Morgunblaðið - 07.12.1974, Blaðsíða 1
245. tbl. 61. árg.
LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1974
PrentsmiSja Morgunblaðsins.
Stjórn Burma býður
stað fyrir sérstakt
grafhýsi U Thants
Rangoon, 6. des.
AP—REUTER — NTB.
EKKI var í kvöld ljóst, hvernig
stúdentar f Rangoon f Burma
myndu bregdast vió boði ríkis-1
stjórnar iandsins um, að II Thant,
fyrrverandi framkvæmdastjóri
Sameinuðu þjóðanna yrði Iagður
til hinztu hvíldar á tilteknu svæði
við Shwedagon pagoduna, sem er
einn af helztu helgistöðum
Búddatrúarmanna f borginni. Þar
bauð stjórnin fram landskika til
að reisa U Thant sérstakt graf-
hýsi, en meðal stúdenta voru uppi
raddir um annan stað, ótilgreind-
an, er þeir töldu betur við hæfi.
Fyrr i dag höfðu tíu þúsund
stúdentar rænt líkkistu U Thants
um það bil, er útför hans var að
hefjast og um 50.000 manna lík-
fylgd að leggja upp til einkagraf-
reits Búddatrúarmanna í Kyand-
aw-kirkjugarðinum í Rangoon.
Atti útförin að vera látlaus og
þrír bræður hins látna mæltust
eindregið til þess við stúdenta, að
þeir trufluðu ekki athöfnina, en
þeir létu sér ekki segjast heldur
neyddu búddamunkana, sem ann-
ast skyldu viðhlítandi helgisiði, til
að láta likkistuna af hendi. Kröfu
sína byggðu þeir á því að þeir
gætu ekki unað svo einfaldri út-
för fyrir U Thant; þeir vildu, að
hún yrði hátiðleg og hann yrði
■wm
lagður til hvíldar í sérstöku graf-
hýsi. Báru stúdentar kistuna til
háskólans í Rangoon og komu
henni þar fyrir á viðhafnarbör-
um. Þar stóðu þeir vörð við hana í
kvöld.
Af hálfu stjórnarinnar var
þegar i stað fyrirskipað að loka
öllum skólum i landinu og um
hrið a.m.k. var slitið öllu sam-
bandi við útlönd.
Bræður U Thants höfðu einnig
farið fram á það við stjórnina, að
hún léti f té stað fyrir grafhýsi.
Var þeim skýrt frá ákvörðun
hennar í kvöld, en ekki hafði svar
Framhald á bls. 22
Skipan Rocke-
fellers stað-
fest fyrir jól?
Washington, 6. des. Reuter. 1
„ÉG ER þeirrar skoðunar, að við
séum um þessar mundir sárlega
þurfandi fyrir þá hæfileika, sem
þú hefur til að bera.“ Þannig lét
demókratinn Peter Rodino um
mæ’i við Nelson Rockefeller,
fyrrverandi rfkísstjóra New
York, f dag, þegar hann batt enda
á yfirheyrslur nefndar fulltrúa-
deildar bandaríska þingsins í
sambandi við rannsókn hennar á
ferli og fjármálum Rockefellers.
Rodino, sem er formaður nefnd-
arinnar, hefur gengið manna
harðast fram f yfirheyrslunum
yfir Rockefeller og gagnrýnt eitt
og annað f sambandi við ráðstaf-
anir hans f fjármálum.
Allt bendir nú til þess, að skip-
an Rockefellers I embætti vara-
forseta Bandaríkjanna verði stað-
fest fyrir jól. Líklegt er að tíu
þingmenn af 38 í nefndinni verði
á móti honum, þegar gengið verð-
ur til atkvæðagreiðslu á þriðju-
dag eða miðvikudag í næstu viku.
Búizt er við, að skipan hans
verði staófest í öldungadeildinni
Framhald á bls. 22
Svo sem frá hefur verið skýrt í fréttum neyddist
Kakuei Tanaka nýlega til að segja af sér embætti
forsætisráðherra Japans — vegna meints f jármála-
misferlis. Mynd þessi var tekin af honum í garði
sfnum í Tokíó rétt eftir að hann hafði sagt af sér.
Makarios til
Kýpur í dag
Aþenu, Nikosiu, 6. des.
AP—NTB—REUTER
MIKILL viðbúnaður er á Kýpur
vegna væntanlegrar komu Maka-
riosar erkibiskups heim á morg-
un til að taka þar aftur við for-
setaembætti. Þúsundir manna
hafa flykkzt til Nikosiu f dag til
þess að fagna honum og eru marg-
ir uggandi um, að til átaka komi
milli stuðningsmanna hans 'qjg
andstæðinga.
Tyrkneska herliðið á Kýpur,
30.000 manns hefur fengið fyrir-
skipanir um að vera þvf viðbúið
að koma f veg fyrir átök eða óeirð-
ir og leiðtogi tyrkneska minni-
hlutans, Rauf Denktash, hefur
lýst þvf yfir, að tyrkneski herinn
muni ekki grfpa til nýrra hernað-
araðgerða á Kýpur eftir að
Makarios er þangað kominn.
Glafkos Clerides, sem gegnt
hefur embætti forseta frá því
Makarios flúði land um miðjan
júlí sl., hefur skorað á fbúa Kýpur
að forðast átök og sameinast held-
ur í átaki til að leysa deilumál sin
og erfiðleika. Hann tekur nú aft-
ur við leiðtogastarfinu i fulltrúa-
deild þingsins, er hann hafði áður
á hendi.
Griski herinn hefur einnig
fengið skipanir um að vera við
öllu búinn og miklar öryggisráð-
Framhald á bls. 22
Fyrirmæli sovézkra kommúnista
um aukna herferð gegn Gyðingum?
Moskvu, 6. des. AP.
0 STJÓRN kommúnistaf lokksins
f Moskvu hefur, að sögn áreiðan-
legra heimilda, sent frá sér fyrir-
mæli til flokksbundinna verka-
manna á umboðssvæði hans um
að efla andstöðu og áróður gegn
zionisma. Er tilgangur þessara
fyrirmæla talinn sá að draga úr
þjóðernistiffinningu sovézkra
Gyðinga og að sannfæra þá, sem
sótt hafa um leyfi til að flytjast
úr landi, um að slfk framkoma sé
mistök hin mestu.
9 Fyrirmæli þessi eru f sjö liðum
og voru send til aðalstöðva allra
þeirra 29 svæða, sem undir
Moskvudeild flokksins heyra. Er
sagt, að það hafi verið gert þegar
6. september sl., en sfðan hafi þau
verið látin ganga áfram eftir
flokksleiðum til allra helztu
vinnustaða — verksmiðja og
skrifstofa — í Moskvu.
Ekki hefur tekizt að fá þessar
upplýsingar staðfestar af hálfu
flokksins eða opinberra aðila,
en vestrænn sérfræðingur um
Poul Hartling.
Vangaveltur danskra blaða og stjórnmálamanna:
Búast við minnihlutastjórn vinstri
og jafnaðarmanna eftir kosningar
Kaupmannahöfn, 6. des,
frá fréttaritara Mbl.
Jörgen Harboe.
MARGIR stjórnmálamenn f
Danmörku eru þeirrar skoð-
unar, að eftir kosningarnar f
landinu 9. janúar n.k., sem
Poul Hartling forsætisráðherra
boðaði til f gær, muni taka við
minnihlutast jórn sósfaldemó-
krata og Vinstri með stuðningi
þeirra flokka, sem teljast f
miðju hins pólitfska iitrófs
landsins. Kosningarnar verða
hinar sjöttu á f jórum árum.
Jafnframt því, sem Hartling
boðaði nýjar kosningar f gær,
skýrði hann svo frá, að atvinnu-
leysi f Danmörku væri komið
upp f 9.5% og formaður
danskra vinnuveitenda, Leif
Hartwell, lýsti því yfir, að kosn-
ingarnar myndu hafa f för með
sér lokun fleiri fyrirtækja og
enn meira atvinnuleysi.
Meðal sósíalískra stjórnmála-
manna jafnt sem ihaldssamra
hefur verið látin í ljós óánægja
með þann hátt, sem Hartling
hafði á við að boða nýjar kosn-
ingar. Hann hafði á þriðjudag
lagt fram heildaráætlun í efna-
hagsmálum, þar sem aðaláherzl
an var lögð á frystingu launa og
arðgreiðslna. Kom áætlunin til
fyrstu umræðu á þinginu i gær,
fimmtudag og kl. 18 að staðar-
tima fékk Hartling þingfundi
frestað i tvær klukkustundir.
Formlega var ástæðan sögð sú,
að hann óskaði eftir viðræðum
um áætlunina, en þegar fund-
urinn hófst að nýju klukkan 20,
tilkynnti hann, að fyrirsjáan-
lega hefði hún ekki stuðning
meirihluta þingmanna og þvi
hefði hann ákveðið að boða til
kosninga.
Það hafði þó komið fram
áður, að meirihluti væri fyrir
þvi að hefja alvarlegar við-
ræóur um framkvæmd megin-
þátta áætlunarinnar. Hartling
taldi framfaraflokk Mogens
Glistrups andvigan áætluninni,
en Glistrup neitaði, að svo væri
— bæði fyrir og eftir tilkynn-
ingu Hartlings um nýjar kosn-
ingar.
Þá kom i ljós, að síðdegis á
fimmtudag hafði Poul Hartling
farið til drottningar og til-
kynnt, að stjórnin myndi boða
til nýrra kosninga. Dagblaðið
Information telur, að hléið, sem
gert var á meðferð málsins í
þinginu, hafi einungis haft
þann tilgang að gefa Hartling
tækifæri til að skýra frá
ákvörðun sinni á bezta sjón-
varpstíma, kl. 20. Tilkynningu
hans var sjónvarpað beint úr
þingsal og sömuleiðis ræðunni,
sem hann hélt i leiðinni.
Menn velta því nú fyrir sér,
hvað gerast muni eftir 9.
janúar. Samkvæmt skoðana-
könnunum munu tveir flokkar,
hinn frjálslyndi Vinstri — nú-
verandi stjórnarflokkur — og
kommúnistar hafa mestan hag
af kosningunum. Sósíaldemó-
kratar og flokkarnir til hægri
við þá vilja ekki samvinnu við
kommúnista og því geta þeir
ekki gengið inn í neinskonar
stjórnarsamstarf. Hinsvegar
Framhald á bls. 19.
innanríkismál Sovétríkjanna
segir orðalag fyrirmælanna
benda til þess, að fréttin eigi við
rök að styðjast.
í fyrirmælunum eru starfs-
menn flokksins hvattir til að
hamra á andzionisma og leggja
alla áherzlu á hversu ósamræman-
legur zionizminn sé menningu
Gyðinga. Sömuleiðis skuli lögð
mikil áherzla á óskir Sovétmanna
um varanlegan og réttlátan frið í
Mið-Austurlöndum, á réttlætingu
frelsishreyfingar Palestínu-
Araba og nauðsyn þess að styrkja
róttæk öfl í Arabaríkjunum.
Þá er flokksmönnum fyrir-
skipað að gera ráðstafanir til að
efla hugsjónaiegt uppeldi ungra
Gyðinga samkvæmt þeim kenni-
setningum, sem beitt sé við upp-
eldi annarra sovézkra æsku-
manna — og þar með vinna gegn
þeim áhrifum, sem þeir kunni að
verða fyrir af áróðri Zionista.
Enda þótt orðalag fyrirmæl-
anna sé ekki frábrugðið hinni
hefðbundnu andzionisku afstöðu
Sovétstjórnarinnar á síðari árum
þykir sú staðreynd, að þau skuli
hafa verið send út, benda til þess,
að barátta Sovétstjórnarinnar
gegn Gyðingum og þjóðernistil-
finningu þeirra sé að komast á
nýtt stig.
Fyrirmæli þessi virðast hafa
verið send frá flokksstjórninni
um þær mundir sem útflytjenda-
vandamálin voru á mjög við-
kvæmu stigi og voru farin að
valda miklum ugg og kvíða meðal
sovézkra Gyðinga. Haft er eftir
einum talsmanni þeirra, að útgáfa
slikra fyrirmæla bendi til þess, að
stjórnin hafi verið búin að gera
það upp við sig, að ekki yrði kom-
ið í veg fyrir það utan frá að
sovézkir Gyðingar leituðu burt og
Framhald á bls. 22