Morgunblaðið - 19.11.1974, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. NÖVEMBER 1974
Islandsfnótið 3. deild
ÍA - Víðir 24:17
Fyrsti leikurinn í Suðurlandsriðli 3. deildar keppninnar I hand-
knattleik fór fram um fyrri helgi. Léku þá Akurnesingar og Víðir úr
Garði i Iþróttahúsinu í Hafnarfirði. Lauk leiknum með sigri Akur-
nesinga 24—17, eftir að þeir höfðu haft yfir 10—4 í hálfleik.
Um fyrri helgi átti einnig að fara fram leikur milli Ungmenna-
félags Njarðvikur og Aftureldingar úr Mosfellssveit, en sá leikur
féll niður þar sem Njarðvikingar mættu ekki til leiks.
Leiknir — UMFA 32:25
Einn leikur fór fram í 3. deild karla nú um helgina. Þá mættust í
Hafnarfirði Afturelding og Leiknir. Margir hafa orðið til að spá
Leikni sigri í 3. deild, og margt virðist benda til að svo fari. Liðið
hefir á að skipa mörgum kunnum fþróttamönnum, svo sem
Hermanni Gunnarssyni, sem er þjálfari auk þess að vera leikmaður,
Hafliða Péturssyni, Guðgeiii Leifssyni og Jóni Ölafssyni, sem allir
eru kunnir knattspyrnumenn. Ef til vill mun keppnisreynsla þess-
ara manna gera það að verkum, að Leiknir sigri í deildinni.
I leiknum á sunnudag áttu þeir Leiknismenn þó lengi í erfiðleik-
um með hið unga lið Aftureldingar. I hálfleik hafði Afturelding t.d.
yfir 14 mörk gegn 13 Leiknis.
I síðari hálfleik tóku Leiknismenn þegar afgerandi forystu, sem
entist þeim til leiksloka. Leiknir sigraði sem sagt með 32 mörkum
gegn 25.
Það, sem einkum gerði útslagið á sigur Leiknis, var hin góða
líkamsþjálfun, sem hinir þrautreyndu iþróttamenn ráðayfir. Það er
þó trúa undirritaðs, að liðið ráði yfir mun meiri handknattleiksgetu
en þarna sást.
Lið Aftureldingar hefir yfir nokkrum góðum leikmönnum að
ráða, en breiddin er vart nægjanleg. Það segir sina sögu, að það
voru þrír leikmenn, sem skoruðu öll mörkin nema þrjú i leiknum
gegn Leikni. Þá er markvarzla liðsins gjörsamlega í molum.
Markhæstir: Leiknir: Hermann 9, Hafliði og Guðgeir 7 hvor.
Afturelding: Sigurión 8, Ríkharður og Lárus 7 hvor.
Sigb.G.
George Kirby.
Kirby
með
Skaga-
menn
SKAGAMENN hafa nú gengið frá
samningum við enska þjálfarann
George Kirby um að hann þjálfi
knattspyrnulið þeirra næsta
keppnistimabil. Sem kunnugt er
þjálfaði Kirby lið lA á liðnu
keppnistfmabili og náði mjög
góðum árangri með það, þar sem
það hlaut Islandsmeistaratitilinn
og komst f úrslit f bikarkeppn-
inni. Var mikil ánægja bæði hjá
leikmönnum liðsins og forystu-
mönnum ÍA með störf Kirbys og
hann var einnig ánægður á Akra-
nesi og hefur borið heimafólki
þar vcl söguna f viðtölum við ensk
blöð.
Sem kunnugt er mun Gfsli
Magnússon þjálfa lið ÍBV á næsta
keppnistfmabili, en önnur félög
hafa ekki gengið frá samningum
við þjálfara enn. Er talið mjög
Ifklegt, að þeir Jóhannes Atlason
og Guðmundur Jónsson þjálfi
Framliðið, en Framarar eru eina
liðið í 1. deild, sem ekki hefur
sýnt verulegan áhuga á að fá er-
lcndan þjálfara. Þá hafa Keflvík-
ingar leitað eftir samningum við
Joe Hooley, þann er þjálfaði liðið
á kcppnistfmabilinu 1972—1973,
og vitað er, að KR-ingar hafa mik-
inn hug á því að fá Tony Knapp
aftur tii sfn, og Víkingar munu
einnig hafa áhuga á að ná samn-
ingum við Sanders, þann er þjálf-
aði lið þcirra sl. sumar.
— Erla
Framhald af bls. 19
framhald á þessum sam-
skiptum á komandi árum.“
Reykjavíkurmótinu f
handknattleik kvenna er
enn ólokið. Ármannsstúlk-
urnar eiga þar mikla mögu-
leika á sigri. Islandsmótið er
þegar hafið, og hafa Ár-
menningar leikið einn leik,
sem þær sigruðu með
miklum mun.
„Já, svo sannarlega
stefnum við á toppinn, bæði
f Reykjavfkurmótinu og Is-
landsmótinu. Ég minnist
þess ekki, að við höfum haft
eins sterku liði á að skipa
eins og í ár. Auk þess er
andinn innan liðsins mjög
góður, og hvf skyldum við
ekki sigra?"
Já, hví skyldu Ármanns-
stúlkurnar ekki sigra? Þær
hafa lengi verið stórt spurn-
ingarmerki f handknatt-
leiknum. En úr því mun
framtfðin ein skera.
— Read
Framhald af bls. 19
kappakstursmenn f slíkum
keppnum.
Margir hafa orðið til að
segja, að menn, sem leggja
líf sitt að veði f kappakstri á
mótorhjólum, hljóti að gera
það cinvörðungu pening-
anna vegna. Þessu neitar
Phil Read algerlega. „Áð
vfsu höfum við ágætis laun,
en enginn okkar er í þessu
vegna peninganna. Kapp-
akstursmenn þurfa að hafa
til að bera mikla dómgreind,
áræði og styrk. Þeir, sem
iengst eru komnir, eins og
ég t.d„ hafa þetta til að bera,
auk þess er kappaksturinn
og sú spenna, sem honum
fylgir, orðinn okkar annað
líf.“
Phil Rcad elskar þessa
íþrótt og a-tlar sér að halda
áfram f mörg ár í viðbót.
Hann er þcgar farinn að
kenna þremur sonum sfnum
til verka, sem eru á aldr-
inum þriggja til níu ára.
Þess má og geta, að móðir
hans, sem er 72 ára, ekur um
á mótorhjóli, þannig að
segja má, að akstur á mótor-
hjóli sé ættgengur í Read-
fjölskyldunni.
23
f leiknum við Aftureldingu.
Halldór Sigurðsson skorar eitt marka Leiknis
IS VANN ÞROTT AN ERFIÐLEIKA
REYKJAVÍKURMÓTIÐ í blaki hófst
um síSustu helgi. Þrjú lið taka þátt i
mótinu aS þessu sinni, ÍS, Þrótturog
Víkingur. Nú verður i fyrsta sinn
keppt i kvennaflokki og eru það
Víkingur og Þróttur, sem senda liö til
keppninnar. Fyrsti leikurinn i karla-
flokki var á laugardaginn og léku þá
ÍS og Þróttur. ÍS hafði greinilega
yfirburði og sigraði 3—0.
1. HRINA: Þróttur byrjaði með
boltann og var jafnt framan af og
sýndu bæði liðin ágætis blak. Indriði
og Friðrik áttu góð smöss úr uppspili
Halldórs Torfasonar, sem átti góðan
leik. Hjá Þrótti var uppspilið ekki
upp á marga fiska og árangurinn
eftir því en Valdimar vann þó vel úr
slæmum boltum og Gunnar átti
góðar laumur. Þróttur hafði yfir
9—8 en þá misheppnuðust hjá þeim
uppgjafir hvað eftir annað og IS
sigldi framúr og sigraði 15—9.
Hávörnin hjá ÍS var góð enda er liöið
með marga hávaxna menn I sfnum
röðum og baggerslag er mjög gott
hjá öllu liðinu.
2. HRINA: Stúdentar voru nú
komnir f stuð og hófu leikinn með
miklum hamagangi og fyrr en varði
var staðan orðin 13—1 ÍS í vil.
Þróttarar voru alveg á núlli i getu og
hávörnin var mjög gloppótt, upp-
spilið hörmulegt og uppgjafir tókust
varla nema endrum og eins. Skyndi-
lega var eins og allt færi ! baklás hjá
ÍS þegar Gunnar Árnason sendi upp-
gjöf beint f gólfið hjá þeim og Þrótt-
arar gengu á lagið og unnu nú fjögur
stig i röð. ÍS tók þá leikhlé til að átta
sig á hvað væri að gerast, en það
dugði ekki til þvf áfram héldu Þrótt-
arar að hala inn stig eða tiu á móti
einu hjá ÍS og er staðan var orðin
14—11 fékk ÍS loks boltann og
tókst að ná þessu eina stigi, sem
vantaði og sigra i hrinunni 15—1 1.
Hjá Þrótti kom Frfmann Sturluson
mest á óvart og sýndi hann ásamt
Valdimar mjög góðan leik en aðrir
léku miður. Stúdentar gerðu mikið
af klaufavitleysum á þessum kafla
og hvað eftir annað fór boltinn f
gólfið fyrir misskilning leikmanna.
Indriði átti sem fyrr mörg frábær
smöss og einnig sýndi Halldór Jóns-
son góðan leik fyrrihluta hrinunnar
sem og reyndar allt liðið.
3. HRINA: Eftir þennan kipp sem
Þróttarar tóku bjuggust menn nú við
að þeir myndu veita ÍS harða keppni
þvf nú var að duga eða drepast.
Stúdentar mættu i þriðja skiptið til
leiks án þess að gera breytingar á
liðinu og ætluðu sér greinilega að
tryggja sér sigur f leiknum. Það
gerðu þeir lika því allt púður var nú
úr Þrótturum og sættu þeir sig við
ósigur i leiknum. Hinir reynslulitlu
nýliðar hjá þeim þoldu ekki álagið og
hinir reynslumeiri áttu lélegan dag.
Úrslitin urðu þvf 1 5—6 fyrir ÍS.
ÍS liöiS virkaði sterkt enda hafa
þeir æft vel ! haust og liðið er að
mestu skipað þeim sömu og i fyrra
og hitteðfyrra svo samæfingin ætti
að vera góð. Liðið er með gott
„baggerslag" góða hávörn og upp-
spilið hjá Halldóri og Helga var
ágætt. Indriði er mjög góður „smass-
ari" og hefur mikinn stökkkraft.
Halldór stjórnaði liði sinu eins og
hans var von og visa ágætlega.
Hjá Þrótti er uppspilið aðal höfuð-
verkurinn og vantar mikið til að það
verði gott. Valdimar var sá eini, sem
sýndi sitt rétta andlit, þvi Gunnar og
Guðmundur Pálsson léku báðir mjög
undir getu. Nýliðarnir eru flestir efni-
legir og er þeir öðlast meiri keppnis-
reynslu verða þeirgóðir.
í gærkveldi léku Vfkingar og Þrótt-
ur og verður nánar greint frá honum
seinna. Á föstudaginn verður leik-
urinn i kvennaflokki og hefst hann
kl. 19:30 í íþróttahúsi Háskólans. Á
laugardaginn verður úrslitaleikurinn
i Reykjavikurmótinu milli Víkings og
ÍS. Sá leikur fer einnig fram i
íþróttahúsi Háskólans og hefst hann
kl. 14:00.
pól.
— Axel
Axelsson
Framhald af bls. 17
Axelssonar vita, þá var frábær
samvinna niilli hans og Björgvins
Björgvinssonar í Framliðínu, og
færði hún liðinu ótalin mörk. Við
spurðum Axel hvort hann hefði
nokkurn Björgvin hjá Danken-
sen.
— Nei, sagði Axel, — það er
ekki til nema einn Björgvin
Björgvinsson, og það kemst
enginn meó tærnar þar sem hann
hefur hælana. Björgvin ætti
örugglega mikla möguleika í
Þýzkalandi og gæti gengið beint
inn í gott lið þar, ef hann hefði
áhuga. Hjá Dankensen höfðum
við reyndar einn góðan línumann,
en sá er að ljúka lögfræðinámi og
hefur því ekki getað verið eins
mikið með og æskilegt hefði
verið. Hann leikur ekki með
okkur nema erfiðustu leikina.
Björgvin Björgvinsson var vió-
staddur þegar við ræddum við
Axel, og var hann að því spurður,
hvort hann hefði ekki áhuga á því
að fara utan og reyna sig. Lét
Björgvin lítið yfir þvi. — Eg held
að ég eigi ekki við það a.m.k. ekki
að svo stöddu, sagði hann.
Annars sagði Axel áberandi, að
þýzku liðin vantaði fleiri skyttur.
Þannig væri t.d. hjá Dankensen,
að það væru raunar ekki nema
hann og tveir aðrir, sem gætu
skotið langskotum. Ef eitthvað
kænii fyrir þá gæti liðið orðið illa
á vegi statt.
Axel Axelsson sagði, að það
væri stór verksmiðja, sem stæði
að baki félaginu, og framleiddi
hún ýmsar vörur, m.a. hina
þekktu kaffipoka „Melitta".
Starfar Axel hjá þessari verk-
smiðju, og sagði hann starf sitt
aðallega fólgið í þýzkunámi.
Þegar hann væri búinn að ná
góðu valdi á þýzkunni stæði sér til
boða að fara I nám hjá fyrir-
tækinu. Kynnast öllurn hliðum
reksturs þess, og þá einkuni sölu-
mennsku, inn- og útflutningi
þess. Tekur slikt verzlunarnám
um tvö og hálft ár. — Eg hef
mikinn áhuga á því að fara í þetta
nám, sagði Axel, en er þó ekki
ráðinn í hvort af verður. Verði ég
eins ánægður þarna og ég er
núna, tel ég þó líklegt, að ég verði
þarna áfram.
Þegar Axel var að því spurður
hvort urn hreina atvinnumennsku
væri að ræða i þýzka handknatt-
leiknum, sagði hann að svo væri
alls ekki, og raunar tæpast hægt
að tala um að leikntennirnir væru
hálfatvinnumenn, hvað þá nteira,
þegar á heildina væri litíð. Það
kom hins vegar frani hjá Axel. að
hann hefði það mjög gott hjá
félaginu, og hefði t.d. fengið nýja
og góða íbuð og nýjan bíl. Hann
sagði að handknattleiksáhuginn
væri gífurlega mikilll. Varla væri
rætt urn annað á matstofum og
veitingahúsum en íþróttir og vel-
gengni Dankensen að undanförnu
hefði lyft mjög undir áhuga og
umræður. Gerðu flestir sér vonir
um, að Dankensen yrði i úrslitum
Þýzkalandskeppninnar i ár, en
liðið á þó marga erfiða leiki eftir,
m.a. við þau lið, sem margir telja
sterkust: Wellinghofen og
Gummersbach. — En handknatt-
leiksáhuginn þarna er svo rnikill
að auk unglingaflokka er leikið í
einum sjö deildum, þar af er ein,
sem skipuð er leikmönnum, sent
við myndum kalla „Old boys".
Þaó er ntjög algengt, að ntenn i
þessum liðum séu kornnir vel á
fimmtugsaldurinn, og t.d. er einn
52 ára í ,,01d boys" liði Danken-
sen. — Það þarf ekki að óttast
þarna að ungir menn hætti
íþróttaiðkunum, vegna þess að
þeir fari að byggja, eins og hér-
lendis, sagði Axel. — Menn
gleyma að hafa áhyggjur af sliku.
unz þeir eru komnir á fimm-
tugsaldurinn. eða vel það.
Að lokum kvaðst Axel vilja
þakka Morgunblaðinu verðlaun
þau, er hann hlaut. og nota tæki-
færið til þess að árna öðrum verð-
launahöfum blaðsins til ham-
ingju.
•Mjl