Morgunblaðið - 19.11.1974, Page 38

Morgunblaðið - 19.11.1974, Page 38
38 MORGUNBLÁÐÍÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19, NÓVEMBER 1974 Israelski herinn verður áfram í viðbragðsstöðu Tel Aviv, 8. nóvember. AP.NTB. Reuter. SPENNAN á landamærum tsra- els og Sýrlands minnkaði 1 dag en mótmælaaðgerðir Araba á vestur- bakka Jórdan færðust 1 aukana og þrlr ísraelskir fallbyssubátar réð- ust á palestfnskar flóttamanna- búðir á strönd Líhanons vegna meintrar tilraunar skæruliða til þess að ráðast inn í Israel. Eorseti ísraelska herráðsins, Mordechai Gur hershöfðingi, sagði að ísraelski herinn yrði áfram f viðbragðsstöðu þar til Sýrlendingar samþykktu að lengja starfstfma friðargæzluliðs Sameinuðu þjóðanna í Golanhæð- um þar sem við lá að strfð brytist út um helgina. Starfstími gæzlusveitanna rennur út um mánaðamótin og Gur varaði við þvi að nóvember yrði órólegur mánuður i Miðaust- urlöndum. Seinna var haft eftir góðum heimildum í Kaíró að Sýr- lendingar mundu vera reiðubúnir að fallast á lengingu starfstíma gæzlusveitanna. Að sögn israelsku herstjórnar- innar var skotmark fallbyssubát- anna bækistöð skæruliða skammt frá Rashidiye-flóttamannabúð- unum og hún segir að árásin hafi borið góðan árangur og neitar því að bátarnir hafi orðið að hörfa fyrir stórskotahríð Líbanons- manna. Herstjórnin sagði að tveir hryðjuverkamenn frá búðunum hefðu synt til strandar ísraels í gær og haft með sér vopn, hand- sprengjur og sprengiefni á prömmum. Þeir hafi ætlað að ráð- ast á „fjölmenna staði" í stórum bæjum, en israelskir hermenn hafi handsamað þá á ströndinni og fellt annan þeirra en tekið hinn til fanga. Á vesturbakkanum breiddust út mótmælaaðgerðir og óeirðir, sem hafa geisað í tvo daga, til Betlehem og fleiri bæja í dag. Rúmlega 200 arabískir nemendur og flóttamenn í úthverfi Jerúsal- em hrópuðu slagorð gegn Israel og grýttu bíla þar til lögreglan rak þá burt. Jafnframt hefur sovézka frétta- stofan Tass tilkynnt að beitiskip, tundurspillir og kafbátur komi í heimsókn til sýrlenzka hafnar- bæjarins Latakia 20. nóvember. Yfirmaður Svartahafsflota Rússa, Nikolai Khvorin aðmíráll, verður yfir flotadeildinni og heimsóknin er talin opinber staðfesting á stuðningi Rússa við Sýrlendinga. Áður hafði Yitszhak Rabin, for- sætisráðherra Israels, staðhæft að sovézk herskip væru í Latakia og varað Sýrlendinga við einhliða aukningu vígbúnaðar í framhaldi af miklum vopnasendingum frá Sovétrikjunum. Ummæli hans voru túlkuð þannig í Moskvu að hann vildi reyna að réttlæta árás á Sýrland. Israelsmenn fyrirskipuðu tak- markað herútboð en sögðu að það væri aðeins varúðarráðstöfun. Gripið var til viðbúnaðarins vegna fregna um að sýrlenzka hernum hefði verið skipað að vera í viðbragðsstöðu og vera við- búinn hugsanlegu stríði, sam- kvæmt heimildum í ísraelska hernum. Sýrlendingar svöruðu með ásökunum um að ísraelsmenn væru að búa sig undir styrjöld og sögðu að öllum árásum yrði hrundið. Spennan minnkaði þegar stjórnir Bandaríkjanna og Sovét- ríkjanna sendu stjórnum Egypta- lands og Sýrlands orðsendingar eftir ákafar tilraunir diplomata og ráðherra til þess að varðveita friðinn. Stríðsóttinn komst fyrst á alvar- legt stig á föstudagskvöld þegar Henry Kissinger utanríkisráð- herra lét í ljós ugg um að ekki reyndisl unnt að hafa stjórn á ástandinu vegna ögrana, víg- búnaðar og landamæraátaka. Einum sólarhring síðar til- kynnti Shimon Peres landvarnar- ráðherra að takmarkað herútboð hefði verið fyrirskipað vegna vafa sem léki á fyrirætlunum Sýrlend- inga, en þá hafði hafði dregið úr spennunni. Lax í Thames LAX HEFUR veiðzt í Thames í fyrsta skipti í 141 ár. Starfsmenn orkuvers veiddu laxinn um 40 km fyrir neðan London Bridge. Hann vó rúm átta pund. Milljónum punda hefur verið varið til þess að hreinsa Thames i tvo áratugi og mengunarsérfræðingar telja veiði laxins sýna að þessum upphæðum hafi ekki verið eytt tileinskis. 1 Þeir taka ekki mark á stað- hæfingu manns frá Tilbury, Lou Yallop, sem segir að laxinn sem veiddist sé lax sem hann fleygði í ána til þess að striða laxveiðimönnum. Yallop kveðst hafa fleygt lax- inum þar sem hann hafi verið úldinn eftir eins árs geymslu í frystikistu. Fisksérfræðingur náttúru- minjasafnsins segir að laxinn sem veiddist hafi aldrei verið í frysti. Hins vegar er ekki hægt að fullyrða hvað hann hefur lengi verið dauður. Lík Evu komið úr Peron er útlegðinni Buenos Aires, 17. nóvember. Reuter. SMURT lík Evu Peron, eftirlætis argentínskra verkamanna, er komið aftur til Argentinu, tæþum 12 árum eftir að hermenn sem steyptu manni hennar, Juan Peron, smygluðu því úr landi. Líkið var flutt frá Madrid, þar sem það hefur legið í þrjú ár, með Sjávarútvegur Breta biður uin 10 millj. pund FORYSTUMENN sjávarútvegs- ins f Bretlandi hafa beðið rfkis- stjórnina um 10—20 milljón punda styrk á ári til þess að af- stýra því að margir sjómenn verði gjaldþrota. Austen Laing, framkvæmda- stjóri sambands togaraeigenda, sagði að erfiðleikar sjávarútvegs- ins ættu rætur í hækkun olfu- verðsins í heiminum og mánaðar- legum lækkunum á fiskverði sfðan f apríl. Hann sagði að ef engin aðstoð yrði veitt mundu togaraeigendur tapa 10.000 pundum á hvern togara í rekstrarútgjöldum tii 30. september 1975. Ef einnig væri reiknað með afskriftum mundi hallinn aukast í 45.000 pund. Laing sagði að fiskverð mundi stórhækka ef engin aðstoð yrðí veitt. Aukinn innflutningur mundi að visu vega upp á móti Framhald á bls. 39 leiguþotu af gerðinni Boeing 707. Forseti Argentínu, Maria Estela Peron, seinni kona Perons, tók á móti líkinu. Aður hafði hún kallað Evu „andlegan leiðtoga argentínsku þjóðarinnar". Kistan með líki Evu Peron var flutt frá flugvellinum til forseta- hallarinnar þar sem það mun hvilá á viðhafnarbörum 'við hlið lik Juan Peron sem lézt 1. júli. Örfáum mínútum áður en lík Evu Peron kom til Buenos Aires fannst líkkista með líki Pedro Aramburu fyrrverandi forseta — þess manns sem bar ábyrgðina á því að lík Evu var smyglað úr landi. Líki Aramburus var stolið úr kirkjugarði í Buenos Aires 15. október. Likræningjarnir voru félagar í borgarskæruliðahreyf- ingunni Montoneros. Montoneros höfðu tilkynnt að þeir mundu skila líki Aramburus þegar jarðneskar leifar Evu væru aftur komnar grund. á argentínska Hermenn umkringdu flugvöll- inn áður en vélin með kistu Evu Peron lenti. Strangar öryggis- ráðstafanir voru einnig gerðar á leiðinni frá flugvellinum. Þúsundir manna söfnuðust saman meðfram Ieiðinni sem ekið var um. Líki Evu Peron var smyglað frá Argentinu skömmu eftir fall Perons 1955 og grafið á laun i Mílanó á italíu. Aðeins örfáir her- foringjar vissu hvar likið var grafið og Aramburu var bráða- birgðaforseti þegar því var smyglað úr landi. Jarðneskar leifar Evu voru sendar Peron hershöfðingja þar sem hann dvaldist í útlegð í Madrid síðla árs 1971 að skipan Alejandro Lanusse forseta sem þá hafði hafið samninga við hinn aldna leiðtoga. Melina Mercuri og Mikis Theodorakis féllu Aþenu, 18. nóvember AP — Reuter. GRÍSKA leikkonan Melina Mercuri og tónskáldið Mike Theodorakis féllu bæði í kosn- ingunum í Grikklandi á sunnu- dag. Þau voru í framboði í Pirreus, Mercuri fyrir Sam- grísku sósíalistasamtökin, flokk Andreas Papandreous og Theodorakis fyrir flokk Sam- einaðra vinstrimanna, sem stofnaður var út úr griska kommúnistaflokknum. Sá flokkur fékk aðeins 9,20% greiddra atkvæða og 10 menn kjörna, en flokkur Mercuri, 13,64% og 12 menn kjörna. Melina Mercuri var svipt ríkis- borgararétti sínum er herfbr- ingjarnir komu til valda og var hún ákafur gagnrýnandí her- foringjastjórnarinnar allan tímann, sem hún var í útlegð. Melina Mereuri EBE vill skýrslu Norð- manna um landhelgismálið Brussel, 18. nóvember NTB. FRAMKVÆMDARÁÐ Efnahagsbandalags Evr- ópu hefur sent norsku ríkisstjórninni spurninga- lista varðandi áætlun Norðmanna um aó friða viss hafsvæði undan N- Noregi fyrir togveiðum og Jafntefli Moskvu, 18. nóv. Reuter. KORCHNOI og Karpov gerðu jafntefli eftir29 leiki f23. skák sinni f einvíginu um réttinn til að skora á Bobby Fischer ög verður Korchnoi nú að sigra f 24. skák- inni ef hann á að hafa nokkra von um að fá að skora á Bobby Fisch- er og verður Korchnoi nú að sigra f 24. skákinni ef hann á að hafa nokkra von um að fá að skora á Fischer. Karpov hefur 3 vinninga en Korchnoi 2 en nái Korchnoi einum vinningi í viðbót verður varpað hlutkesti um hvor fær áskorunarréttinn. útfærslu fiskveiðilögsög- unnar. Eru spurningarnar 30 talsins, að því er heim- ildir innan norsku sendi- nefndarinnar í Bríissel herma. Ráðið og EBE-löndin líta þessar áætlanir Norðmanna mjög óhýru auga og kemur það glöggt fram í spurningunum aö sögn þeirra, sem þær hafa séð. Viss skilningur er þó sagður ríkja á nauðsyn verndunarráðstafananna, en ef- ast um að bannsvæði fyrir tog- veiðum sé rétta lausnin. Beðið verður svars norsku stjórnarinn- ar áöur en endanleg afstaða verð- ur tekin og þá jafnframt hvort gripið verður til einhverra að- gerða gegn Norðmönnum. Jens Evensen ráðuneytisstjóri og helzti samningamaður Norð- manna i fiskveiðilögsögumálum kom ásamt fylgdarmönnum til Varsjá í dag til að skýra pólskum yfirvöldum frá hinum fyrirhug- uðu bannsvæðum. A morgun fara þeir sömu erinda til A-Þýzka- lands. Síðar í vikunni fer Evensen svo til V-Þýzkalands og Bretlands. Reglugerðin um bannsvæðin á að taka gildi 1. janúar nk. Ný stjórn í Tyrklandi Ankara, 18. nóv. Reuter. SEXTÍU daga stjórnarkreppu f Tyrklandi er lokið með myndun rfkisstjórnar óháðra þingmanna og embættismanna undir forsæti Sadi Irniak öldungadeildar- manns. Irmak var falin stjórnarmynd- un á miðvikudag í sfðustu viku þegar tilraunir foringja stjórn- málaflokkanna til þess að mynda nýja rfkisstjórn höfðu farið út um þúfur. Aðeins fimm ráðherrar af 22 eru flokksbundnir stjórnmáia- menn. Ilinir eru óháðir öldunga- deildarmenn og emba-ttismenn, þar á meðal átta prófessorar. Utanríkisráðherra er Melih Esenbel, sendiherra í YVashington.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.