Morgunblaðið - 19.11.1974, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. NÖVEMBER 1974
37
J
Evelyn
Anthony:
LAUNMORÐINGINN
Jöhanna v
Kristjönsdöttir
þýddi ,
52
og þrýsti handlegg Dallas. — Þú
getur ekki trúað því, hvað mér
þótti leiðinlegt að trufla ykkur
Huntley. En ég átti engra kosta
völ. Eg varð að gera það. Ég bið
þig að reyna að trúa mér.
— Það er ekki neitt. Dallas
horfði á hana og tókst vel að leyna
því að þessa afsökunarbeiðni tók
hún ekki hátiðlega.
Þaó er nú líklegt, hugsaði hún
með sér. Þú þurftir bara að koma
í veg fyrir að hann væri með mér,
vegna þess að þú vilt hrifsa alla
peningana hans. Og hvað ætli þér
þyki það leiðinlegt... haha.
— Ég trúi þvi sem þú segir,
sagði Dallas. — En ég er í vanda
stödd... hún hikaði og sagði til-
gerðarlega.
— Ég hélt kannski þú gætir
hjálpað mér — væri þér sama
Elizabeth þótt þú leyfðir mér að
tala við þig um það sem angrar
mig?
— Auðvitað. Elizabeth fann
mjög til með henni. Hún gat ekki
skilið, hvernig stúlkan gat sætt
sig vió taumlausa duttlunga
frænda hennar og varð að sæta
auðmýkingu og lítillækkun
hvenær sem honum bauð svo við
að horfa.
— Þú mátt reiða þig á að ég
skal gera allt sem í mínu valdi
stendur til að hjálpa þér, sagði
hún. — Eg þekki hann frænda
minn, Dallas. Ef þú þarft á vini að
halda máttu trúa því, að ég stend
með þér.
Fáein andartök var Dallas á
báðum áttum. Hún fékk ekki bet-
ur séð en Elizabeth væri einlægn-
in sjálf. En það gat allt átt sér
stað. Eddi King hafði sagt að hún
væri andstæðingur og hann hlaut
að vita það.
— Heyrðu, sagði hún. — Mér
finnst óþægilegt að tala hérna.
Komdu niður að sundlauginni
með mér. Þar getum við verið i ró
og næði. Við getum fengið okkur
sundsprett og ég segi þér hvað
amar að. Viltu gera þaó fyrir mig,
Elizabeth, að koma meó mér
þangað þegar þú ert búin að
drekka?
— Ég er búin, sagði Elizabeth.
— Og ég hefði ekkert á móti því
að fara i laugina. Ég svaf ekki vel
í nótt. Ég býst ekki við þú hafir
sofið mikið heldur. Veslings Dall-
as. En hafðu engar áhyggjur, vió
skulum finna lausn á þessu sem
hrjáir þig.
— Ég kem aftur eftir fimm mín-
útur, sagði Dallas. Hún ætlaði
ekki að hætta á neitt. — Við skul-
um verða samferða niður að laug-
inni.
Þetta var opin laug. Huntley
vildi ekki sjá innanhússlaug og
hafði leyst málið með því að láta
hita vatnið í lauginni og umhverf-
is hana var hár veggur. Hitakerfi
sem var stjórnað frá sérstakri
stöð sá um að þarna var alltaf
hæfilega heitt, hvort sem var um
sumar eða vetur. Og í rigningu
mátti renna glerþaki yfir laugina.
Þarna voru búningsherbergi, bar
og útigrill og gufubaðstofa, sem
hann hafði látið koma fyrir ný-
lega.
Elizabeth og Dallas gengu sam-
an niður og þegar þær komu að
lauginni var Dallas ekki enn búin
að setja saman söguna, sem hún
hafði sagt Elizabethu að hún þyrfi
að segja henni. Hún ákvað að
reynda að'draga þetta á langinn.
— Við skulum fara ofan í fyrst,
sagði hún. — Síðan gætum við
fengið okkur heitt kaffi og romm
eða eithvað og þá getum við talað
saman í ró og friði. Ég ætla að
biðja um að það verði komið með
kaffi til okkar. Hún gekk inn á
barinn og tók upp símann.
— Tvo stóra bolla af kaffi, sagði
hún. — Eftir svona tíu minútur.
Og kökur með. Þökk fyrir.
Hún kallaði til Elizabethar sem
hafði teygt úr sér á dýnu vió
laugina.
— Ég ætla að fara i sundfötin
vina. Kaf fið kemur bráðum.
Elizabeth stóð á fætur og heyrði
þá símann hringja. Það var hlið-
vörðurinn.
— Fyrirgefið að ég trufla ung-
frú Cameron, en hér er maður,
sem segist vera vinur yðar. Peter
Mathews. Er í lagi að hann komi
inn. Viljið þér gefa leyfi til þess?
Elizabeth studdi sig eit andar-
tak og greip andann á lofti. Og
leitaði eftir einhverju til að styðja
sig við.
Því miður hér er hvert sæti skipað eins og þér sjáið.
VELVAKAIMCJI
Velvakandi svarar í slma 10-100
kl. 10.30 — 1 1.30, frá mánudegi
til föstudags.
% „Eiga börnin
að fjarlægjast
foreldrana og
heimilin og
flytjast
í skólana?“
Þannig spyr “Húsmóðir f
Vesturbænum“ og skrifar siðan:
„Ég spyr svona, af því að ég sé
tekið þannig til orða í fyrirsögn á
frétt I. blaði í dag, að til þess að
hægt sé að framkvæma grunn-
skólafrumvarpið, sé það skilyrði,
að nemendur fái mat í skólunum.
í fréttinni er eftirfarandi haft
eftir fræðslustjóra Reykjavíkur-
borgar:
„Það er eitt frumskilyrði þess,
að hægt sé að halda uppi sam-
felldri skóladvöl í samræmi við
grunnskólafrumvarpið, að nem-
endur fái næringu í mat, á meðan
þau sitjayfir skólabókunum."
Komist grunnskólafrumvarpið
einhvern tíma óbreytt til fram-
kvæmda, er greinilega gert ráð
fyrir stórminnkandi uppeldis-
áhrifum foreldra og heimila.
Þessi mikilvægi þáttur I þjóðlíf-
inu, uppeldi barna og tengsl við
fullorðna, er lagður í auknum
mæli á herðar kennara á vegum
hins opinbera, ríkisvaldsins, og
vixlverkandi uppeldisáhrif barna
og unglinga hvert á annað hljóta
að stóraukast. (Það þýðir, að
freku börnin móta áhrifagjörnu
börnin frá morgni til kvölds á
mikilvægasta þroskaskeiði ævi-
ferilsins).
% Ctjöfnunarárátta
eða jafn-
aðarmennska?
Ekki nóg með það, heldur
skilst mér, að byggja eigi lestrar-
stofur við skólana, þannig að
heimanám sé óþarft. Þetta þýðir
auðvitað I framkvæmd, að for-
eldrar og börn hittast aðeins í
bezta falli við morgunverðarborð
og kvöldmatarborð. Eftir kvöld-
mat þurfa unglingarnir svo að
sjálfsögðu að hittast einhvers
staðar úti. Það hefur ekki farið
leynt, að ýmsir ungir kennarar,
oft reynslulitlir, hafa smitazt af
kenningum um það, að heimanám
með aðstoð foreldra sé af hinu
illa. Aðstaða á heimilum til hjálp-
ar við kennslu sé svo misjöfn, að
með heimanámi sé verið að ýta
undir og viðhalda ójöfnuði í þjóð-
félaginu, jafnvel að festa „stéttir"
í sessi kynslóð eftir kynslóð.
Jafnaðarmennskan eða út-
jöfnunaráráttan er svo mikil hjá
sumum, að betri námsárangur hjá
sumum nemendum en öðrum er
óhæfa, megi rekja hann að ein-
hverju leyti til aðstoðar föður eða
móður.
Er nú ekki kominn tími til þess
að staldra við og hugleiða málið,
áður en lengra er haldið?
% Rfkisuppeldi
Til hvers getur of mikið
ríkisuppeldi leitt? Til dæmis til
þess, að hin mikilvægu tengsl for-
eldra og barna, sem verið hafa
óslitin frá upphafi mannkyns,
fara að slitna og rofna með ófyrir-
sjáanlegum afleiðingum, en
næstum áreiðanlega skaðlegum.
Að minnsta kosti er hér um svo
mikið mál að ræða, að ekki má
rasa að neinu, og sízt af öllu gera
börnin okkar að eins konar til-
raunadýrum í sambandi við ný-
móðins kenningar, sem verið er
að byrja að reyna að framkvæma
á örfáum stöðum I heiminum með
mjög umdeildum árangri. Keppi-
keflið með framkvæmd þessara
kenninga virðist vera það að gera
börnin sem líkust hvert öðru, út-
slétta mismun, svo að þau falli
betur inn í kerfið, passi nákvæm-
lega inn I ríkismaskínuna.
Austur-þýzkur menntamálafröm-
uður skrifar I grein, sem ég las í
norskri þýðingu, að það sé mjög
mikilvægt, að hið opinbera annist
uppeldi og fræðslu barna frá upp-
hafi. Þau verði betri og nýtari
borgarar, samfélagskennd þeirra
verði svo sterk þegar á unga aldri,
að yfirgangssöm einstaklings-
hyggja nái aldrei að festa rætur.
Foreldrar séu mjög misjafnlega
fallnir til uppeldisstarfs, og megi
börnin ekki gjalda þess. Hitt sé
miklu betra, að sérfræðingar f
uppeldi mismunandi aldurs-
flokka, sérmenntaðir kennarar,
sálfræðingar og þjóðfélagsfræð-
ingar sjái um börnin meginhluta
sólarhringsins fram að þeim aldri,
er þau fara út á vinnumarkað
þjóðfélagsins. Þetta geri það líka
að verkum, að foreldrarnir verði
mun frjálsari og geti nýtt líf sitt
miklu betur en ella væri kostur.
Móðirin verði ekki lengur
„bleiuþvottaambátt og eldhús-
kerling", heldur geti hún unnið
úti við, komið þjóðfélaginu að
meira gagni, aflað meiri tekna
handa sjálfri sér og þjóðarbúinu,
öðlazt áður óþekkta ,,lífsfyllingu“
með ræktun andlegra áhugamála
og hvers kyns hugðarefna. Hún
verði loks frjáls kona, en ekki
dæmd í lífstíðaránauð við barna-
uppeldi og heimilisstörf, sem hún
hljóti að hafa mismikinn áhuga á
og getu til. Maðurinn gekk svo
langt að lokum að fullyrða, að
sálræn vandamál borgara, sem
aldir væru upp undir ríkisum-
sjón, væru miklu sjaldgæfari og
auðlæknanlegri en hinna, sem
aldir væru upp með „happa- og-
glappa-aðferðinni“ heima hjá for-
eldrum sínum.
% Á að stjórna
öllu frá ein-
um stað?
— Já, sjálfsagt er auðveld-
ara að stjórna þjóðfélagi þar sem
allir hugsa eins og vinna glaðir
fyrir ríkið alla ævi. Ég tala nú
ekki um þegar þeir verða orðnir
lausir við alls konar pabba og
mömmur og eiga sér aðeins einn
alvisan ríkisföður uppi I stjórnar-
ráði.
Ég treysti mér ekki til að fara
að halda fram neinum ákveðnum
skoðunum um þetta, af þvf að til
þess eru þessi mál alltof flókin,
vandasöm og viðkvæm. En
kannski vakna einhverjir mér vit-
urri til umhugsunar um það, sem
hér á að fara að gera við börnin
okkar. Þó vil ég varpa fram einni
hugsun rnihni: Hvernig fer ef
skólayfirvöld á einhverjum tíma
væru með fastákveðnar pólitískar
skoðanir og hefðu nægan mann-
afla í kennaraliði þjóðarinnar til
þess að læða þeim leynt eða ljóst
inn í börnin okkar? Eða bara, að
nógu margir kennarar með áhuga
gerðu það, þegar þeir hafa fengið
þetta nýja og mikla vald yfir
barnssálunum? Hvað má þá til
varnar verða? Ætli heimilin verði
þá ekki orðin máttlítil til mót-
vægis þegar börnin verða þar
aðeins til að sofa og borða tvær
máltiðir?
Húsmóðir 1 Vesturbænum."
Eins og bréfritari tekur fram er
hér um viðameira og vandasam-
ara mál að ræða en svo að hægt sé
að setja fram fastmótaðar kenn-
ingar um það með tilliti til fram-
tíðarskipunar.
— En hvað viðkemur máltiðum
skólabarna í skólanum sjálfum,
þá virðist það vera alveg útilokað-
ur möguleiki, sem siður var hér
áður fyrr, sem sé, að krakkarnir
hefðu með sér bita heiman að.
I okkar ungdæmi var skylda að
hafa með sér smurt brauð —
mátti undir engum kringumstæð-
um vera franskbrauð — og mjólk
eða annan hollustuvökva. Nú
virðist þetta vera aflagður siður,
en hvers vegna?
0 Almennings-
salerni of fá
í borginni
Kona hafði samband við
okkur og vildi koma á framfæri
þeirri skoðun sinni, að almenn-
ingssalerni I borginni væru alltof
fá.
T.d. sagðist hún undrast það
mjög hvers vegna þetta þarfaþing
væri ekki haft á Hlemmi, þar sem
umferð fólks væri stanzlaus svo
að segja allan sólarhringinn.
Síðan sagði hún:
„Nýlega var ég að bíða eftir
strætisvagni á Hlemmi, og var ég í
fylgd með útlendingi. Þá sáum við
mann, sem að vísu var eitthvað
undir áhrifum áfengis. Hann lét
sig hafa það að athafna sig uppi
við vegginn á biðskýlinu. Þarna
var fjöldi fólks, sem horfði á þetta
leiðindaatvik. Það má sjálfsagt
virða þessum manni það til
vorkunnar, að á þessum slóðum er
ekkert almenningssalerni, — það
nálægasta er niðri í Bankastræti.
Það er ekki hægt að ætlast til þess
að fólk fari alla leið niður i
Bankastræti. Mér finnst þetta
mesta ómenning, og lágmarks-
krafa hlýtur að vera að almenn-
ingssalerni séu á fjölförnum
stöðum, eins og t.d. Hlemmi."
Borg hlaut
verðlaunin
18 ARA tennisleikmaður, Björn
Borg, hlaut gullverðlaun þau sem
Sænska dagblaðið veitir árlega
þeim er það tilnefnir „Iþrótta-
mann ársins“ 1 Sviþjóð, en verð-
laun þessi þykja mjög eftir-
sóknarverð 1 Sviþjóð og helzti
heiður sem iþróttamönnum þar-
lendis getur hlotnazt.
Tilnefningunni er þannig
háttað, aó fyrri verðlaunahafar og
blaðamenn blaðsins kjósa þann er
verðlaunin skal hljóta eftir sér-
staka tilnefningu ákveðins hóps
sem til greina kemur við verð-
launaveitinguna. Að þessu sinni
var kosið á milli Björns Borg,
Tomasar Magnusson (skiða-
manns), Ulriku Knape (dýfinga-
konu), Rolf Elding (knattspyrnu-
manns), Ingemars Stenmarks og
Andersar Gærderud (frjáls-
iþróttamanns).
STIGAHLÍÐ 45-47 SÍMI 35645
folaldabuff
folaldagúllas
folaldahakk
folaldakarbonade
folaldabjúgu
saltað folaldakjöt
reykt folaldakjöt
Úrvals kjötvörur a/veg
eins og þér vi/jid hafa
þær.
VANDERVELL
Vé/afegur
BENSÍNVÉLAR
Austin
Bedford
Vauxhall
Volvo
Volga
Moskvitch
Ford Cortina
Ford Zephyr
Ford Transit
Ford Taunus 1 2M, 1 7M,
20M
Renault, flestar gerðir.
Rover
Singer
Hilman
Simca
Skoda, flestar gerðir.
Willys
Dodge
Chevrolet
DIESELVÉLAR
Austin Gipsy
Bedford 4—6 cyl.
Leyland 400, 600, 680.
Land Rover
Volvo
Perkins 3, 4, 6 cyl.
Trader 4, 6 cyl.
Ford D. 800 K. 300
Benz, flestar gerðir
Scania Vabis
Þ. Jönsson & co.
Skeifan 17 — Sími
84515—16