Morgunblaðið - 07.12.1974, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1974
Hörður Einarsson:
Það hefur lengi verið eitt um-
deíldasta atriði i stjórnmálabar-
áttunni, hér á landi sem annars
staðar, hver vera skuli afstaða
ríkisins til atvinnustarfseminnar
í þjóðfélaginu. í flestum vest-
rænum lýðræðisríkjum hefur
verið fylgt þeirri meginstefnu, að
einstaklingar og félög þeirra hafi
frelsi til atvinnustarfsemi. Þessi
frjálsræðisstefna í atvinnumálum
kemur m.a. fram i 69. gr. íslenzku
stjórnarskrárinnar, þar sem sú
meginregla er orðuð, að engin
bönd megi leggja á atvinnufrelsi
manna.
í sósíaliskum ríkjum hefur ann-
arri stefnu verið fylgt, þeirri, að
atvinnustarfsemi skuli vera í
höndum ríkisins sjáifs.
Þriðja meginstefnan i þessum
efnum er svo atvinnumálastefna
fasismans og nazistanna, en í
þeim ríkjum, þar sem þessi stefna
hefur ráðið, hafa einstaklingarnir
og félög þeirra að visu fengið að
eiga atvinnufyrirtæki, en orðið að
lúta ströngu eftirliti og umsjá
handhafa ríkisvaldsins. Hér á
landi hafa áhangendur síðast-
nefndu stefnunnar þó ekki kallað
hana sínu rétta nafni, heldur
skírt hana skipulagshyggju eða
„samræmingu".
Ekki þarf að fara mörgum orð-
um um það, hver þessara stefna
hefur leitt til mestrar farsældar
fyrir borgarana. í ríkjum frjáls-
ræðisstefnunnar hefur hagvöxtur
til langframa orðið mestur og lifs-
kjör borgaranna bezt. 1 þeim ríkj-
um hefur líka dreifing efnahags-
valdsins verið víðtækust, svo að
hvorki ríkisvald né aðrir einstak-
ir aðilar hafa í krafti fjármála-
valds náð að brjóta borgarana
undir veldi sitt gagnstætt því,
sem við þekkjum frá þeim ríkj-
um, þar sem ríkisvaldið hefur öll
tök á atvinnulífinu í skjóli eignar-
réttar síns eða allsherjarforsjár.
Frjálsræðisstefna í efnahags- og
atvinnumálum er þannig for-
senda lýðræðislegra stjórnar-
hátta.
Hér á Islandi hefur Sjálfstæðis-
flokkurinn verið kyndilberi
frjálsræðisstefnunnar. Hún hefur
verið grundvöllur stefnu hans og
starfs. Á siðasta stjórnartímabili
sínu, viðreisnartímanum, tókst
flokknum að létta af íslenzku
þjóðinni fargi ýmiss konar leyfa-
og nefndakerfis, sem þá hafði um
langt skeið hvílt á athafnalifinu
eins og mara. Þáverandi forystu-
menn flokksins, sem líka höfðu
kynnzt boða- og bannakerfinu af
eigin raun, lýstu því þá oft með
eftirminnilegum hætti, hver um-
skipti til batnaðar hefðu orðið í
stjórnmálalífinu, þegar frjáls-
ræðisstefnan var tekin upp á ný,
því að þá þurftu stjórnvöld ekki
lengur að helga starfskrafta sína
sifelldri „úthlutunarstarfsemi“,
sem i raun og veru hefðu verið
ákvarðanir um það, „hver mætti
lifa og hver mætti deyja“.
EINOKUNARSTEFNAN
Sjaldan hefur verið brugóið
upp gleggri mynd af andstæðum
ríkisforsjárstefnunnar (skipu-
lagshyggjunnar) og frjálsræðis-
stefnunnar heldur en þeirri, sem
Bjarni Benedíktsson brá upp í
áramótagrein í Morgunblaðinu
31. desember 1965. í greininni
sagði ni.a.:
„Löngum heíur verið talið, að
sagan af Hólmfasti Guðmunds-
syni, hjáleigumanni á Brunna-
stöðum, skýrði betur niðurlæg-
ingu Islendinga á einokunartím-
unum og orsakir eymdar þeirra,
eri Itarlegar frásagnir af lagaboð-
um og þjóðháttum. Að sögn Jóns
Aðils í Einokunarsögu hans, gerði
Hólmfastur „sig sekan I því ódæði
aö selja í Keflavík 3 löngur, 10
ýsur og 2 sundmagabönd árið
1698 í stað þess að láta Hafnar-
fjarðarverzlun sitja fyrir kaup-
unum. Var hann hýddur við staur
i návist Múllers amtmanns fyrir
þetta tiltæki, af því hann átti eigi
annað upp í sektirnar en gamalt
bátskrifli, sem kaupmaður vildi
eigi líta við.“
Með svipuðum hætti varpa
málaferli valdstjórnarinnar gegn
Ingvari Guðjónssyni, sem frá er
greint í Hæstaréttardómum árs-
ins 1941, siðu 38 o.s.frv., ljósi yfir
stjórnarhætti á árunum fyrir síð-
ari heimsstyrjöldina." Síðan
rekur Bjarni nokkuð frásögn
dómsins, en brot Ingvars var í því
fólgið, að hann keypti hingað til
lands fiskiskip og greiddi það að
nokkru leyti á árinu 1938 með
gjaldeyri, sem hann fékk vegna
síldarútflutnings á þvi ári. Hins
vegar fékk Ingvar ekki heimild
gjaldeyrisyfirvalda til kaupanna
og ráðstöfunar á gjaldeyri fyrr en
á árinu 1939 og hagnaðist því um
nokkur þúsund krónur vegna
gengislækkunar, sem gerð var
1939. Var því dæmt, að Ingvar
hefði gerzt brotlegur við gjald-
eyrislögin frá 1937, og var hann af
þessum sökum dæmdur í 1.500.00
króna sekt í rikissjóð, og skyldi
koma 45 daga varðhald í stað sekt-
arinnar, ef hún greiddist ekki á
tilskildum tíma.
Að lokinni frásögninni af mála-
ferlunum af Ingvari Guðjónssyni
segir Barni Benediktsson í grein
sinni:
„Ekki verður um það deilt, að
Hólmfastur Guðmundsson og
Ingvar Guðjónsson höfðu báðir
brotið á móti landslögum. Fyrir
einvaldskonunginn danska, sem
lögfesti einokunina, og Eysteini
Jónssyni, sem bar stjórnskipulega
ábyrgð á gjaldeyrislögunum frá
1937 og var viðskiptamálaráð-
herra, þegar Hermann Jónasson
hóf málareksturinn gegn Ingvari
Guðjónssyni, hefur og áreiðan-
lega fyrir báðum vakað það, að
verða Islandi að gagni. Einok-
unar- og haftapostularnir eru og
hafa ætíð verið sannfærðir um, að
án þeirra forsjár muni allt fara úr
skorðum.
Um hörmungar einokunarinnar
þarf ekki að ræða. Allir þykjast
nú i orði kveðnu sannfærðir um,
að þær hömlur og höft, sem þá
voru í góðu skyni lögð á landsfólk-
ið, hafi haft þveröfug áhrif og
valdið miklu um þá afturför, sem
hér varð öldum saman og nærri
hafði leitt til landauðnar.
En var það nokkru skynsam-
legra að elta menn með lögsókn á
árinu 1939 fyrir það, að hafa án
nægilegrar heimildar ráðstafað fé
til kaupa á fiskiskipi til landsins?
Að vísu var það borið fyrir, að
kaupandi hefði hagnazt nokkrar
þúsundir á því að hafa borgað
hluta af skipinu fyrr en leyfið
heimilaði loksins, þegar það
fékkst og þar með tryggt sér
skipið nokkrum mánuðum eða
misserum fyrr en ella. Menn
hljóta þó að velta því fyrir sér,
hvort á þessum árum hafi verið
slíkur ofvöxtur í skipakaupum Is-
lendinga og skortur á sjó-
mönnum, að ástæða hafi verið til
að hundelta þá, sem vörðu fé sinu
til að auka fiskiflota þjóð-
arinnar.“
1 framhaldi af þessu gerir
Bjarni Benediktsson grein fyrir
þvi. hve vöxtur fiskiskipastólsins
var miklu meiri á frjálsræðis-
árunum 1959—1964 heldur en á
löngu timabili þar á undan og
segir siðan:
„Oft er sagt og vissulega með
réttu, að veðurfar, gróður og fiski-
göngur séu ekki að þakka ríkis-
stjórn. Gamalkunnugt er, að jafnt
rignir á réttláta sem rangláta. En
ríkisstjórn ræður því, hvernig
hún bregst við atburðunum.
Treystir hún eingöngu á forsjá
sína og bannar þegnunum að
bjarga sér eftir því sem þeirra
eigin vit og þroski segir til um?
Eða treystir hún fyrst og fremst á
frumkvæði, manndóm og dug
borgaranna og telur skyldu sína
að greiða fyrir framkvæmdum
þeirra, en leggur ekki á þær höml-
ur og hindranir?
Aukið lánstraust þjóðarinnar
erlendis og athafnafrelsi, fyrir-
greiðsla til handa borgurunum
um lánaútveganir, ekki sízt hjá
Fiskveiðasjóði og Stofnlánadeild
sjávarútvegsins, eiga sinn mikla
hlut að því, að lslendingar hafa
nú getað hagnýtt sér fiskigöngur,
og þá einkum síldaraflann mun
betur en áður. Vísindi, tækni og
dugnaður sjómanna og fram-
kvæmdamanna hefur fengið að
njóta sin vegna frelsisins. Þeim
aflvaka framfara og hagsældar
megum við aldrei gleyma. An
hans hefðu aflabrögð Islendinga
orðið lítil siðari árin.
Hin ólíka afstaða ríkisstjórna
fyrr og siðar hefur verið rakin svo
ítarlega vegna þess, að hún lýsir
afleiðingunum annars vegar af
viðleitninni til að hafa vit fyrir
öllum og hins vegar af því að
heimila mönnum að hafa vit fyrir
sér sjálfir. Ákvörðun rikisstjórn-
arinnar að hverfa frá allsherjar-
forsjá til frjálsræðis er forsenda
þeirra umskipta, sem hér hafa
orðið.“
STEFNUBREYTING HJÁ
SJÁLFSTÆÐIS-
FLOKKNUM?
Hér lýkur tilvitnun i grein Bjarna
Benediktssonar. Ég hefi rakið
hana svo Itarlega, þar sem ég tel
þarna lýst viðhorfi Sjálfstæðis-
flokksins á siðustu áratugum til
ríkisforsjár og einkaframtaks í at-
vinnumálum. En nú hafa ný við-
horf skotið upp kollinum innan
flokksins í þessum efnum, því að
svo virðist vera, sem a.m.k. ein-
hverjir af forystumönnum Sjálf-
stæðisflokksins treysti betur
sjálfum sér og þeim mönnum,
sem siðar kunna að fá þeirra nú-
verandi völd, hvar í flokki þeir
standa, til að vera forsjá lands-
fólksins í atvinnumálum heldur
en landsfólkinu sjálfu.
Ríkisstjórnin i heild hefur að
frumkvæði sjálfstæðisflokksráð-
herra, sjávarútvegsráðherra, lagt
fram á Alþingi frumvarp til laga
„um samræmda vinnslu sjávar-
afla og veiðar, sem háðar eru sér-
stökum leyfum“. Efni frumvarps-
ins er það, að eftir samþykkt þess
skuli þurfa leyfi sjávarútvegs-
ráðuneytisins til þess að koma á
fót rækjuvinnslu- og skelfisk-
vinnslustöðvum, sem og til aukn-
ingar á afkastagetu slíkra
vinnslustöðva. Fyrirsögn frum-
varpsins og röksemdafærsla i
greinargerð með þvi bendir þó til,
að þarna sé aðeins ætlunin að
stíga fyrsta skrefið til stórauk-
inna ríkisafskipta af fiskvinnsl-
unni í landinu. Ekki þarf nema að
fella fjögur orð úr fyrstu grein
frumvarpsins til þess að það nái
til vinnslu á öllum sjávarafla, sem
veiddur er samkvæmt sérstökum
leyfum, en það eru margar af
þýðingarmestu greinum fiskveiða
hér við land. Og ekki þyrfti að
bæta nema einni grein inn í frum-
varpið til þess að öll fiskvinnsla í
landinu væri komin undir út-
hlutunarkerfi skrifstofubáknsins.
E.t.v. er ekki rétt að gera of
mikið úr því, þó að frumvarp
þetta hafi komið fram á Alþingi.
Það er ekki þar með orðið að
lögum. Að minnsta kosti verður
því ekki að óreyndu trúað, að
nokkur verulegur hluti af þing-
mönnum Sjálfstæðisflokksins
muni ljá því fylgi sitt, því að nái
það fram að ganga, þó aðeins sé í
óbreyttri mynd, væri með þeirri
lagasetningu stigið stærra skref í
átt til ríkisafskipta af atvinnulíf-
inu heldur en gert var með nokk^
urri ráðstöfun, sem siðasta vinstri
stjórn beitti sér fyrir á sinum
óheillaferli.
Miklu alvarlegra en framlagn-
ing þessa lagafrumvarps er það,
að ríkisstjórnin með sjávarútvegs-
ráðherra í broddi fylkingar hefur
með dæmafáum klunnaskap haft
uppi tilburði til þess að fram-
fylgja ákvæðum frumvarpsins
áður en það er orðið að lögum.
Það er orðið landsfrægt, að
sjávarútvegsráðuneytið hefur í
því skyni að koma i veg fyrir
starfrækslu nýrrar rækjuvinnslu-
stöðvar á Blönduósi beinlínis
bannað tveimur Blönduósbátum,
sem stunda rækjuveiðar í Húna-
flóa, að láta vinna afla sinn í
heimahöfn. Þessar aðfarir minna
helzt af öllu á aðfarir einokunar-
valdsins gegn Hólmfasti hjáleigu-
manni á Brunnastöðum. Hann
mátti ekki selja afla sinn í Kefla-
vik, heldur átti hann að láta
Hafnarfjarðarverzlun „sitja fyrir
kaupunum". Á sama hátt er nú
reynt að meina Blönduósbátunum
að selja afla sinn á Blönduósi,
þeir eiga að láta Hólmavik,
Hvammstanga eða Skagaströnd
„sitja fyrir kaupunum".
Að einu leyti ganga þó núver-
andi stjórnvöld lengra en danski
einvaldskonungurinn. Konungur
hafði a.m.k. lagaboð fyrir ofbeld-
isaðgerðum sínum, þótt ranglátt
væri, en þó að leitað sé með log-
andi ljósi um allt íslenzka laga-
safnið er þar ekki að finna hina
minnstu lagastoð fyrir einveldis-
tilburðum hinna innlendu stjórn-
arherra.
GANGALENGRA
EN LÚÐVÍK
Það er ekki nóg með, að stjórn-
völdum okkar takizt að slá út
forna einvaldskonunga í ríkisfor-
sjánni. Þeim tekst líka að láta
fyrrverandi sjávarútvegsráð-
herra, Lúðvík Jósepsson, lita út
sem hreinasta krossfara fyrir
einkaframtakinu, þegar saman er
borið við þau. Á siðasta þingi kom
fram fyrirspurn frá Steingrími
Hermannssyni til sjávarútvegs-
ráðherra, sem m.a. fjallaði um
það, hvað sjávarútvegsráðuneytið
gæti gert til þess að koma í veg
fyrir, að fleiri rækjuvinnslustöðv-
ar yrðu starfræktar á Húnaflóa-
svæðinu og hvort ráðuneytið
hyggðist beita sér gegn sliku. Það
kom fram hjá Steingrími, að til-
efni fyrirspurnarinnar voru
fregnir i fjölmiðlum um væntan-
lega rækjuvinnslu á Blönduósi.
Lúðvík Jósepsson svaraði þess-
ari fyrirspurn á fundi Sameinaðs
þings 5. febrúar 1974. Þá sagði
Lúðvik m.a.:
„Ráðuneytið telur sig ekki hafa
vald til þess að banna mönnum að
setja á stofn rækjuvinnslustöðvar
— og þetta vil ég undirstrika, þvi
að um þetta hefur verið rætt all-
mikið í ráðuneytinu — ráðuneytið
telur sig ekki hafa vald til þess að
banna mönnum að setja á stofn
rækjuvinnslustöðvar, —„. Og
nokkru síðar sagði Lúðvik:
„ ... . og það er álit þeirra, sem
um þessi mál fjalla í sjávarútvegs-
ráðuneytinu, og ég tel einnig fyrir
mitt leyti, að það sé i rauninni
alveg óvinnandi vegur að kveða
upp úr um það, að tilteknir menn
eða tiltekin fyrirtæki á ákveðnu
svæði skulu sitja einn að afla.“
Það er ekki að furða, þó að
almenningi gangi oft illa að átta
sig á því, hvað snýr upp og hvað
snýr niður í islenzku stjórnmála-
lífi. Hverjir eru t.d. hér einka-
framtaksmennirnir? Og hverjir
gefa sig hér út fyrir að vera alvitr-
ingarnir, sem geti haft vit fyrir
öllum?
ER RÆKJUSTOFNINN
í HÆTTU?
Sumir þeirra manna, sem gerzt
hafa talsmenn bolabragðanna
gegn hinni nýju rækjuvinnslu á
Blönduósi, halda því fram, að þótt
aðgerðir ríkisvaldsins kunni að
vera andstæðar lögum, þá séu til
þeirra viss málefnaleg rök.
Því er t.d. haldið fram, að
rækjustofninn í Húnaflóa sé
þegar fullnýttur og í bráðri
hættu, ef ein vinnslustöð enn
tekur til starfa á Húnaflóasvæð-
inu.
Hér skiptir engu máli í sam-
bandi við áganginn á rækjustofn-
inn, í hve mörgum vinnslustöðv-
um aflinn er unninn. Sjávarút-
vegsráðuneytið hefur, lögum sam-
kvæmt heimild til þess að ákveða,
hve mikið má veiða. Þetta er vald,
sem eðlilegt er, að sé i höndum
ríkisvaldsins til þess að varna of-
veiði, og þar með er með full-
nægjandi hætti tryggt, að ekki
verði of nærri rækjustofninum
gengið. Hvorki bátafjöldi né
vinnslustöðvafjöldi skipta i þessu
sambandi nokkru máli. Þó að
fyrrnefnd fullyrðing sé þannig
alveg út í hött, þá er það engu að
siður til fróðleiks að huga að því,
hvort gengið hafi verið of nærri
rækjustofninum í Húnaflóa.
Ekkert álit liggur fyrir frá Haf-
rannsóknastofnuninni í þessa átt,
FRJÁLSRÆÐI
EÐA
RÍKISFORSJÁ?
I tilefni Blönduóssmálsins