Morgunblaðið - 07.12.1974, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1974
31
Þorleifur Guðjónsson
skipstjóri — Minning
Fæddur 23/6 1926.
Dáinn 24/11 1974
Viö albirtu hásumars leit Þor-
ieifur fyrst dagsins ljós. Var hann
sjötta barn foreldra sinna Berg-
þóru Jónsdóttur frá Steinum A-
Eyjafjöllum og Guójóns Jónsson-
ar frá Selalæk á Rángárvöllum.
Þau hjón bjuggu lengst af í Eyjum
Þar stóö hús þeirra Reykir, sem
þau og börn þeirra voru og eru
jafnan kennd vió. 10 urðu börnin
og er Þorleifur þaö fjóróa í systk-
inahópnum, er kveður þetta líf.
Eftir lifa Jóhanna og fimm bræð-
ur, Guómundur, Guðbjörn,
Magnús, Þórhallur Ármann og
Haukur. Eru þau systkin öll nýtir
og gegnir borgarar.
Bergþóra stendur nú á áttræðu.
Guðjón andaðist 1967, eftir lang-
an og oft strangan vinnudag.
Þeim hjónum var sjálfsbjargar-
viðleitnin í blóð borin. Fátækt og
erfitt árferði var oft þeirra fylgi-
fiskur. Metnaður þeirra var að
leggja sig fram og bæði nutu þau
sigurs í að yfirbuga erfiðleika og
sjá betri og bjartari daga. Guðjón
var jafnvígur til sjós og lands
karlmenni og hamhleypa ef því
var að skipta. Hann átti útgerð og
var formaður. Til landsins hafði
hann grasnytjar og átti búfé til
styrktar heimili sínu. Minnisstæð-
ur verður Guðjón mörgum eldri
Eyjabúum sem faglegur slátrari
byggðarinnar. Áður en nokkur
kjötbúð kom og varla þekktist
annað en saltmeti, þá kepptust
allir við að fá kjöt hjá Guðjóni á
Reykjum, þvi á sláturstaó, hlutaói
hann svo sundur skrokkana, vigt-
aði og seldi í smásölu.
i þessu starfi var Guðjón mjög
vinsæll, vegna snyrtimennsku og
góðrar framkomu, þar sem allir
höfðu ávinning, kaupandi sem
seljandi.
— Leifur á'Reykjum.en svo var
hann nefndur í daglegu tali, fór
kornbarn til vinafólks foreldra
sinna, að Indriðakoti undir Fjöll-
unum og ólst þar upp sín fyrstu
bernsku ár.
14 ára gamall fer hann sína
fyrstu sjóferð, þá með Guðjóni
Jónssyni á Sandfelli á v.b. Enok.
Upp frá því voru störf Leifs nær
eingöngu bundin sjó og sjó-
mennsku. Hann tók vélstjórapróf
og skipstjórnarpróf nokkru
seinna. 23 ára er hann orðinn
útgerðarmaður, ásamt föður sín-
um og Guðmundi bróóur. Þá
keyptu þeir v.b. Glað VE 270.
Þann bát átti Leifur og síðast
einn með Þorgilsi Bjarnasyni uns
báturinnfórstll/4 1954. Þann dag
bar uppá sunnudag. Sjóveður var
ekki gott. Ólag reið á bátinn og
sökk hann á örskammri stundu.
Sú forsjálni réð þá orðið ríkjum
almennt í Eyjum að hafa gúm-
björgunarbáta um borð í fiskibát-
um, löngu áður en lög eða reglur
skylduðu menn til þess. Þá und-
anfarín ár höfðu þessi björgunar-
tæki bjargað hluta tveggja skips-
hafna úr sjóslysum við Eyjar.
Skipshöfn Leifs er sú fyrsta hér
við land, er öll bjargast heil á húfi
í gúmbjörgunarbáti. En ekki var
björgunin þrautalaus. Meira en
22 klukkutíma dreif þá í bátnum,
fyrst með ströndinni, siðan til
hafs. Nóttin var löng og köld. Að
morgni daginn eftir kom breskur
togari úr hafi. Það gekk á með
dimmum éljum i SV garra. Land-
taka skipsins var Dyrhólaey. Skip-
stjórnarmáður í brúnni horfir i
kíki til lands. É1 er að skella á.
Allt í einu er sjónaukanum beint
til hafs. Þar ber eitthvaó gult fyr-
ir augu. Skipinu var snúið við og
siglt, þar til það gula fannst, gúm-
bátur v.b. Glaðs. Þarna var þá
skipshöfnin öll heil á húfi.
Var nú siglt til Eyja og fóru
fagnaðartíðindin sem eldur i sinu
um alla byggðina. Skipstjóri
breska togarans tók gúmbátinn
sem björgunarlaun og að aflokn-
um fiskitúr hér við land, var bát-
urinn auglýstur i Bretlandi til
áróðurs, sem björgunartæki í
bresk fiskiskip.
I meira en 14 ár eftir þetta
áttum við Leifur náin samskipti
vegna ríkisskoðunar fiskiskipa.
Ekki voru það lög ein og reglur,
er drógu okkur saman, heldur
reynsla hins glögga manns. Með
Leifi og fyrir hann var gott að
vinna og minnast.
Leifur átti eftir þetta í tveim
bátum og var skipstjóri á v.b.
Sjöfn VE 37, er hann andaðist.
Lengst af átti hann ásamt
Trausta Jónssyni v.b. Glað áóur
Pál Þorleifsson SH. Á þeim báti
var Leifur og skipshöfn hans í
toppi með afla ár eftir ár, allra
dragnóta báta hér við Suðurland.
Meðan aðrir löptu dauða úr skel,
kom Leifur með fullfermi túr eft-
ir túr af góðfiski. Kom þar til
dýrmætur lærdómur, sem hvorki
prófessorar né lektorar geta
kennt. Heldur eigin reynsla af
botnlagi, straumum og hegðun
fiskjar, sem festist í huga hins
glöggskyggna manns.
Ekkert er dýrmætara atvinnu-
lífi þjóðarinnar en slíkir menn.
Tjón við fráfall slíkra er því óbæt-
anlegt og héraðsbrestur við hvarf
þeirra.
Hinn 1/6 1968 giftist Þorleifur
eftirlifandi eiginkonu sinni Rann-
veigu Unni Sigþórsdóttur. Stóð
heimili þeirra í Eyjum lengst af.
Við endadægur Leifs heitins,
vil ég flytja henni, aldraðri móð-
ur, systkinum og öllum er eiga um
sárt að binda við fráfall hans,
mínar innilegustu samúðarkveðj-
ur. Ég bið þeim huggunar Drott-
ins í nafni Jesú Krists.
Einar J. Gislason.
í dag fer fram frá Vestmanna-
eyjakirkju útför Þorleifs
Guðjónssonar, skipstjóra. Hann
fæddist 23. júní 1926, og dó 24.
nóvember 1974. Hann fæddist aó
Reykjum í Vestmannaeyjum.
Hann var sonur hjónanna Berg-
þóru Jónsdóttur frá Steinum und-
ir Eyjafjöllum og Guðjóns Jóns-
sonar frá Björnskoti undir Eyja-
fjöllum, sem lést árið 1967, og var
Þorleifur einn af tíu börnum
þeirra. Hefur fjölskylda þeirra
ætíð verið kennd við Reyki.
Á sextánda ári hóf hann sjó-
mennsku sína, sem hann stundaði
til dauðadags. Rúmlega tvítugur
að aldri gerðist hann skipstjóri og
var það löngum eftir það, bæði á
bátum annarra og sínum eigin.
Nú siðast átti hann bát með
Hauk Jóhannssyni úr Vestmanna-
eyjum, og er nú skarð fyrir skildi
við lát sameignarmanns hans og
vinar. Kunnugir segja mér, að
samband þeirra hafi verið mjög
náið og gott, og svo vinsælir voru
þeir hjá sjómönnum, að aldrei
voru vandræði með að ráóa menn
á bátinn.
Það var mikil gæfa fyrir systur
mína Rannveigu Unni, þegar leið-
ir þeirra Leifs lágu saman haustið
1967. Þau gengu í hjónaband 1.
júní 1968 og lifðu saman í ástríku
hjónabandi þartil leiðir skildu að
sinni. Hann hefur nú siglt fleyi
sínu til annarra strandar og býr
allt í haginn fyrir okkur hin, sem
förum þangað einnig.
Leifur, mágur minn, var svo
góður drengur og mikill atorku-
maður að mig langar til þess að
rifja upp nokkrar minningar, sem
ég, og allir, sem fengu að verða
honum samferða einhvern hluta
ævinnar, hljótum að eiga. Allir,
sem kynntust honum fengu eitt-
hvað frá honum, sem gerði þá
meiri og betri menn. Ég átti því
láni að fagna að mega heimsækja
systur mína og mág til eyjanna
fögru nokkrum sinnum áður en
gosið varð þar. Hann sýndi mér
alla sögufrægustu og fegurstu
staði Heimaeyjar og benti mér á
allar heimildir, sem til voru um
eyjarnar í bókahillunum sinum,
svo að segja má að eftir hverja
ferð hafi ég fengið meiri fróðleik
um eyjarnar og sögu þess fólks
sem þar bjó. Það var einnig
óvenjuleg reynsla að kynnast fjöl-
skyldu Leifs, því að enginn vafi
leikur á því að óvíða er að finna
eins samrýnda og trygga fjöl-
skyldu.
„Dáinn, horfinn.“ — Harmafregn.
Hvflíkt ord mig dynur yfir.
En ég veit að látinn lifir.
Það er huggun harmi gegn.
Hvað væri annars guðleg gjöf,
geimur heims og llfið þjóða?
Hvað væri sigur sonarins góða?
Illu draumur, opin gröf.
Nei, ég vil ei hæða hinn
lifandi föður allra anda
ástina þfna, verkin handa,
dýrðina þfna, drottinn minn.
Fast ég trúi: Frá oss leið
vinur minn til vænna funda
og verka frægra, sæll að skunda
fullkomunar fram á leið.
Ósjálfrátt koma mér í huga þessi
erindi úr eftirmælum þjóðskálds
ins góða, Jónasar Hallgrims-
sonar, um vin sinn og samstarfs-
mann Tómas Sæmundsson, þegar
kær vinur og góður drengur kveð-
ur okkur svo skyndilega. Sá, sem
við kveðjum i dag var hrifinn
burt í mióju starfi. hann hafði
búið sig undir ævistarfið og byggt
upp framtíðarheimilið, eftir að
þurfa að yfirgefa það eins og
allir aðrir ibúar Vestmannaeyja,
þegar gosið hófst.
Við, vinirnir og ættingjarnir,
kvöddum hann oft, því að sjómað-
urinn. er oftast lengi að heiman til
þess að afla. Sjóferðir hans uróu
allar farsælar, því að hann kom
alltaf með alla sína skipshöfn
heilu og höldnu að landi aftur. Ég
álit það besta aflann úr hverri
ferð, sem farin er.
Að lokum votta ég aldraðri móð-
ur, eiginkonu, systkinum og öðru
venslafólki mína dýpstu samúð.
Hvíl í friði vinur, haf þú þökk
fyrir allt og allt.
Margrét Sigþórsdóttir.
Guðbrandur Guðjóns-
son múrari
í dag .verður til moldar borinn
Guðbrandur Guðjónsson múrari,
Laugateig 10 hér í borg, en hann
lést í Borgarsjúkrahúsinu þann
29. nóvember, s.l.
Með Guðbrandi er horfinn okk-
ur einn dugmesti og ötulasti bar-
áttumaður múrarastéttarinnar
frá upphafi.
Guðbrandur var fæddur þann
13. mars árið 1904, að Neistastöð-
um i Villingaholtshreppi, sonur
hjónanna Guðjóns Guðbrandsson-
ar og Helgu Jónsdóttur, og var
hann því réttra 70 ára, þegar
hann fést.
Hann var tvíkvæntur og missti
hann fyrri konu sina, Jóhönnu
Gísladóttur, árið 1940. Síðari kona
hans er Guðrún Þorvaldsdóttir og
lifir hún mann sinn.
Guðbrandur hóf nám í múrara-
iðn árið 1929 hjá Jóni Bergsteins-
syni múrarameistara og lauk því
með sveinsprófi árið 1933. Arið
eftir gerðist hann félagi í Múrara-
félagi Reykjavíkur og var það til
dauðadags.
Fljótt valdist hann þar til
mikilla trúnaðarstarfa og var
hann meðal margs annars, ritari
frá árinu 1935 — 1938, formaður
frá 1940 — 1941, fulltrúi i Al-
þýðusambandi islandsfrá 1944 —
1946 og gjaldkeri þess þau ár.
Hann var kjörinn í stjórn Líf-
eyrissjóðs múrara við stofnun
hans árið 1965 og var jafnframt
ráðinn fyrsti starfsmaóur hans.
Því starfi gegndi hann þar til í
janúar s.L, er hann var lagður inn
á sjúkrahús vegna sjúkdóms þess
sem nú hefur orðið honum að
aldurtila.
Þau trúnaðarstörf, sem hann
valdist til og að framan er getið,
svo og þau, sem ótalin eru, en þau
eru fleiri, sýna ljóst, hvíliks trún-
aðar hann naut hjá félögum sín-
um, enda maður skarpgreindur
og alvörugefinn, nákvæmur með
allt, sem hann tók sér fyrir hend-
ur, réttsýnn og vildi hvers manns
vanda leysa.
Okkur félögunum duldist ekki,
að oft mætti hann til vinnu sinnar
hjá Lífeyrissjóðnum, sársjúkur,
- Minning
en viljastyrkurinn og samvisku-
semin neitaði honum að vera
heima, ef hann með nokkru móti
gat komist á fætur. Engan hef ég
þekkt, sem bar svo mjög fyrir
brjósti þá, sem hann vann fyrir,
og engan sem af slikri ósérhlifni
og óeigingirni hefur unnið að
framgangi slíkra mála, þó að laun-
in væru oft rýr.
Það var mikil barátta í verka-
lýðsmálum, þegar Guðbrandur
hóf afskipti sin af þeim, og mun
miskunnarlausari en nú er, og
þurfti því sterk bein, fórnfýsi og
traustan vilja til að ná fram þeim
málum, sem þá var barist fyrir.
Það verða ótalin hér öll þau
störf, sem hann innti af hendi
fyrir stétt sina og félag, bæði fyrr
og síðar, en i þakklætis- og viró-
ingarskyni fyrir þau var hann
kjörinn heiðursfélagi Múrara-
félags Reykjavíkur árið 1967.
Með þessum fátæklegu orðum
viljum við félagarnir i Múrara-
félagi Reykjavíkur þakka öll hans
fórnfúsu störf í þágu félags okkar
og stéttar.
Við vottum Guðrúnu, eiginkonu
hans, og fjölskyldu allri okkar
innilegustu samúð.
Blessuð sé minning hans.
Kristján E. Haraldsson
Karl Guðmundsson for-
stjóri — Minningarorð
Vöktu fyrrum
hjá vöggu þinni
himins heilladfsir,
lögðu þér f lófa
Ijúfar gjafir
og skópu örlög ævi.
Hinn 29. nóvember lést Karl
Guðmundsson, Fifuhvammsvegi
27 í Kópavogi, 37 ára að aldri.
Hann fæddist í Reykjavik 19.
Lífið er leyndardómur, sem við
megum ekki ráða.
Það er erfitt að sætta sig við þá
staðreynd, að við höfum hann
ekki lengur meðal okkar. Örlögin
eru hörð og grimm, mannlegur
máttur fær ekki rönd við reist.
Nú eru liðin mörg ár síðan tveir
ungir drengir komu heim til mín.
Sá, sem á undan fór, sagði:
Mamma, hér er skólabróðir minn,
sem hefur misst móður sína.
Ég virti fyrir mér þennan hug-
prúóa dreng.
Síðan kom hann oft, ekki sem
gestur, heldur vinur, er var alltaf
jafnvelkominn. Þeir Björgvin,
sonur minn, voru skólabræður í
gagnfræða-, mennta- og háskóla
og bundust sönnum vináttubönd-
um, sem aldrei hafa rofnað. Þeir
voru nánast sem bræóur.
Þeir fengu snemma tilfinningu
fyrir samtíð þjóðar sinnar, rök-
ræddu vandamálin eins og þau
lágu fyrir og töldu sig oft sjá betri
leiðir í ýmsu en f arnar voru.
Þetta voru ungir menn, fullir
hugsjóna og athafnavilja. Það var
mér dýrmæt gjöf að fylgjast með
þróun viðræðna og athafna
þeirra.
Sem stúdenta biðu þeirra val-
kostir eins og allra gáfaðra manna
á þeim tímamótum. Valdi annar
viðskiptafræði, en hinn læknis-
fræði — og náðu báðir settu
marki.
Karl var nú forstjóri Tékkneska
bifreiðaumboðsins á íslandi h/f.
Þangað kom hann ungur starfs-
kraftur, maður með stálvilja,
framsýni og dugnað, og mun
fyrirtækið bera honum bezt vitni.
Við hlið hans stóð hin ágæta
kona hans, Arndís Jónsdóttir,
bæði heima fyrir og í fyrirtækinu.
Ég þakka Kalla vini mínum
allar góðar stundir hér í heimi og
votta þér, Dísa min, og dætrum
ykkar, Aðalheiði og Helgu litlu,
mína dýpstu samúð, svo og föður
Karls, stjúpmóður hans og systk-
inum. Öldruðum tengdaforeldr-
um bið ég Guð að gefa styrk að
afbera sorgina.
Ölöf Jónsdóttir.
mars 1937, sonur hjónanna Aðal-
heiðar Jóhannesdóttur og Guð-
mundar Jenssonar ritstjóra.
Kallið kom svo skyndilega, að
ættingjar og vinir riða við hina
þungu fregn, að hann sé allur í
miðri dagsins önn.
Fyrir skömmu var ég gestur á
heimili hans og naut gestrisni
hans og góðrar stundar eins og oft
áður.
Sannarlega erum vió sí og æ
minnt á hverfulleikann — að við
séum gestir og ráðum ekki ferð-
inni sjálf.
Ekki lit ég svo á, aö Kalli, er við
kölluðum svo, sé dáinn, heldur
kallaður burt á annað svið manns-
sálarinnar.
Sœvar Már Aðalsteinsson
Fæddur 1. desember 1955.
Dáinn28. nóvember 1974.
Þá er okkar elskulegi frændi
horfinn sjónum okkar. Þegar við
litum yfir liðin ár koma fram í
hugann bros og tár frá bernsku-
dögum hans. Það fer ekki alltaf
saman gæfa og gjörvileiki og
fáum gefin sú gáfa að skilja til-
gang Guðs og öll erum við leit-
andi. Við trúum þvi að nú hafi
hann fundið það sem hann þráði.
Vió felum hann Guði og biðjum
hann að styrkja foreldra hans og
systkini, afa hans og ömmu í sorg
þeirra.
Blessuð sé minning Sævars
Más. Kolla, Sigga og Magga.