Morgunblaðið - 07.12.1974, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.12.1974, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1974 LOFTLEIOIR BILALEIGA CAR RENTAL T2 21190 21188 5 BÚIÐ VEL OG ÓDYRT S í KAUPMANNAHÖFN Mikið lækkuð vetrargjöld. Hotel Viking býður yður ný- ■ tizku herbergi með aðgangi m að baði og herbergi með baði. Símar í öllum her- ■ bergjum, fyrsta flokks veit- ■i ingasalur, bar og sjónvarp. m 2 mín frá Amalienborg. 5 mín. til Kongens Nytorv og “ Striksins. Í HOTEL VIKING i Bredgade 65, 1260 Kebenhavn K S Tlf, (01) 124550, Telex 19590. Sendum bækling og verð. *iiiiiiiiiimiiiiuiii* Lausn skipstjórans Bræðraborgarstíg 1, s. 14135 — 14340. Meniuyasu uypiarmænrinn tyrir 10—40 tonna báta, 8 skalar niður á 720 m dýpi, skiptanleg botnlína, er greinir fisk frá botni. Dýpislína og venjuleg botnlína, kasetta með 6" þurrpappír, sem má tvínota. RAD i! STAKSTEiNAR Undirtónn Málmblendiverksmiðja, Leir- árfundur og tangarsókn tveggja þingmanna Alþýðu- bandalagsins, Jónasar Árnason- ar og Stefáns Jónssonar, gegn fyrrverandi orkuráðherra, Magnúsi Kjartanssyni, er helzta umræðuefni manna á mcðal þessa dagana. Sá hráskinnsleikur, sem reví- höfundur Alþýðubandalagsins, Jónas Árnason, sviðsetti að Leirá og í sameinuðu þingi gegn Magnúsi Kjartanssyni, er beint framhald átaka, sem áttu sér stað á nýafstöðnum lands- fundi Alþýðubandalagsins um formannskjör þar. Svo mik- ið þótti við liggja að gefið var út sérstakt blað, „Sameinaður dragbítur", sem dreift var á fundinum, til höf- uðs Magnúsi Kjartanssyni. A yfirborði var þessu blaði stefnt gegn fyrirhugaðri málmblendi- verksmiðju, en undirtónninn, seip ekki fór fram hjá neinum, var ómengaður og auðskilinn, svo gjörla mátti þekkja hann Jörund. Þriggja ára undir- búningur Magnúsar Allt frá því að Magnús Kjartansson, þáverandi orku- ráðherra, skipaði stóriðjunefnd 28. september 1971 til að tengja saman Sigölduvirkjun og orku- frekan iðnað, hefur hann unnið að undirbúningi málmblendi- verksmiðju á Grundartanga í Hvalfirði. 7. ágúst 1973 heimil- aði hann stjóriðjunefnd að ganga frá samningsdrögum við bandarfska fyrirtækið Union Carbide, samkvæmt gagn- kvæmum viljayfirlýsingum fyrirtækisins og ráðuneytisins, sem hann var í forsvari fyrir. Mál þetta var síðar nýtt f innan- flokksátökum f Alþýðubanda- laginu, sem fyrr segir, og þær eftirhreytur átakanna, sem komu fram á Leirá og á Al- þingi, segja sína sögu og þurfa ekki frekari skýringa við. Magnús Kjartansson er að visu umdeildur stjórnmálamaður, sem styr hefur staðið um. En meira mun þó til þurfa en hæl- bíta til að knésetja hann. Tekjuskattar Tekjuskattar hafa reynzt sfminnkandi hluti af heildar- tekjum ríkissjóðs.Munnúsvo komið, að þeir nema innan við 17% rfkissjóðstekna. Sú spurn- ing er því áleitin orðin, hvort ekki sé rétt, að tekjuskattar ríkissjóðs verði með öllu niður felldir, og þessi tekjuöflunar- leið að fullu yfirfærð á sveitar- félögin. Þegar þess er gætt, hve lítill hluti tekjuskattar eru í heildar- tekjum ríkissjóðs, og hve álagning þeirra og innheimta er umfangsmikil og kostnaðar- söm, hlýtur það að orka tvímæl- is, hvert gildi þeirra er. Tvö frumvörp liggja nú fyrir Al- þingi um tekjuskattsfrelsi til- tekinna stétta, bátasjómanna (tekjur af bolfiskveiðum) og fiskverkunarfólks (vegna næt- ur- og helgidagavinnu). Rétt- læta má bæði þessi frumvörp, þó að misræmi f tekjuskatts- álagningu sé ávallt varhuga- verð. Þessi frumvarpsflutning- ur hlýtur að ýta undir athugun á þvf, hvort tekjuskattsálagn- ing ríkisins sé ekki úrelt orðin og megi missa sig — að eyðslu- skattar leysi tekjuskatta að fullu af hólmi. 1 stefnuyfirlýsingu ríkis- stjórnarinnar er því heitið, að „sveitarfélögum verði falin aukin verkefni og fjárhagsleg- ur grundvöllur þeirra endur- skoðaður til þess að tryggja sjálfstæði þeirra og fram- kvæmdagetu." Tekjuþörf sveitarfélaga, til þjónustu og framkvæmda í þágu fbúa sinna, er mjög brýn, eftir langvarandi fjársvelti og til samræmis við þá verðlagsþróun, sem verið hefur í landinu. Það væri því engin goðgá, þótt Þjóðhags- stofnun, eða öðrum sérhæfðum aðila, verði falið að kanna til hlítar, hver áhrif það hefði í þjóðarbúinu ef sá háttur yrði upp tekinn, sem hér hefur ver- ið gerður að umtaisefni. Oft hefur verið flutt þings- ályktunartillaga af minna til- efni. FYRIRSPURN TIL NJARÐVÍK. 1 staksteinum í gær var rætt um fyrirspurn blaðsins til Njarðar P. Njarvík, sem hann neitaði að svara. Fyrirspurn þessi var af misgáningi sögð varðandi nýtt frumvarp um kjör útvarpsráðs. Hið rétta er, að fyrirspurnin var um neitun útvarpsráðs á beiðni biskups og kirkjuráðs um helgistundir í útvarpinu. Þetta leiðréttist hér með. Messur á morgun Neskirkja. Barnasamkoma kl. 10.30 árd. Sr. Jóhann S. Hlíðar. Guðsþjónusta kl. 2 síðd. Sr. Frank M. Halldórsson. Dómkirkjan. Messa kl. 11. árd. Sr. Þórir Stephensen. Messa kl. 2 — fjölskyldumessa. Sr. Öskar J. Þorláksson dómprófastur. Barnasamkoma kl. 10.30 í Vesturbæjarskólanum við Öldugötu. Frú Hrefna Tynes talar við börnin. Ásprestakall. Barnasamkoma kl. 11 árd. í Laugarásbíói. Messa og altarisganga í Laugar- neskirkju kl. 5 síðd. Sr. Grímur Grímsson. Ffiadelfía Reykjavík. Söng- og hljómlistar-guðsþjónusta verður kl. 8 síðd. Mjög fjöl- breytt dagskrá. Einar Gíslason. Grindavíkurkirkja. Barnaguðs- þjónusta kl. 2 síód. Sr. Jón Árni Sigurðsson. Fríkirkjan Reykjavík. Barna- samkoma kl. 10.30. Guðni Gunnarsson. Messa kl. 11 árd. Athugið breyttan messutima. Sr. Þorsteinn Björnsson. Grensássókn. Barnasamkoma kl. 10.30 árd. Guðsþjónusta kl. 2 síðd. — altarisganga; aðalsafn- aðarfundur eftir guðsþjónustu. Sr. Halldór Gröndal. Dómkirkja Krists konungs Landakoti. Lágmessa kl. 8.30 árd. Hámessa kl. 10.30 árd. Lág- messa kl. 2 síðd. Bessastaðakirkja. Messa kl. 2 síðd. — Félag guðfræðistúd- enta hefur guðsþjónustuþætti á hendi. Þórhildur Ólafsdóttir stud. theol. prédikar, sóknar- prestur þjónar fyrir altari. Garðar Þorsteinsson. Hafnarf jarðarkirkja. Barna- guðsþjónusta kl, 11 árd. Garðar Þorsteinsson. Elliheimilið Grund. Guðsþjón- usta kl. 10 árd. Séra Lárus Hall- dórsson. Háteigskirkja. Barnaguðsþjón- usta kl. 10.30 árd. Sr. Jón Þor- varðsson. Messa kl. 2 síðd. Sr. Arngrímur Jónsson. Bústaðakirkja. Barnasamkoma kl. 11 árd. Guðsþjónusta kl. 2, altarisganga. Sr. Ólafur Skúla- son. Garðasókn. Barnasamkoma i skólasalnum kl. 11 árd. Sr. Bragi Friðriksson. Kálfatjarnarsókn. Guðsþjón- usta í Brunnastaðaskóla kl. 2 síðd. Sr. Bragi Friðriksson. Langholtsprestakall. Barna- samkoma kl. 10.30 árd. Sr. Áre- líus Níelsson. Guðsþjónusta kl. 2 síðd. Ræðuefni: Glaða hjartað góðu spáir. Óskastundin kl. 4 síðd. Sr. Sigurður Haukur Guð- jónsson. Breiðhoitsprestakall. Messa í Breiðholtsskóla kl. 2 síðd. Sr. Árni Pálsson prédikar. Sunnu- dagaskóli kl. 10.30 árd. Sr. Lárus Halldórsson. Fríkirkjan Hafnarfirði. Barna- samkoma kl. 10.30 árd. Sr. Guð- mundur Óskar Ólafsson. Digranesprestakall. Barnaguðs- þjónusta í Víghólaskóla kl. 11 árd. Guðsþjónusta í Kópavogs- kirkju kl. 2 siðd. Sr. Þorbergur Kristjánsson. Kársnesprestakall. Barnaguðs- þjónusta í Kársnessköla kl. 11 árd. Aðventukvöld kl. 20.30 í Kópavogskirkju. Séra Árni Pálsson. Laugarneskirkja. Messa kl. 2 síðd. Barnaguðsþjónusta kl. 10.30 árd. Sr. Garðar Svavars- son. Stokkseyrarkirkja. Messa kl. 2 siðd. Sóknarprestur. Eyrarbakkakirkja. Barnaguðs- þjónusta kl. 10.30 árd. Aðventu- kvöld kl. 9 síðd. Erindi Vigfús Jónsson. Kirkjukórinn syngur, Haukur Guðlaugsson leikur á orgel. Sóknarprestur. Arbæjarprestakall. Barnasam- koma í Árbæjarskóla kl. 10.30 árd. Guðsþjónusta í skólanum kl. 2 síðd. Móttaka fatnaðar í Eþíópíu-söfnun á sama stað kl. 4—7 síðd. Æskulýðsfélagsfund- ur ki. 8.30 siðd. Sr. Guðmundur Þorsteinsson. Kirkja Oháða safnaðarins. Messa kl. 2 síðd. Sr. Emil Björnsson. Freltabréf úr Hollum 0 Mykjunesi 25. nóv. TÍÐARFAR í nóvember hefur verið hagstætt, því segja má að hvorki hafi verið frost né úr- koma. Oftast hægviðri og ekki mikill snjór til fjalla ennþá. Flestir eru farnir að gefa fé a.m.k. í uppsveitum, enda er jörðin orðin afar léleg til beit- ar. Slátrun sauðfjár lauk laust eftir mánaðamótin síðustu og var slátrað fleira fé hér í sýslu en nokkru sinni fyrr, enda hef- ur sauðfé fjölgað hér mjög síð- ustu árin. Fé reyndist fremur rýrt til frálags og talsvert lak- ara en s.l. ár. Slátrun stórgripa, einkum hrossa hefur staðið yfir að undanförnu bg er ekki að fullu lokið. Margar ferðir hafa verið farnar til fjárleita um afréttina í haust, en þrátt fyrir það er talið að nokkuð vanti af fé enn- þá. Svo virðist sem fé hafi rásað allmikið í sumar, t.d. fór margt af fé af Holtamannaafrétti út yfir Þjórsá og var því öllu slátrað. Hefur sjálfsagt ráðið nokkuð um þetta flakk að mjög lítið var í vatnsföllum einkum eftir að líða tók á sumar. Þess má geta hér, að þegar farið var á þriðju leit á Landmaíinaafrétt um síðustu mánaðamót fannst ær tvílembd á miðjum afrétti og var á útleið, þ.e. í átt til byggða hér, reyndist ærin vera úr Álftaveri í Vestur-Skafta- fellssýslu. I Ýmsar framkvæmdir eru hér á prjónunum, sumir byggja stór fjós aðrir íbúðarhús og fleira er framkvæmt. Nokkur uggur er nú í bændum vegna þess sem gefið hefur verið út um veró á tilbúnum áburði á næsta vori. Það hefur verið gefið í skyn að áburðurinn hækki um a.m.k. 100%. Ekki liggur neitt fyrir um það hvernig hægt verður að mæta þessari miklu hækkun. Svo er að sjá, að ýmsir bændur hyggist draga eitthvað úr áburðarræktun og er hætt við að það segi fljótlega til sín í minni fóðuröflun. Er hér um mjög stórt vandamál að ræða. Vonandi' finnast einhver ráð til að meta þennan vanda áður en stór vandræði hljótast af. Nú er skammdegið að veróa allsráðandi. Miklu skiptir að tiðarfar sé milt á meðán myrkr- ið ræður ríkjum. Ennþá er jörð snjólaus og svo til klakalaus. Það er því hægt að vinna alla útivinnu ennþá. Hitt er svo annaó mál, að allir óska eftir því að myrkrið þoki og daginn taki að lengja á ný. Það hefur verið þjóðarósk um aldir og er það enn. M.G. Þankar um FYRIR yfirstandandi Alþingi mun koma frumvarp um jarða- og ábúðarlög þar sem stórlega er skertur umráðaréttur jarð- eigenda yfir jörðum og húsakosti sérstaklega, ef um sölu jarða er að ræða. Ef það verður samþykkt, verða bændur fyrsta stéttin, sem ekki getur selt atvinnu- læki sin og ibúðir á frjáls- um inaikaói. L'm þetta heíur verið skrifað áður hér í blaðið og bent á hversu ósanngjarnt þetta er, og verður því ekki orðlengt meir um það nú, enda frumvörp hefur frumvarpinu verið mót- mælt af ýmsum aðilum, sem væntanlega yrðu fórnarlömb þess, ef samþykkt yrði. Jafn- framt þessu er svo meiningin að vísitölubinda hiuta af lánum, sem veitt verða til bygg- ingaframkvæmda í sveitum. Er nú þetta hægt? Svona alveg samtímis? Varla verður þetta til að auka búsetu fólks í sveit- um. Þó skilst manni, að það sé nú meiningin með jarða- og ábúðarlagafrumvarpinu. Nú vill svo vel til, að fyrir Alþingi liggur nú frumvarp um stofnlánadeild landbúnaðarins þess efnis, að lán til nýbygg- inga og endurbygginga íbúðar- húsnæðis á lögbýlum skuli ekki verðtryggð og óhrekjandi rök færð fyrir réttmæti þess. Er hér með skorað á alla þá, sem á Alþingi sitja og fylgjandi eru búsetu fólks í sveitum að sam- þykkja þetta frumvarp hið fyrsta hvar í fiokki, sem þeir eru. Væri þá nokkuð sveigt frá þeirri óheillastefnu, sem felst í jarða- og ábúðarlagafrumvarp- inu samhliða ákvæðum um verðtryggingu á lánum, sem veitt verða til byggingafram- kvæmda í sveitum. Hróðmar Margeirsson. Lokabindi Skruddu komið út hjá Skuggsjá ÚT er komin hjá Skuggsjá Skrudda Ragnars Ásgeirssonar. Er hér um að ræða heildarsafn Skruddubindanna þriggja og hefur það að geyma sögur, sagnir og kveðskap úr öllum sýslum landsins, en efninu er raðað eftir sýsluskiptingu. Ragnar Ásgeirsson þótti sér- lega skemmtilegur sögumaður meó næma eftirtekt og skrap- skyggni á þjóðleg einkenni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.