Morgunblaðið - 07.12.1974, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.12.1974, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1974 11 q Arni Björnsson læknir: Kaflar úr grein hans um krabba- mein í vör og munni Ef litið er á heildartölu krabbameina, eru krabbamein f vör og munni og ennfremur í afholum nefs (en einkenni frá þeim koma oft fram í munni) aðeins lítill hundraðshluti eða hjá körlum 3,31 af hundraði og hjá konum 1,11 af hundraði. Þá eru mein þessi mjög sjaldgæf hjá fólki innan við fertugt. Astæðan til mismunar kynj- anna er sú, að krabbamein í vör er mun algengara hjá körlum en konum. Þó þessi mein séu ekki fleiri en raun ber vitni, valda þau árlega dauðsföllum, sem ef til vill mætti koma í veg fyrir með fljótari greiningu og réttri með- ferð. Flest þessara krabba- meina er hægt að greina á frumstigi því bæði má sjá þau og þreifa á þeim. Undanskilin eru þó mein i afholum nefns- ins, sem geta vaxið verulega áður en ljós einkenni koma fram. I þessu greinarkorni verður reynt að gera stutta grein fyrir orsökum, að svo miklu leyti sem um þær er vitað, einkennum verður lýst eins ítarlega og unnt er og að lokum verður sagt nokkuð frá meðferð og batahorfum. Fyrstu einkenni flestra krabbameina f vör og munnholi eru sár, oftast á stöðum, sem orðið hafa fyrir ertingu. Sár, sem ekki grær fljótlega eftir að það, sem álitið er valda því, hefur verið lagað eða numið burtu, ber að líta á sem hugsan- legt krabbamein og eru sár með upphækkuðum hörðum sár- börmum sérstaklega grunsam- leg. 1 byrjun er ekki sársauki i krabbameinssárum og er það vafalaust ein af ástæðum til þess, að fólk leitar læknis of seint. Ef heilar tennur fara að losna, þarf að leita að ástæðunum. Þær geta verið næsta augljósar og meinlausar eins og t.d. tannholdsbólgur eða bitskekkjur, en tannlos getur lika verið einkenni um byrjandi krabbamein í kjálka eða afholum nefs. Hætti gervi- tennur að sitja eðlilega getur það einnig verið einkenni um byrjandi krabbameinsmyndun annaðhvort í slímhúð tanngarðs eða kjálkabeinum. Blæðing aftan úr hálsi eða bólga í kok- eitli, sem ekki hverfur við lyfja- gjöf, getur gefið grun um krabbamein þar. Þá getur blóð- litaður hor úr nefi eða stífla i nös, sem kemur án þess að um venjulegt kvef sé að ræða og hverfur ekki fljótlega af sjálfu sér eða við lyfjameðferð, gefið grun um krabbamein í afholum nefs eða nefi. Leiði eitt eða fleiri þeirra einkenna, sem hér hefur verið lýst, mann til að leita læknis, getur læknirinn greint sjúkdóminn með ýmsum aðferðum. Sé um sár að ræða er einfaldast og öruggast að taka vefjasýni og senda til meina- fræðilegrar rannsóknar. Speglanir með sérstökum ljósa- tækjum geta gefið upplýsingar og röntgenskoðanir gefa oft áríðandi upplýsingar einkum ef um meinsemd i beini er að ræða. Flest krabbamein i vör og munnholi eru hægt vaxandi mein, sem gefa fljótt ljós ein- kenni. Lækningahorfur eru því betri en við flest önnur krabba- mein, ef læknis er leitað nógu snemma. (Fréttabréf um heilbrigdismál) H0RGrUHBL&l)I9 fyrir 50 árum Undir Helgahnúk heitir skáldsaga, sem verið er að prenta þessa dagana, eftir H.K. Laxness. Er það löng saga, um 18 arkir, og fjallar um íslensk efni. Ársæll Árnason gefur bókina út. Átta fet af skömmum voru í „Tímanum" í gær um „Morgun- blaðið", ritstjóra og útgefendur þess. Eftir lauslegan yfirlestur fann sá sem þetta ritar ekkert satt í þessum 8 fetum. , Sumarmálarúsínugrautur Alþýðubl. um eigendur og ritstjórn Morgunbl. flaut um alla dálka þess í gær. Einkennilegt er það hve vel það fer blaðinu að flytja daglega upptuggu sinnar eigin ræpu. Stefán skáld frá Hvítadal er nýkominn til bæjarins. Hefir hann ort í vetur mikið verk, er hann ætlar að gefa út nú, og er hann kominn til þess að undirbúa útgáfu þess. Það er sextug drápa hrynhent og heitir „Kirkjan". Mun það vera I katólskum anda. H.F. Kári, Viðey — Stúlkur þær, sem ráðnar eru til fiskvinnu hjá h.f. „Kári í Viðey sækir m.b. Viðey til Reykjavíkur næsta þriðjudag ef veður leyfir. Lagt verður á stað frá Steinbryggjunni kl. 3 síðd. (Auglýsing). MATSEÐILL Umsjón, VIKONNAH Hanna Guttormsdóttir MÁNUDAGUR Bitsteik (sjá uppskrift), kartöflu-tómatsúpa. ÞRIÐJUDAGUR Soðinn fiskbúðingur, gulrófusalat með eplum, áfasúpa (sjá uppskrift). MIÐVIKUDAGUR Hænsni í hvitri sósu (sjá uppskrift), kakóbúðingur. FIMMTUDAGUR Djöpsteiktur fiskur, olíurjómasósa, Eggjamjólk, (sjá uppskrift). FÖSTUDAGUR Súr hvalur, heitar kartöflur, hrátt salat, mínútubúðingur með saftblöndu. LAUGARDAGUR Fiskkaka með gulrótum, hrátt salat, hrísmjölsgrautur. SUNNUDAGUR Brún kálsúpa (sjá uppskrift), glóðarsteikt lambakjöt, hrátt salat, eplakaka bökuð (sjá uppskrift). BITSTEIK 1 kg súpukjöt * 30 g smjörlíki * 200 g laukur * 7 dl vatn * 1—2 tsk. salt *V4 tsk. pipar * 20 g hveiti * sósulitur. Skerið laukinn niður í sneiðar. Brúnið kjötið og síðan laukinn. Hellið síðan sjóð- andi vatni yfir. Bætið salti og pipar í. Sjóðið i 1 klst. Færið kjötið upp úr og jafnið sósuna. Hellið sósunni yfir kjötið á fatinu. Berið réttinn fram með soðnum eða brúnuðum kartöflum. Afasúpa 11. súrmjólk * 11. mjólk * 60 g hrismjöl * 1 kamelbiti * 50 g rúsinur * 60 g sykur. Blandið hrísmjölinu í súrmjólkina kalda, og hrærið i með sleif þar til suðan er komin upp. Bætið þá rúsfnum út i ásamt kanel og sykri. Sjóðið og keimið. Hrærið vel í á meðan. HÆNSNI í HVÍTRI SÓSU 1 hæna, sjóðandi vatn, 2 tsk. salt, Vi laukur, 30 g smjörlíki * 30 g hveiti * 5% dl hænusoð, * 1 tsk. sítónusafi * 1 msk. sherry. Hreinsið hænuna og sjóðið í saltvatni ásamt sundurskornum lauk i 2—3 klst. Búið til ljósa sósu. Bætið sítrónusafa og víni í. Hellið sósunni yfir kjötið. Skreytt með tómatbátum. EGGJAMJÓLK I 1 mjólk * 15 g smjörliki * 20 g hveiti * 20 g sykur * 1 egg * 10 sveskjur * salt, vanilla. Sjóðið sveskjurnar, Stifþeytið eggja- hvítuna og búið til út henni litlar bollur, sjóðið þær i vatni og leggið á sigti. Hitið mjólkina, jafnið og sjóðið. Bætið smjör- líkinu út í. Hrærið eggjarauðu og sykur, og smáhellið mjólkinni saman við. Látið eggjahvítubollur og sveskjur á diskana. í staðinn fyrir að sjóða eggjahvítubollur má láta stífþeytta hvituna ofan á súpuna í súpuskálinni og bregða henni siðan inn i bökunarofn og baka hvítuna ljósbrúna. BRUN KALSÚPA II kjötsoð * 100 gulrætur * 200 g hvítkál ★ 15 g smjörlíki * 20 g sykur •* salt, steinselja. Hitið kjötsoðið. Skerið kálið og ræt- urnar í smáar lengjur. Brúnið sykurinn og bætið smjörlikinu út i. Brúnið kálið og ræturnar, hellið heitu soðinu yfir. Sjóðið í 15 mín. EPLAKAKA BÖKUÐ 375 epli * 60 g braðmylsna * 40—50 g smjör * 50 g púðursykur * 1 dl rjómi. Þvoið og flysjið eplin og skerið i bita. Blandið saman sykri og brauðmylsnu. Smyrjið eldfast mót. Setjið nú fyrst brauð- mylsnu og sykur i mótið og raðið svo eplabitum yfir. Stráið síðan brauðmylsnu yfir og svo smjörbitum. Raðið aftur epla- bitum yfir og siðan brauðmylsnu og svo þannig koll af kolli. Stráið brauðmylsnu yfir að síðustu og dreifið henni jafnt yfir. Bakið kökuna i ofni á neðstu rim, þartil eplin eru nægilega mjúk. Best er að kakan sé borin fram heit og þá er þeyttur rjómi settur með í skál. Einnig er gott að bera hana fram kalda og þá má gjarnan skreyta kökuna með þeyttum rjóma. Þá má hvolfa úr mótinu á fallegan disk og skreyta með rjóma. Baka má kökuna i jólakökumóti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.