myndinni eru, talið frá vinstri: Sigurður Guðmundsson, Gunnar Sveinsson, Þorsteinn Einarsson, Guðmundur Guðmundsson oe Guðjón Ingimundarson. Þeir hlutu starfsmerki UMFl á fundinum f Grindavfk; Frá vinstri: Þórhallur Guðjónsson, Guðmundur Snorrason, Jóhannes Haraldsson og Sfmon Rafnsson. Níutíu og tvær þjóðir keppa í undankeppni OL í knattspyrnu Karl Maack endur- kjörinn formaður BSÍ ATTUNDA ársþing Badmintons- sambands tslands var haldið 10. nóvember s.l. Á þinginu var lögð fram skýrsla stjórnar fyrir síð- asta starfsár, og kemur fram í henni, að starfsemi sambandsins verður æ umfangsmeiri, enda badminton fþróttagrein, sem er f stöðugri og mikilli sókn hér- lendis. Eftir að skýrslan hafði verið flutt hófust miklar umræður um dómara — og dómaranámskeið i badminton. Voru þingfulltrúar á einu máli um, að vinna þyrfti að þvi að fjölga badmintondómurum vetur, og reglur hennar nú settar i fastari skorður en verið hafði. I stjórn Badmintonsambands Islands fyrir næsta starfsár voru eftirtaldir kjörnir: Karl Maack, formaður, og aðrir í stjórn: Óskar Guðmundsson, Magnús Eliasson, Gisli Guð- mundsson og Bragi Jakobsson. Allir þessir menn áttu sæti í stjórninni, nema Gísli Guðmunds- son, sem kemur i stað Helga Bene- diktssonar, sem nú baðst undan endurkjöri. 1 varastjórn voru kjörnir þeir Rafn Viggósson, Ragnar Haraldsson og Þórhallur Jóhannesson. 28. NÓVEMBER n.k. verður dregið um það hvaða lið mætast i undankeppni Olympiuleikanna 1976 i knattspyrnu. Upphaflega átti að draga 7. nóvember s.l., en stjórn FIFA ákvað á siðustu stundu, i samráði við alþjóðlegu Olympíunefndina, að fresta drætti. Ástæðan fyrir frestuninni var sú, að á síðasta FIFA-þingi tóku margir nýir og óreyndir menn sæti í áhugamannanefnd sambandsins, og vildu þeir fá tíma til þess að kynna sér allar reglur og ákvæði um Olympíu- keppnina, þannig að þeir gætu staðið fyrir máli sinu, ef eitthvað kæmi uppá eftir aó búið væri að draga. Alls hafa 92 lönd tilkynnt þátt- töku sína í knattspyrnukeppni Olympiuleikanna, eða fleiri en nokkru sinni fyrr. Eru þau eftir- talin: AFRlKA — 24 þjóðir (20síðast) Alsir, Cameroon, Egyptaland, Eþíópia, Gambia, Ghana, Guinea Liberia, Líbýa, Madagaskar, Malavi, Mali, Máritanía, Máritíus, Marokkö, Nígería, Senegal, Súdan, Tanzanía, Togo, Túnís, Efri-Volta, Zaire og Zambía. ASlA — 19 þjóðir (17 sfðast) Bahrain, Bangladesh, Kína, Indland, Indónesia, Iran, Irak, Israel, Japan, N-Kóra, S-Kórea, Kúvæt, Líbanon, Malasía, Fillips- eyjar, Sádi-Arabía, Singapúr, Tæland, S-Víetnam. N- OG MIÐ-AMERlKA — 15 þjóðir (13 sfðast) Barbados, Bermúda, Banda- rikin, Dóminíkanska lýðveldið, Guatemála, Hondúras, Jamaika, Kanada, Kosta-Ríka, Kúba, Mexikó, Nicaragua, E1 Salvador, Surinam og Trinidad. fræðingur, sem undanfarið hefur haldið námskeið I næringarf ræði, mun á næstunni hefja námskeið í heilbrigðisfræði. sem sérstaklega S-AMERlKA — 10 þjóðir (10 sfð- ast) Argentína, Bolivia, Brasillía, Chile, Kolombia, Ecuador, Paraguay, Perú, Urugúay, Vene- zúela. EVRÖPA — 22 (24 sfðast) Austurríki, Belgía, Búlgaría, Danmörk, Finnland, Frakkland, Grikkland, Holland, Júgóslavía, Island, Irland, Luxembúrg, Noregur, Pólland, Rúmenia, Spánn, Sovétríkin, Tyrkland, Ungverjaland, A-Þýzkaland, V- Þýzkaland. ASTRALlA — 2 þjóðir (engin siðast) Ástralia, Nýja Ginea. eru ætluð ungu fólki. Kristrún hefur, auk þess að hafa lokið B.S. prófi I manneldisfræði. einnig lesið til B.A. prófs I heilbrigðisfræði við Ríkishá- skólann I Tennessee I Bandarfkj- Námskeið í heilbrigðisfræði Kristrun Jóhannsdóttir manneldis- unum. Karl Maack. og halda dómaranámskeið, ekki sízt með tilliti til þess, að mjög miklar líkur eru á því, að Norður- landamótið í badminton verði haldið hérlendis árið 1976. Einnig var rætt um sveita- keppni í badminton, sem hófst s.l. FRAMMISTAÐAN ÞÓTTI GÓÐ EN KOSTNAÐURINN MIKILL Fyrir nokkru dæmdu þeir Hannes Þ. Sigurðsson og Karl Jó- hannsson leik f Noregi milli norska liðsins Vestar og ung- verska liðsins Vasas i Evrépu- keppni kvenna í handknattleik Það, að íslenzkir dómarar voru settir á þennan leik, vakti nokkra óánægju meðal Norðmanna og ástæðan fyrst og fremst sú, að Norðmönnum stóð stuggur af kostnaðinum, sem var því sam- fara. Þá var eínnig rætt um það, að dómarar frá íslandi leyfðu allt of harðan handknattleik og kæmi það a-evrópsku stúlkunum eflaust til góða. Eftir leikinn breyttust þessi við- horf nokkuð og þeir Karl og Hann- es fengu mjög góða dóma fyrir frammistöðu sina — enda ekki við öðru að búast. Blaðið Verdens Gang sagði meðal annars: „islenzku dómararnir kostuðu Vestar 5.000 krónur(110 þúsund fsl ). Þeir voru þeirrar upphæðar virði." Athyglisverðust voru þó um- mæli þau, sem „Dagblaðið" lét frá sér fara. Þar sagði meðal annars: „Hins vegar geta Vasas- stúlkurnar reiknað með heima- dómurum — nokkuð sem Vestar fékk ekki. Liðið fékk ekkert ókeypis hjá hinum fslenzku dóm- urum leiksins. sem venjulega leyfa allt of harðan handknattleik. „Þeir blása helzt ekki f flautur sfnar, nema við dauðsfall og þegar mark er skorað." hafa gárungarnir sagt um Islenzka dómara. Að þessu leyti komu þeir Hannes Þ. Sigurðsson og Karl Jóhannsson skemmtilega á óvart." Arbeiderbladet sagði um dóm- gæzlu þeirra félaga, að hún hefði verið góð, þeir hefðu allan tfmann haft góða stjórn á leiknum og ekki verið þessir „týpisku" heimadóm- arar. í ár fá fslenzkir handknattleiks- dómarar tvo leiki f Evrópukeppn- um félagsliða I handknattleik. Auk leiks Hannesar og Karls dæma þeir Björn Kristjánsson og Óli Olsen leik f 2. umferð Evrópu- keppni karla í Danmörku innan skamms. Má heita, að þessi verk- efni séu þau einu, sem fslenzkir handknattleiksdómarar fá f al- þjóðaleikjum f ár. Er þetta þó meira en f fyrra, þvf þá dæmdu fslenzkir handknattleiksdómarar engan leik f Evrópumótunum. Um nauðsyn þess, að fslenzkir dóm- arar fái verkefni á alþjóðavett- vangi. þarf ekki að ræða. Vonandi aukast verkefni þeirra f leikjum annarra liða en fslenzkra f framtfð- inni, fyrir þvf þarf handknattleiks- forystan að berjast. -áij. Sérstök áherzla verður lögð á nær- ingarfræði, þar sem mataræði er mikilvægasti þáttur Iffsvenja okkar, en næringarfræði er einn þáttur heil- brigðisf ræði. í fréttatilkynningu um námskeið þessi segir m.a. að það séu margir sem ekki geri sér Ijóst að góð næring hefur áhrif á útlitið, persónuleikann, Ifkamlegt atgerfi og langlffi, andleg- an og félagslegan þroska allt frá frumbernsku; vöxt og heilbrigði ung- viðisins, byggingu beina og tanna, endanlega Ifkamsstærð, mótstöðuafl gegn sjúkdómum og andlegu álagi; Ifkamsþyngd, en hjarta- og æðasjúk- dómar, sykursýki og margir fleiri sjúkdómar eru langtum algengari meðal þeirra, sem eru of þungir. Aðeins rétt nærður einstaklingur getur vænst bezta árangurs f námi, leik og starfi. Auk næringarfræði verða á nám- skeiðinu teknir fyrir fleiri þættir heil- brigðisfræði, en heilbrigðisfræði fjallar um hvaða áhrif umhverfi og lifnaðarhættir hafa á heilbrigði manna Námsefnið verður skýrt með skuggamyndum. kvikmyndum o.fl. Upplýsingar um námskeið þessi eru gefnar f sfma 86347.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.